„Nei Bjarni, við erum ekki öll í sama bátnum“ Jakob Bjarnar skrifar 25. september 2020 16:02 Þórhildur Sunna er ómyrk í máli um orð Bjarna: Bjarni sótti sér 115 þúsund króna launahækkun í vor og greip ekki tækifærið til þess „vera á sama báti“ og almenningur. visir/vilhelm Ummæli Bjarna Bendiktssonar fjármálaráðherra, þess efnis að við séum öll í sama bátnum gagnvart hinni efnahagslegu lægð, falla víða ekki í kramið. Jón Bjarni Steinsson veitingamaður, sem hefur mátt sæta því að veitingastaðir hans eru reknir við afar takmarkaðan opnunartíma, deilir frétt Vísis og segir einfaldlega: „Nei Bjarni... við erum ekki öll í sama bátnum“. Bjarni kallar eftir samhentu átaki Bjarni var í viðtali við fréttastofu og var þar spurður um stöðu mála í því sem snýr að samningum SA, undir forystu Halldórs Benjamíns Þorbergssonar, hafa farið þess á leit við Drífu Snædal og ASÍ að fyrirhuguðum launahækkunum, sem taka eiga gildi um næstu áramót, þeim verði frestað. Bjarni sýnir því sjónarmiði nokkurn skilning. Sameiginlegt átak allra sé nauðsyn. „Það sem skiptir máli hér er að fólk átti sig á því að við erum öll í sama bátnum. Við erum öll að eiga við þessar aðstæður sem hafa skapast hér. Við erum í efnahagslegri lægð og þurfum að finna viðspyrnu til að spyrna okkar upp af botni þessarar lægðar. Þar getur samhent átak skipt mjög miklu máli en það byrjar á því að menn lýsi yfir skilningi á aðstæðum og vilja til að taka á stöðunni,“ sagði Bjarni. Sjónarhorn Bjarna af snekkju sinni Viðbrögðin við orðum Bjarna láta ekki á sér standa. Ein þeirra sem gefur lítið fyrir þessa afstöðu fjármálaráðherra og formanns Sjálfstæðisflokksins er Þórhildur Sunna Ævarsdóttir Pírati. Hún birti harðorða örpistil þar um á Facebook-síðu sinni. „Bjarni sótti sér 115 þúsund króna launahækkun í vor og greip ekki tækifærið til þess „vera á sama báti“ og almenningur með því að frysta amk þessa launahækkun þegar við Píratar lögðum það til. Bjarni hefur auðvitað aldrei verið á sama báti og launafólk, en honum finnst kannski erfitt að sjá það frá snekkjunni sinni við Seychelles eyjar.“ Þórhildur vísar þarna óbeint til fréttar sem Vísir birti fyrir nokkru og vakti hún þá mikla athygli. Þingheimur samþykkti að þiggja launahækkanir til handa sín og æðstu embættismanna þrátt fyrir að þá lægi fyrir að erfiðir samningar voru fyrirliggjandi milli atvinnurekenda og verkalýðsfélaga. Samtök atvinnulífsins hefur gefið út sérstakt myndband, ávarp Halldórs Benjamíns, þar sem hann fer yfir stöðuna eins og hún horfir við honum. Hann segir allar forsendur brostnar. Á meðan benda aðrir á að hið opinbera rifi í engu seglin þegar kemur að hag þeirra sem þar starfa. Efnahagsmál Kjaramál Alþingi Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Tengdar fréttir Laun forstjóra Isavia hafa næstum því tvöfaldast á fjórum árum Frá því forstjórar opinberra hlutafélaga hættu að heyra undir valdsvið kjararáðs hafa laun þeirra að meðaltali hækkað um rúm tuttugu prósent. Laun nokkurra starfa hafa þó hækkað mikið meira en það. 24. september 2020 18:15 Mest lesið Þrír látnir í risaöldum á Tenerife Erlent Var komin á slæman stað og fór ekki úr húsi án fylgdar Innlent Aflýsa yfir þúsund flugferðum Erlent „Hann hlýtur að leggja allt kapp á Reykjavík“ Innlent Gestir Bylgjunnar fá að synda undir þessu þaki Erlent Getur ríkislögreglustjóri setið áfram? Innlent Fölsuð megrunarlyf líklega á leið til landsins Innlent Margir keypt fleiri en einn vegna fordómafullrar umræðu Innlent Brunaði af stað frá ölvunarpósti en var handtekinn við Hamraborg Innlent Nærri milljón rýmir vegna ofurfellibyls Erlent Fleiri fréttir Ákvörðun ráðherra megi ekki litast af almenningsáliti Húsæðis- og efnahagsmál brenna á ungu fólki „Hann hlýtur að leggja allt kapp á