Katrín og Svandís glaðar fyrir hönd egypsku fjölskyldunnar Tryggvi Páll Tryggvason og Birgir Olgeirsson skrifa 25. september 2020 14:26 Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra og Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra segjast báðar hafa glaðst fyrir hönd Khedr-fjölskyldunnar eftir að henni var veitt hæli af mannúðarástæðum hér á landi í gær. Svandís var spurð út í það að loknum ríkisstjórnarfundi í dag hvernig hún hafi brugðist við tíðindunum þegar þau bárust í gær. Líkt og sjá má í myndbandinu hér að neðan var svar hennar stutt og laggott: Ég samgladdist þeim Katrín fékk sömu spurningu að loknum ríkisstjórnarfundi og var svar hennar af svipuðum toga og svar Svandísar. „Ég gladdist fyrir þeirra hönd,“ sagði Katrín sem sagðist einnig ekki hafa neitt neinum þrýstingi á kerfið í þessu máli. Ákvörðun kærunefndar útlendingamála um að veita Khedr-fjölskyldunni egypsku dvalarleyfi hér á landi er byggð á því að of langur tími hafi liðið frá því að sótt var um alþjóðlega vernd þar til endanleg niðurstaða lá fyrir í málinu. Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra sagði að loknum ríkisstjórnarfundi í dag að honum sýndist sem svo að mikil þörf væri á því að endurskoða allt regluverk þessa málaflokks, kerfið hafi brugðist þar sem málsmeðferð væri ekki gegnsæ, skiljanleg né byggi hún á skýrum reglum. Spurð út í þessi orð Bjarna sagði Katrín að kerfið sem um ræddi væri byggt á lögum sem samþykkt hafi verið í mikilli þverpólitískri sátt árið 2016, mótatkvæðalaust fyrir atbeina fulltrúa allra flokka á þingi. Hins vegar væri það að skoða þyrfti kerfið með heildstæðum hætti til að tryggja að markmið laganna væru uppfyllt. „Það er mín skoðun að við þurfum að fara yfir framkvæmd laganna með heildstæðum hætti, skoða það hvað við getum gert betur þannig að við séum að uppfylla markmið laganna sem eru mannúð og skilvirkni í málefnum útlendinga.“ Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Brottvísun egypskrar fjölskyldu Hælisleitendur Tengdar fréttir Tíðindin komu Bjarna á óvart en Áslaug tjáir sig ekki um einstök mál Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir vildi ekki tjá sig um mál Khedr-fjölskyldunnar að loknum löngum ríkisstjórnarfundi í hádeginu. Fjölskyldunni var veitt hæli af mannúðarástæðum í gær eftir að hafa verið í felum í rúma viku hér á landi. 25. september 2020 13:24 Telja ekki hættu á ofsóknum en málsmeðferðartíminn varð of langur Ákvörðun kærunefndar útlendingamála um að veita Khedr-fjölskyldunni egypsku dvalarleyfi hér á landi er byggð á því að of langur tími hafi liðið frá því að sótt var um alþjóðlega vernd þar til endanleg niðurstaða lá fyrir í málinu. 24. september 2020 22:32 Egypska fjölskyldan fær dvalarleyfi Egypska Khedr fjölskyldan fékk rétt í þessu dvalarleyfi á grundvelli mannúðarsjónarmiða. 24. september 2020 18:54 Mest lesið Elduðu úti, óðu yfir vaktstjórann og fylltu matsalinn Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Tálbeitan var með einkabílstjóra og gisti á Edition Innlent „Ásakanir Jóns Gunnarssonar eru rangar“ Innlent Hátt í 400 kynlífsmyndböndum lekið í mögulegu samsæri Erlent Vill losna við tálma úr vegi sínum Erlent „Ásakanir Svandísar í minn garð eru lygi frá rótum“ Innlent Ekki púað á Snorra Innlent Ræddi við Pútín og varaði við stigmögnun Erlent Segir hafa verið njósnað um son hans Innlent Fleiri fréttir Bein útsending: Tekist á um samgöngur í Norðvesturkjördæmi Hafa