Sjálfstæðisbarátta, magnþrungin sögustund og pólitísk togstreita Stefán Árni Pálsson skrifar 25. september 2020 13:57 Kvikmyndin RIFF er farin af stað. Alþjóðleg kvikmyndahátíð í Reykjavík, RIFF, var sett með pompi og prakt í gærkvöldi. Um helgina verða sýndar fjölbreyttar og áhugaverðar kvikmyndir úr flestum flokkum hátíðarinnar í Bíó Paradís og Norræna Húsinu. Frumraun leikstjórans Önnu Hildar Hildibrandsdóttur,Hatrið, verður frumsýnd í Bíó Paradís í kvöld og er uppselt á þá sýningu. Frumraun Stefaníu Thors, Húsmæðraskólinn, verður frumsýnd í Bíó Paradís á morgun. Aðrar tvær myndir sem hafa vakið athygli eru: The Fight For Greenland Kvikmynd um baráttu ungmenna fyrir sjálfstæði Grænlands í leikstjórn Kenneth Sorento. Í myndinni er velt upp hver sé framtíð Grænlands og hvort landið ætti að verða fullvalda ríki. Í myndinni er fylgt eftir fjórum ungum Grænlendingum sem nýta sér frjóar hugmyndir í baráttu sinni m.a. með rapptónlist. Myndin gefur einstaka innsýn í þá umræðu um sjálfstæði, tungumál og sjálfsmynd sem á sér stað í Grænlandi nútímans. Myndin er sýnd í Norræna Húsinu kl 18 í kvöld, 25. september. Nótt konunganna/Night Of the Kings Myndin kemur beint af kvikmyndahátíðinni í Feneyjum elstu og einni virtustu hátíð í heimi. Leikstjóri myndarinnar Philippe Lacote ólst upp í Abidjan á Fílabeinsströndinni þar sem myndin gerist en sögusvið hennar er hið alræmda La Maca fangelsi þar sem fangarnir ráða ríkjum. Í Nótt Konunganna segir frá ungum manni sem lendir í fangelsinu og er úthlutað hlutverki sögumanns. Samkvæmt reglum í La Maca mun hann ekki geta flúið örlög sín en reynir hvað hann getur með því að láta söguna endast til morguns. Mögnuð mynd sem fólk ætti ekki að láta fram hjá sér fara, sýnd í Bíó Paradís í kvöld,24. september kl 22. Miðasala fer fram á www.riff.is og í Bíó Paradís. RIFF Mest lesið „Algjörlega út úr kortinu fyrir íslenskan listamann“ Tónlist Síðasta vígið fallið: „Við erum búnir að ræða þetta í 22 ár“ Lífið Birti bónorðið í Bændablaðinu Lífið Guðlaugur Þór í klandri með klukkuna Lífið Áslaug Arna situr tíma hjá Hillary Clinton Lífið Tugmilljóna trúlofunarhringur ofurfyrirsætu vekur athygli Lífið Uppfyllti loksins loforð um ísbjörn í Reykjavík Lífið Óttar selur glæsiíbúð í Garðabæ Lífið Geislandi Vigdís og gat á skónum sem mátti ekki sjást Menning Uppselt á tónleika Laufeyjar og aukatónleikum bætt við Tónlist Fleiri fréttir Síðasta vígið fallið: „Við erum búnir að ræða þetta í 22 ár“ Óttar selur glæsiíbúð í Garðabæ Guðlaugur Þór í klandri með klukkuna Brynja og Lil Curly ástfangin í draumkenndu fríi Ragnhildur Steinunn snýr aftur á hvíta tjaldið Birti bónorðið í Bændablaðinu Svona verður Moulin Rouge í Borgarleikhúsinu Tugmilljóna trúlofunarhringur ofurfyrirsætu vekur athygli Uppfyllti loksins loforð um ísbjörn í Reykjavík Áslaug Arna situr tíma hjá Hillary Clinton „Eiginlega vandræðalega mikil áhrif“ Er í lagi að fróa sér yfir nektarmyndum af fyrrverandi? „Pabbi minn gaf okkur saman“ Litrík og ljúffeng búddaskál Unnsteinn Manuel og Ágústa selja hvíta miðbæjarperlu Ekki allt sem sýnist í Coldplay-skandalnum Umdeild mormónadrottning nýja piparjónkan Leifur Andri og Hugrún selja íbúðina í Garðabæ Á leið á heimsmeistaramót í drifti: „Íslendingarnir eru til, við getum þetta líka“ Endurheimti lífsgleðina við gerð ostabakkanna Ástrós Trausta, John Legend og Bæjarins Beztu í Kjós Afar ólíklegt að Ísland taki þátt í Eurovision verði Ísrael með Sunneva syrgir Bellu: „Ég mun alltaf sakna þín“ „Pabbi Rúríks“ lét sig ekki vanta Alveg sama þótt hann tapi mörgum milljónum „Þetta situr enn þá í mér í dag“ Jóhann Berg og Hólmfríður selja glæsihöllina á Arnarnesi Dóttir Arons Kristins og Láru komin með nafn Segist ekki dauður heldur „sprelllifandi“ Sonur Hersis og Rósu kominn með nafn Sjá meira
