Breiðablikskonur með mögulega einn besta íslenska dúettinn í deildinni Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 23. september 2020 15:00 Isabella Ósk Sigurðardóttir og Sóllilja Bjarnadóttir spila nú saman á ný og eru bæði eldri og reyndari en þegar þær voru síðast hlið við hlið. Mynd/Breiðablik Domino´s Körfuboltakvöld fór í gær yfir liðin átta í Domino´s deild kvenna í sérstökum upphitunarþætti fyrir tímabilið sem hefst með heilli umferð í kvöld. Í umfjölluninni um Breiðablik veltu Kjartan Atli Kjartansson og sérfræðingar hans, Pálína María Gunnlaugsdóttir og Bryndís Guðmundsdóttir, því fyrir sér hvort Breiðablik væri mögulega með einn besta íslenska dúettinn í deildinni í þeim Sóllilju Bjarnadóttur og Isabellu Ósk Sigurðardóttur. Kjartan Atli byrjaði á því að spyrja Pálínu hvað það þýddi fyrir Blikana að fá Sóllilju Bjarnadóttur aftur til sín. „Þær eru að fá þarna leikmann sem er uppalin í Breiðabliki og hún er að fara aftur heim. Það er alltaf gríðarlega mikilvægt fyrir liðin að hafa einhvern heimamann sem er uppalinn. Sóllilja er góður skotmaður og getur spilað vörn. Hún er ekki hávaxin en það þarf ekki að vera hávaxinn til að vera góður í körfubolta,“ sagði Pálína María Gunnlaugsdóttir. „Þetta er gríðarlega mikilvægt fyrir Blikana að fá Sóllilju til baka því hún hefur verið hjartað og lungað í Blikunum síðustu ár. Ég held að það hafi verið mikil blóðtaka fyrir Blikana í fyrra að missa hana til KR-inga,“ sagði Pálína. Sóllilja Bjarnadóttir yfir gaf Breiðablik þegar leit út fyrir að liðið myndi falla úr deildinni og var búin að semja við KR þegar Blikar fengu aftur sæti í Domino´s deildinni. Kjartan spurði Bryndísi Guðmundsdóttur út í Isabellu Ósk Sigurðardóttur sem spilar í kringum körfuna eins og Bryndís gerði á sínum tíma. „Það er alltaf vöntun á góðum stórum leikmönnum í íslensku deildina. Þetta virðist allt vera einhverjir litlir skotmenn fyrir utan. Það verður gaman að fylgjast með Ísabellu í vetur. Hún er að koma inn eftir meiðsli og virðist vera í hörku formi. Hún skilaði flottum tölum í æfingaleik um daginn en það mun mæða mikið á henni,“ sagði Bryndís Guðmundsdóttir. „Ef allt gengur að óskum fyrir Blika þá gætu Sóllilja og Isabella verið ein betri íslensku tvennunum. Þetta er með því betra sem gerist,“ sagði Kjartan Atli. „Þetta er ekki galið en það má ekki gleyma því að Isabella er að koma úr meiðslum. Hún sleit krossband og var lítið eða ekkert með í fyrra. Við vorum alltaf að bíða eftir henni í fyrra og svo kemur náttúrulega þetta ástand sem er enn í gangi í heimunum. Hún er í flottu formi og hefur nýtt tímann vel,“ sagði Pálína. Það má sjá þau ræða Blikadúettinn öfluga hér fyrir neðan. Klippa: Dominos Körfuboltakvöld: Sóllilja og Isabella í Breiðabliki Dominos-deild kvenna Breiðablik Mest lesið Varð að þegja yfir samningnum við Barcelona í margar vikur Handbolti Félagið neitar að borga svo Amorim opnar veskið Enski boltinn Þeir bestu (40.