„Innistæðulausar launahækkanir nú munu aðeins auka atvinnuleysi og verðbólgu“ Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 23. september 2020 08:19 Þorsteinn Víglundsson starfar í dag sem forstjóri Eignarhaldsfélagsins Hornsteins en var áður þingmaður og varaformaður Viðreisnar. Þar áður var hann framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins. Vísir/Vilhelm Þorsteinn Víglundsson, forstjóri Eignarhaldsfélagsins Hornsteins, segir forsendur kjarasamninga brostnar enda ráði atvinnulífið ekki við þær launahækkanir sem samið hefur verið um vegna Covid-kreppunnar. Hann segir innistæðulausar launahækkanir nú muni aðeins auka atvinnuleysi og verðbólgu. Áhyggjuefni sé að við þessar kringumstæður virðist forysta verkalýðshreyfingarinnar ætla að stinga höfðinu í sandinn. Þetta kemur fram í aðsendri grein Þorsteins í Fréttablaðinu í dag. Forsendunefnd lífskjarasamninganna, sem skipuð er þremur fulltrúum Alþýðusambands Íslands og þremur fulltrúum atvinnurekenda, hefur fundað einu sinni og mun funda aftur í dag. Hún sker úr um það hvort forsendur samninganna hafa haldið eða ekki. Vilja ekki segja upp samningum vegna forsendubrests Tvær af forsendum samninganna hafa haldið, vextir lækkað og kaupmáttur aukist, en dagsett loforð ríkisstjórnarinnar um að vinda ofan af verðtryggingunni hafa ekki staðist. Að því er fram kom í Speglinum í gær á forsendunefndin enn eftir að leggja mat á loforð ríkisstjórnarinnar en óljóst er hvort nefndin kemst að niðurstöðu í dag eða á morgun. Það liggur fyrir að atvinnurekendur telja enga innistæðu fyrir launahækkunum. Á móti vill verkalýðshreyfingin ekki segja upp samningunum vegna forsendubrests. Þorsteinn segir í grein sinni að augljóst sé að forsendur samninganna séu brostnar. „Við gerð þeirra var spáð samfelldu hagvaxtarskeiði út samningstímann, að gengi krónunnar héldist stöðugt og verðbólga lág. Spyrja má út frá íslenskri hagsögu hversu raunhæfar þær forsendur voru en í það minnsta er veruleikinn sem blasir við íslensku atvinnulíf i allt annar. Við erum stödd í einu mesta samdráttarskeiði frá upphaf i mælinga. Gengi krónunnar hefur fallið um fimmtung á einu ári, atvinnuleysi stefnir í 10 prósent og verðbólgan er komin af stað á ný. Ljóst er að veturinn verður harður,“ segir hann. Það sem mestu skipti fyrir forsendur kjarasamninga sé að atvinnulífið ráði við þær launahækkanir sem samið hafi verið um. Frá undirritun lífskjarasamninganna í fyrra.Vísir/Vilhelm Ekki „grímulaus hræðsluáróður auðvaldsins“ „Ella er hætt við því að verðbólga eða atvinnuleysi aukist, eða hvoru tveggja. Þetta er ekki „grímulaus hræðsluáróður auðvaldsins“ líkt og gjarnan er haldið fram í tilfinningaþrunginni orðræðu nýrrar forystu ASÍ. Þetta eru einfaldar efnahagslegar staðreyndir. Staðreyndir sem viðurkenndar eru af verkalýðshreyfingu á öllum Norðurlöndunum nema hér. Staðreyndir sem við höfum ítrekað sannreynt hér á landi,“ segir Þorsteinn. Hann bendir á söguna í þessu samhengi, kreppuna í byrjun tíunda áratugs síðustu aldar og hrunsins 2008, og rekur hvernig aðilar vinnumarkaðarins hafi í báðum þessum efnahagslægðum