Heima í tíma Ingveldur Anna Sigurðardóttir skrifar 23. september 2020 08:31 Ég er að taka mín fyrstu skref í meistaranámi við lagadeild Háskóla Íslands og þau skref eru heldur frábrugðin því þegar ég byrjaði í Háskólanum, allt vegna Covid-19 faraldursins. Í ár var metaðsókn í nám við Háskóla Íslands, um 12.000 umsóknir bárust í bæði grunn- og framhaldsnám. Ég hef setið mínar fyrstu “kennslustundir” heima hjá mér, ein í litlu íbúðinni minni á stúdentagörðunum. Eins og margir aðrir stúdentar er ég á náttfötunum með kaffibolla, upp í rúmi að hlusta á fyrirlestur. Að vera í háskóla þýðir ekki einungis að læra allan liðlangan daginn og á endanum næla sér í gráðu, heldur er félagslegi hlutinn gríðarlega mikilvægur. Að mínu mati er félagslegi hlutinn ekki síður mikilvægur. Að fara í vísindaferðir, fá sér Hámukaffi í pásum eða einfaldlega að læra saman er stór hluti þess að vera stúdent. Þegar maður er í námi myndar maður tengsl við samnemendur sína til frambúðar og svalar hinni félagslegu þörf. Það er órjúfanlegur hluti þess að vera í háskóla að hitta, kynnast og mynda tengsl við aðra stúdenta. Tengslanet mitt margfaldaðist þegar ég byrjaði í námi og það er eitt það mikilvægasta sem ég tek með mér útí lífið. Á þessum tímum er mikil hætta á að einstaklingar einangrist félagslega. Þessir tímar gætu reynst einstaklingum sem eru ekki sterkir félagslega, eru í jaðarsettum hópum eða eru að taka sín fyrstu skref innan háskólans erfiðir. Ég fagna því þó að nýnemar eru í forgangi þegar kemur að því að mæta í tíma, en eftir sitja mörg þúsund stúdentar heima og eiga ekki kost á því að mæta í tíma. Því fylgir aukin hætta á að fólk flosni upp úr námi. Það er krefjandi að vera í háskólanámi og krefst mikils sjálfsaga sem er erfiðara að viðhalda einn heima hjá sér. Að mæta í kennslustund er ákveðinn hvati til þess að stunda nám og fá sem mest út úr náminu. Töluverð umræða hefur átt sér stað um andlega heilsu á tímum Covid-19. Á þessum undarlegu tímum finna margir fyrir kvíða og álagi og eru stúdentar alls ekki undanskildir því. Þegar ég tók mín fyrstu skref í háskólanum, vissi ég ekki hvaðan stóð á mig veðrið. Stökkið úr menntaskóla í háskóla er stórt fyrir marga og flestir hafa ekki hugmynd um hvað þeir eru að gera eða hvernig þeir eiga að læra. Ég get ekki ímyndað mér að vera nýnemi og vera heima í tíma. Það að vakna, koma sér á fætur er mikilvægur hluti dagsins og maður sér ekki tilganginn í klæða sig, einungis til að sitja einn heima í tíma. Hvatinn til þess að viðhalda venjulegri daglegri rútínu er frekar til staðar þegar maður hittir annað fólk eða einfaldlega fer út úr húsi. Að vera heima hjá sér í tíma alla vikuna gerir engum gott til lengdar, sérstaklega fyrir stúdenta sem búa einir og eiga þess vegna meira á hættu að einangrast. Höfundur er nemi í meistaranámi í lagadeild Háskóla Íslands, tók virkan þátt í stúdenta pólitík og var formaður Vöku. Þessi grein er birt í samstarfi við Róm. Rómur er vettvangur fyrir ungt frjálslynt fólk til þess að láta að sér kveða í samfélagsumræðunni. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Rómur Skóla - og menntamál Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk Vilhjálmur H. Vilhjálmsson Skoðun Tómstundafræðingar gegn varðhaldsbúðum Andrea Rói Sigurbjörns,Ása Kristín Einarsdóttir,Elí Hörpu- og Önundarbur,Maríanna Wathne Kristjánsdóttir,Valgeir Þór Jakobsson,Þórhildur Elínardóttir Magnúsdóttir Skoðun Eingreiðsla til öryrkja í desember bundin við lögheimili á Íslandi Jón Frímann Jónsson Skoðun Að klifra upp í tunnurnar var bara byrjunin Anahita Sahar Babaei Skoðun Kosningin í