Nýliðarnir byrjuðu frábærlega og Blikakonur unnu meistaraefnin Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 24. september 2020 16:00 Keira Breeanne Robinson hitti ekki úr skoti utan af velli en leiddi samt Skallagrímsliðið til sigurs á Ásvöllum í gær með því að komast sjö sinnum á vítalínuna og taka 13 fráköst. Vísir/Vilhelm Fyrsta umferð Domino´s deild kvenna fór fram í gærkvöldi og fögnuðu Keflavík, Skallagrímur, Breiðablik og nýliðar Fjölnis sigri í fyrsta leik. Keflavík og Fjölnir unnu stórsigra en það var mikil spenna í hinum tveimur leikjunum. Guðjón Guðmundsson fór yfir alla leiki gærkvöldsins í samantekt fyrir Vísi og tók saman myndbrot úr leikjunum fjórum. Nýliðar Fjölnis voru í tómu tjóni framan af leik á móti Snæfell og lentu mest nítján stigum undir í öðrum leikhlutanum en eftir að liðið fór í gang þá réðu fáliðaðir gestir úr Stykkishólmi ekki við eitt eða neitt. Fjölnir vann síðustu 26 mínútur leiksins 74-24 og þar með leikinn með 31 stigi, 91-60. Írinn Fiona Eilish O'Dwyer var með 20 stig, 16 fráköst og 5 stoðsendingar og Litháinn Lina Pikciuté bætti við 17 stigum og 12 fráköstum en það má ekki gleyma frammistöðu hinnar sextán ára gömlu Emma Sóldís Svan Hjördísardóttir sem skoraði 18 stig á 23 mínútum í sínum fyrsta leik í Domino´s deildinni. Breiðablik er með allt annað og miklu betra lið en í fyrra og Blikakonur sönnuðu það strax í fyrsta leik á móti deildarmeisturum Vals. Hin bandaríska Jessica Kay Loera er greinilega öflugur leikmaður og var með 25 stig og 6 stoðsendingar í fyrsta leik og þá skoraði Þórdís Jóna Kristjánsdóttir 13 stig og Isabella Ósk Sigurðardóttir var með 12 stig, 18 fráköst og 3 varin skot. Hildur Björg Kjartansdóttir var með 16 stig og 13 fráköst hjá Val en Valskonur voru kanalausar í þessum leik alveg eins og í tapinu á móti Skallagrími í Meistarakeppninni. Bikarmeistarar Skallagríms sluppu með öll stigin af Ásvöllum eftir æsispennandi leik á móti Haukum. Skallagrímsliðinu tókst að vinna leikin þrátt fyrir að hin bandaríska Keira Breeanne Robinson hafi klikkað á öllum sjö skotum sínum utan af velli. Robinson setti hins vegar niður átta víti, tók 13 fráköst og fiskaði yfir tíu villur á Haukana. Sanja Orozovic skoraði 21 stig fyrir Skallagrím og Nikita Telesford var með 15 stig og 13 fráköst. Alyesha Lovett var með 21 stig og 15 fráköst í sínum fyrsta leik með liðinu og Bríet Sif Hinriksdóttir skoraði 14 stig. Ungu stelpurnar í Keflavíkur áttu ekki í miklum vandræðum með KR og það þrátt fyrir að nýi Finninn í liði KR, Annika Holopainen, hafi skorað 43 stig í leiknum. Daniela Wallen Morillo vantaði bara eina stoðsendingu í þrennuna en hún var með 37 stig, 11 fráköst, 9 stoðsendingar og 7 stolna bolta. Anna Ingunn Svansdóttir skoraði 17 stig og yngri systir hennar Agnes María Svansdóttir var með 12 stig á 17 mínútum í fyrsta alvöru tækifæri sínu í efstu deild. Hér fyrir neðan má sjá Guðjón Guðmundsson fara yfir leiki gærdagsins. Klippa: Gaupi og fyrsta umferð Domino´s deildar kvenna í körfubolta Dominos-deild kvenna Fjölnir Mest lesið Ótrúlegt golfhögg í reiðiskasti slær í gegn á netinu Golf Sárt tap gegn Dönum á HM Handbolti Leik U21 liðs Man United hætt vegna meiðsla leikmanns Enski boltinn Nýja stórstjarna Liverpool fékk ekki að hafa sjónvarp heima hjá sér Enski boltinn Labbaði í fjórtán tíma á keppnisstað