-31. sæti): Gullfundur í Góða hirðinum, galdurinn í Garðabænum og költhetjan Íslenski boltinn Sonur Ronaldo spilaði fyrsta landsleikinn fyrir Portúgal Fótbolti Awoniyi sofandi á gjörgæslu og gengst undir aðra aðgerð í dag Enski boltinn Sunderland sló áhorfendamet á leiðinni í úrslitaleikinn Enski boltinn Slógu toppliðið út og komust í austur úrslitin annað árið í röð Körfubolti Myndaveisla: Haukar Íslandsmeistarar eftir ótrúlegan oddaleik Körfubolti Dagskráin í dag: Úrslitaeinvígið og Benóný Breki Sport Uppgjörið: Haukar - Njarðvík 92-91 | Haukar Íslandsmeistarar 2025 Körfubolti Fleiri fréttir Slógu toppliðið út og komust í austur úrslitin annað árið í röð Myndaveisla: Haukar Íslandsmeistarar eftir ótrúlegan oddaleik „Að lokum var það betra liðið sem vann“ „Við ætluðum ekki að tapa þremur leikjum í röð“ Tatum með slitna hásin Uppgjörið: Haukar - Njarðvík 92-91 | Haukar Íslandsmeistarar 2025 Sjáðu stemmningsmyndbandið fyrir oddaleikinn „Mætum óttalaus“ Settu nýtt met í heppni og fá velja fyrstir Meistararnir á bjargbrún og langri bið Knicks að ljúka Þriggja ára reglan heyrir sögunni til Steinar Kaldal: Ótrúleg tilfinning Hinn skapheiti Agravanis missir af næsta leik úrslitaeinvígisins Uppgjörið: Ármann - Hamar 91-85 | Ármann leikur í Bónus deildinni á næstu leiktíð Lögmálið: „Er eitthvað að því að Randle sé búinn að vera betri en Ant?“ Indiana tók Cleveland í bakaríið „Pabbi og mamma Milka, Hesseldal, Basile og Dinkins hljóta að koma sterk inn í haust“ Hermann Hauks um hegðun Agravanis: Lið í Evrópu vilja hann ekki út af þessu „Gerðum hlutina rétt í þessum leik“ Uppgjörið: Stjarnan - Tindastóll 103-74 | Andlegt gjaldþrot gestanna í stjörnuleik Ægis KKÍ breytir reglum varðandi erlenda leikmenn „Stoltið sem fylgir því að verja sinn heimavöll verður að vera til staðar“ „Við ætluðum bara ekki að tapa“ Úlfarnir búnir að snúa einvíginu sér í vil Meistararnir á lífi eftir stórsigur í New York „Persónulega fannst mér þær byrja að fagna of snemma“ Uppgjörið: Njarðvík - Haukar 94-78 | Njarðvíkingar settu í fimmta gír í seinni „Mikilvægt að okkar uppöldu KR-ingar spili með félaginu“ Hamarsmenn tryggðu sér oddaleik Hristi af sér meiðsli á „ódauðlega“ ökklanum og fagnaði sigri Sjá meira
Domino´s Körfuboltakvöld fór í gær yfir liðin átta í Domino´s deild kvenna í sérstökum upphitunarþætti fyrir tímabilið sem hefst með heilli umferð í kvöld. Í umfjölluninni um Breiðablik veltu Kjartan Atli Kjartansson og sérfræðingar hans, Pálína María Gunnlaugsdóttir og Bryndís Guðmundsdóttir, því fyrir sér hvort Breiðablik væri mögulega með einn besta íslenska dúettinn í deildinni í þeim Sóllilju Bjarnadóttur og Isabellu Ósk Sigurðardóttur. Kjartan Atli byrjaði á því að spyrja Pálínu hvað það þýddi fyrir Blikana að fá Sóllilju Bjarnadóttur aftur til sín. „Þær eru að fá þarna leikmann sem er uppalin í Breiðabliki og hún er að fara aftur heim. Það er alltaf gríðarlega mikilvægt fyrir liðin að hafa einhvern heimamann sem er uppalinn. Sóllilja er góður skotmaður og getur spilað vörn. Hún er ekki hávaxin en það þarf ekki að vera hávaxinn til að vera góður í körfubolta,“ sagði Pálína María Gunnlaugsdóttir. „Þetta er gríðarlega mikilvægt fyrir Blikana að fá Sóllilju til baka því hún hefur verið hjartað og lungað í Blikunum síðustu ár. Ég held að það hafi verið mikil blóðtaka fyrir Blikana í fyrra að missa hana til KR-inga,“ sagði Pálína. Sóllilja Bjarnadóttir yfir gaf Breiðablik þegar leit út fyrir að liðið myndi falla úr deildinni og var búin að semja við KR þegar Blikar fengu aftur sæti í Domino´s deildinni. Kjartan spurði Bryndísi Guðmundsdóttur út í Isabellu Ósk Sigurðardóttur sem spilar í kringum körfuna eins og Bryndís gerði á sínum tíma. „Það er alltaf vöntun á góðum stórum leikmönnum í íslensku deildina. Þetta virðist allt vera einhverjir litlir skotmenn fyrir utan. Það verður gaman að fylgjast með Ísabellu í vetur. Hún