Fólk verði að átta sig á því að „við erum öll í sama bátnum“ Kristín Ólafsdóttir og Birgir Olgeirsson skrifa 25. september 2020 14:40 Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra. Vísir/vilhelm Fjármálaráðherra segir að staðan sem upp er komin á vinnumarkaði hafi verið „krampakennd“ síðustu daga. Nú skipti öllu máli að allir taki höndum saman til að koma efnahagnum upp úr lægðinni sem myndast hefur í faraldri kórónuveiru. Forsætisráðherra segir áhyggjuefni ef átök á vinnumarkaði bætist ofan á allt annað. Samtök atvinnulífsins og Alþýðusamband Íslands greinir nú á um hvort að forsendur lífskjarasamninganna séu brostnar eða ekki. SA líta svo á að forsendurnar hafi ekki haldið í ljósi þeirrar kreppu sem kórónuveirufaraldurinn hefur valdið. Því þurfi samningsaðilar að bregðast við. ASÍ telur aftur á móti að forsendurnar hafi haldið. SA mun því boða til allsherjaratkvæðagreiðslu á meðal aðildarfyrirtækja sinna um afstöðu þeirra til uppsagnar kjarasamninganna, sem taki þá gildi þann 1. október. Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra sagði í samtali við fréttastofu fyrir utan ráðherrabústaðinn í dag að enn ætti eftir að koma í ljós hvenær hún myndi funda með aðilum vinnumarkaðarins. „Það er ekkert launungamál að í þeirri stöðu sem íslenskt samfélag er í núna, þar sem við erum stödd í miðjum heimsfaraldri og mjög djúpri efnahagslægð, þá er auðvitað mikið áhyggjuefni ef ofan á það bætast átök á vinnumarkaði,“ sagði Katrín. Enn eigi eftir að koma í ljós hverju þessi fundahöld skili. Eðlilegt væri að stjórnvöld fundi með verkalýðshreyfingunni og atvinnurekendum. „Til þess að fara yfir þessa stöðu og hvað er hægt að gera til að koma í veg fyrir átök á vinnumarkaði hér á komandi vetri.“ Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra sagðist ekki svo viss um að það væri svo augljóst hvað stjórnvöld gætu gert til að höggva á hnútinn sem nú hefur myndast á vinnumarkaði. Sameiginlegt átak allra hlutaðeigandi væri nauðsynlegt. „Það sem skiptir máli hér er að fólk átti sig á því að við erum öll í sama bátnum. Við erum öll að eiga við þessar aðstæður sem hafa skapast hér. Við erum í efnahagslegri lægð og þurfum að finna viðspyrnu til að spyrna okkur upp af botni þessarar lægðar. Þar getur samhent átak skipt mjög miku máli en það byrjar á því að menn lýsi yfir skilningi á aðstæðum og vilja til að taka á stöðunni. Og það er sjálfsagt ýmislegt sem kæmi til greina ef menn eru í einhverju samstilltu átaki, það þurfa allir að leggja eitthvað af mörkum. En mér finnst þetta vera dálítið krampakennt fram á þessa daga,“ sagði Bjarni. Hann sagði jafnframt augljóst að efnahagslegar forsendur væru brostnar. Það væri hins vegar aðila vinnumarkaðarins að finna út úr því hvort einstaka samningsforsendur væru það einnig. Inntur eftir því hvort að frysta þyrfti launahækkanir til að halda uppi atvinnustigi, sem Bjarna er tíðrætt um, sagði hann að það þyrfti að skoða í víðara samhengi. Efnahagsmál Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Vinnumarkaður Kjaramál Tengdar fréttir Ábyrgð á vinnumarkaði og í lífeyrissjóðum Verkalýðshreyfingin hefur boðið frið á vinnumarkaði sem er það skynsamasta sem hægt er að gera í núverandi ástandi. 25. september 2020 14:31 Forsætisráðherra hyggst funda með aðilum vinnumarkaðarins Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra, hyggst funda með aðilum vinnumarkaðarins til þess að fara yfir stöðuna. 25. september 2020 08:49 SA telur forsendur kjarasamninga brostnar en ASÍ á öndverðum meiði Samtök atvinnulífsins telja forsendur kjarasamninga vera brostnar. Þetta kemur fram í færslu á vef SA. 24. september 2020 17:43 Mest lesið Tveggja vikna tvíburasystrum vísað úr landi Innlent Stímir óhrædd í gin ísraelska sjóhersins Innlent Söguðu gat á flugsafn til að stinga inn Boeing 757 Innlent Kom ráðherra á óvart að viðræðum hefði verið slitið Innlent Frelsisflotinn umkringdur og farþegar fluttir til Ísraels Erlent Hafði hvorki þekkingu né umboð til að tjá sig um fjármálin Innlent Telja sig hafa fundið skipið sem skaut drónunum Erlent Tálbeitan ákærð fyrir rangt brot Innlent Gæti stefnt í þungavigtarslag um varaformannsembættið Innlent Jane Goodall látin Erlent Fleiri fréttir Stímir óhrædd