Eimskip staðfestir kæru en hafnar ásökunum Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 25. september 2020 13:42 Vilhelm Már Þorsteinsson er forstjóri Eimskips. Eimskip Umhverfisstofnun hefur kært Eimskip til embætti Héraðssaksóknara vegna meintra brota á lögum um meðhöndlun úrgangs. Félagið hafnar ásökunum um að hafa brotið lög um úrgangsmál við sölu á skipunum Goðafossi og Laxfossi Þetta kemur fram í yfirlýsingu sem Eimskip birtir á vef Kauphallarinnar í dag, en fjallað var um söluna á skipunum og niðurrifi þeirra í Indlandi í þættinum Kveik á RÚV í gær. Í yfirlýsingu Eimskips ítrekar félagið fyrri yfirlýsingu um að það hafi ekki átt þátt í að taka þá ákvörðun hvernig skipin yrðu endurunninn, eftir að Eimskip seldi skipin tvö. Þá kemur einnig fram að Eimskip hafi komist að því í dag að Umhverfisstofnun hafi í vikunni kært félagið til héraðssaksóknara sem lögaðila vegna meintra brota á lögum um meðhöndlun úrgangs. Í þættinum hélt forsvarmaður Shipbreaking Foundation, samtaka sem berjast fyrir því að tryggt sé að skipum sé fargað á öruggan og umhverfisvænan hátt, því fram að Eimskip hafi brotið evrópska úrgangslöggjöf þegar skipin voru seld, til fyrirtækis að nafni GMS. Umhverfisstofnun og héraðssaksóknari höfðu áður lítið tjá sig um málið við fréttastofu þegar upplýsinga var óskað í dag og í gær, annað en að Umhverfisstofnun væri að skoða ábendinu um málið og að héraðssaksóknari staðfesti að erindi hefði borist frá Umhverfisstofnun um málið. Í yfirlýsingu Eimskips segir félagið að Umhverfisstofnun hafi ekki aflað sér gagna frá félaginu, áður en það var kært. „Eimskip hafnar þessum ásökunum enda fylgdi félagið í einu og öllu lögum og reglum í þessu söluferli.“ Yfirlýsingin í heild sinni Í umfjöllun Kveiks þann 24. september var greint frá afdrifum tveggja skipa, Goðafoss og Laxfoss, sem áður voru í eigu Eimskips. Eimskip hefur verið með ný skip í smíðum frá árinu 2017 til að leysa af hólmi skipin Goðafoss og Laxfoss og hafði þar af leiðandi í töluverðan tíma reynt að selja þau í gegnum alþjóðlega skipamiðlara. Í lok árs 2019 voru skipin loks seld og tók nýr eigandi við rekstri þeirra í upphafi þessa árs. Samhliða sölunni gerði Eimskip samning um að leigja þau meðan beðið var eftir afhendingu nýrra skipa. Sökum óvæntra og óhagstæðra markaðsaðstæðna skilaði Eimskip skipunum úr leigu til eiganda á vormánuðum, fyrr en upphaflega var gert ráð fyrir. Í kjölfarið tók eigandi skipanna ákvörðun um að selja skipin í endurvinnslu á Indlandi og kom Eimskip hvergi nálægt þeirri ákvörðun né með hvaða hætti skipin tvö voru endurunnin. Eimskip hefur aflað upplýsinga frá Umhverfisstofnun sem hefur nú upplýst félagið að stofnunin hafi í vikunni kært félagið til embættis héraðssaksóknara sem lögaðila vegna meintra brota á lögum um meðhöndlun úrgangs. Eimskip hafði engar upplýsingar um þá kæru fyrr en eftir samtal við Umhverfisstofnun fyrr í dag og stofnunin aflaði engra gagna frá Eimskip vegna málsins. Eimskip hafnar þessum ásökunum enda fylgdi félagið í einu og öllu lögum og reglum í þessu söluferli. Sala Eimskips á Laxfossi og Goðafossi Umhverfismál Skipaflutningar Tengdar fréttir Eimskip staðfestir kæru en hafnar ásökunum Umhverfisstofnun hefur kært Eimskip til embætti Héraðssaksóknara vegna meintra brota á lögum um meðhöndlun úrgangs. Félagið hafnar ásökunum um að hafa brotið lög við sölu á skipunum Goðafossi og Laxfossi 25. september 2020 13:42 Sleginn yfir því hvernig skipum er fargað Guðmundur Ingi Guðbrandsson umhverfisráðherra segist vera sleginn vegna þess sem fram kom í þætti Kveiks í gær þar sem fjallað var um sölu og niðurrif tveggja skipa Eimskips á Indlandi. 