Reykjavík“ Margir keypt fleiri en einn vegna fordómafullrar umræðu Borgarstjórnarsigur lífsnauðsynlegur Sjálfstæðismönnum Brunaði af stað frá ölvunarpósti en var handtekinn við Hamraborg Var komin á slæman stað og fór ekki úr húsi án fylgdar Þriggja stiga skjálfti í Öskju Getur ríkislögreglustjóri setið áfram? Píratar kjósa formann í lok mánaðar Reyndi að flýja lögreglu en endaði uppi á kanti Engin ástæða til að breyta neinu Fölsuð megrunarlyf líklega á leið til landsins Óljóst hvað olli því að rútan hafnaði utan vegar Geta haft opið um helgar en algjör óvissa um húsnæðismálin Brosið fer ekki af Hrunamönnum Eldur bak við innstungu reyndist minni háttar Hætta á fölsuðum megrunarlyfjum og leitað í ræturnar Útkall á mesta forgangi vegna kajakræðara í vanda „Mikið svakalega hlakka ég til að hreinsa til í ráðhúsinu“ Í beinni: Skyndifundur Sjálfstæðismanna á Grand Hotel Alltaf hægt að gera betur á meðferðarheimilunum Menningarverðlaun Árborgar til hjóna á Eyrarbakka Seatrips gert að greiða hundrað milljónir vegna tjóns á flutningaskipi Óskiljanleg lánaviðmið og Grammy-tilnefning stórstjörnunnar Eldur í þúsund fermetra fjósi með skepnum inni Happdrætti Háskólans sýknað af tugmilljóna kröfu Catalinu Veittist fyrst að dyravörðum og svo að lögreglumönnum Fluttur á slysadeild eftir hópárás Grunaður um að aka undir áhrifum með börnin aftur í Sjá meira
Ummæli Bjarna Bendiktssonar fjármálaráðherra, þess efnis að við séum öll í sama bátnum gagnvart hinni efnahagslegu lægð, falla víða ekki í kramið. Jón Bjarni Steinsson veitingamaður, sem hefur mátt sæta því að veitingastaðir hans eru reknir við afar takmarkaðan opnunartíma, deilir frétt Vísis og segir einfaldlega: „Nei Bjarni... við erum ekki öll í sama bátnum“. Bjarni kallar eftir samhentu átaki Bjarni var í viðtali við fréttastofu og var þar spurður um stöðu mála í því sem snýr að samningum SA, undir forystu Halldórs Benjamíns Þorbergssonar, hafa farið þess á leit við Drífu Snædal og ASÍ að fyrirhuguðum launahækkunum, sem taka eiga gildi um næstu áramót, þeim verði frestað. Bjarni sýnir því sjónarmiði nokkurn skilning. Sameiginlegt átak allra sé nauðsyn. „Það sem skiptir máli hér er að fólk átti sig á því að við erum öll í sama bátnum. Við erum öll að eiga við þessar aðstæður sem hafa skapast hér. Við erum í efnahagslegri lægð og þurfum að finna viðspyrnu til að spyrna okkar upp af botni þessarar lægðar. Þar getur samhent átak skipt mjög miklu máli en það byrjar á því að menn lýsi yfir skilningi á aðstæðum og vilja til að taka á stöðunni,“ sagði Bjarni. Sjónarhorn Bjarna af snekkju sinni Viðbrögðin við orðum Bjarna láta ekki á sér standa. Ein þeirra sem gefur lítið fyrir þessa afstöðu fjármálaráðherra og formanns Sjálfstæðisflokksins er Þórhildur Sunna Ævarsdóttir Pírati. Hún birti harðorða örpistil þar um á Facebook-síðu sinni. „Bjarni sótti sér 115 þúsund króna launahækkun í vor og greip ekki tækifærið til þess „vera á sama báti“ og almenningur með því að frysta amk þessa launahækkun þegar við Píratar lögðum það til. Bjarni hefur auðvitað aldrei verið á sama báti og launafólk, en honum finnst kannski erfitt að sjá það frá snekkjunni sinni við Seychelles eyjar.“ Þórhildur vísar þarna óbeint til fréttar sem Vísir birti fyrir nokkru og vakti hún þá mikla athygli. Þingheimur samþykkti að þiggja launahækkanir til handa sín og æðstu embættismanna þrátt fyrir að þá lægi fyrir að erfiðir samningar voru fyrirliggjandi milli atvinnurekenda og verkalýðsfélaga. Samtök atvinnulífsins hefur gefið út sérstakt myndband, ávarp Halldórs Benjamíns, þar sem hann fer yfir stöðuna eins og hún horfir við honum. Hann segir allar forsendur brostnar. Á meðan benda aðrir á að hið opinbera rifi í engu seglin þegar kemur að hag þeirra sem þar starfa.
