Samstjórn allra flokka tekur við á Akureyri Heimir Már Pétursson skrifar 22. september 2020 12:27 Akureyri Foto: Vilhelm Gunnarsson/Vilhelm Gunnarsson Ný samstjórn allra flokka verður við stjórn Akureyrarbæjar eftir samkomulag meiri- og minnihluta þar um sem greint var frá í hádeginu. Forseti bæjarstjórnar segir nýja kjarasamninga og kórónufaraldurinn hafa haft mikil áhrif á fjárhagsstöðu bæjarins. Ellefu bæjarfulltrúar sitja í bæjarstjórn Akureyrar. Eftir sveitarstjórnarkosningarnar árið 2018 mynduðu Framsóknarflokkur, Samfylking og L-list meirihluta í bæjarstjórn með tvo bæjarfulltrúa hver flokkur. En Sjálfstæðisflokkur með þrjá bæjarfulltrúa, Vinstri græn með einn og Miðflokkurinn með einn voru í minnihluta. Halla Björk Reynisdóttir oddviti L-listans sem myndaði meirihluta með Samfylkingu og Framsóknarflokki eftir kosningar 2018 segir mikilvægt að allir flokkar komi að lausn mála út kjörtímabilið í bæjarstjórn Akureyrar.Mynd/Akureyrarbær Fjárhagsstaða Akureyrarbæjar hefur verið erfið undanfarin misseri og hafa tekjur dregist saman og útgjöld aukist á þessu ári vegna kórónufaraldursins. Þannig var 1,3 milljarða halli á rekstri bæjarins á fyrstu sex mánuðum þessa árs. Halla Björk Reynisdóttir oddviti L-listans og forseti bæjarstjórnar segir nýgerða kjarasamninga einnig hafa þyngt mjög rekstur bæjarins. „Við erum svo heppin hér á Akureyri að það er áralöng hefð fyrir góðu samstarfi á milli meiri- og minnihluta. Núna hefur skapast sá jarðvegur og traust á milli aðila að við teljum, á þessum fordæmalausu tímum þar sem við erum að takast á við stór verkefni og taka erfiðar ákvarðanir sem hafa áhrif til framtíðar, að það sé mikilvægt að um það náist breið samstaða,“ segir Halla Björk. Fráfarandi meirihluti hafi treyst sér í verkefnin en mikilvægt væri nú að ná breiðri samstöðu um málin. Flokkar sem áður voru í minnihluta muni taka að sér formennsku á ýmsum stöðum. Ellefu bæjarfulltrúar allra flokka fara nú sameiginlega með stjórn Akureyrarbæjar.Mynd/Akureyrarbær „Minnihlutinn mun taka við formennsku í skipulagsráði, frístundaráði, stjórn Menningarfélags Akureyrar og vist- og fallorku,“ segir Halla Björk. Bærinn hafi þurft að grípa til aðgerða til að koma til móts við vinnustaði í bænum og samfélagið í heild. „Og það hefur kallað á fjárútlát og breytta starfshætti. Núna erum við að breyta okkar starfsháttum í bæjarstjórn ásamt starfsfólki bæjarins.“ Tekjur hafa væntanlega dregist saman á móti auknum útgjööldum eða hvað? „Já, tekjur hafa dregist verulega saman. Og við erum að takast á við nýja kjarasamninga sem eru okkur nokkuð þungir,“ segir Halla Björk Reynisdóttir forseti bæjarstjórnar á Akureyri. Akureyri Sveitarstjórnarmál Mest lesið Lögreglan innsiglaði Flóka Innlent Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Innlent Ítrekar hótanir sínar og hvetur íbúa til að kjósa Cuomo Erlent Snúin staða Sönnu og sameiginlegt framboð virðist ekki í kortunum Innlent Ætlar ekki að láta „óða“ Demókrata kúga sig Erlent Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Innlent „Við vorum komin með súrefniskúta heim“ Innlent Ódæðin í Súdan mögulega glæpir gegn mannkyninu