og vann síðan 63 km ofurhlaup Sport Viktor Gísli fær treyju númer eitt hjá Barcelona Handbolti Mikael Neville ósáttur við liðið sitt Fótbolti Fókus á bolta ekki bullur: „Á ekki að sjást í kringum fótboltaleiki“ Fótbolti Chelsea gefur fjölskyldu Jota hluta af HM-bónusunum Enski boltinn Rooney sár út í Tom Brady: „Fannst hann vera mjög ósanngjarn“ Enski boltinn Fleiri fréttir Jaka skilinn eftir og þrettán leikmenn berjast um hin tólf sætin Með fyrsta þrjátíu tuttugu leikinn í sögu WNBA Ótryggður Giannis tekur ekki þátt í undirbúningi Grikklands Þjóðverjar unnu Doncic lausa Slóvena Pólland missir NBA stjörnu fyrir Eurobasket Stelpurnar töpuðu þrátt fyrir frábæra byrjun Stockton segir að LeBron „hafa notað þyrlu til að komast á toppinn“ Serbi inn í teig hjá Stólunum: „Ég veit að áhorfendurnir elska körfubolta“ Stelpurnar spila um sjöunda sætið á Eurobasket „Þeir eiga allir skilið að fara í lokahópinn“ Stelpurnar Norðurlandameistarar og strákarnir fengu silfur Þýskaland lagði Slóvena í undirbúningi fyrir Eurobasket Celtics festa þjálfarann í sessi NBA stjarna borin út Litáen of stór biti fyrir íslensku stelpurnar Öruggar með besta árangur Íslands á EM frá upphafi Ákærður fyrir að hnupla treyju LeBron sem seldist seinna á nær hálfan milljarð Ísland í átta liða úrslit eftir ótrúlega endurkomu Dildó-faraldurinn heldur áfram í WNBA Sigtryggur Arnar í mjög fámennan hóp í sögu landsliðsins „Hættiði að henda dildóum inn á völlinn“ Stórskotasýning Sigtryggs dugði ekki til sigurs Trúðurinn Arenas í vondum málum eftir handtöku Grindavík fær leikstjórnanda frá Grikklandi Stórt tap á Ítalíu Ísland mátti þola stórt tap Luka framlengir til þriggja ára í Los Angeles Fékk vægt áfall: „Með fullt af missed calls“ Stjórnendur NBA reyna að sannfæra Real Madrid og fleiri forrík félög KR sækir ungan bakvörð Sjá meira
Fyrsta umferð Domino´s deild kvenna fór fram í gærkvöldi og fögnuðu Keflavík, Skallagrímur, Breiðablik og nýliðar Fjölnis sigri í fyrsta leik. Keflavík og Fjölnir unnu stórsigra en það var mikil spenna í hinum tveimur leikjunum. Guðjón Guðmundsson fór yfir alla leiki gærkvöldsins í samantekt fyrir Vísi og tók saman myndbrot úr leikjunum fjórum. Nýliðar Fjölnis voru í tómu tjóni framan af leik á móti Snæfell og lentu mest nítján stigum undir í öðrum leikhlutanum en eftir að liðið fór í gang þá réðu fáliðaðir gestir úr Stykkishólmi ekki við eitt eða neitt. Fjölnir vann síðustu 26 mínútur leiksins 74-24 og þar með leikinn með 31 stigi, 91-60. Írinn Fiona Eilish O'Dwyer var með 20 stig, 16 fráköst og 5 stoðsendingar og Litháinn Lina Pikciuté bætti við 17 stigum og 12 fráköstum en það má ekki gleyma frammistöðu hinnar sextán ára gömlu Emma Sóldís Svan Hjördísardóttir sem skoraði 18 stig á 23 mínútum í sínum fyrsta leik í Domino´s deildinni. Breiðablik er með allt annað og miklu betra lið en í fyrra og Blikakonur sönnuðu það strax í fyrsta leik á móti deildarmeisturum Vals. Hin bandaríska Jessica Kay Loera er greinilega öflugur leikmaður og var með 25 stig og 6 stoðsendingar í fyrsta leik og þá skoraði Þórdís Jóna Kristjánsdóttir 13 stig og Isabella Ósk Sigurðardóttir var með 12 stig, 18 fráköst og 3 varin skot. Hildur Björg Kjartansdóttir var með 16 stig og 13 fráköst hjá Val en Valskonur voru kanalausar í þessum leik alveg eins og í tapinu á móti Skallagrími í