Gaf aðdáanda óvart giftingarhringinn sinn eftir leik Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 23. september 2020 09:30 Darius Leonard fagnar hér um helgina eftir að hafa náð leikstjórnendafellu á Kirk Cousins há Minnesota Vikings. APMichael Conroy Darius Leonard brá örugglega mikið þegar hann var kominn inn í klefa eftir leik Indianapolis Colts í NFL-deildinni um helgina. Hann fann ekki giftingarhringinn sinn. Eins og venjan hjá mörgum leikmönnum NFL-deildarinnar þá gefa þeir oft ungum aðdáendum ýmislegt í lok leikja sinna. Láta leikmennirnir krakkana fá ýmsa smáhluti eins og lítil handklæði, hanska eða eitthvað sem þeir voru að nota í viðkomandi leik. Sumir gefa jafnvel skó eða treyjur. Darius Leonard, varnarmaður Indianapolis Colts, gaf aðdáanda hins vegar aðeins meira en hann ætlaði sér eftir leik Indianapolis Colts og Minnesota Vikings á sunnudaginn. Yeah, he's gonna want that back.Posted by Sports Illustrated on Þriðjudagur, 22. september 2020 Indianapolis Colts liðið vann þarna sannfærandi 28-11 sigur á Víkingunum og það var full ástæða fyrir Darius Leonard og félaga hans í varnarlínunni að vera í góðu skapi eftir leik enda komust leikmenn Minnesota Vikings lítið áleiðis. Leonard var hins vegar aðeins gjafmildari en hann ætlaði sér. Þegar Darius Leonard var að ganga til búningsklefa þá sá hann nokkra krakka í stúkunni og hann ákvað að gefa þeim hanskana sína. Þau voru náttúrlega mjög kát og Leonard fór í framhaldinu inn í klefa. Þegar krakkarnir fóru að skoða betur hanskana þá komust þau að því að þau fengu stóran bónus með. Inn í öðrum hanskanum var nefnilega giftingarhringurinn hans. https://t.co/W2QkcBmK6O— Darius Leonard (@dsleon45) September 21, 2020 Darius Leonard giftist Kaylu Leonard í nóvember 2007 en þau höfðu þekkst síðan í leikskóla og eiga nú eina stelpu saman. Það komst í fréttirnar þegar hann bað hennar því það gerði hann á miðjum vellinum eftir síðasta heimaleikinn sinn með South Carolina State háskólaliðinu. Tyler Brooke heitir aðdáandinn sem var svo heiðarlegur að láta Darius Leonard vita af því í gegnum samfélagsmiðla að hann væri með hringinn hans. Frændi hans hafði nefnilega fengið hanskana og uppgötvað hringinn. Leonard svaraði og ekki er vitað annað en að hann hafi fengið hringinn sinn aftur. NFL Mest lesið Svörtu skýin safnast saman yfir Anfield eftir stórtap á heimavelli Enski boltinn Íslandsmeistari í fimm ára keppnisbann Sport Þjálfun eða ekki? | Guðmundur kominn heim og íhugar næstu skref Handbolti Eiður enn að skora mörk: „Gjöfin sem heldur áfram að gefa“ Fótbolti Sænska landsliðið fordæmt fyrir að auglýsa megrunarlyf Sport Skoskir stuðningsmenn ollu jarðskjálfta Fótbolti Þriðji sigur Chelsea í röð Enski boltinn „Ég ætla að brjóta á honum andlitið“ Sport Dagskráin í dag: Enski boltinn rúllar aftur eftir hlé og spennan magnast í pílukastinu Sport Norris á pól og heimsmeistaratitillinn í augsýn Formúla 1 Fleiri fréttir „Þetta er mjög erfið staða í augnablikinu“ Börsungar með stórsigur í fyrsta leik á nýja Nývangi Crystal Palace upp í Meistaradeildarsæti Newcastle - Manchester City | Heldur Haaland uppteknum hætti? Hilmar Smári og félagar tapa og tapa Svörtu skýin safnast saman yfir Anfield eftir stórtap á heimavelli Endurkoma kom Bayern aftur á sigurbraut Íslendingaliðið í vondum málum Hafrún skoraði í jafntefli „Ég ætla að brjóta á honum andlitið“ Sigur skaut liði Ingibjargar upp um þrjú sæti Eiður enn að skora mörk: „Gjöfin sem heldur áfram að gefa“ Þriðji sigur Chelsea í röð Skoskir stuðningsmenn ollu jarðskjálfta Norris á pól og heimsmeistaratitillinn í augsýn Íslandsmeistari í fimm ára keppnisbann Mark Elíasar dugði ekki til að bjarga liðinu frá falli Þjálfun eða ekki? | Guðmundur kominn heim og íhugar næstu skref Sænska landsliðið fordæmt fyrir að auglýsa megrunarlyf Dagskráin í dag: Enski boltinn rúllar aftur eftir hlé og spennan magnast í pílukastinu Upprunalega eintakið af þýska skildinum í höndum þjófa Ólíklegt að Danir komist aftur á verðlaunapall „Búnir að tala mikið um það að ná vörninni upp“ Andri Lucas setti sigurmarkið í Íslendingaslagnum Uppgjörið: Keflavík - Álftanes 101-90| Keflavík með öflugan sigur fyrir landsleikjahlé „Skiptir engu máli hver er fyrstur 80 metra í 100 metra hlaupi“ Elvar mætir í góðu stuði í landsliðsverkefni Donni markahæstur gegn lærisveinum Arnórs ÍA - ÍR | Dýrmæt stig í boði Stjarnan slátraði meisturunum Sjá meira