tekið höndum saman og leitað sameiginlega að lausnum. Gott samstarf á vinnumarkaði á vinnumarkaði hafi ekki verið mikilvægara um árabil en einmitt nú: „Við erum að glíma við djúpa og alvarlega kreppu sem vafalítið mun fylgja okkur þar til kórónaveirufaraldurinn hefur gengið yfir. Þótt margt sé jákvætt í íslensku efnahagslíf i til lengri tíma litið er ljóst að það mun taka okkur nokkurn tíma að vinna okkur út úr þessari stöðu. Innistæðulausar launahækkanir ofan í þessa kreppu munu aðeins auka á vandann. Sú orðræða sem heyrst hefur frá verkalýðshreyfingunni, að launahækkanir nú muni auka kaupmátt og draga okkur upp úr kreppu, minnir um margt á orðræðuna á vinnumarkaði fyrir Þjóðarsátt þar sem stjórnlausar víxlhækkanir launa og verðlags leiddu til óðaverðbólgu og efnahagslegrar stöðnunar. Innistæðulausar launahækkanir nú munu aðeins auka atvinnuleysi og verðbólgu. Það þarf að leita annarra leiða. Gott samstarf á vinnumarkaði hefur ekki verið mikilvægara um árabil. Það er áhyggjuefni að við þessar kringumstæður virðist forysta verkalýðshreyfingarinnar ætla að stinga höfðinu í sandinn,“ segir í grein Þorsteins sem lesa má í heild sinni í Fréttablaðinu í dag. Kjaramál Efnahagsmál Vinnumarkaður Mest lesið Ísland leggur til fólk í finnskar herstöðvar Innlent Alvarlegt mótorhjólaslys og Miklubraut lokað Innlent Bifhjólamaðurinn „mikið slasaður“ Innlent Ók líklega á yfir 120 rétt fyrir slysið Erlent Er Trump að gefast upp á Pútín? Erlent Öllu flugi til og frá næststærstu borg Frakklands aflýst Erlent Fluttur á bráðamóttöku með áverka á höfði eftir líkamsárás Innlent Stór meirihluti þjóðarinnar hlynntur veiðigjaldafrumvarpinu Innlent Eyddu færslum spjallmennisins sem lofuðu Adolf Hitler Erlent Hæstiréttur hafnar Hvammsvirkjun Innlent Fleiri fréttir Hæstiréttur hafnar Hvammsvirkjun Inga Sæland með galsa á þingi í nótt „Orðaskiftismetið tikið“ Bifhjólamaðurinn „mikið slasaður“ Alvarlegt mótorhjólaslys og Miklubraut lokað Ungt fólk notar frekar samfélagsmiðla en hefðbundna fréttamiðla Stór meirihluti þjóðarinnar hlynntur veiðigjaldafrumvarpinu „Þú ert mögulega búin að nota gagnaver 400 sinnum síðan í morgun“ Kjarnorkukafbátur í höfn í fyrsta sinn Ísland leggur til fólk í finnskar herstöðvar Fluttur á bráðamóttöku með áverka á höfði eftir líkamsárás Segir stjórnina ekki standa við stóru orðin í orkumálum „Kannski var þetta prakkarastrik“ „Íslandsmet í óvandaðri lagasetningu“ Skýrt að fleiri hafi brotið af sér í máli fötluðu konunnar Engar skýringar frá saksóknara, Íslandsmet í umræðum og óvæntur hvalur Íslandsmet slegið í málþófi Ekið á sjö ára barn í Borgartúni Gufunesmálið: Hringdu um miðja nótt og sögðu hinn látna vera kynferðisafbrotamann Skorið á bönd palestínska og úkraínska fánans Konan er komin í leitirnar Keyptu ónýtt hús og fá ekki áheyrn Rúmlega 200 ökumenn sektaðir og átta sviptir vegna hraðaksturs Eldri borgarar skemmtu sér í múmínkastalanum Menn á sextugs- og sjötugsaldri grunaðir um stórfellt fíkniefnabrot Nýjasta útspil Ísraela á Gasa minni á „lokalausn“ nasistanna Handviss um að Sjálfstæðisflokkurinn fái yfir þrjátíu prósent Kolfelldu tillögu minnihlutans: „Það er meirihlutinn sem stýrir dagskránni“ „Þetta virðast vera einu gjöldin sem ekki má snerta“ Skráningargjöld, fylgistap og gettó á Gasa Sjá meira
