Liðslæknirinn stakk gat á lunga lykilleikmanns rétt fyrir leik Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 24. september 2020 09:31 Tyrod Taylor hefur mikla reynslu úr NFL-deildinni enda búinn að spila í henni í níu ár. Hann hefur því séð margt en þó varla það að mistök læknis komi í veg fyrir það að hann spili. Getty/ Harry How NFL-liðið Los Angeles Chargers varð að skipta út leikstjórnenda sínum rétt fyrir leik um helgina eftir að liðslæknir þess gerði stór mistök í aðdraganda leiksins. Reynsluboltinn Tyrod Taylor átti að byrja leikinn eins og í fyrsta umferðinni. Tyrod Taylor hafði hins vegar fengið högg á brjóstkassann og þurfti því meðferð fyrir leikinn. Hann átti alltaf að spila en þurfti smá deyfingu. Liðslæknir Los Angeles Chargers fékk það verðuga verkefni að sprauta Tyrod Taylor með deyfilyfi í rifbeinin stuttu fyrir leik. Honum tókst það ekki betur úr hendi en að hann stakk gat á lunga Tyrod Taylor. The Chargers' team doctor accidentally punctured Tyrod Taylor's lung just before kickoff Sunday while trying to administer a pain-killing injection to the QB's cracked ribs, sources told @AdamSchefter. The NFL Players Association is investigating the medical mishap. pic.twitter.com/Sbr2cEo0UK— SportsCenter (@SportsCenter) September 23, 2020 Tyrod Taylor átti í kjölfarið erfitt með andardrátt og var á endanum fluttur á sjúkrahús. Hann gat því skiljanlega ekki spilað leikinn. Nýliðinn Justin Herbert fékk tækifærið í staðinn og spilaði mjög vel á móti meisturum Kansas City Chiefs. Chiefs liðið vann að lokum endurkomusigur en Herbert fékk mikið hrós. Tyrod Taylor var ekki í lífshættu og þetta ógnar heldur ekki ferli hans. Frammistaða Justin Herbert gæti hins vegar séð til þess að hann fái ekki að spila þegar hann er búinn að ná sér. Anthony Lynn, þjálfari Los Angeles Chargers, vildi ekki gera stórmál úr þessu. „Hann gerði bara mistök,“ sagði Lynn um læknirinn og bætti við: Svona gerist stundum. Tyrod er ekki reiður eða ósáttur,“ sagði Anthony Lynn við ESPN. Leikmannasamtökin ætla að rannsaka málið og hafa verið í sambandið við Tyrod Taylor sjálfan og umboðsmanninn hans síðan á sunnudaginn. "Losing your job because of your own team's malpractice isn t right."NFL fans aren't happy after a team doctor punctured Chargers QB Tyrod Taylor's lung causing him to miss week 2 and now a significant amount of time. https://t.co/s5H3DSjcuP— Complex Sports (@ComplexSports) September 23, 2020 Margir þjálfarar í NFL-deildinni eru á því að leikmenn eigi ekki að missa sæti sitt í byrjunarliði vegna meiðsla ekki síst þegar þau koma til vegna mistaka læknis liðsins. Haldi Justin Herbert áfram að spila svona vel gæti hins vegar orðið erfitt að taka hann úr byrjunarliðinu. Læknar hafa ráðlagt Tyrod Taylor að spila ekki fótbolta á næstunni. Anthony Lynn segir hins vegar að hann sé aðalleikstjórnandi Los Angeles Chargers liðsins um leið og hann er hundrað prósent heill. NFL Mest lesið Uppgjörið: Frakkland - Ísland 2-1 | Grátlegt tap í París eftir hetjulega baráttu Fótbolti Þurfti þrjú spor eftir árekstur við rútu landsliðsins Fótbolti Í beinni: Serbía - England | Enskir í Belgrað Fótbolti Blaðamenn fleiri en Íslendingar Fótbolti Leiðin