25. september 2020 13:24 Sendi erindi til Héraðssaksóknara vegna máls Eimskips Embætti héraðssaksóknara hefur borist erindi frá Umhverfisstofnun vegna máls sem var til umfjöllunar í þætti Kveiks í gær um sölu Eimskips á skipunum Laxfossi og Goðafossi. 25. september 2020 12:13 Mest lesið Hætti korteri eftir peppfund með Möltufólkinu Viðskipti innlent Stefna á að hefja starfsemi á Möltu innan tíu vikna Viðskipti innlent Viðkvæm staða í björgunaraðgerðum Play Europe Viðskipti innlent „Við munum gæta réttar kröfuhafa í hvívetna“ Viðskipti innlent Kaupfélagið á bak við risaviðskipti í Iceland Seafood Viðskipti innlent Isavia gefur strandaglópum engin grið Viðskipti innlent Búið að greiða laun og barnabætur Viðskipti innlent Horfa fram á tugmilljarða samdrátt og bíða í ofvæni eftir loðnufréttum Viðskipti innlent Gjörbreyttar kröfur og vinna ekki lengur aðeins til að hafa í sig og á Atvinnulíf Múlakaffi nýtir farþegamiðstöðina yfir veturinn Viðskipti innlent Fleiri fréttir „Það verður andskoti flókið“ Kaupfélagið á bak við risaviðskipti í Iceland Seafood Múlakaffi nýtir farþegamiðstöðina yfir veturinn „Við munum gæta réttar kröfuhafa í hvívetna“ Viðkvæm staða í björgunaraðgerðum Play Europe Horfa fram á tugmilljarða samdrátt og bíða í ofvæni eftir loðnufréttum Hætti korteri eftir peppfund með Möltufólkinu Isavia gefur strandaglópum engin grið Ásgeir og Darri til Landslaga Sahara og Olís tilnefnd til tvennra alþjóðlegra verðlauna Hvetur stjórnvöld til að veita ferðaskrifstofum lán eins og í Covid Búið að greiða laun og barnabætur Stefna á að hefja starfsemi á Möltu innan tíu vikna Snaps teygir anga sína út á Hlemm „Það er svo langt síðan að við höfðum ekki trú á Play“ Arnar Þór og Unnur Lilja skipta búi Play Bændaferðir færa sig í skemmtiferðasiglingar Fallið frá kröfum um neyðarfjarskipti á hálendinu Play með sex prósent flugsæta til og frá landinu Hrun í makríl og kolmunna Fall Play áfall en að einhverju leyti fyrirséð Segir ekki honum að kenna að Play hafi farið á hausinn Eðlilegt ef farið verður yfir eftirlit með flugfélögum Höggið á íslenska ferðaþjónustu ætti að vera takmarkað Þjóðarskútan sé „vel í stakk búin til að sigla milli skers og báru í úfnum sjó“ Gjaldþrotaskiptabeiðni Play tekin fyrir í héraðsdómi Atvinnuleysi 5,3 prósent í ágúst Kalla ráðherra og forstjóra Samgöngustofu fyrir samgöngunefnd Hækkun flugfargjalda muni skila sér í meiri verðbólgu Leik lokið hjá Play Sjá meira
Umhverfisstofnun hefur kært Eimskip til embætti Héraðssaksóknara vegna meintra brota á lögum um meðhöndlun úrgangs. Félagið hafnar ásökunum um að hafa brotið lög um úrgangsmál við sölu á skipunum Goðafossi og Laxfossi Þetta kemur fram í yfirlýsingu sem Eimskip birtir á vef Kauphallarinnar í dag, en fjallað var um söluna á skipunum og niðurrifi þeirra í Indlandi í þættinum Kveik á RÚV í gær. Í yfirlýsingu Eimskips ítrekar félagið fyrri yfirlýsingu um að það hafi ekki átt þátt í að taka þá ákvörðun hvernig skipin yrðu endurunninn, eftir að Eimskip seldi skipin tvö. Þá kemur einnig fram að Eimskip hafi komist að því í dag að Umhverfisstofnun hafi í vikunni kært félagið til héraðssaksóknara sem lögaðila vegna meintra brota á lögum um meðhöndlun úrgangs. Í þættinum hélt