Gaf aðdáanda óvart giftingarhringinn sinn eftir leik Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 23. september 2020 09:30 Darius Leonard fagnar hér um helgina eftir að hafa náð leikstjórnendafellu á Kirk Cousins há Minnesota Vikings. APMichael Conroy Darius Leonard brá örugglega mikið þegar hann var kominn inn í klefa eftir leik Indianapolis Colts í NFL-deildinni um helgina. Hann fann ekki giftingarhringinn sinn. Eins og venjan hjá mörgum leikmönnum NFL-deildarinnar þá gefa þeir oft ungum aðdáendum ýmislegt í lok leikja sinna. Láta leikmennirnir krakkana fá ýmsa smáhluti eins og lítil handklæði, hanska eða eitthvað sem þeir voru að nota í viðkomandi leik. Sumir gefa jafnvel skó eða treyjur. Darius Leonard, varnarmaður Indianapolis Colts, gaf aðdáanda hins vegar aðeins meira en hann ætlaði sér eftir leik Indianapolis Colts og Minnesota Vikings á sunnudaginn. Yeah, he's gonna want that back.Posted by Sports Illustrated on Þriðjudagur, 22. september 2020 Indianapolis Colts liðið vann þarna sannfærandi 28-11 sigur á Víkingunum og það var full ástæða fyrir Darius Leonard og félaga hans í varnarlínunni að vera í góðu skapi eftir leik enda komust leikmenn Minnesota Vikings lítið áleiðis. Leonard var hins vegar aðeins gjafmildari en hann ætlaði sér. Þegar Darius Leonard var að ganga til búningsklefa þá sá hann nokkra krakka í stúkunni og hann ákvað að gefa þeim hanskana sína. Þau voru náttúrlega mjög kát og Leonard fór í framhaldinu inn í klefa. Þegar krakkarnir fóru að skoða betur hanskana þá komust þau að því að þau fengu stóran bónus með. Inn í öðrum hanskanum var nefnilega giftingarhringurinn hans. https://t.co/W2QkcBmK6O— Darius Leonard (@dsleon45) September 21, 2020 Darius Leonard giftist Kaylu Leonard í nóvember 2007 en þau höfðu þekkst síðan í leikskóla og eiga nú eina stelpu saman. Það komst í fréttirnar þegar hann bað hennar því það gerði hann á miðjum vellinum eftir síðasta heimaleikinn sinn með South Carolina State háskólaliðinu. Tyler Brooke heitir aðdáandinn sem var svo heiðarlegur að láta Darius Leonard vita af því í gegnum samfélagsmiðla að hann væri með hringinn hans. Frændi hans hafði nefnilega fengið hanskana og uppgötvað hringinn. Leonard svaraði og ekki er vitað annað en að hann hafi fengið hringinn sinn aftur. NFL Mest lesið „Síðan koma raddir um að þetta sé ekkert svo alvarlegt“ Íslenski boltinn Aftur tapar Liverpool Fótbolti KR vann nýliðaslaginn Körfubolti Tottenham bjargaði stigi í Noregi Fótbolti Grindvíkingar horfa áfram út fyrir landsteinana Körfubolti Meistararnir byrja á góðum sigri Körfubolti Uppgjörið: Þróttur - Breiðablik 3-2 | Aftur mistókst Blikum að tryggja titilinn Íslenski boltinn „Eina leiðin að segja já og amen við dómaranefndina“ Körfubolti Uppgjör: Víkingur - Valur 3-0 | Sannfærandi heimasigur í rigningunni Íslenski boltinn Heimir yfirgefur FH að tímabilinu loknu Íslenski boltinn Fleiri fréttir „Síðan koma raddir um að þetta sé ekkert svo alvarlegt“ Grindvíkingar horfa áfram út fyrir landsteinana Tottenham bjargaði stigi í Noregi KR vann nýliðaslaginn Meistararnir byrja á góðum sigri „Það er allt mögulegt“ Uppgjör: Víkingur - Valur 3-0 | Sannfærandi heimasigur í rigningunni „Gott að láta ekki mótlæti brjóta sig niður“ Heimir yfirgefur FH að tímabilinu loknu Íslendingarnir skutu Ringsted áfram Aftur tapar Liverpool Sjálfsmark kostaði Mourinho stigið Arnar Þór látinn fara frá Gent Uppgjörið: Stjarnan - Njarðvík 64-81 | Reynslan skilaði gestunum sigri Uppgjörið: Þróttur - Breiðablik 3-2 | Aftur mistókst Blikum að tryggja titilinn Mbappé fór mikinn í Kasakstan Magdeburg fataðist flugið og Bjarki Már í úrslit Mourinho knúsaði gamla vinnufélaga en er rauður í kvöld „Væri eiginlega kjánalegt að segjast ekki ætla að gera betur“ Gera aðra atlögu að titlinum eftir handleggsbrot Elínar Helenu Laufey sú elsta sem kemst á pall Ragnar frá Þorlákshöfn í Grindavík Héldu vöku fyrir leikmönnum Liverpool Davíð Smári hissa: „Sökudólgur sjálfur með því að setja viðmiðið mjög hátt“ Hans Viktor framlengir við KA Refsað fyrir rasisma mikils fjölda áhorfenda Meiddist hroðalega en fór hlæjandi af velli Fengu nóg af skeytingarleysi og mismunun Jón Þór ráðinn í björgunaraðgerðir hjá Vestra Sjáðu boltahnupl Valdimars sem nánast tryggði Víkingum titilinn Sjá meira