tilkynnt E. coli veikindin til Sjóvá Ók á sjö kindur og drap þær Ekki púað á Snorra „Ásakanir Svandísar í minn garð eru lygi frá rótum“ „Ásakanir Jóns Gunnarssonar eru rangar“ Elduðu úti, óðu yfir vaktstjórann og fylltu matsalinn Nauðsynlegt að sameinast um aðgerðir í jafnréttismálum Tálbeita á Edition og vegklæðning flettist af í Öxnadal Bein útsending: Heimsþing kvenleiðtoga Settur forstjóri skipaður forstjóri Sautján sóttu um embætti skrifstofustjóra fjármála Pallborðið: Hvaða lausnir bjóða flokkarnir? Fimm prósent segja innflytjendamálin mikilvægust Verðlaunuð fyrir að berjast gegn slúðri Tveir af fimm telja hvalveiðar veikja stöðu Íslands í alþjóðlegum viðskiptum Ósammála því að skoðanakannanir séu ekki nákvæmar Óvenju margar bilanir í götulýsingu í Kópavogbæ Tálbeitan var með einkabílstjóra og gisti á Edition Segir hafa verið njósnað um son hans Myndaveisla: Grindvíkingar komu saman ári eftir rýmingu Björguðu villtum ferðamönnum í Fljótsdal „Dapurlegt að stjórnmálafólk loki augunum fyrir stöðunni“ „Erfiðir tímar iðulega undanfari betri tíma“ „Ég skildi ekki konuna eina eftir heima í þessum látum“ Þversagnakennt hve lítið sé talað loftslagsmál Sterkar systur á Selfossi keppa á heimsmeistaramóti Nýtt myndefni: Sparkað í blóðmerar á íslenskum sveitabæ Sparkað í blóðmerar og eitt ár frá rýmingu Grindavíkur Í sjálfheldu á eigin svölum Sjá meira
Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra og Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra segjast báðar hafa glaðst fyrir hönd Khedr-fjölskyldunnar eftir að henni var veitt hæli af mannúðarástæðum hér á landi í gær. Svandís var spurð út í það að loknum ríkisstjórnarfundi í dag hvernig hún hafi brugðist við tíðindunum þegar þau bárust í gær. Líkt og sjá má í myndbandinu hér að neðan var svar hennar stutt og laggott: Ég samgladdist þeim Katrín fékk sömu spurningu að loknum ríkisstjórnarfundi og var svar hennar af svipuðum toga og svar Svandísar. „Ég gladdist fyrir þeirra hönd,“ sagði Katrín sem sagðist einnig ekki hafa neitt neinum þrýstingi á kerfið í þessu máli. Ákvörðun kærunefndar útlendingamála um að veita Khedr-fjölskyldunni egypsku dvalarleyfi hér á landi er byggð á því að of langur tími hafi liðið frá því að sótt var um alþjóðlega vernd þar til endanleg niðurstaða lá fyrir í málinu. Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra sagði að loknum ríkisstjórnarfundi í dag að honum sýndist sem svo að mikil þörf væri á því að endurskoða allt regluverk þessa málaflokks, kerfið hafi brugðist þar sem málsmeðferð væri ekki gegnsæ, skiljanleg né byggi hún á skýrum reglum. Spurð út í þessi orð Bjarna sagði Katrín að kerfið sem um ræddi væri byggt á lögum sem samþykkt hafi verið í mikilli þverpólitískri sátt árið 2016, mótatkvæðalaust fyrir atbeina fulltrúa allra flokka á þingi. Hins vegar væri það að skoða þyrfti kerfið með heildstæðum hætti til að tryggja að markmið laganna væru uppfyllt. „Það er mín skoðun að við þurfum að fara yfir framkvæmd laganna með heildstæðum hætti, skoða það hvað við getum gert betur þannig að við séum að uppfylla markmið laganna sem eru mannúð og skilvirkni í málefnum útlendinga.“
Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Brottvísun egypskrar fjölskyldu Hælisleitendur Tengdar fréttir Tíðindin komu Bjarna á óvart en Áslaug tjáir sig ekki um einstök mál Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir vildi ekki tjá sig um mál Khedr-fjölskyldunnar að loknum löngum ríkisstjórnarfundi í hádeginu. Fjölskyldunni var veitt hæli af mannúðarástæðum í gær eftir að hafa verið í felum í rúma viku hér á landi. 25. september 2020 13:24 Telja ekki hættu á ofsóknum en málsmeðferðartíminn varð of langur Ákvörðun kærunefndar útlendingamála um að veita Khedr-fjölskyldunni egypsku dvalarleyfi hér á landi er byggð á því að of langur tími hafi liðið frá því að sótt var um alþjóðlega vernd þar til endanleg niðurstaða lá fyrir í málinu. 24. september 2020 22:32 Egypska fjölskyldan fær dvalarleyfi Egypska Khedr fjölskyldan fékk rétt í þessu dvalarleyfi á grundvelli mannúðarsjónarmiða. 24. september 2020 18:54 Mest lesið Elduðu úti, óðu yfir vaktstjórann og fylltu matsalinn Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Tálbeitan var með einkabílstjóra og gisti á Edition Innlent „Ásakanir Jóns Gunnarssonar eru rangar“ Innlent Hátt í 400 kynlífsmyndböndum lekið í mögulegu samsæri Erlent Vill losna við tálma úr vegi sínum Erlent „Ásakanir Svandísar í minn garð eru lygi frá rótum“ Innlent Ekki púað á Snorra Innlent Ræddi við Pútín og varaði við stigmögnun Erlent Segir hafa verið njósnað um son hans Innlent Fleiri fréttir Bein útsending: Tekist á um samgöngur í Norðvesturkjördæmi Hafa tilkynnt E. coli veikindin til Sjóvá Ók á sjö kindur og drap þær Ekki púað á Snorra „Ásakanir Svandísar í minn garð eru lygi frá rótum“ „Ásakanir Jóns Gunnarssonar eru rangar“ Elduðu úti, óðu yfir vaktstjórann og fylltu matsalinn Nauðsynlegt að sameinast um aðgerðir í jafnréttismálum Tálbeita á Edition og vegklæðning flettist af í Öxnadal Bein útsending: Heimsþing kvenleiðtoga Settur forstjóri skipaður forstjóri Sautján sóttu um embætti skrifstofustjóra fjármála Pallborðið: Hvaða lausnir bjóða flokkarnir? Fimm prósent segja innflytjendamálin mikilvægust Verðlaunuð fyrir að berjast gegn slúðri Tveir af fimm telja hvalveiðar veikja stöðu Íslands í alþjóðlegum viðskiptum Ósammála því að skoðanakannanir séu ekki nákvæmar Óvenju margar bilanir í götulýsingu í Kópavogbæ Tálbeitan var með einkabílstjóra og gisti á Edition Segir hafa verið njósnað um son hans Myndaveisla: Grindvíkingar komu saman ári eftir rýmingu Björguðu villtum ferðamönnum í Fljótsdal „Dapurlegt að stjórnmálafólk loki augunum fyrir stöðunni“ „Erfiðir tímar iðulega undanfari betri tíma“ „Ég skildi ekki konuna eina eftir heima í þessum látum“ Þversagnakennt hve lítið sé talað loftslagsmál Sterkar systur á Selfossi keppa á heimsmeistaramóti Nýtt myndefni: Sparkað í blóðmerar á íslenskum sveitabæ Sparkað í blóðmerar og eitt ár frá rýmingu Grindavíkur Í sjálfheldu á eigin svölum Sjá meira
Tíðindin komu Bjarna á óvart en Áslaug tjáir sig ekki um einstök mál Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir vildi ekki tjá sig um mál Khedr-fjölskyldunnar að loknum löngum ríkisstjórnarfundi í hádeginu. Fjölskyldunni var veitt hæli af mannúðarástæðum í gær eftir að hafa verið í felum í rúma viku hér á landi. 25. september 2020 13:24
Telja ekki hættu á ofsóknum en málsmeðferðartíminn varð of langur Ákvörðun kærunefndar útlendingamála um að veita Khedr-fjölskyldunni egypsku dvalarleyfi hér á landi er byggð á því að of langur tími hafi liðið frá því að sótt var um alþjóðlega vernd þar til endanleg niðurstaða lá fyrir í málinu. 24. september 2020 22:32
Egypska fjölskyldan fær dvalarleyfi Egypska Khedr fjölskyldan fékk rétt í þessu dvalarleyfi á grundvelli mannúðarsjónarmiða. 24. september 2020 18:54