Þorsteinn Víglundsson, forstjóri Eignarhaldsfélagsins Hornsteins, segir forsendur kjarasamninga brostnar enda ráði atvinnulífið ekki við þær launahækkanir sem samið hefur verið um vegna Covid-kreppunnar. Hann segir innistæðulausar launahækkanir nú muni aðeins auka atvinnuleysi og verðbólgu. Áhyggjuefni sé að við þessar kringumstæður virðist forysta verkalýðshreyfingarinnar ætla að stinga höfðinu í sandinn. Þetta kemur fram í aðsendri grein Þorsteins í Fréttablaðinu í dag. Forsendunefnd lífskjarasamninganna, sem skipuð er þremur fulltrúum Alþýðusambands Íslands og þremur fulltrúum atvinnurekenda, hefur fundað einu sinni og mun funda aftur í dag. Hún sker úr um það hvort forsendur samninganna hafa haldið eða ekki. Vilja ekki segja upp samningum vegna forsendubrests Tvær af forsendum samninganna hafa haldið, vextir lækkað og kaupmáttur aukist, en dagsett loforð ríkisstjórnarinnar um að vinda ofan af verðtryggingunni hafa ekki staðist. Að því er fram kom í Speglinum í gær á forsendunefndin enn eftir að leggja mat á loforð ríkisstjórnarinnar en óljóst er hvort nefndin kemst að niðurstöðu í dag eða á morgun. Það liggur fyrir að atvinnurekendur telja enga innistæðu fyrir launahækkunum. Á móti vill verkalýðshreyfingin ekki segja upp samningunum vegna forsendubrests. Þorsteinn segir í grein sinni að augljóst sé að forsendur samninganna séu brostnar. „Við gerð þeirra var spáð samfelldu hagvaxtarskeiði út samningstímann, að gengi krónunnar héldist stöðugt og verðbólga lág. Spyrja má út frá íslenskri hagsögu hversu raunhæfar þær forsendur voru en í það minnsta er veruleikinn sem blasir við íslensku atvinnulíf i allt annar. Við erum stödd í einu mesta samdráttarskeiði frá upphaf i mælinga. Gengi krónunnar hefur fallið um fimmtung á einu ári, atvinnuleysi stefnir í 10 prósent og verðbólgan er komin af stað á ný. Ljóst er að veturinn verður harður,“ segir hann. Það sem mestu skipti fyrir forsendur kjarasamninga sé að atvinnulífið ráði við þær launahækkanir sem samið hafi verið um. Frá undirritun lífskjarasamninganna í fyrra.Vísir/Vilhelm Ekki „grímulaus hræðsluáróður auðvaldsins“ „Ella er hætt við því að verðbólga eða atvinnuleysi aukist, eða hvoru tveggja. Þetta er ekki „grímulaus hræðsluáróður auðvaldsins“ líkt og gjarnan er haldið fram í tilfinningaþrunginni orðræðu nýrrar forystu ASÍ. Þetta eru einfaldar efnahagslegar staðreyndir. Staðreyndir sem viðurkenndar eru af verkalýðshreyfingu á öllum Norðurlöndunum nema hér. Staðreyndir sem við höfum ítrekað sannreynt hér á landi,“ segir Þorsteinn. Hann bendir á söguna í þessu samhengi, kreppuna í byrjun tíunda áratugs síðustu aldar og hrunsins 2008, og rekur hvernig aðilar vinnumarkaðarins hafi í báðum þessum efnahagslægðum tekið höndum saman og leitað sameiginlega að lausnum. Gott samstarf á vinnumarkaði á vinnumarkaði hafi ekki verið mikilvægara um árabil en einmitt nú: „Við erum að glíma við djúpa og