Braut gegn stúlku og dró aðra úr meðferð Kristín Ólafsdóttir skrifar 25. september 2020 08:02 Dómurinn féll í Héraðsdómi Reykjaness. Vísir/Vilhelm Héraðsdómur Reykjaness dæmdi í byrjun mánaðar ungan mann í fimmtán mánaða skilorðsbundið fangelsi fyrir nokkur brot. Þar á meðal var kynferðisbrot gegn þáverandi kærustu hans, sem var 14 ára þegar brotið var framið og ári yngri en ákærði, auk brots gegn barnaverndarlögum með því að hafa dregið aðra stúlku úr meðferð. Pilturinn var ákærður fyrir kynferðisbrot gegn barni með því að hafa í nokkur skipti haft samræði við stúlku árið 2016, sem þá var 14 ára gömul. Honum voru einnig gefin að sök sifskaparbrot og brot gegn barnaverndarlögum með því að hafa sótt aðra stúlku, sem þá var fimmtán ára, af meðferðarheimili árið 2018. Með þessu braut pilturinn gegn ráðstöfun barnaverndarnefndar. Pilturinn var einnig ákærður fyrir þjófnað úr verslun, fjársvik og tilraun til ráns. Um fyrsta ákæruliðinn segir í dómi að pilturinn, sem er ári eldri en stúlkan, hafi verið kærasti hennar. Þau hafi kynnst í meðferð og oft sofið saman. Hann neitaði sök og kvaðst við skýrslutöku ekki hafa vitað að stúlkan væri 14 ára þegar þau höfðu samræði. Hann hefði haldið að hún væri orðin 15 ára og ekki „upplifað hana eitthvað yngri […] né óþroskaða“. Dómurinn komst að þeirri niðurstöðu að pilturinn hefði „látið sér það í léttu rúmi liggja“ hvort stúlkan hefði verið orðin 15 ára. Pilturinn hefði þannig gerst sekur um kynferðisbrot gegn barni. Um annan ákæruliðinn segir í dómi að lögreglu hafi sumarið 2018 borist tilkynning um að vistmaður á meðferðarheimili væri að strjúka. Vistmaðurinn, 15 ára stúlka, hafi farið upp í bifreið og henni ekið hratt í burtu. Pilturinn hafði fengið félaga sinn til að aka sér að meðferðarheimilinu. Hann var að endingu fundinn sekur um þá háttsemi sem honum var gefið að sök í umræddum ákærulið, auk þeirra er lúta að þjófnaði, fjársvikum og tilraun til ráns. Pilturinn var dæmdur í fimmtán mánaða skilorðsbundið fangelsi. Þá var hnífur sem lögregla lagði hald á við rannsókn málsins gerður upptækur. Honum var jafnframt gert að greiða um 1,3 milljónir króna í sakarkostnað. Dómsmál Barnavernd Mest lesið Telur handtökuna byggja á slúðri Innlent Barn lést úr malaríu á Landspítalanum Innlent „Dýrlingurinn“ tekinn úr umferð en keyrir enn Innlent „Lögreglan mun grípa fyrr inn í núna“ Innlent Nýr tvöfaldur vegarkafli að bætast við Suðurlandsveg Innlent Magnað sjónarspil: Einmana hrefna komst í gott Innlent Gaf sig fram vegna hraðbankastuldar Innlent Nýtt flaggskip Rússa á sjó eftir tuttugu og fimm ár í slipp Erlent Engir hermenn í Úkraínu og enginn fundur með Pútín Erlent Vanræksla staðfest en niðurfelling málsins líka Innlent Fleiri fréttir Nýr tvöfaldur vegarkafli að bætast við Suðurlandsveg Telur handtökuna byggja á slúðri Magnað sjónarspil: Einmana hrefna komst í gott „Lögreglan mun grípa fyrr inn í núna“ Barn lést úr malaríu á Landspítalanum Gaf sig fram vegna hraðbankastuldar Aukið aðhald í ríkisfjármálum og lífsbarátta hvals „Dýrlingurinn“ tekinn úr umferð en keyrir enn „Það er ekkert verið að innleiða einhver svakaleg próf í Kópavoginum“ Hamarsvirkjun í bið frekar en vernd Gæsluvarðhald leiðbeinandans framlengt Konur með örorkulífeyri líklegri til að vera þolendur ofbeldis Vanræksla staðfest en niðurfelling málsins líka Höfuðpaur fær þremur mánuðum lengri dóm en burðardýr Veðrið sem hlaupararnir á laugardag geta búist við „Þetta er innrás“ Viðkvæm gögn tengd stjórnmálaflokki séu á símanum Óbreyttir stýrisvextir, samræmd námspróf og breytt snið á Menningarnótt Kjósa um sameiningu Skorradalshrepps og Borgarbyggðar í september Enginn handtekinn vegna þjófnaðar á hraðbanka í Mosfellsbæ Brugðið eftir viðtal við borgarstjóra Mínútuþögn á Menningarnótt Kópavogsbær tekur aftur upp samræmd próf „Það er engin sleggja“ Slökktu eld í íbúð í fjölbýlishúsi í Breiðholti Mannleg mistök leiddu til birtingar draga í stað lokaútgáfu Einn hugðist bera sig og ber að ofan öskraði Ísland frumstætt samanborið við Noreg Færa vinsæla útitónleika yfir á sunnudag: „Ég ætla ekki bara að dæma ungmennin“ Kinnhestur frá Ingvari E. Sigurðssyni í tilefni af nýjum bjór Sjá meira
