Sjö handteknir vegna stunguárásanna í París Kjartan Kjartansson skrifar 26. september 2020 09:03 Lögreglumenn standa yfir kjötöxi sem talið er að árásarmaðurinn hafi notað. AP/Soufian Fezzani Lögreglan í París hefur handtekið sjö manns í tengslum við stunguárásir nærri fyrri skrifstofum skopritsins Charlie Hebdo í gær. Tvennt var sært í árásunum sem eru rannsakaðar sem hryðjuverk. Árásarmaðurinn sjálfur er talinn vera átján ára gamall piltur af pakistönskum ættum. Hann var handtekinn nærri vettvangi árásanna og er sagður hafa verið vopnaður kjötöxi eða sveðju. Gérald Darmanin, innanríkisráðherra Frakklands, segir að ungi maðurinn hafi verið í landinu í þrjú ár og ekki hafi verið vitað þess að hann hefði hneigst til öfgahyggju. Darmanin segir að árásinar hafi verið „klárlega hryðjuverk íslamista“. Lögreglan hefði vanmetið hryðjuverkahættuna á svæðinu þar sem skrifstofur Charlie Hebdo voru áður. Íslamskir hryðjuverkamenn drápu tólf manns á ritstjórnarskrifstofum blaðsins árið 2015. Skrifstofur þess eru nú á leynilegum stað. Sex manns til viðbótar voru handteknir og yfirheyrðir vegna árásanna, einn alsírskur ríkisborgari og fimm aðrir menn af pakistönskum uppruna. Þeir eru allir sagðir á fertugs- og þrítugsaldri. Þeir fimm síðarnefndu voru handteknir í íbúð í norðanverðri París þar sem talið er að árásarmaðurinn hafi búið, að sögn breska ríkisútvarpsins BBC. Reuters-fréttastofan segir að grunuðum vitorðsmanni hafi verið sleppt úr haldi án ákæru. Hann var handtekinn rétt eftir árásina vegna gruns um að hann tengdist árásarmanninum. Mikill viðbúnaður var í París eftir árásinar í gær. Grunur leikur á um að hryðjuverk íslamista hafi verið að ræða.AP/Thibault Camus Þau særðu eru sögð karl og kona sem vinna fyrir kvimyndaframleiðslufyrirtæki. Jean Castex, forsætisráðherra, sagði fréttamönnum í gær að þau væru ekki talin í lífshættu. Samstarfsfólk þeirra segir að þau hafi verið fyrir utan skrifstofur fyrirtækisins að reykja þegar maðurinn réðst á þau. Þau hafi bæði særst alvarlega. Árásarnir voru framdar á sama tíma og réttar er yfir fjórtán manns vegna morðanna á skrifstofum Charlie Hebdo. Blaðið ákvað að endurbirta umdeildar skopmyndir af Múhammeð spámanni sem gerðu ritstjórnina að skotspóni hryðjuverkamanna á sínum tíma. Hryðjuverkasamtökin al-Qaeda eru sögð hafa hótað blaðinu eftir að það birti myndirnar aftur. Árásin á skrifstofur Charlie Hebdo fyrir fimm árum voru upphafið að bylgju hryðjuverka íslamista í Frakklandi sem varð fleiri en 250 manns að bana. Frakkland Mest lesið „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Innlent Íbúar mótmæla og vilja börn frekar en byggingu í Gunnarsbrekku Innlent Bílvelta í Kömbunum Innlent Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Innlent Eygir vonarneista í fyrsta sinn í marga mánuði Innlent Lögregla kölluð til eftir að bremsuvírar voru klipptir á reiðhjólum barna Innlent Segir dregið úr veiðum á grundvelli „Walt Disneylíffræði“ Innlent Hleypur 110 kílómetra á dag til að setja heimsmet Lífið Brunarústirnar fjarlægðar tveimur árum eftir brunann Innlent Langflestir lögreglumenn á Suðurnesjum Innlent Fleiri fréttir Webb smellti af nýburamyndum Harðlega gagnrýndur af bæði Demókrötum og Repúblikönum Fundu ofgnótt ferskvatns undir sjávarbotninum í Atlantshafi Segir af sér sem ráðherra og varaformaður Verkamannaflokksins „Selir“ skutu óvopnaða borgara í leyniaðgerð í Norður-Kóreu Hertogaynjan af Kent er látin Konungssinninn Anutin Charnvirakul nýr forsætisráðherra Taílands