Darius Leonard brá örugglega mikið þegar hann var kominn inn í klefa eftir leik Indianapolis Colts í NFL-deildinni um helgina. Hann fann ekki giftingarhringinn sinn. Eins og venjan hjá mörgum leikmönnum NFL-deildarinnar þá gefa þeir oft ungum aðdáendum ýmislegt í lok leikja sinna. Láta leikmennirnir krakkana fá ýmsa smáhluti eins og lítil handklæði, hanska eða eitthvað sem þeir voru að nota í viðkomandi leik. Sumir gefa jafnvel skó eða treyjur. Darius Leonard, varnarmaður Indianapolis Colts, gaf aðdáanda hins vegar aðeins meira en hann ætlaði sér eftir leik Indianapolis Colts og Minnesota Vikings á sunnudaginn. Yeah, he's gonna want that back.Posted by Sports Illustrated on Þriðjudagur, 22. september 2020 Indianapolis Colts liðið vann þarna sannfærandi 28-11 sigur á Víkingunum og það var full ástæða fyrir Darius Leonard og félaga hans í varnarlínunni að vera í góðu skapi eftir leik enda komust leikmenn Minnesota Vikings lítið áleiðis. Leonard var hins vegar aðeins gjafmildari en hann ætlaði sér. Þegar Darius Leonard var að ganga til búningsklefa þá sá hann nokkra krakka í stúkunni og hann ákvað að gefa þeim hanskana sína. Þau voru náttúrlega mjög kát og Leonard fór í framhaldinu inn í klefa. Þegar krakkarnir fóru að skoða betur hanskana þá komust þau að því að þau fengu stóran bónus með. Inn í öðrum hanskanum var nefnilega giftingarhringurinn hans. https://t.co/W2QkcBmK6O— Darius Leonard (@dsleon45) September 21, 2020 Darius Leonard giftist Kaylu Leonard í nóvember 2007 en þau höfðu þekkst síðan í leikskóla og eiga nú eina stelpu saman. Það komst í fréttirnar þegar hann bað hennar því það gerði hann á miðjum vellinum eftir síðasta heimaleikinn sinn með South Carolina State háskólaliðinu. Tyler Brooke heitir aðdáandinn sem var svo heiðarlegur að láta Darius Leonard vita af því í gegnum samfélagsmiðla að hann væri með hringinn hans. Frændi hans hafði nefnilega fengið hanskana og uppgötvað hringinn. Leonard svaraði og ekki er vitað annað en að hann hafi fengið hringinn sinn aftur.
NFL Mest lesið „Síðan koma raddir um að þetta sé ekkert svo alvarlegt“ Íslenski boltinn Aftur tapar Liverpool Fótbolti KR vann nýliðaslaginn Körfubolti Tottenham bjargaði stigi í Noregi Fótbolti Grindvíkingar horfa áfram út fyrir landsteinana Körfubolti Meistararnir byrja á góðum sigri Körfubolti Uppgjörið: Þróttur - Breiðablik 3-2 | Aftur mistókst Blikum að tryggja titilinn Íslenski boltinn „Eina leiðin að segja já og amen við dómaranefndina“ Körfubolti Uppgjör: Víkingur - Valur 3-0 | Sannfærandi heimasigur í rigningunni Íslenski boltinn Heimir yfirgefur FH að tímabilinu loknu Íslenski boltinn Fleiri fréttir „Síðan koma raddir um að þetta sé ekkert svo alvarlegt“ Grindvíkingar horfa áfram út fyrir landsteinana Tottenham bjargaði stigi í Noregi KR vann nýliðaslaginn Meistararnir byrja á góðum sigri „Það er allt mögulegt“ Uppgjör: Víkingur - Valur 3-0 | Sannfærandi heimasigur í rigningunni „Gott að láta ekki mótlæti brjóta sig niður“ Heimir yfirgefur FH að tímabilinu loknu Íslendingarnir skutu Ringsted áfram Aftur tapar Liverpool Sjálfsmark kostaði Mourinho stigið Arnar Þór látinn fara frá Gent Uppgjörið: Stjarnan - Njarðvík 64-81 | Reynslan skilaði gestunum sigri Uppgjörið: Þróttur - Breiðablik 3-2 | Aftur mistókst Blikum að tryggja titilinn Mbappé fór mikinn í Kasakstan Magdeburg fataðist flugið og Bjarki Már í úrslit Mourinho knúsaði gamla vinnufélaga en er rauður í kvöld „Væri eiginlega kjánalegt að segjast ekki ætla að gera betur“ Gera aðra atlögu að titlinum eftir handleggsbrot Elínar Helenu Laufey sú elsta sem kemst á pall Ragnar frá Þorlákshöfn í Grindavík Héldu vöku fyrir leikmönnum Liverpool Davíð Smári hissa: „Sökudólgur sjálfur með því að setja viðmiðið mjög hátt“ Hans Viktor framlengir við KA Refsað fyrir rasisma mikils fjölda áhorfenda Meiddist hroðalega en fór hlæjandi af velli Fengu nóg af skeytingarleysi og mismunun Jón Þór ráðinn í björgunaraðgerðir hjá Vestra Sjáðu boltahnupl Valdimars sem nánast tryggði Víkingum titilinn Sjá meira