Héraðsdómur Reykjaness dæmdi í byrjun mánaðar ungan mann í fimmtán mánaða skilorðsbundið fangelsi fyrir nokkur brot. Þar á meðal var kynferðisbrot gegn þáverandi kærustu hans, sem var 14 ára þegar brotið var framið og ári yngri en ákærði, auk brots gegn barnaverndarlögum með því að hafa dregið aðra stúlku úr meðferð. Pilturinn var ákærður fyrir kynferðisbrot gegn barni með því að hafa í nokkur skipti haft samræði við stúlku árið 2016, sem þá var 14 ára gömul. Honum voru einnig gefin að sök sifskaparbrot og brot gegn barnaverndarlögum með því að hafa sótt aðra stúlku, sem þá var fimmtán ára, af meðferðarheimili árið 2018. Með þessu braut pilturinn gegn ráðstöfun barnaverndarnefndar. Pilturinn var einnig ákærður fyrir þjófnað úr verslun, fjársvik og tilraun til ráns. Um fyrsta ákæruliðinn segir í dómi að pilturinn, sem er ári eldri en stúlkan, hafi verið kærasti hennar. Þau hafi kynnst í meðferð og oft sofið saman. Hann neitaði sök og kvaðst við skýrslutöku ekki hafa vitað að stúlkan væri 14 ára þegar þau höfðu samræði. Hann hefði haldið að hún væri orðin 15 ára og ekki „upplifað hana eitthvað yngri […] né óþroskaða“. Dómurinn komst að þeirri niðurstöðu að pilturinn hefði „látið sér það í léttu rúmi liggja“ hvort stúlkan hefði verið orðin 15 ára. Pilturinn hefði þannig gerst sekur um kynferðisbrot gegn barni. Um annan ákæruliðinn segir í dómi að lögreglu hafi sumarið 2018 borist tilkynning um að vistmaður á meðferðarheimili væri að strjúka. Vistmaðurinn, 15 ára stúlka, hafi farið upp í bifreið og henni ekið hratt í burtu. Pilturinn hafði fengið félaga sinn til að aka sér að meðferðarheimilinu. Hann var að endingu fundinn sekur um þá háttsemi sem honum var gefið að sök í umræddum ákærulið, auk þeirra er lúta að þjófnaði, fjársvikum og tilraun til ráns. Pilturinn var dæmdur í fimmtán mánaða skilorðsbundið fangelsi. Þá var hnífur sem lögregla lagði hald á við rannsókn málsins gerður upptækur. Honum var jafnframt gert að greiða um 1,3 milljónir króna í sakarkostnað.
Dómsmál Barnavernd Mest lesið Telur handtökuna byggja á slúðri Innlent Barn lést úr malaríu á Landspítalanum Innlent „Dýrlingurinn“ tekinn úr umferð en keyrir enn Innlent „Lögreglan mun grípa fyrr inn í núna“ Innlent Nýr tvöfaldur vegarkafli að bætast við Suðurlandsveg Innlent Magnað sjónarspil: Einmana hrefna komst í gott Innlent Gaf sig fram vegna hraðbankastuldar Innlent Nýtt flaggskip Rússa á sjó eftir tuttugu og fimm ár í slipp Erlent Engir hermenn í Úkraínu og enginn fundur með Pútín Erlent Vanræksla staðfest en niðurfelling málsins líka Innlent Fleiri fréttir Nýr tvöfaldur vegarkafli að bætast við Suðurlandsveg Telur handtökuna byggja á slúðri Magnað sjónarspil: Einmana hrefna komst í gott „Lögreglan mun grípa fyrr inn í núna“ Barn lést úr malaríu á Landspítalanum Gaf sig fram vegna hraðbankastuldar Aukið aðhald í ríkisfjármálum og lífsbarátta hvals „Dýrlingurinn“ tekinn úr umferð en keyrir enn „Það er ekkert verið að innleiða einhver svakaleg próf í Kópavoginum“ Hamarsvirkjun í bið frekar en vernd Gæsluvarðhald leiðbeinandans framlengt Konur með örorkulífeyri líklegri til að vera þolendur ofbeldis Vanræksla staðfest en niðurfelling málsins líka Höfuðpaur fær þremur mánuðum lengri dóm en burðardýr Veðrið sem hlaupararnir á laugardag geta búist við „Þetta er innrás“ Viðkvæm gögn tengd stjórnmálaflokki séu á símanum Óbreyttir stýrisvextir, samræmd námspróf og breytt snið á Menningarnótt Kjósa um sameiningu Skorradalshrepps og Borgarbyggðar í september Enginn handtekinn vegna þjófnaðar á hraðbanka í Mosfellsbæ Brugðið eftir viðtal við borgarstjóra Mínútuþögn á Menningarnótt Kópavogsbær tekur aftur upp samræmd próf „Það er engin sleggja“ Slökktu eld í íbúð í fjölbýlishúsi í Breiðholti Mannleg mistök leiddu til birtingar draga í stað lokaútgáfu Einn hugðist bera sig og ber að ofan öskraði Ísland frumstætt samanborið við Noreg Færa vinsæla útitónleika yfir á sunnudag: „Ég ætla ekki bara að dæma ungmennin“ Kinnhestur frá Ingvari E. Sigurðssyni í tilefni af nýjum bjór Sjá meira