á HM: Menn ósammála og Gummi Ben brenndi sig Fótbolti Lærisveinar Heimis fara illa af stað Fótbolti Nuno rekinn frá Forest Enski boltinn Reif gjallarhornið úr höndum stuðningsmanns eftir fúkyrðaflaum Handbolti Albert tognaði á ökkla en gæti spilað næsta laugardag Fótbolti Í beinni: Armenía - Írland | Lærisveinar Heimis þurfa sigur Fótbolti Fleiri fréttir Sársvekktur Andri Lucas: „Ég eiginlega veit ekki hvað hann dæmir á“ Uppgjör: Frakkland - Ísland 2-1 | Jöfnunarark tekið af Andra Lucasi á afar umdeilanlegan hátt Grikkland í undanúrslit á EM Endurkoman gegn Víkingum ekki nóg og Bröndby skiptir um þjálfara Í beinni: Serbía - England | Enskir í Belgrað Aserar náðu í mikilvægt stig gegn Úkraínu Lærisveinar Heimis fara illa af stað Byrjunarlið Íslands: Daníel byrjar og fimm manna vörn Svíar nötrandi og HM í hættu en starf þjálfarans ekki Tyrkir hentu Íslandsbönunum úr leik Arna semur við Vålerenga Í beinni: Armenía - Írland | Lærisveinar Heimis þurfa sigur Leiðin á HM: Menn ósammála og Gummi Ben brenndi sig Birna Berg snýr aftur í landsliðið og tveir nýliðar „Allir mjög spenntir að fara spila á móti þessum gæjum“ Neitar að eldast og nálgast 200 landsleiki Ange tekinn við Forest: „Hefur sýnt og sannað að hann geti unnið titla“ Ég á þetta mark Albert tognaði á ökkla en gæti spilað næsta laugardag Liverpool hyggst fá Guéhi frítt Serbar grátbiðja stuðningsmenn að haga sér „Stefnum á stig“ Blaðamenn fleiri en Íslendingar María flutt heim til Noregs eftir áfallið í Frakklandi Leiddi endurkomusigur gegn æskufélaginu í fyrsta leiknum „Við getum ekkert verið litlir“ Postecoglou að taka við Forest „Saga sem verður sögð síðar“ Landsliðsþjálfari Frakka brýnir fyrir sínum leikmönnum að vanmeta ekki strákana okkar Nuno rekinn frá Forest Sjá meira
NFL-liðið Los Angeles Chargers varð að skipta út leikstjórnenda sínum rétt fyrir leik um helgina eftir að liðslæknir þess gerði stór mistök í aðdraganda leiksins. Reynsluboltinn Tyrod Taylor átti að byrja leikinn eins og í fyrsta umferðinni. Tyrod Taylor hafði hins vegar fengið högg á brjóstkassann og þurfti því meðferð fyrir leikinn. Hann átti alltaf að spila en þurfti smá deyfingu. Liðslæknir Los Angeles Chargers fékk það verðuga verkefni að sprauta Tyrod Taylor með deyfilyfi í rifbeinin stuttu fyrir leik. Honum tókst það ekki betur úr hendi en að hann stakk gat á lunga Tyrod Taylor. The Chargers' team doctor accidentally punctured Tyrod Taylor's lung just before kickoff Sunday while trying to administer a pain-killing injection to the QB's cracked ribs, sources told @AdamSchefter. The NFL Players Association is investigating the medical mishap. pic.twitter.com/Sbr2cEo0UK— SportsCenter (@SportsCenter) September 23, 2020 Tyrod Taylor átti í kjölfarið erfitt með andardrátt og var á endanum fluttur á sjúkrahús. Hann gat því skiljanlega ekki spilað leikinn. Nýliðinn Justin Herbert fékk tækifærið í staðinn og spilaði mjög vel á móti meisturum Kansas City Chiefs. Chiefs liðið vann að lokum endurkomusigur en Herbert fékk mikið hrós. Tyrod Taylor var ekki í lífshættu og þetta ógnar heldur ekki ferli hans. Frammistaða Justin Herbert gæti hins vegar séð til þess að hann fái ekki að spila þegar hann er