Efnahagsmál Kjaramál Alþingi Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Tengdar fréttir Laun forstjóra Isavia hafa næstum því tvöfaldast á fjórum árum Frá því forstjórar opinberra hlutafélaga hættu að heyra undir valdsvið kjararáðs hafa laun þeirra að meðaltali hækkað um rúm tuttugu prósent. Laun nokkurra starfa hafa þó hækkað mikið meira en það. 24. september 2020 18:15 Mest lesið Þrír látnir í risaöldum á Tenerife Erlent Var komin á slæman stað og fór ekki úr húsi án fylgdar Innlent Aflýsa yfir þúsund flugferðum Erlent „Hann hlýtur að leggja allt kapp á Reykjavík“ Innlent Gestir Bylgjunnar fá að synda undir þessu þaki Erlent Getur ríkislögreglustjóri setið áfram? Innlent Fölsuð megrunarlyf líklega á leið til landsins Innlent Margir keypt fleiri en einn vegna fordómafullrar umræðu Innlent Brunaði af stað frá ölvunarpósti en var handtekinn við Hamraborg Innlent Nærri milljón rýmir vegna ofurfellibyls Erlent Fleiri fréttir Ákvörðun ráðherra megi ekki litast af almenningsáliti Húsæðis- og efnahagsmál brenna á ungu fólki „Hann hlýtur að leggja allt kapp á Reykjavík“ Margir keypt fleiri en einn vegna fordómafullrar umræðu Borgarstjórnarsigur lífsnauðsynlegur Sjálfstæðismönnum Brunaði af stað frá ölvunarpósti en var handtekinn við Hamraborg Var komin á slæman stað og fór ekki úr húsi án fylgdar Þriggja stiga skjálfti í Öskju Getur ríkislögreglustjóri setið áfram? Píratar kjósa formann í lok mánaðar Reyndi að flýja lögreglu en endaði uppi á kanti Engin ástæða til að breyta neinu Fölsuð megrunarlyf líklega á leið til landsins Óljóst hvað olli því að rútan hafnaði utan vegar Geta haft opið um helgar en algjör óvissa um húsnæðismálin Brosið fer ekki af Hrunamönnum Eldur bak við innstungu reyndist minni háttar Hætta á fölsuðum megrunarlyfjum og leitað í ræturnar Útkall á mesta forgangi vegna kajakræðara í vanda „Mikið svakalega hlakka ég til að hreinsa til í ráðhúsinu“ Í beinni: Skyndifundur Sjálfstæðismanna á Grand Hotel Alltaf hægt að gera betur á meðferðarheimilunum Menningarverðlaun Árborgar til hjóna á Eyrarbakka Seatrips gert að greiða hundrað milljónir vegna tjóns á flutningaskipi Óskiljanleg lánaviðmið og Grammy-tilnefning stórstjörnunnar Eldur í þúsund fermetra fjósi með skepnum inni Happdrætti Háskólans sýknað af tugmilljóna kröfu Catalinu Veittist fyrst að dyravörðum og svo að lögreglumönnum Fluttur á slysadeild eftir hópárás Grunaður um að aka undir áhrifum með börnin aftur í Sjá meira
Laun forstjóra Isavia hafa næstum því tvöfaldast á fjórum árum Frá því forstjórar opinberra hlutafélaga hættu að heyra undir valdsvið kjararáðs hafa laun þeirra að meðaltali hækkað um rúm tuttugu prósent. Laun nokkurra starfa hafa þó hækkað mikið meira en það. 24. september 2020 18:15