Bretar, Kanadamenn, Suður-Kóreubúar og Þjóðverji meðal látinna í Lissabon Sér ekki tilgang í öryggistryggingum þar sem Rússum sé treystandi Skoða að banna trans fólki að eiga skotvopn Svíar saka Rússa um auknar truflanir í staðsetningarbúnaði Gekkst undir aðgerð vegna húðkrabbameins Kynnir stríðsmálaráðuneytið til leiks Gerðu loftárás á vinnusvæði danskra hjálparsamtaka Yfir tvö þúsund látnir eftir jarðskjálftann Segir 26 ríki vilja senda hermenn til Úkraínu Sá sem ók á skrúðgöngu Liverpool-manna lýsti yfir sakleysi Mátti ekki stöðva fjárveitingar til Harvard Tískugoðsögnin Giorgio Armani er fallin frá Búa sig undir komu hermanna og útsendara ICE Evrópuleiðtogar funda um öryggistryggingar fyrir Úkraínu Spinna samsæriskenningar vegna óvenjumargra andláta frambjóðenda Biðja hæstarétt um flýtimeðferð vegna tolla Höfundur Father Ted handtekinn fyrir að hvetja til ofbeldis gegn trans fólki Allir íbúar munu geta höfðað mál vegna þungunarrofslyfja Vinna að lista yfir vini og samstarfsmenn Epstein Mjótt á munum í Noregi og líkur á flókinni stjórnarmyndun Mótmæla hugmyndum um innlimun nær alls Vesturbakkans Þjóðarsorg lýst yfir í Portgúal Pútín og Xi ræddu ódauðleika í gegnum líffæragjöf Sjá meira
Lögreglan í París hefur handtekið sjö manns í tengslum við stunguárásir nærri fyrri skrifstofum skopritsins Charlie Hebdo í gær. Tvennt var sært í árásunum sem eru rannsakaðar sem hryðjuverk. Árásarmaðurinn sjálfur er talinn vera átján ára gamall piltur af pakistönskum ættum. Hann var handtekinn nærri vettvangi árásanna og er sagður hafa verið vopnaður kjötöxi eða sveðju. Gérald Darmanin, innanríkisráðherra Frakklands, segir að ungi maðurinn hafi verið í landinu í þrjú ár og ekki hafi verið vitað þess að hann hefði hneigst til öfgahyggju. Darmanin segir að árásinar hafi verið „klárlega hryðjuverk íslamista“. Lögreglan hefði vanmetið hryðjuverkahættuna á svæðinu þar sem skrifstofur Charlie Hebdo voru áður. Íslamskir hryðjuverkamenn drápu tólf manns á ritstjórnarskrifstofum blaðsins árið 2015. Skrifstofur þess eru nú á leynilegum stað. Sex manns til viðbótar voru handteknir og yfirheyrðir vegna árásanna, einn alsírskur ríkisborgari og fimm aðrir menn af pakistönskum uppruna. Þeir eru allir sagðir á fertugs- og þrítugsaldri. Þeir fimm síðarnefndu voru handteknir í íbúð í norðanverðri París þar sem talið er að árásarmaðurinn hafi búið, að sögn breska ríkisútvarpsins BBC. Reuters-fréttastofan segir að grunuðum vitorðsmanni hafi verið sleppt úr haldi án ákæru. Hann var handtekinn rétt eftir árásina vegna gruns um að hann tengdist árásarmanninum. Mikill viðbúnaður var í París eftir árásinar í gær. Grunur leikur á um að hryðjuverk íslamista hafi verið að ræða.AP/Thibault Camus Þau særðu eru sögð karl og kona sem vinna fyrir kvimyndaframleiðslufyrirtæki. Jean Castex, forsætisráðherra, sagði fréttamönnum í gær að þau væru ekki talin í lífshættu. Samstarfsfólk þeirra segir að þau hafi verið fyrir utan skrifstofur fyrirtækisins að reykja þegar maðurinn réðst á þau. Þau hafi bæði særst alvarlega. Árásarnir voru framdar á sama tíma og réttar er yfir fjórtán manns vegna morðanna á skrifstofum Charlie Hebdo. Blaðið ákvað að endurbirta umdeildar skopmyndir af Múhammeð spámanni sem gerðu ritstjórnina að skotspóni hryðjuverkamanna á sínum tíma. Hryðjuverkasamtökin al-Qaeda eru sögð hafa hótað blaðinu eftir að það birti myndirnar aftur. Árásin á skrifstofur Charlie Hebdo fyrir fimm árum voru upphafið að bylgju hryðjuverka íslamista í Frakklandi sem varð fleiri en 250 manns að bana.