Darius Leonard brá örugglega mikið þegar hann var kominn inn í klefa eftir leik Indianapolis Colts í NFL-deildinni um helgina. Hann fann ekki giftingarhringinn sinn. Eins og venjan hjá mörgum leikmönnum NFL-deildarinnar þá gefa þeir oft ungum aðdáendum ýmislegt í lok leikja sinna. Láta leikmennirnir krakkana fá ýmsa smáhluti eins og lítil handklæði, hanska eða eitthvað sem þeir voru að nota í viðkomandi leik. Sumir gefa jafnvel skó eða treyjur. Darius Leonard, varnarmaður Indianapolis Colts, gaf aðdáanda hins vegar aðeins meira en hann ætlaði sér eftir leik Indianapolis Colts og Minnesota Vikings á sunnudaginn. Yeah, he's gonna want that back.Posted by Sports Illustrated on Þriðjudagur, 22. september 2020 Indianapolis Colts liðið vann þarna sannfærandi 28-11 sigur á Víkingunum og það var full ástæða fyrir Darius Leonard og félaga hans í varnarlínunni að vera í góðu skapi eftir leik enda komust leikmenn Minnesota Vikings lítið áleiðis. Leonard var hins vegar aðeins gjafmildari en hann ætlaði sér. Þegar Darius Leonard var að ganga til búningsklefa þá sá hann nokkra krakka í stúkunni og hann ákvað að gefa þeim hanskana sína. Þau voru náttúrlega mjög kát og Leonard fór í framhaldinu inn í klefa. Þegar krakkarnir fóru að skoða betur hanskana þá komust þau að því að þau fengu stóran bónus með. Inn í öðrum hanskanum var nefnilega giftingarhringurinn hans. https://t.co/W2QkcBmK6O— Darius Leonard (@dsleon45) September 21, 2020 Darius Leonard giftist Kaylu Leonard í nóvember 2007 en þau höfðu þekkst síðan í leikskóla og eiga nú eina stelpu saman. Það komst í fréttirnar þegar hann bað hennar því það gerði hann á miðjum vellinum eftir síðasta heimaleikinn sinn með South Carolina State háskólaliðinu. Tyler Brooke heitir aðdáandinn sem var svo heiðarlegur að láta Darius Leonard vita af því í gegnum samfélagsmiðla að hann væri með hringinn hans. Frændi hans hafði nefnilega fengið hanskana og uppgötvað hringinn. Leonard svaraði og ekki er vitað annað en að hann hafi fengið hringinn sinn aftur.
NFL Mest lesið Svörtu skýin safnast saman yfir Anfield eftir stórtap á heimavelli Enski boltinn Íslandsmeistari í fimm ára keppnisbann Sport Þjálfun eða ekki? | Guðmundur kominn heim og íhugar næstu skref Handbolti Eiður enn að skora mörk: „Gjöfin sem heldur áfram að gefa“ Fótbolti Sænska landsliðið fordæmt fyrir að auglýsa megrunarlyf Sport Skoskir stuðningsmenn ollu jarðskjálfta Fótbolti Þriðji sigur Chelsea í röð Enski boltinn „Ég ætla að brjóta á honum andlitið“ Sport Dagskráin í dag: Enski boltinn rúllar aftur eftir hlé og spennan magnast í pílukastinu Sport Norris á pól og heimsmeistaratitillinn í augsýn Formúla 1 Fleiri fréttir „Þetta er mjög erfið staða í augnablikinu“ Börsungar með stórsigur í fyrsta leik á nýja Nývangi Crystal Palace upp í Meistaradeildarsæti Newcastle - Manchester City | Heldur Haaland uppteknum hætti? Hilmar Smári og félagar tapa og tapa Svörtu skýin safnast saman yfir Anfield eftir stórtap á heimavelli Endurkoma kom Bayern aftur á sigurbraut Íslendingaliðið í vondum málum Hafrún skoraði í jafntefli „Ég ætla að brjóta á honum andlitið“ Sigur skaut liði Ingibjargar upp um þrjú sæti Eiður enn að skora mörk: „Gjöfin sem heldur áfram að gefa“ Þriðji sigur Chelsea í röð Skoskir stuðningsmenn ollu jarðskjálfta Norris á pól og heimsmeistaratitillinn í augsýn Íslandsmeistari í fimm ára keppnisbann Mark Elíasar dugði ekki til að bjarga liðinu frá falli Þjálfun eða ekki? | Guðmundur kominn heim og íhugar næstu skref Sænska landsliðið fordæmt fyrir að auglýsa megrunarlyf Dagskráin í dag: Enski boltinn rúllar aftur eftir hlé og spennan magnast í pílukastinu Upprunalega eintakið af þýska skildinum í höndum þjófa Ólíklegt að Danir komist aftur á verðlaunapall „Búnir að tala mikið um það að ná vörninni upp“ Andri Lucas setti sigurmarkið í Íslendingaslagnum Uppgjörið: Keflavík - Álftanes 101-90| Keflavík með öflugan sigur fyrir landsleikjahlé „Skiptir engu máli hver er fyrstur 80 metra í 100 metra hlaupi“ Elvar mætir í góðu stuði í landsliðsverkefni Donni markahæstur gegn lærisveinum Arnórs ÍA - ÍR | Dýrmæt stig í boði Stjarnan slátraði meisturunum Sjá meira