Erlent Hyggjast banna klám sem sýnir kyrkingar Erlent Með meðvitund fastur í rústunum en lést á leið á sjúkrahús Erlent Fleiri fréttir Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Snúin staða Sönnu og sameiginlegt framboð virðist ekki í kortunum Lögreglan innsiglaði Flóka Málar myndir með vinstri hendi eftir heilablóðfall „Við vorum komin með súrefniskúta heim“ Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Lögreglumenn ákærðir fyrir uppflettingar og hlerun Sækja slasaðan sjómann djúpt austur af landinu Miðflokkurinn nálgast Sjálfstæðisflokkinn óðfluga Óvænt stólaskipti skyggðu ekki á Bandaríkjareisuna Ákærður fyrir að birta fjölda nektarmynda af fyrrverandi Ekki meiðyrði hjá RÚV að lýsa yfirlýsingum Elds Smára réttilega Georgíumaður hafi kvænst Letta til þess að fá dvalarleyfi Eldur í bíl á Hellisheiði Líklegra að það gjósi nær áramótum Stíga ekki inn í Intra-málið í bili Vélfag kvartar til ESA og ræður kanónu „Væri fínt ef fullorðna fólkið myndi girða sig og setja reglur fyrir sig sjálft“ Álftin fæli bændur frá kornrækt Íslenskir unglingar veðja næst mest í Evrópu Húsnæðismálin í brennidepli og Alvotech lækkar á mörkuðum Aðalmeðferð í Súlunesmálinu frestað Viðreisn stillir upp á lista í Mosfellsbæ Styrktarfélag lamaðra og fatlaðra tekur upp nýtt nafn Foreldrar langveikra barna einangruð og endi jafnvel sem öryrkjar Vilja rýmri reglur um veiðar fjögurra fuglategunda Tvö pör handtekin og afskipti höfð af tvímenningum Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina „Aldrei fyrirgefanlegt þegar það er farið svona með opinbert fé“ Hjóluðu 1300 kílómetra meðfram Dóná með börnum sínum Sjá meira
Ný samstjórn allra flokka verður við stjórn Akureyrarbæjar eftir samkomulag meiri- og minnihluta þar um sem greint var frá í hádeginu. Forseti bæjarstjórnar segir nýja kjarasamninga og kórónufaraldurinn hafa haft mikil áhrif á fjárhagsstöðu bæjarins. Ellefu bæjarfulltrúar sitja í bæjarstjórn Akureyrar. Eftir sveitarstjórnarkosningarnar árið 2018 mynduðu Framsóknarflokkur, Samfylking og L-list meirihluta í bæjarstjórn með tvo bæjarfulltrúa hver flokkur. En Sjálfstæðisflokkur með þrjá bæjarfulltrúa, Vinstri græn með einn og Miðflokkurinn með einn voru í minnihluta. Halla Björk Reynisdóttir oddviti L-listans sem myndaði meirihluta með Samfylkingu og Framsóknarflokki eftir kosningar 2018 segir mikilvægt að allir flokkar komi að lausn mála út kjörtímabilið í bæjarstjórn Akureyrar.Mynd/Akureyrarbær Fjárhagsstaða Akureyrarbæjar hefur verið erfið undanfarin misseri og hafa tekjur dregist saman og útgjöld aukist á þessu ári vegna kórónufaraldursins. Þannig var 1,3 milljarða halli á rekstri bæjarins á fyrstu sex mánuðum þessa árs. Halla Björk Reynisdóttir oddviti L-listans og forseti bæjarstjórnar segir nýgerða kjarasamninga einnig hafa þyngt mjög rekstur bæjarins. „Við erum svo heppin hér á Akureyri að það er áralöng hefð fyrir góðu samstarfi á milli meiri- og minnihluta. Núna hefur skapast sá jarðvegur og traust á milli aðila að við teljum, á þessum fordæmalausu tímum þar sem við erum að takast á við stór verkefni og taka erfiðar ákvarðanir sem hafa áhrif til framtíðar, að