Meistarakeppninni. Bikarmeistarar Skallagríms sluppu með öll stigin af Ásvöllum eftir æsispennandi leik á móti Haukum. Skallagrímsliðinu tókst að vinna leikin þrátt fyrir að hin bandaríska Keira Breeanne Robinson hafi klikkað á öllum sjö skotum sínum utan af velli. Robinson setti hins vegar niður átta víti, tók 13 fráköst og fiskaði yfir tíu villur á Haukana. Sanja Orozovic skoraði 21 stig fyrir Skallagrím og Nikita Telesford var með 15 stig og 13 fráköst. Alyesha Lovett var með 21 stig og 15 fráköst í sínum fyrsta leik með liðinu og Bríet Sif Hinriksdóttir skoraði 14 stig. Ungu stelpurnar í Keflavíkur áttu ekki í miklum vandræðum með KR og það þrátt fyrir að nýi Finninn í liði KR, Annika Holopainen, hafi skorað 43 stig í leiknum. Daniela Wallen Morillo vantaði bara eina stoðsendingu í þrennuna en hún var með 37 stig, 11 fráköst, 9 stoðsendingar og 7 stolna bolta. Anna Ingunn Svansdóttir skoraði 17 stig og yngri systir hennar Agnes María Svansdóttir var með 12 stig á 17 mínútum í fyrsta alvöru tækifæri sínu í efstu deild. Hér fyrir neðan má sjá Guðjón Guðmundsson fara yfir leiki gærdagsins. Klippa: Gaupi og fyrsta umferð Domino´s deildar kvenna í körfubolta
Dominos-deild kvenna Fjölnir Mest lesið Ótrúlegt golfhögg í reiðiskasti slær í gegn á netinu Golf Sárt tap gegn Dönum á HM Handbolti Leik U21 liðs Man United hætt vegna meiðsla leikmanns Enski boltinn Nýja stórstjarna Liverpool fékk ekki að hafa sjónvarp heima hjá sér Enski boltinn Labbaði í fjórtán tíma á keppnisstað og vann síðan 63 km ofurhlaup Sport Viktor Gísli fær treyju númer eitt hjá Barcelona Handbolti Mikael Neville ósáttur við liðið sitt Fótbolti Fókus á bolta ekki bullur: „Á ekki að sjást í kringum fótboltaleiki“ Fótbolti Chelsea gefur fjölskyldu Jota hluta af HM-bónusunum Enski boltinn Rooney sár út í Tom Brady: „Fannst hann vera mjög ósanngjarn“ Enski boltinn Fleiri fréttir Jaka skilinn eftir og þrettán leikmenn berjast um hin tólf sætin Með fyrsta þrjátíu tuttugu leikinn í sögu WNBA Ótryggður Giannis tekur ekki þátt í undirbúningi Grikklands Þjóðverjar unnu Doncic lausa Slóvena Pólland missir NBA stjörnu fyrir Eurobasket Stelpurnar töpuðu þrátt fyrir frábæra byrjun Stockton segir að LeBron „hafa notað þyrlu til að komast á toppinn“ Serbi inn í teig hjá Stólunum: „Ég veit að áhorfendurnir elska körfubolta“ Stelpurnar spila um sjöunda sætið á Eurobasket „Þeir eiga allir skilið að fara í lokahópinn“ Stelpurnar Norðurlandameistarar og strákarnir fengu silfur Þýskaland lagði Slóvena í undirbúningi fyrir Eurobasket Celtics festa þjálfarann í sessi NBA stjarna borin út Litáen of stór biti fyrir íslensku stelpurnar Öruggar með besta árangur Íslands á EM frá upphafi Ákærður fyrir að hnupla treyju LeBron sem seldist seinna á nær hálfan milljarð Ísland í átta liða úrslit eftir ótrúlega endurkomu Dildó-faraldurinn heldur áfram í WNBA Sigtryggur Arnar í mjög fámennan hóp í sögu landsliðsins „Hættiði að henda dildóum inn á völlinn“ Stórskotasýning Sigtryggs dugði ekki til sigurs Trúðurinn Arenas í vondum málum eftir handtöku Grindavík fær leikstjórnanda frá Grikklandi Stórt tap á Ítalíu Ísland mátti þola stórt tap Luka framlengir til þriggja ára í Los Angeles Fékk vægt áfall: „Með fullt af missed calls“ Stjórnendur NBA reyna að sannfæra Real Madrid og fleiri forrík félög KR sækir ungan bakvörð Sjá meira