er að koma inn eftir meiðsli og virðist vera í hörku formi. Hún skilaði flottum tölum í æfingaleik um daginn en það mun mæða mikið á henni,“ sagði Bryndís Guðmundsdóttir. „Ef allt gengur að óskum fyrir Blika þá gætu Sóllilja og Isabella verið ein betri íslensku tvennunum. Þetta er með því betra sem gerist,“ sagði Kjartan Atli. „Þetta er ekki galið en það má ekki gleyma því að Isabella er að koma úr meiðslum. Hún sleit krossband og var lítið eða ekkert með í fyrra. Við vorum alltaf að bíða eftir henni í fyrra og svo kemur náttúrulega þetta ástand sem er enn í gangi í heimunum. Hún er í flottu formi og hefur nýtt tímann vel,“ sagði Pálína. Það má sjá þau ræða Blikadúettinn öfluga hér fyrir neðan. Klippa: Dominos Körfuboltakvöld: Sóllilja og Isabella í Breiðabliki
Dominos-deild kvenna Breiðablik Mest lesið Varð að þegja yfir samningnum við Barcelona í margar vikur Handbolti Félagið neitar að borga svo Amorim opnar veskið Enski boltinn Þeir bestu (40.-31. sæti): Gullfundur í Góða hirðinum, galdurinn í Garðabænum og költhetjan Íslenski boltinn Sonur Ronaldo spilaði fyrsta landsleikinn fyrir Portúgal Fótbolti Awoniyi sofandi á gjörgæslu og gengst undir aðra aðgerð í dag Enski boltinn Sunderland sló áhorfendamet á leiðinni í úrslitaleikinn Enski boltinn Slógu toppliðið út og komust í austur úrslitin annað árið í röð Körfubolti Myndaveisla: Haukar Íslandsmeistarar eftir ótrúlegan oddaleik Körfubolti Dagskráin í dag: Úrslitaeinvígið og Benóný Breki Sport Uppgjörið: Haukar - Njarðvík 92-91 | Haukar Íslandsmeistarar 2025 Körfubolti Fleiri fréttir Slógu toppliðið út og komust í austur úrslitin annað árið í röð Myndaveisla: Haukar Íslandsmeistarar eftir ótrúlegan oddaleik „Að lokum var það betra liðið sem vann“ „Við ætluðum ekki að tapa þremur leikjum í röð“ Tatum með slitna hásin Uppgjörið: Haukar - Njarðvík 92-91 | Haukar Íslandsmeistarar 2025 Sjáðu stemmningsmyndbandið fyrir oddaleikinn „Mætum óttalaus“ Settu nýtt met í heppni og fá velja fyrstir Meistararnir á bjargbrún og langri bið Knicks að ljúka Þriggja ára reglan heyrir sögunni til Steinar Kaldal: Ótrúleg tilfinning Hinn skapheiti Agravanis missir af næsta leik úrslitaeinvígisins Uppgjörið: Ármann - Hamar 91-85 | Ármann leikur í Bónus deildinni á næstu leiktíð Lögmálið: „Er eitthvað að því að Randle sé búinn að vera betri en Ant?“ Indiana tók Cleveland í bakaríið „Pabbi og mamma Milka, Hesseldal, Basile og Dinkins hljóta að koma sterk inn í haust“ Hermann Hauks um hegðun Agravanis: Lið í Evrópu vilja hann ekki út af þessu „Gerðum hlutina rétt í þessum leik“ Uppgjörið: Stjarnan - Tindastóll 103-74 | Andlegt gjaldþrot gestanna í stjörnuleik Ægis KKÍ breytir reglum varðandi erlenda leikmenn „Stoltið sem fylgir því að verja sinn heimavöll verður að vera til staðar“ „Við ætluðum bara ekki að tapa“ Úlfarnir búnir að snúa einvíginu sér í vil Meistararnir á lífi eftir stórsigur í New York „Persónulega fannst mér þær byrja að fagna of snemma“ Uppgjörið: Njarðvík - Haukar 94-78 | Njarðvíkingar settu í fimmta gír í seinni „Mikilvægt að okkar uppöldu KR-ingar spili með félaginu“ Hamarsmenn tryggðu sér oddaleik Hristi af sér meiðsli á „ódauðlega“ ökklanum og fagnaði sigri Sjá meira
Þeir bestu (40.-31. sæti): Gullfundur í Góða hirðinum, galdurinn í Garðabænum og költhetjan Íslenski boltinn
Þeir bestu (40.-31. sæti): Gullfundur í Góða hirðinum, galdurinn í Garðabænum og költhetjan Íslenski boltinn