í gin ísraelska sjóhersins Kom ráðherra á óvart að viðræðum hefði verið slitið Söguðu gat á flugsafn til að stinga inn Boeing 757 Tveggja vikna tvíburasystrum vísað úr landi Gæti stefnt í þungavigtarslag um varaformannsembættið Atvinnuþátttaka innflytjenda meiri en Íslendinga en fjárhagsstaða verri Hafði hvorki þekkingu né umboð til að tjá sig um fjármálin Framsóknarflokkurinn mælist aftur inni Áttatíu starfsmenn í biðstöðu og HM-hópur Íslands Viðreisn býður fram undir eigin merkjum í Árborg Ekið á hjólreiðamann og hann fluttur á bráðamóttöku Val á þingflokksformanni bíður betri tíma Tvö vilja byggja Fossvogsbrú en bæði yfir áætluðum kostnaði Tálbeitan ákærð fyrir rangt brot Ekki sama manneskjan eftir hörmungarnar á Gasa Skorar á ríkisstjórnina að fjármagna íslenskunám Eggert Benedikt settur forstjóri Hafró Samtök „gamalla karla“ sem sumum finnst „kúl“ Rafmagnslaust á Dalvík, Hrísey og nágrenni Hætt við sameiningu HA og Háskólans á Bifröst Bjóða Grindvíkingum á seiglunámskeið Fimmtungur getur ekki keypt afmælisgjafir fyrir börnin sín Reyna að bjarga starfseminni á Möltu og slæmar fregnir af makrílveiðinni Bein útsending: Loftslagsdagurinn Bein útsending: Staða launafólks á Íslandi Létu sér andlát Hjörleifs í léttu rúmi liggja Konur og háskólamenntaðir líklegri til að vilja frekari aðgerðir gegn Ísrael Bein útsending: Heilbrigðistæknilausnir og -þjónusta Biskup Íslands heimsækir Úkraínu Vissu af auknum töfum en óraði ekki fyrir viðbrögðunum Sjá meira
Fjármálaráðherra segir að staðan sem upp er komin á vinnumarkaði hafi verið „krampakennd“ síðustu daga. Nú skipti öllu máli að allir taki höndum saman til að koma efnahagnum upp úr lægðinni sem myndast hefur í faraldri kórónuveiru. Forsætisráðherra segir áhyggjuefni ef átök á vinnumarkaði bætist ofan á allt annað. Samtök atvinnulífsins og Alþýðusamband Íslands greinir nú á um hvort að forsendur lífskjarasamninganna séu brostnar eða ekki. SA líta svo á að forsendurnar hafi ekki haldið í ljósi þeirrar kreppu sem kórónuveirufaraldurinn hefur valdið. Því þurfi samningsaðilar að bregðast við. ASÍ telur aftur á móti að forsendurnar hafi haldið. SA mun því boða til allsherjaratkvæðagreiðslu á meðal aðildarfyrirtækja sinna um afstöðu þeirra til uppsagnar kjarasamninganna, sem taki þá gildi þann 1. október. Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra sagði í samtali við fréttastofu fyrir utan ráðherrabústaðinn í dag að enn ætti eftir að koma í ljós hvenær hún myndi funda með aðilum vinnumarkaðarins. „Það er ekkert launungamál að í þeirri stöðu sem íslenskt samfélag er í núna, þar sem við erum stödd í miðjum heimsfaraldri og mjög djúpri efnahagslægð, þá er auðvitað mikið áhyggjuefni ef ofan á það bætast átök á vinnumarkaði,“ sagði Katrín. Enn eigi eftir að koma í ljós hverju þessi fundahöld skili. Eðlilegt væri að stjórnvöld fundi með verkalýðshreyfingunni og atvinnurekendum. „Til þess að fara yfir þessa stöðu og hvað er hægt að gera til að koma í veg fyrir átök á vinnumarkaði hér á komandi vetri.“ Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra sagðist ekki svo viss um að það væri svo augljóst hvað stjórnvöld gætu gert til að höggva á hnútinn sem nú hefur myndast á vinnumarkaði. Sameiginlegt átak allra hlutaðeigandi væri nauðsynlegt. „Það sem skiptir máli hér er að fólk átti sig á því að við erum öll í sama bátnum. Við erum öll að eiga við þessar aðstæður sem hafa skapast hér. Við erum í efnahagslegri lægð og þurfum að finna viðspyrnu til að spyrna okkur upp af botni þessarar lægðar. Þar getur samhent átak skipt mjög miku máli en það byrjar á því að menn lýsi yfir skilningi á aðstæðum og vilja til að taka á stöðunni. Og það er sjálfsagt ýmislegt sem kæmi til greina ef menn eru í einhverju samstilltu átaki, það þurfa allir að leggja eitthvað af mörkum. En mér finnst þetta vera dálítið krampakennt fram á þessa daga,“ sagði Bjarni. Hann sagði jafnframt augljóst að efnahagslegar forsendur væru brostnar. Það væri hins vegar aðila vinnumarkaðarins að finna út úr því hvort einstaka samningsforsendur væru það einnig. Inntur eftir því hvort að frysta þyrfti launahækkanir til að halda uppi atvinnustigi, sem Bjarna er tíðrætt um, sagði hann að það þyrfti að skoða í víðara samhengi.