forsvarmaður Shipbreaking Foundation, samtaka sem berjast fyrir því að tryggt sé að skipum sé fargað á öruggan og umhverfisvænan hátt, því fram að Eimskip hafi brotið evrópska úrgangslöggjöf þegar skipin voru seld, til fyrirtækis að nafni GMS. Umhverfisstofnun og héraðssaksóknari höfðu áður lítið tjá sig um málið við fréttastofu þegar upplýsinga var óskað í dag og í gær, annað en að Umhverfisstofnun væri að skoða ábendinu um málið og að héraðssaksóknari staðfesti að erindi hefði borist frá Umhverfisstofnun um málið. Í yfirlýsingu Eimskips segir félagið að Umhverfisstofnun hafi ekki aflað sér gagna frá félaginu, áður en það var kært. „Eimskip hafnar þessum ásökunum enda fylgdi félagið í einu og öllu lögum og reglum í þessu söluferli.“ Yfirlýsingin í heild sinni Í umfjöllun Kveiks þann 24. september var greint frá afdrifum tveggja skipa, Goðafoss og Laxfoss, sem áður voru í eigu Eimskips. Eimskip hefur verið með ný skip í smíðum frá árinu 2017 til að leysa af hólmi skipin Goðafoss og Laxfoss og hafði þar af leiðandi í töluverðan tíma reynt að selja þau í gegnum alþjóðlega skipamiðlara. Í lok árs 2019 voru skipin loks seld og tók nýr eigandi við rekstri þeirra í upphafi þessa árs. Samhliða sölunni gerði Eimskip samning um að leigja þau meðan beðið var eftir afhendingu nýrra skipa. Sökum óvæntra og óhagstæðra markaðsaðstæðna skilaði Eimskip skipunum úr leigu til eiganda á vormánuðum, fyrr en upphaflega var gert ráð fyrir. Í kjölfarið tók eigandi skipanna ákvörðun um að selja skipin í endurvinnslu á Indlandi og kom Eimskip hvergi nálægt þeirri ákvörðun né með hvaða hætti skipin tvö voru endurunnin. Eimskip hefur aflað upplýsinga frá Umhverfisstofnun sem hefur nú upplýst félagið að stofnunin hafi í vikunni kært félagið til embættis héraðssaksóknara sem lögaðila vegna meintra brota á lögum um meðhöndlun úrgangs. Eimskip hafði engar upplýsingar um þá kæru fyrr en eftir samtal við Umhverfisstofnun fyrr í dag og stofnunin aflaði engra gagna frá Eimskip vegna málsins. Eimskip hafnar þessum ásökunum enda fylgdi félagið í einu og öllu lögum og reglum í þessu söluferli.
Í umfjöllun Kveiks þann 24. september var greint frá afdrifum tveggja skipa, Goðafoss og Laxfoss, sem áður voru í eigu Eimskips. Eimskip hefur verið með ný skip í smíðum frá árinu 2017 til að leysa af hólmi skipin Goðafoss og Laxfoss og hafði þar af leiðandi í töluverðan tíma reynt að selja þau í gegnum alþjóðlega skipamiðlara. Í lok árs 2019 voru skipin loks seld og tók nýr eigandi við rekstri þeirra í upphafi þessa árs. Samhliða sölunni gerði Eimskip samning um að leigja þau meðan beðið var eftir afhendingu nýrra skipa. Sökum óvæntra og óhagstæðra markaðsaðstæðna skilaði Eimskip skipunum úr leigu til eiganda á vormánuðum, fyrr en upphaflega var gert ráð fyrir. Í kjölfarið tók eigandi skipanna ákvörðun um að selja skipin í endurvinnslu á Indlandi og kom Eimskip hvergi nálægt þeirri ákvörðun né með hvaða hætti skipin tvö voru endurunnin. Eimskip hefur aflað upplýsinga frá Umhverfisstofnun sem hefur nú upplýst félagið að stofnunin hafi í vikunni kært félagið til embættis héraðssaksóknara sem lögaðila vegna meintra brota á lögum um meðhöndlun úrgangs. Eimskip hafði engar upplýsingar um þá kæru fyrr en eftir samtal við Umhverfisstofnun fyrr í dag og stofnunin aflaði engra gagna frá Eimskip vegna málsins. Eimskip hafnar þessum ásökunum enda fylgdi félagið í einu og öllu lögum og reglum í þessu söluferli.