Frakkland Mest lesið „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Innlent Íbúar mótmæla og vilja börn frekar en byggingu í Gunnarsbrekku Innlent Bílvelta í Kömbunum Innlent Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Innlent Eygir vonarneista í fyrsta sinn í marga mánuði Innlent Lögregla kölluð til eftir að bremsuvírar voru klipptir á reiðhjólum barna Innlent Segir dregið úr veiðum á grundvelli „Walt Disneylíffræði“ Innlent Hleypur 110 kílómetra á dag til að setja heimsmet Lífið Brunarústirnar fjarlægðar tveimur árum eftir brunann Innlent Langflestir lögreglumenn á Suðurnesjum Innlent Fleiri fréttir Webb smellti af nýburamyndum Harðlega gagnrýndur af bæði Demókrötum og Repúblikönum Fundu ofgnótt ferskvatns undir sjávarbotninum í Atlantshafi Segir af sér sem ráðherra og varaformaður Verkamannaflokksins „Selir“ skutu óvopnaða borgara í leyniaðgerð í Norður-Kóreu Hertogaynjan af Kent er látin Konungssinninn Anutin Charnvirakul nýr forsætisráðherra Taílands Bretar, Kanadamenn, Suður-Kóreubúar og Þjóðverji meðal látinna í Lissabon Sér ekki tilgang í öryggistryggingum þar sem Rússum sé treystandi Skoða að banna trans fólki að eiga skotvopn Svíar saka Rússa um auknar truflanir í staðsetningarbúnaði Gekkst undir aðgerð vegna húðkrabbameins Kynnir stríðsmálaráðuneytið til leiks Gerðu loftárás á vinnusvæði danskra hjálparsamtaka Yfir tvö þúsund látnir eftir jarðskjálftann Segir 26 ríki vilja senda hermenn til Úkraínu Sá sem ók á skrúðgöngu Liverpool-manna lýsti yfir sakleysi Mátti ekki stöðva fjárveitingar til Harvard Tískugoðsögnin Giorgio Armani er fallin frá Búa sig undir komu hermanna og útsendara ICE Evrópuleiðtogar funda um öryggistryggingar fyrir Úkraínu Spinna samsæriskenningar vegna óvenjumargra andláta frambjóðenda Biðja hæstarétt um flýtimeðferð vegna tolla Höfundur Father Ted handtekinn fyrir að hvetja til ofbeldis gegn trans fólki Allir íbúar munu geta höfðað mál vegna þungunarrofslyfja Vinna að lista yfir vini og samstarfsmenn Epstein Mjótt á munum í Noregi og líkur á flókinni stjórnarmyndun Mótmæla hugmyndum um innlimun nær alls Vesturbakkans Þjóðarsorg lýst yfir í Portgúal Pútín og Xi ræddu ódauðleika í gegnum líffæragjöf Sjá meira