200 þúsund dánir í Bandaríkjunum Samúel Karl Ólason skrifar 22. september 2020 19:58 Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, segist hafa staðið sig „ótrúlega vel“ gegn Covid-19. AP/Alex Brandon Fjöldi látinna í Bandaríkjunum vegna Covid-19 er kominn yfir 200 þúsund. Hvergi hafa fleiri dáið né smitast vegna kórónuveirunnar, svo vitað sé. Sérfræðingar segja þó að líklega sé raunverulegur fjöldi látinna mun hærri. Margir hafi verið úrskurðaðir látnir vegna annarra saka og þá sérstaklega í upphafi faraldursins. Þetta gerðist í dag en fyrr í dag tilkynnti Alþjóðaheilbrigðismálastofnunin að á undanfarinni viku hafi nærri því tvær milljónir greinst smitaðir og hafa þeir aldrei verið fleiri. Smituðum fjölgaði í öllum álfum heimsins nema Afríku. Í heildina hafa 31,4 milljónir smitast og 967 þúsund hafa dáið, samkvæmt opinberum tölum. Smituðum fjölgar en dauðfsöllum fækkar Samhliða mikilli fjölgun smitaðra undanfarnar vikur hefur Alþjóðaheilbrigðisstofnunin þó greint töluverða fækkun látinna. Undanfarna viku dóu 37,7 þúsund manns vegna Covid-19 og er það um tíu prósenta lækkun á milli vikna. Í Bandaríkjunum hafa um 770 manns dáið á degi hverjum, að meðaltali, og gera líkön ráð fyrir að fjöldi látinna geti tvöfaldast fram að áramótum, samkvæmt frétt AP fréttaveitunnar. Þrátt fyrir að einungis fimm prósent jarðarbúa búi í Bandaríkjunum eru um 20 prósent þeirra sem hafa dáið í heiminum þaðan. Í sjónvarpsviðtali í dag, stærði Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, sig af árangri sínum í að berjast gegn heimsfaraldrinum. Lýsti hann árangrinum sem „ótrúlegum“ og „frábærum“. „Það eina sem ég hef staðið mig í almannatengslum því við höfum ekki getað sannfært fólk, í rauninni fölsku fréttirnar, um það hve frábærlega við höfum staðið okkur,“ sagði Trump. Sérfræðingar eru ekki sammála því að Trump hafi staðið sig eins vel og hann vill láta. Einn slíkur, Dr. Cedric Dark, sagði AP að allir þjóðarleiðtogar hefðu gengist sama prófið. Sumum hefði gengið vel og öðrum ekki. „Í okkar tilfelli, þá misheppnaðist okkur algerlega.“ Í upphafi faraldursins voru fá ríki, ef einhver, betur stödd en Bandaríkin til þess að takast á við faraldur af þessu tagi. Ríkið býr yfir umfangsmikilli þekkingu og hafði safnað miklum birgðum af lyfjum og verndarbúnaði. Sérfræðingar sem AP ræddi við segja ljóst að skortur á leiðsögn úr Hvíta húsinu hafi gert ástandið verra. Til að mynda sé enn þann dag í dag ekki búið að gera nokkurs konar heildstæða skimunaráætlun eða stefnu í ríkinu. Bandaríkin Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Donald Trump Tengdar fréttir Faraldurinn í miklum vexti víða um heim 20. september 2020 13:00 Aldrei fleiri greinst með veiruna í Danmörku 589 greindust með kórónuveiruna í Danmörku síðastliðinn sólarhring. Aldrei hafa fleiri smitast í Danmörku frá því að faraldurinn barst þangað til lands. 19. september 2020 12:20 Fjöldi smitaðra kominn yfir 30 milljónir Fjöldi þeirra sem staðfest er að hafi smitast af Covid-19 er kominn yfir 30 milljónir. Það er samkvæmt talningu Johns Hopkins háskólans sem byggir á opinberum tölum. 18. september 2020 06:45 Leiðtogar heimsins sagðir hafa brugðist vegna Covid-19 Þjóðarleiðtogar heimsins brugðust varðandi undirbúning fyrir mögulegan heimsfaraldur. Ekki var hlustað á viðvaranir og fjárfestingar og pólitískur áhugi á undirbúningi var ekki nægjanlegur. 