Sala Eimskips á Laxfossi og Goðafossi Umhverfismál Skipaflutningar Tengdar fréttir Eimskip staðfestir kæru en hafnar ásökunum Umhverfisstofnun hefur kært Eimskip til embætti Héraðssaksóknara vegna meintra brota á lögum um meðhöndlun úrgangs. Félagið hafnar ásökunum um að hafa brotið lög við sölu á skipunum Goðafossi og Laxfossi 25. september 2020 13:42 Sleginn yfir því hvernig skipum er fargað Guðmundur Ingi Guðbrandsson umhverfisráðherra segist vera sleginn vegna þess sem fram kom í þætti Kveiks í gær þar sem fjallað var um sölu og niðurrif tveggja skipa Eimskips á Indlandi. 25. september 2020 13:24 Sendi erindi til Héraðssaksóknara vegna máls Eimskips Embætti héraðssaksóknara hefur borist erindi frá Umhverfisstofnun vegna máls sem var til umfjöllunar í þætti Kveiks í gær um sölu Eimskips á skipunum Laxfossi og Goðafossi. 25. september 2020 12:13 Mest lesið Hætti korteri eftir peppfund með Möltufólkinu Viðskipti innlent Stefna á að hefja starfsemi á Möltu innan tíu vikna Viðskipti innlent Viðkvæm staða í björgunaraðgerðum Play Europe Viðskipti innlent „Við munum gæta réttar kröfuhafa í hvívetna“ Viðskipti innlent Kaupfélagið á bak við risaviðskipti í Iceland Seafood Viðskipti innlent Isavia gefur strandaglópum engin grið Viðskipti innlent Búið að greiða laun og barnabætur Viðskipti innlent Horfa fram á tugmilljarða samdrátt og bíða í ofvæni eftir loðnufréttum Viðskipti innlent Gjörbreyttar kröfur og vinna ekki lengur aðeins til að hafa í sig og á Atvinnulíf Múlakaffi nýtir farþegamiðstöðina yfir veturinn Viðskipti innlent Fleiri fréttir „Það verður andskoti flókið“ Kaupfélagið á bak við risaviðskipti í Iceland Seafood Múlakaffi nýtir farþegamiðstöðina yfir veturinn „Við munum gæta réttar kröfuhafa í hvívetna“ Viðkvæm staða í björgunaraðgerðum Play Europe Horfa fram á tugmilljarða samdrátt og bíða í ofvæni eftir loðnufréttum Hætti korteri eftir peppfund með Möltufólkinu Isavia gefur strandaglópum engin grið Ásgeir og Darri til Landslaga Sahara og Olís tilnefnd til tvennra alþjóðlegra verðlauna Hvetur stjórnvöld til að veita ferðaskrifstofum lán eins og í Covid Búið að greiða laun og barnabætur Stefna á að hefja starfsemi á Möltu innan tíu vikna Snaps teygir anga sína út á Hlemm „Það er svo langt síðan að við höfðum ekki trú á Play“ Arnar Þór og Unnur Lilja skipta búi Play Bændaferðir færa sig í skemmtiferðasiglingar Fallið frá kröfum um neyðarfjarskipti á hálendinu Play með sex prósent flugsæta til og frá landinu Hrun í makríl og kolmunna Fall Play áfall en að einhverju leyti fyrirséð Segir ekki honum að kenna að Play hafi farið á hausinn Eðlilegt ef farið verður yfir eftirlit með flugfélögum Höggið á íslenska ferðaþjónustu ætti að vera takmarkað Þjóðarskútan sé „vel í stakk búin til að sigla milli skers og báru í úfnum sjó“ Gjaldþrotaskiptabeiðni Play tekin fyrir í héraðsdómi Atvinnuleysi 5,3 prósent í ágúst Kalla ráðherra og forstjóra Samgöngustofu fyrir samgöngunefnd Hækkun flugfargjalda muni skila sér í meiri verðbólgu Leik lokið hjá Play Sjá meira
Eimskip staðfestir kæru en hafnar ásökunum Umhverfisstofnun hefur kært Eimskip til embætti Héraðssaksóknara vegna meintra brota á lögum um meðhöndlun úrgangs. Félagið hafnar ásökunum um að hafa brotið lög við sölu á skipunum Goðafossi og Laxfossi 25. september 2020 13:42
Sleginn yfir því hvernig skipum er fargað Guðmundur Ingi Guðbrandsson umhverfisráðherra segist vera sleginn vegna þess sem fram kom í þætti Kveiks í gær þar sem fjallað var um sölu og niðurrif tveggja skipa Eimskips á Indlandi. 25. september 2020 13:24
Sendi erindi til Héraðssaksóknara vegna máls Eimskips Embætti héraðssaksóknara hefur borist erindi frá Umhverfisstofnun vegna máls sem var til umfjöllunar í þætti Kveiks í gær um sölu Eimskips á skipunum Laxfossi og Goðafossi. 25. september 2020 12:13