stjórn RÚV á morgun mun aldrei gleymast Björn B. Björnsson Skoðun Stöndum vörð um mannréttindi Margrét María Sigurðardóttir Skoðun „Enginn öruggur staður á netinu“ Unnur Ágústsdóttir,Halldóra R. Guðmundsdóttir Skoðun Jöfn tækifæri fyrir börn í borginni Stein Olav Romslo Skoðun Konur sem þögðu, kynslóð sem aldrei fékk sviðið Sigríður Svanborgardóttir Skoðun Reynsla úr heimi endurhæfingar nýtist víðar Svana Helen Björnsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Að klifra upp í tunnurnar var bara byrjunin Anahita Sahar Babaei skrifar Skoðun Jöfn tækifæri fyrir börn í borginni Stein Olav Romslo skrifar Skoðun Stöndum vörð um mannréttindi Margrét María Sigurðardóttir skrifar Skoðun Reynsla úr heimi endurhæfingar nýtist víðar Svana Helen Björnsdóttir skrifar Skoðun Tómstundafræðingar gegn varðhaldsbúðum Andrea Rói Sigurbjörns,Ása Kristín Einarsdóttir,Elí Hörpu- og Önundarbur,Maríanna Wathne Kristjánsdóttir,Valgeir Þór Jakobsson,Þórhildur Elínardóttir Magnúsdóttir skrifar Skoðun „Enginn öruggur staður á netinu“ Unnur Ágústsdóttir,Halldóra R. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk Vilhjálmur H. Vilhjálmsson skrifar Skoðun Er þín fasteign útsett fyrir loftslagsbreytingum og náttúruvá? Kristján Andrésson skrifar Skoðun Kosningin í stjórn RÚV á morgun mun aldrei gleymast Björn B. Björnsson skrifar Skoðun Um lifandi tónlist í leikhúsi Þórdís Gerður Jónsdóttir skrifar Skoðun Mikilvæg innspýting fyrir þekkingarsamfélagið Logi Einarsson skrifar Skoðun Hafa þjófar meiri rétt? Hilmar Freyr Gunnarsson skrifar Skoðun Hafnarfjarðarbær: þjónustustofnun eða valdakerfi? Óskar Steinn Ómarsson skrifar Skoðun Breytt forgangsröðun jarðganga Eyjólfur Ármannsson skrifar Skoðun Gerendur fá frípassa í ofbeldismálum Guðný S. Bjarnadóttir skrifar Skoðun Ferðasjóður íþróttafélaga hækkaður um 100 milljónir Hannes S. Jónsson skrifar Skoðun Alvöru árangur áfram og ekkert stopp Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Göfug orkuskipti í orði - öfug orkuskipti í verki Þrándur Sigurjón Ólafsson skrifar Skoðun Hver á að kenna börnunum í Kópavogi í framtíðinni? Eydís Inga Valsdóttir skrifar Skoðun Konur sem þögðu, kynslóð sem aldrei fékk sviðið Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Skinka og sígarettur Rósa Líf Darradóttir skrifar Skoðun Skamm! (-sýni) Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Fatlað fólk er miklu meira en tölur í excel skjali Ágústa Arna Sigurdórsdóttir skrifar Skoðun Hvað er að marka ríkisstjórn sem segir eitt en gerir annað? Jóhannes Þór Skúlason skrifar Skoðun Þegar fjárlögin vinna gegn markmiðinu Sigurður Ingi Jóhannsson skrifar Skoðun Ríkisstjórnin svíkur öryrkja sem eru búsettir erlendis Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Getur heilbrigðisþjónusta verið á heimsmælikvarða án nýrra krabbameinslyfja? Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Ísland hafnar mótorhjólum Arnar Þór Hafsteinsson skrifar Skoðun Skýrslufargan: mikið skrifað, lítið lesið og lítið gert Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Opið bréf til heilbrigðisráðherra: Brýn þörf á heildstæðum lausnum fyrir heilbrigðisþjónustu á Norðurlandi Sunna Hlín Jóhannesdóttir skrifar Sjá meira
