Hrottalegar lýsingar í sakamáli á Suðurlandi Nadine Guðrún Yaghi skrifar 25. september 2020 09:56 Málið verður til meðferðar í Héraðsdómi Suðurlands eftir helgi þar sem ákærðu koma fyrir dóminn. Vísir/Vilhelm Héraðssaksóknari hefur ákært fjórar konur og einn karlmann fyrir ólögmæta nauðung, húsbrot og kynferðislega áreitni. Þau eru ákærð fyrir að hafa ruðst óboðin inn á heimili manns árið 2016 og veist með ofbeldi að honum þar sem hann lá sofandi í rúmi sínu. Í ákærunni sem fréttastofa hefur undir höndum segir að fjögur þeirra hafi haldið manninum nauðugum á höndum og fótum, snúið upp á hendur hans, klipið hann og slegið víðs vegar um líkamann, á meðan sá fimmti rakaði mest allt hárið af höfði hans og framan af augabrúnum með rafmagnsknúnum hrossaklippum og rafmagnsrakvél sem ákærðu höfðu meðferðis. Þá eru þau ákærð fyrir ólögmæta nauðung og kynferðislega áreitni með því að hafa í félagi, í kjölfar þeirra atvika sem lýst er hér að ofan, veist á ný með ofbeldi að manninum, yfirbugað hann og fært hann á jörðina. Í ákærunni segir að þrjú ákærðu hafi haldið manninum nauðugum liggjandi á kviðnum á meðan eitt þeirra dró buxur hans niður fyrir rass og tróð rafmagnsrakvélinni á milli rasskinna mannsins að endaþarmsopi hans og skildi hana eftir í gangi. Þá segir í ákærunni að maðurinn sem ráðist var á hafi hlotið hrufl og nokkur grunn sár í hársverði á nokkrum stöðum, grunn sár og bólgu á enni, mar á hægri olnboga og í kringum báða úlnliði, stirðleika í hálsi, eymsli við endaþarm og að hann hafi misst nærri allt hárið af höfði sér. Þess er krafist að ákærðu verði dæmd til refsingar og greiðslu alls sakarkostnaðar. Í einkaréttarkröfu fórnarlambsins sem tekin er upp í ákærunni er farið fram á að ákærðu greiði honum þrjár milljónir, auk vakta frá tjónsdegi. Aðalmeðferð í málinu fer fram á mánudag og þriðjudag í héraðsdómi Suðurlands. Dómsmál Lögreglumál Mest lesið „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Innlent Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Erlent Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni Innlent Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Innlent Hamas reiðubúin að láta af stjórn Gaza Erlent Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Innlent Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Innlent Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Innlent Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Innlent Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Innlent Fleiri fréttir Stór skjálfti í Bárðarbungu Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Veðmál barna og verslunarmiðstöð í Vogum Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Segir málefnasamninginn ófjármagnað orðagjálfur Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Vilja skýrslu frá ráðherra um lokun flugbrautar Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Tíu ára stelpa frá Vík í úrslitum í Eurovision barna í Danmörku Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Stjórnsýsluúttekt á lokun flugbrautarinnar og endurgreiðsla styrkja Skora á fulltrúa sveitarfélaganna að greina frá sinni afstöðu „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Vilja byggja 30 þúsund fermetra verslunarkjarna Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Sellur Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks hafi komið í veg fyrir að samningar næðust Kennarar gengu út og nýr borgarstjórnarmeirihluti Nýr borgarstjóri studdi tillögu sáttasemjara Fyrrverandi þingmenn fá ekki sendiherrastöður „Óhjákvæmilega mikil sorg og vanlíðan“ þegar svona mál komi upp Svona skipta oddvitarnir stólunum Voru búin að segja að þeim hugnaðist ekki tillaga Ástráðs Stefán útvarpsstjóri vandar Mogganum ekki kveðjurnar Henti byssunni upp á þak um hábjartan dag „Þetta eru mikil vonbrigði fyrir okkur“ Sjá meira
Héraðssaksóknari hefur ákært fjórar konur og einn karlmann fyrir ólögmæta nauðung, húsbrot og kynferðislega áreitni. Þau eru ákærð fyrir að hafa ruðst óboðin inn á heimili manns árið 2016 og veist með ofbeldi að honum þar sem hann lá sofandi í rúmi sínu. Í ákærunni sem fréttastofa hefur undir höndum segir að fjögur þeirra hafi haldið manninum nauðugum á höndum og fótum, snúið upp á hendur hans, klipið hann og slegið víðs vegar um líkamann, á meðan sá fimmti rakaði mest allt hárið af höfði hans og framan af augabrúnum með rafmagnsknúnum hrossaklippum og rafmagnsrakvél sem ákærðu höfðu meðferðis. Þá eru þau ákærð fyrir ólögmæta nauðung og kynferðislega áreitni með því að hafa í félagi, í kjölfar þeirra atvika sem lýst er hér að ofan, veist á ný með ofbeldi að manninum, yfirbugað hann og fært hann á jörðina. Í ákærunni segir að þrjú ákærðu hafi haldið manninum nauðugum liggjandi á kviðnum á meðan eitt þeirra dró buxur hans niður fyrir rass og tróð rafmagnsrakvélinni á milli rasskinna mannsins að endaþarmsopi hans og skildi hana eftir í gangi. Þá segir í ákærunni að maðurinn sem ráðist var á hafi hlotið hrufl og nokkur grunn sár í hársverði á nokkrum stöðum, grunn sár og bólgu á enni, mar á hægri olnboga og í kringum báða úlnliði, stirðleika í hálsi, eymsli við endaþarm og að hann hafi misst nærri allt hárið af höfði sér. Þess er krafist að ákærðu verði dæmd til refsingar og greiðslu alls sakarkostnaðar. Í einkaréttarkröfu fórnarlambsins sem tekin er upp í ákærunni er farið fram á að ákærðu greiði honum þrjár milljónir, auk vakta frá tjónsdegi. Aðalmeðferð í málinu fer fram á mánudag og þriðjudag í héraðsdómi Suðurlands.
Dómsmál Lögreglumál Mest lesið „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Innlent Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Erlent Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni Innlent Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Innlent Hamas reiðubúin að láta af stjórn Gaza Erlent Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Innlent Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Innlent Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Innlent Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Innlent Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Innlent Fleiri fréttir Stór skjálfti í Bárðarbungu Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Veðmál barna og verslunarmiðstöð í Vogum Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Segir málefnasamninginn ófjármagnað orðagjálfur Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Vilja skýrslu frá ráðherra um lokun flugbrautar Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Tíu ára stelpa frá Vík í úrslitum í Eurovision barna í Danmörku Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Stjórnsýsluúttekt á lokun flugbrautarinnar og endurgreiðsla styrkja Skora á fulltrúa sveitarfélaganna að greina frá sinni afstöðu „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Vilja byggja 30 þúsund fermetra verslunarkjarna Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Sellur Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks hafi komið í veg fyrir að samningar næðust Kennarar gengu út og nýr borgarstjórnarmeirihluti Nýr borgarstjóri studdi tillögu sáttasemjara Fyrrverandi þingmenn fá ekki sendiherrastöður „Óhjákvæmilega mikil sorg og vanlíðan“ þegar svona mál komi upp Svona skipta oddvitarnir stólunum Voru búin að segja að þeim hugnaðist ekki tillaga Ástráðs Stefán útvarpsstjóri vandar Mogganum ekki kveðjurnar Henti byssunni upp á þak um hábjartan dag „Þetta eru mikil vonbrigði fyrir okkur“ Sjá meira