Alþjóðleg kvikmyndahátíð í Reykjavík, RIFF, var sett með pompi og prakt í gærkvöldi. Um helgina verða sýndar fjölbreyttar og áhugaverðar kvikmyndir úr flestum flokkum hátíðarinnar í Bíó Paradís og Norræna Húsinu. Frumraun leikstjórans Önnu Hildar Hildibrandsdóttur,Hatrið, verður frumsýnd í Bíó Paradís í kvöld og er uppselt á þá sýningu. Frumraun Stefaníu Thors, Húsmæðraskólinn, verður frumsýnd í Bíó Paradís á morgun. Aðrar tvær myndir sem hafa vakið athygli eru: The Fight For Greenland Kvikmynd um baráttu ungmenna fyrir sjálfstæði Grænlands í leikstjórn Kenneth Sorento. Í myndinni er velt upp hver sé framtíð Grænlands og hvort landið ætti að verða fullvalda ríki. Í myndinni er fylgt eftir fjórum ungum Grænlendingum sem nýta sér frjóar hugmyndir í baráttu sinni m.a. með rapptónlist. Myndin gefur einstaka innsýn í þá umræðu um sjálfstæði, tungumál og sjálfsmynd sem á sér stað í Grænlandi nútímans. Myndin er sýnd í Norræna Húsinu kl 18 í kvöld, 25. september. Nótt konunganna/Night Of the Kings Myndin kemur beint af kvikmyndahátíðinni í Feneyjum elstu og einni virtustu hátíð í heimi. Leikstjóri myndarinnar Philippe Lacote ólst upp í Abidjan á Fílabeinsströndinni þar sem myndin gerist en sögusvið hennar er hið alræmda La Maca fangelsi þar sem fangarnir ráða ríkjum. Í Nótt Konunganna segir frá ungum manni sem lendir í fangelsinu og er úthlutað hlutverki sögumanns. Samkvæmt reglum í La Maca mun hann ekki geta flúið örlög sín en reynir hvað hann getur með því að láta söguna endast til morguns. Mögnuð mynd sem fólk ætti ekki að láta fram hjá sér fara, sýnd í Bíó Paradís í kvöld,24. september kl 22. Miðasala fer fram á www.riff.is og í Bíó Paradís.
RIFF Mest lesið „Algjörlega út úr kortinu fyrir íslenskan listamann“ Tónlist Síðasta vígið fallið: „Við erum búnir að ræða þetta í 22 ár“ Lífið Birti bónorðið í Bændablaðinu Lífið Guðlaugur Þór í klandri með klukkuna Lífið Áslaug Arna situr tíma hjá Hillary Clinton Lífið Tugmilljóna trúlofunarhringur ofurfyrirsætu vekur athygli Lífið Uppfyllti loksins loforð um ísbjörn í Reykjavík Lífið Óttar selur glæsiíbúð í Garðabæ Lífið Geislandi Vigdís og gat á skónum sem mátti ekki sjást Menning Uppselt á tónleika Laufeyjar og aukatónleikum bætt við Tónlist Fleiri fréttir Síðasta vígið fallið: „Við erum búnir að ræða þetta í 22 ár“ Óttar selur glæsiíbúð í Garðabæ Guðlaugur Þór í klandri með klukkuna Brynja og Lil Curly ástfangin í draumkenndu fríi Ragnhildur Steinunn snýr aftur á hvíta tjaldið Birti bónorðið í Bændablaðinu Svona verður Moulin Rouge í Borgarleikhúsinu Tugmilljóna trúlofunarhringur ofurfyrirsætu vekur athygli Uppfyllti loksins loforð um ísbjörn í Reykjavík Áslaug Arna situr tíma hjá Hillary Clinton „Eiginlega vandræðalega mikil áhrif“ Er í lagi að fróa sér yfir nektarmyndum af fyrrverandi? „Pabbi minn gaf okkur saman“ Litrík og ljúffeng búddaskál Unnsteinn Manuel og Ágústa selja hvíta miðbæjarperlu Ekki allt sem sýnist í Coldplay-skandalnum Umdeild mormónadrottning nýja piparjónkan Leifur Andri og Hugrún selja íbúðina í Garðabæ Á leið á heimsmeistaramót í drifti: „Íslendingarnir eru til, við getum þetta líka“ Endurheimti lífsgleðina við gerð ostabakkanna Ástrós Trausta, John Legend og Bæjarins Beztu í Kjós Afar ólíklegt að Ísland taki þátt í Eurovision verði Ísrael með Sunneva syrgir Bellu: „Ég mun alltaf sakna þín“ „Pabbi Rúríks“ lét sig ekki vanta Alveg sama þótt hann tapi mörgum milljónum „Þetta situr enn þá í mér í dag“ Jóhann Berg og Hólmfríður selja glæsihöllina á Arnarnesi Dóttir Arons Kristins og Láru komin með nafn Segist ekki dauður heldur „sprelllifandi“ Sonur Hersis og Rósu kominn með nafn Sjá meira