það sé mikilvægt að um það náist breið samstaða,“ segir Halla Björk. Fráfarandi meirihluti hafi treyst sér í verkefnin en mikilvægt væri nú að ná breiðri samstöðu um málin. Flokkar sem áður voru í minnihluta muni taka að sér formennsku á ýmsum stöðum. Ellefu bæjarfulltrúar allra flokka fara nú sameiginlega með stjórn Akureyrarbæjar.Mynd/Akureyrarbær „Minnihlutinn mun taka við formennsku í skipulagsráði, frístundaráði, stjórn Menningarfélags Akureyrar og vist- og fallorku,“ segir Halla Björk. Bærinn hafi þurft að grípa til aðgerða til að koma til móts við vinnustaði í bænum og samfélagið í heild. „Og það hefur kallað á fjárútlát og breytta starfshætti. Núna erum við að breyta okkar starfsháttum í bæjarstjórn ásamt starfsfólki bæjarins.“ Tekjur hafa væntanlega dregist saman á móti auknum útgjööldum eða hvað? „Já, tekjur hafa dregist verulega saman. Og við erum að takast á við nýja kjarasamninga sem eru okkur nokkuð þungir,“ segir Halla Björk Reynisdóttir forseti bæjarstjórnar á Akureyri.
Akureyri Sveitarstjórnarmál Mest lesið Lögreglan innsiglaði Flóka Innlent Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Innlent Ítrekar hótanir sínar og hvetur íbúa til að kjósa Cuomo Erlent Snúin staða Sönnu og sameiginlegt framboð virðist ekki í kortunum Innlent Ætlar ekki að láta „óða“ Demókrata kúga sig Erlent Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Innlent „Við vorum komin með súrefniskúta heim“ Innlent Ódæðin í Súdan mögulega glæpir gegn mannkyninu Erlent Hyggjast banna klám sem sýnir kyrkingar Erlent Með meðvitund fastur í rústunum en lést á leið á sjúkrahús Erlent Fleiri fréttir Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Snúin staða Sönnu og sameiginlegt framboð virðist ekki í kortunum Lögreglan innsiglaði Flóka Málar myndir með vinstri hendi eftir heilablóðfall „Við vorum komin með súrefniskúta heim“ Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Lögreglumenn ákærðir fyrir uppflettingar og hlerun Sækja slasaðan sjómann djúpt austur af landinu Miðflokkurinn nálgast Sjálfstæðisflokkinn óðfluga Óvænt stólaskipti skyggðu ekki á Bandaríkjareisuna Ákærður fyrir að birta fjölda nektarmynda af fyrrverandi Ekki meiðyrði hjá RÚV að lýsa yfirlýsingum Elds Smára réttilega Georgíumaður hafi kvænst Letta til þess að fá dvalarleyfi Eldur í bíl á Hellisheiði Líklegra að það gjósi nær áramótum Stíga ekki inn í Intra-málið í bili Vélfag kvartar til ESA og ræður kanónu „Væri fínt ef fullorðna fólkið myndi girða sig og setja reglur fyrir sig sjálft“ Álftin fæli bændur frá kornrækt Íslenskir unglingar veðja næst mest í Evrópu Húsnæðismálin í brennidepli og Alvotech lækkar á mörkuðum Aðalmeðferð í Súlunesmálinu frestað Viðreisn stillir upp á lista í Mosfellsbæ Styrktarfélag lamaðra og fatlaðra tekur upp nýtt nafn Foreldrar langveikra barna einangruð og endi jafnvel sem öryrkjar Vilja rýmri reglur um veiðar fjögurra fuglategunda Tvö pör handtekin og afskipti höfð af tvímenningum Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina „Aldrei fyrirgefanlegt þegar það er farið svona með opinbert fé“ Hjóluðu 1300 kílómetra meðfram Dóná með börnum sínum Sjá meira