Ég er að taka mín fyrstu skref í meistaranámi við lagadeild Háskóla Íslands og þau skref eru heldur frábrugðin því þegar ég byrjaði í Háskólanum, allt vegna Covid-19 faraldursins. Í ár var metaðsókn í nám við Háskóla Íslands, um 12.000 umsóknir bárust í bæði grunn- og framhaldsnám. Ég hef setið mínar fyrstu “kennslustundir” heima hjá mér, ein í litlu íbúðinni minni á stúdentagörðunum. Eins og margir aðrir stúdentar er ég á náttfötunum með kaffibolla, upp í rúmi að hlusta á fyrirlestur. Að vera í háskóla þýðir ekki einungis að læra allan liðlangan daginn og á endanum næla sér í gráðu, heldur er félagslegi hlutinn gríðarlega mikilvægur. Að mínu mati er félagslegi hlutinn ekki síður mikilvægur. Að fara í vísindaferðir, fá sér Hámukaffi í pásum eða einfaldlega að læra saman er stór hluti þess að vera stúdent. Þegar maður er í námi myndar maður tengsl við samnemendur sína til frambúðar og svalar hinni félagslegu þörf. Það er órjúfanlegur hluti þess að vera í háskóla að hitta, kynnast og mynda tengsl við aðra stúdenta. Tengslanet mitt margfaldaðist þegar ég byrjaði í námi og það er eitt það mikilvægasta sem ég tek með mér útí lífið. Á þessum tímum er mikil hætta á að einstaklingar einangrist félagslega. Þessir tímar gætu reynst einstaklingum sem eru ekki sterkir félagslega, eru í jaðarsettum hópum eða eru að taka sín fyrstu skref innan háskólans erfiðir. Ég fagna því þó að nýnemar eru í forgangi þegar kemur að því að mæta í tíma, en eftir sitja mörg þúsund stúdentar heima og eiga ekki kost á því að mæta í tíma. Því fylgir aukin hætta á að fólk flosni upp úr námi. Það er krefjandi að vera í háskólanámi og krefst mikils sjálfsaga sem er erfiðara að viðhalda einn heima hjá sér. Að mæta í kennslustund er ákveðinn hvati til þess að stunda nám og fá sem mest út úr náminu. Töluverð umræða hefur átt sér stað um andlega heilsu á tímum Covid-19. Á þessum undarlegu tímum finna margir fyrir kvíða og álagi og eru stúdentar alls ekki undanskildir því. Þegar ég tók mín fyrstu skref í háskólanum, vissi ég ekki hvaðan stóð á mig veðrið. Stökkið úr menntaskóla í háskóla er stórt fyrir marga og flestir hafa ekki hugmynd um hvað þeir eru að gera eða hvernig þeir eiga að læra. Ég get ekki ímyndað mér að vera nýnemi og vera heima í tíma. Það að vakna, koma sér á fætur er mikilvægur hluti dagsins og maður sér ekki tilganginn í klæða sig, einungis til að sitja einn heima í tíma. Hvatinn til þess að viðhalda venjulegri daglegri rútínu er frekar til staðar þegar maður hittir annað fólk eða einfaldlega fer út úr húsi. Að vera heima hjá sér í tíma alla vikuna gerir engum gott til lengdar, sérstaklega fyrir stúdenta sem búa einir og eiga þess vegna meira á hættu að einangrast. Höfundur er nemi í meistaranámi í lagadeild Háskóla Íslands, tók virkan þátt í stúdenta pólitík og var formaður Vöku. Þessi grein er birt í samstarfi við Róm. Rómur er vettvangur fyrir ungt frjálslynt fólk til þess að láta að sér kveða í samfélagsumræðunni.
Þessi grein er birt í samstarfi við Róm. Rómur er vettvangur fyrir ungt frjálslynt fólk til þess að láta að sér kveða í samfélagsumræðunni.
Tómstundafræðingar gegn varðhaldsbúðum Andrea Rói Sigurbjörns,Ása Kristín Einarsdóttir,Elí Hörpu- og Önundarbur,Maríanna Wathne Kristjánsdóttir,Valgeir Þór Jakobsson,Þórhildur Elínardóttir Magnúsdóttir Skoðun
Skoðun Tómstundafræðingar gegn varðhaldsbúðum Andrea Rói Sigurbjörns,Ása Kristín Einarsdóttir,Elí Hörpu- og Önundarbur,Maríanna Wathne Kristjánsdóttir,Valgeir Þór Jakobsson,Þórhildur Elínardóttir Magnúsdóttir skrifar
Skoðun Getur heilbrigðisþjónusta verið á heimsmælikvarða án nýrra krabbameinslyfja? Halla Þorvaldsdóttir skrifar
Skoðun Opið bréf til heilbrigðisráðherra: Brýn þörf á heildstæðum lausnum fyrir heilbrigðisþjónustu á Norðurlandi Sunna Hlín Jóhannesdóttir skrifar
Tómstundafræðingar gegn varðhaldsbúðum Andrea Rói Sigurbjörns,Ása Kristín Einarsdóttir,Elí Hörpu- og Önundarbur,Maríanna Wathne Kristjánsdóttir,Valgeir Þór Jakobsson,Þórhildur Elínardóttir Magnúsdóttir Skoðun