alvarlega kreppu sem vafalítið mun fylgja okkur þar til kórónaveirufaraldurinn hefur gengið yfir. Þótt margt sé jákvætt í íslensku efnahagslíf i til lengri tíma litið er ljóst að það mun taka okkur nokkurn tíma að vinna okkur út úr þessari stöðu. Innistæðulausar launahækkanir ofan í þessa kreppu munu aðeins auka á vandann. Sú orðræða sem heyrst hefur frá verkalýðshreyfingunni, að launahækkanir nú muni auka kaupmátt og draga okkur upp úr kreppu, minnir um margt á orðræðuna á vinnumarkaði fyrir Þjóðarsátt þar sem stjórnlausar víxlhækkanir launa og verðlags leiddu til óðaverðbólgu og efnahagslegrar stöðnunar. Innistæðulausar launahækkanir nú munu aðeins auka atvinnuleysi og verðbólgu. Það þarf að leita annarra leiða. Gott samstarf á vinnumarkaði hefur ekki verið mikilvægara um árabil. Það er áhyggjuefni að við þessar kringumstæður virðist forysta verkalýðshreyfingarinnar ætla að stinga höfðinu í sandinn,“ segir í grein Þorsteins sem lesa má í heild sinni í Fréttablaðinu í dag.
Kjaramál Efnahagsmál Vinnumarkaður Mest lesið Ísland leggur til fólk í finnskar herstöðvar Innlent Alvarlegt mótorhjólaslys og Miklubraut lokað Innlent Bifhjólamaðurinn „mikið slasaður“ Innlent Ók líklega á yfir 120 rétt fyrir slysið Erlent Er Trump að gefast upp á Pútín? Erlent Öllu flugi til og frá næststærstu borg Frakklands aflýst Erlent Fluttur á bráðamóttöku með áverka á höfði eftir líkamsárás Innlent Stór meirihluti þjóðarinnar hlynntur veiðigjaldafrumvarpinu Innlent Eyddu færslum spjallmennisins sem lofuðu Adolf Hitler Erlent Hæstiréttur hafnar Hvammsvirkjun Innlent Fleiri fréttir Hæstiréttur hafnar Hvammsvirkjun Inga Sæland með galsa á þingi í nótt „Orðaskiftismetið tikið“ Bifhjólamaðurinn „mikið slasaður“ Alvarlegt mótorhjólaslys og Miklubraut lokað Ungt fólk notar frekar samfélagsmiðla en hefðbundna fréttamiðla Stór meirihluti þjóðarinnar hlynntur veiðigjaldafrumvarpinu „Þú ert mögulega búin að nota gagnaver 400 sinnum síðan í morgun“ Kjarnorkukafbátur í höfn í fyrsta sinn Ísland leggur til fólk í finnskar herstöðvar Fluttur á bráðamóttöku með áverka á höfði eftir líkamsárás Segir stjórnina ekki standa við stóru orðin í orkumálum „Kannski var þetta prakkarastrik“ „Íslandsmet í óvandaðri lagasetningu“ Skýrt að fleiri hafi brotið af sér í máli fötluðu konunnar Engar skýringar frá saksóknara, Íslandsmet í umræðum og óvæntur hvalur Íslandsmet slegið í málþófi Ekið á sjö ára barn í Borgartúni Gufunesmálið: Hringdu um miðja nótt og sögðu hinn látna vera kynferðisafbrotamann Skorið á bönd palestínska og úkraínska fánans Konan er komin í leitirnar Keyptu ónýtt hús og fá ekki áheyrn Rúmlega 200 ökumenn sektaðir og átta sviptir vegna hraðaksturs Eldri borgarar skemmtu sér í múmínkastalanum Menn á sextugs- og sjötugsaldri grunaðir um stórfellt fíkniefnabrot Nýjasta útspil Ísraela á Gasa minni á „lokalausn“ nasistanna Handviss um að Sjálfstæðisflokkurinn fái yfir þrjátíu prósent Kolfelldu tillögu minnihlutans: „Það er meirihlutinn sem stýrir dagskránni“ „Þetta virðast vera einu gjöldin sem ekki má snerta“ Skráningargjöld, fylgistap og gettó á Gasa Sjá meira