búinn að ná sér. Anthony Lynn, þjálfari Los Angeles Chargers, vildi ekki gera stórmál úr þessu. „Hann gerði bara mistök,“ sagði Lynn um læknirinn og bætti við: Svona gerist stundum. Tyrod er ekki reiður eða ósáttur,“ sagði Anthony Lynn við ESPN. Leikmannasamtökin ætla að rannsaka málið og hafa verið í sambandið við Tyrod Taylor sjálfan og umboðsmanninn hans síðan á sunnudaginn. "Losing your job because of your own team's malpractice isn t right."NFL fans aren't happy after a team doctor punctured Chargers QB Tyrod Taylor's lung causing him to miss week 2 and now a significant amount of time. https://t.co/s5H3DSjcuP— Complex Sports (@ComplexSports) September 23, 2020 Margir þjálfarar í NFL-deildinni eru á því að leikmenn eigi ekki að missa sæti sitt í byrjunarliði vegna meiðsla ekki síst þegar þau koma til vegna mistaka læknis liðsins. Haldi Justin Herbert áfram að spila svona vel gæti hins vegar orðið erfitt að taka hann úr byrjunarliðinu. Læknar hafa ráðlagt Tyrod Taylor að spila ekki fótbolta á næstunni. Anthony Lynn segir hins vegar að hann sé aðalleikstjórnandi Los Angeles Chargers liðsins um leið og hann er hundrað prósent heill.
NFL Mest lesið Uppgjörið: Frakkland - Ísland 2-1 | Grátlegt tap í París eftir hetjulega baráttu Fótbolti Þurfti þrjú spor eftir árekstur við rútu landsliðsins Fótbolti Í beinni: Serbía - England | Enskir í Belgrað Fótbolti Blaðamenn fleiri en Íslendingar Fótbolti Leiðin á HM: Menn ósammála og Gummi Ben brenndi sig Fótbolti Lærisveinar Heimis fara illa af stað Fótbolti Nuno rekinn frá Forest Enski boltinn Reif gjallarhornið úr höndum stuðningsmanns eftir fúkyrðaflaum Handbolti Albert tognaði á ökkla en gæti spilað næsta laugardag Fótbolti Í beinni: Armenía - Írland | Lærisveinar Heimis þurfa sigur Fótbolti Fleiri fréttir Sársvekktur Andri Lucas: „Ég eiginlega veit ekki hvað hann dæmir á“ Uppgjör: Frakkland - Ísland 2-1 | Jöfnunarark tekið af Andra Lucasi á afar umdeilanlegan hátt Grikkland í undanúrslit á EM Endurkoman gegn Víkingum ekki nóg og Bröndby skiptir um þjálfara Í beinni: Serbía - England | Enskir í Belgrað Aserar náðu í mikilvægt stig gegn Úkraínu Lærisveinar Heimis fara illa af stað Byrjunarlið Íslands: Daníel byrjar og fimm manna vörn Svíar nötrandi og HM í hættu en starf þjálfarans ekki Tyrkir hentu Íslandsbönunum úr leik Arna semur við Vålerenga Í beinni: Armenía - Írland | Lærisveinar Heimis þurfa sigur Leiðin á HM: Menn ósammála og Gummi Ben brenndi sig Birna Berg snýr aftur í landsliðið og tveir nýliðar „Allir mjög spenntir að fara spila á móti þessum gæjum“ Neitar að eldast og nálgast 200 landsleiki Ange tekinn við Forest: „Hefur sýnt og sannað að hann geti unnið titla“ Ég á þetta mark Albert tognaði á ökkla en gæti spilað næsta laugardag Liverpool hyggst fá Guéhi frítt Serbar grátbiðja stuðningsmenn að haga sér „Stefnum á stig“ Blaðamenn fleiri en Íslendingar María flutt heim til Noregs eftir áfallið í Frakklandi Leiddi endurkomusigur gegn æskufélaginu í fyrsta leiknum „Við getum ekkert verið litlir“ Postecoglou að taka við Forest „Saga sem verður sögð síðar“ Landsliðsþjálfari Frakka brýnir fyrir sínum leikmönnum að vanmeta ekki strákana okkar Nuno rekinn frá Forest Sjá meira