14. september 2020 07:11 Mest lesið Segir af sér þingmennsku vegna tilraunar til vændiskaupa Innlent Tók við verðlaunapeningnum og hyggst eiga hann Erlent Safna undirskriftum og segja Þorgerði að taka Long opnum örmum Innlent Loðin svör gervigreindar sem brjóti gegn höfundarrétti: „Engin þakklæti til stofnunarinnar“ Innlent Taki ásökunum alvarlega og skipi Signýju til bráðabirgða Innlent Hér sést hvar jarðgöngin eiga að opnast á Heimaey Innlent Hafi afhent Trump Friðarverðlaun Nóbels Erlent Andstæðan við lóðabrask Innlent Yfir 350 milljónir í kostnað vegna starfslokasamninga hjá ríkisstofnunum Innlent „Þetta er ekki það sem við samþykktum“ Erlent Fleiri fréttir Fyrrverandi forseti dæmdur í fimm ára fangelsi „Þetta er ekki það sem við samþykktum“ Tók við verðlaunapeningnum og hyggst eiga hann Hafi afhent Trump Friðarverðlaun Nóbels Krefjast enn að fá að senda sérsveitarmenn til Mexíkó Veiki geimfarinn kominn aftur til jarðar Tóku enn eitt skipið Trump hótar að siga hernum á mótmælendur Kennir Selenskí enn og aftur um Ólafur Ragnar við CNBC: Afleiðingarnar „gífurlegar“ ef Bandaríkin tækju Grænland með valdi Þingmenn sem Trump sagði heimska lúffuðu Witkoff segir annan áfanga friðaráætlunarinnar hafinn Musk fellst á að hætta að framleiða kynferðislegar myndir en bara sums staðar Hætta vinnslu umsókna innflytjenda frá 75 ríkjum Trump segir stjórnvöld í Íran hætt að drepa mótmælendur Stuðningur við Grænland ómetanlegur og hvetur Íslendinga til að mæta Vilja geta sett herlög á eyju norðan Íslands Verðandi sendiherra grínaðist með að Ísland yrði 52. ríkið Síðustu ellefu ár þau hlýjustu í mælingasögunni 32 látnir eftir að krani féll á lest í Taílandi Rannsaka ásakanir á hendur Iglesias Sautján prósent Bandaríkjamanna styðja innlimun Grænlands Vaktin: Stofna vinnuhóp um framtíð Grænlands Tveir látnir eftir árekstur strætisvagna Reyna að tala Trump til og óttast afleiðingar árása Bandaríkjastjórn kemur barnaníðsefni Musk til varnar Mengunarreglur taka ekki lengur tillit til dauðsfalla og heilsu Starmer boðið sæti í „friðarstjórn“ Trump Trump segir Nielsen í vondum málum Trump heitir íhlutun ef stjórnvöld hefja aftökur Sjá meira
Fjöldi látinna í Bandaríkjunum vegna Covid-19 er kominn yfir 200 þúsund. Hvergi hafa fleiri dáið né smitast vegna kórónuveirunnar, svo vitað sé. Sérfræðingar segja þó að líklega sé raunverulegur fjöldi látinna mun hærri. Margir hafi verið úrskurðaðir látnir vegna annarra saka og þá sérstaklega í upphafi faraldursins. Þetta gerðist í dag en fyrr í dag tilkynnti Alþjóðaheilbrigðismálastofnunin að á undanfarinni viku hafi nærri því tvær milljónir greinst smitaðir og hafa þeir aldrei verið fleiri. Smituðum fjölgaði í öllum álfum heimsins nema Afríku. Í heildina hafa 31,4 milljónir smitast og 967 þúsund hafa dáið, samkvæmt opinberum tölum. Smituðum fjölgar en dauðfsöllum fækkar Samhliða mikilli fjölgun smitaðra undanfarnar vikur hefur Alþjóðaheilbrigðisstofnunin þó greint töluverða fækkun látinna. Undanfarna viku dóu 37,7 þúsund manns vegna Covid-19 og er það um tíu prósenta lækkun á milli vikna. Í Bandaríkjunum hafa um 770 manns dáið á degi hverjum, að meðaltali, og gera líkön ráð fyrir að fjöldi látinna geti tvöfaldast fram að áramótum, samkvæmt frétt AP fréttaveitunnar. Þrátt fyrir að einungis fimm prósent jarðarbúa búi í Bandaríkjunum eru um 20 prósent þeirra sem hafa dáið í heiminum þaðan. Í sjónvarpsviðtali í dag, stærði Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, sig af árangri sínum í að berjast gegn heimsfaraldrinum. Lýsti hann árangrinum sem „ótrúlegum“ og „frábærum“. „Það eina sem ég hef staðið mig í almannatengslum því við höfum ekki getað sannfært fólk, í rauninni fölsku fréttirnar, um það hve frábærlega við höfum staðið okkur,“ sagði Trump. Sérfræðingar eru ekki sammála því að Trump hafi staðið sig eins vel og hann vill láta. Einn slíkur, Dr. Cedric Dark, sagði AP að allir þjóðarleiðtogar hefðu gengist sama prófið. Sumum hefði gengið vel og öðrum ekki. „Í okkar tilfelli, þá misheppnaðist okkur algerlega.“ Í upphafi faraldursins voru fá ríki, ef einhver, betur stödd en Bandaríkin til þess að takast á við faraldur af þessu tagi. Ríkið býr yfir umfangsmikilli þekkingu og hafði safnað miklum birgðum af lyfjum og verndarbúnaði. Sérfræðingar sem AP ræddi við segja ljóst að skortur á leiðsögn úr Hvíta húsinu hafi gert ástandið verra. Til að mynda sé enn þann dag í dag ekki búið að gera nokkurs konar heildstæða skimunaráætlun eða stefnu í ríkinu.