Efnahagsmál Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Vinnumarkaður Kjaramál Tengdar fréttir Ábyrgð á vinnumarkaði og í lífeyrissjóðum Verkalýðshreyfingin hefur boðið frið á vinnumarkaði sem er það skynsamasta sem hægt er að gera í núverandi ástandi. 25. september 2020 14:31 Forsætisráðherra hyggst funda með aðilum vinnumarkaðarins Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra, hyggst funda með aðilum vinnumarkaðarins til þess að fara yfir stöðuna. 25. september 2020 08:49 SA telur forsendur kjarasamninga brostnar en ASÍ á öndverðum meiði Samtök atvinnulífsins telja forsendur kjarasamninga vera brostnar. Þetta kemur fram í færslu á vef SA. 24. september 2020 17:43 Mest lesið Tveggja vikna tvíburasystrum vísað úr landi Innlent Stímir óhrædd í gin ísraelska sjóhersins Innlent Söguðu gat á flugsafn til að stinga inn Boeing 757 Innlent Kom ráðherra á óvart að viðræðum hefði verið slitið Innlent Frelsisflotinn umkringdur og farþegar fluttir til Ísraels Erlent Hafði hvorki þekkingu né umboð til að tjá sig um fjármálin Innlent Telja sig hafa fundið skipið sem skaut drónunum Erlent Tálbeitan ákærð fyrir rangt brot Innlent Gæti stefnt í þungavigtarslag um varaformannsembættið Innlent Jane Goodall látin Erlent Fleiri fréttir Stímir óhrædd í gin ísraelska sjóhersins Kom ráðherra á óvart að viðræðum hefði verið slitið Söguðu gat á flugsafn til að stinga inn Boeing 757 Tveggja vikna tvíburasystrum vísað úr landi Gæti stefnt í þungavigtarslag um varaformannsembættið Atvinnuþátttaka innflytjenda meiri en Íslendinga en fjárhagsstaða verri Hafði hvorki þekkingu né umboð til að tjá sig um fjármálin Framsóknarflokkurinn mælist aftur inni Áttatíu starfsmenn í biðstöðu og HM-hópur Íslands Viðreisn býður fram undir eigin merkjum í Árborg Ekið á hjólreiðamann og hann fluttur á bráðamóttöku Val á þingflokksformanni bíður betri tíma Tvö vilja byggja Fossvogsbrú en bæði yfir áætluðum kostnaði Tálbeitan ákærð fyrir rangt brot Ekki sama manneskjan eftir hörmungarnar á Gasa Skorar á ríkisstjórnina að fjármagna íslenskunám Eggert Benedikt settur forstjóri Hafró Samtök „gamalla karla“ sem sumum finnst „kúl“ Rafmagnslaust á Dalvík, Hrísey og nágrenni Hætt við sameiningu HA og Háskólans á Bifröst Bjóða Grindvíkingum á seiglunámskeið Fimmtungur getur ekki keypt afmælisgjafir fyrir börnin sín Reyna að bjarga starfseminni á Möltu og slæmar fregnir af makrílveiðinni Bein útsending: Loftslagsdagurinn Bein útsending: Staða launafólks á Íslandi Létu sér andlát Hjörleifs í léttu rúmi liggja Konur og háskólamenntaðir líklegri til að vilja frekari aðgerðir gegn Ísrael Bein útsending: Heilbrigðistæknilausnir og -þjónusta Biskup Íslands heimsækir Úkraínu Vissu af auknum töfum en óraði ekki fyrir viðbrögðunum Sjá meira
Ábyrgð á vinnumarkaði og í lífeyrissjóðum Verkalýðshreyfingin hefur boðið frið á vinnumarkaði sem er það skynsamasta sem hægt er að gera í núverandi ástandi. 25. september 2020 14:31
Forsætisráðherra hyggst funda með aðilum vinnumarkaðarins Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra, hyggst funda með aðilum vinnumarkaðarins til þess að fara yfir stöðuna. 25. september 2020 08:49
SA telur forsendur kjarasamninga brostnar en ASÍ á öndverðum meiði Samtök atvinnulífsins telja forsendur kjarasamninga vera brostnar. Þetta kemur fram í færslu á vef SA. 24. september 2020 17:43