Bandaríkin Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Donald Trump Tengdar fréttir Faraldurinn í miklum vexti víða um heim 20. september 2020 13:00 Aldrei fleiri greinst með veiruna í Danmörku 589 greindust með kórónuveiruna í Danmörku síðastliðinn sólarhring. Aldrei hafa fleiri smitast í Danmörku frá því að faraldurinn barst þangað til lands. 19. september 2020 12:20 Fjöldi smitaðra kominn yfir 30 milljónir Fjöldi þeirra sem staðfest er að hafi smitast af Covid-19 er kominn yfir 30 milljónir. Það er samkvæmt talningu Johns Hopkins háskólans sem byggir á opinberum tölum. 18. september 2020 06:45 Leiðtogar heimsins sagðir hafa brugðist vegna Covid-19 Þjóðarleiðtogar heimsins brugðust varðandi undirbúning fyrir mögulegan heimsfaraldur. Ekki var hlustað á viðvaranir og fjárfestingar og pólitískur áhugi á undirbúningi var ekki nægjanlegur. 14. september 2020 07:11 Mest lesið Segir af sér þingmennsku vegna tilraunar til vændiskaupa Innlent Tók við verðlaunapeningnum og hyggst eiga hann Erlent Safna undirskriftum og segja Þorgerði að taka Long opnum örmum Innlent Loðin svör gervigreindar sem brjóti gegn höfundarrétti: „Engin þakklæti til stofnunarinnar“ Innlent Taki ásökunum alvarlega og skipi Signýju til bráðabirgða Innlent Hér sést hvar jarðgöngin eiga að opnast á Heimaey Innlent Hafi afhent Trump Friðarverðlaun Nóbels Erlent Andstæðan við lóðabrask Innlent Yfir 350 milljónir í kostnað vegna starfslokasamninga hjá ríkisstofnunum Innlent „Þetta er ekki það sem við samþykktum“ Erlent Fleiri fréttir Fyrrverandi forseti dæmdur í fimm ára fangelsi „Þetta er ekki það sem við samþykktum“ Tók við verðlaunapeningnum og hyggst eiga hann Hafi afhent Trump Friðarverðlaun Nóbels Krefjast enn að fá að senda sérsveitarmenn til Mexíkó Veiki geimfarinn kominn aftur til jarðar Tóku enn eitt skipið Trump hótar að siga hernum á mótmælendur Kennir Selenskí enn og aftur um Ólafur Ragnar við CNBC: Afleiðingarnar „gífurlegar“ ef Bandaríkin tækju Grænland með valdi Þingmenn sem Trump sagði heimska lúffuðu Witkoff segir annan áfanga friðaráætlunarinnar hafinn Musk fellst á að hætta að framleiða kynferðislegar myndir en bara sums staðar Hætta vinnslu umsókna innflytjenda frá 75 ríkjum Trump segir stjórnvöld í Íran hætt að drepa mótmælendur Stuðningur við Grænland ómetanlegur og hvetur Íslendinga til að mæta Vilja geta sett herlög á eyju norðan Íslands Verðandi sendiherra grínaðist með að Ísland yrði 52. ríkið Síðustu ellefu ár þau hlýjustu í mælingasögunni 32 látnir eftir að krani féll á lest í Taílandi Rannsaka ásakanir á hendur Iglesias Sautján prósent Bandaríkjamanna styðja innlimun Grænlands Vaktin: Stofna vinnuhóp um framtíð Grænlands Tveir látnir eftir árekstur strætisvagna Reyna að tala Trump til og óttast afleiðingar árása Bandaríkjastjórn kemur barnaníðsefni Musk til varnar Mengunarreglur taka ekki lengur tillit til dauðsfalla og heilsu Starmer boðið sæti í „friðarstjórn“ Trump Trump segir Nielsen í vondum málum Trump heitir íhlutun ef stjórnvöld hefja aftökur Sjá meira
Aldrei fleiri greinst með veiruna í Danmörku 589 greindust með kórónuveiruna í Danmörku síðastliðinn sólarhring. Aldrei hafa fleiri smitast í Danmörku frá því að faraldurinn barst þangað til lands. 19. september 2020 12:20
Fjöldi smitaðra kominn yfir 30 milljónir Fjöldi þeirra sem staðfest er að hafi smitast af Covid-19 er kominn yfir 30 milljónir. Það er samkvæmt talningu Johns Hopkins háskólans sem byggir á opinberum tölum. 18. september 2020 06:45
Leiðtogar heimsins sagðir hafa brugðist vegna Covid-19 Þjóðarleiðtogar heimsins brugðust varðandi undirbúning fyrir mögulegan heimsfaraldur. Ekki var hlustað á viðvaranir og fjárfestingar og pólitískur áhugi á undirbúningi var ekki nægjanlegur. 14. september 2020 07:11
Loðin svör gervigreindar sem brjóti gegn höfundarrétti: „Engin þakklæti til stofnunarinnar“ Innlent
Loðin svör gervigreindar sem brjóti gegn höfundarrétti: „Engin þakklæti til stofnunarinnar“ Innlent