Stefnuleysi stjórnvalda ýti undir frekari óvissu Sunna Karen Sigurþórsdóttir skrifar 26. september 2020 19:30 Flokksráðsfundur Miðflokksins var haldinn í gegnum fjarfundarbúnað í dag. Þar var lögð fram ályktun undir yfirskriftinni "Neyðaraðgerðir strax". Vísir/Vilhelm Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Miðflokksins, segir of mikla óvissu ríkja í efnahagsaðgerðum ríkisstjórnarinnar og gagnrýnir hana fyrir stefnuleysi. Hann vill að gripið verði til forvarna og kallar eftir neyðaraðgerðum. Flokksráðsfundur Miðflokksins var haldinn í dag. „Í efnahagsmálum stefnir núna í mjög erfitt haust og vetur og þá þurfa stjórnvöld að koma með skýrari stefnu og ráðast í fyrirbyggjandi aðgerðir ekki hvað síst. Ekki bara bíða eftir að bregðast við orðnum hlut heldur marka framtíðarsýn og stefnu og fylgja því eftir strax,“ segir Sigmundur. Óttast að atvinnuleysi geti farið upp úr öllu valdi Sigmundur segir eftirfylgni skorta í efnahagsaðgerðum stjórnvalda. „Aðgerðirnar hafa verið þess eðlis að það eru reglulega haldnir blaðamannafundir og sýndar flottar glærur en svo er eftirfylgnin hins vegar lakari. Til að mynda aðaltillagan og flaggskipstillaga ríkisstjórnarinnar í upphafi, brúarlánin svokölluðu, það varð ekkert úr því. Það hefur verið talað um 230 milljarða aðgerðir og svo kom voðalega lítið út úr því.“ Stjórnvöld verði að búa sig undir það sem gæti verið fram undan. „Ég óttast að í haust eða í vetur rætist þær spár sem við höfum í auknum mæli heyrt að undanförnu, hvort sem er frá Seðlabankanum, Samtökum atvinnulífsins eða Samtökum iðnaðarins, að atvinnuleysi geti farið hér upp í tölur sem við eigum ekki að venjast á Íslandi. Og það er náttúrulega hræðilegt, ekki bara fyrir hagkerfið heldur fyrir heimili landsins. Þannig að það þarf líka að búa sig undir það að það getur þurft að koma til móts við heimilin í auknum mæli,“ segir Sigmundur. Flokkurinn muni því leggja fram eigin tillögur til efnahagsaðgerða þegar þing kemur saman 1. október. „Við höfum talað fyrir því að það sé einföld og almenn aðgerð og í henni felist forvarnir, ekki bara viðbrögð við orðnum hlut heldur forvarnir líka. Til þess að atvinnuvegirnir sem verða fyrir mestum áhrifum af þessu geti þraukað í gegnum þetta ástand og verið í stakk búin til að nýta tækifærið þegar þau birtast aftur,“ segir hann og bætir við að of mikil óvissa ríki. „Mér finnst ríkja stefnuleysi og jafnvel að því marki að stjórnvöld séu farin að ýta undir óvissuna. Nú vitum við ekki alveg hvert markmiðið er í þessari baráttu og það er svona slegið í og úr. Óvissan er alltaf verst. Eins og til dæmis með lokun landamæra. Ef fyrirtæki í ferðaþjónustu, svo dæmi sé tekið, vissu að það væri stefnan til einhverrar framtíðar þá gætu þau aðlagað sig að því og þá getur ríkið líka brugðist við með viðeigandi hætti.“ Miðflokkurinn Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Efnahagsmál Alþingi Alþingiskosningar 2021 Mest lesið Vaktin: Robert Francis Prevost er nýr páfi Erlent Lá alblóðugur á gangstétt eftir að hafa komist undan árás æskuvinarins Innlent Hafi verið rangkynjuð oftar en hún geti talið og segir transfóbíu bitna á öllum Innlent Þungt hugsi og í áfalli Innlent Samþykktu Trump-samninginn einróma Erlent Vantraust á framkvæmdastjóra Félagsbústaða talið alvarlegt Innlent „Rotnir starfshættir og ríkisrekið ofbeldi gegn borgurunum“ Innlent Hafdís hafi bara umlað „hann reyndi að drepa mig“ Innlent Reyndi til hins síðasta að koma skikki á fjármál Vatíkansins Erlent Miklum meirihluta finnst auglýsingar SFS slæmar Innlent Fleiri fréttir Lá alblóðugur á gangstétt eftir að hafa komist undan árás æskuvinarins Þungt hugsi og í áfalli Telja Jón Þór hafa tryllst af afbrýðissemi Viðsnúningur eftir krappan dans Vantraust á framkvæmdastjóra Félagsbústaða talið alvarlegt Rúmir níu milljarðar runnið úr ríkissjóði til flokkanna Ólafur Þór undrandi og dómsmálaráðherra talar um svik við þjóðina Heilsa, vellíðan, friður, réttlæti og jöfnuður mikilvægustu markmiðin Svik við almenning, kerfið og samstarfsfólk Ein breyting á stjórn sem leggja á niður „Rotnir starfshættir og ríkisrekið ofbeldi gegn borgurunum“ Miklum meirihluta finnst auglýsingar SFS slæmar Hafdís hafi bara umlað „hann reyndi að drepa mig“ Annar snarpur skjálfti í Ljósufjallakerfi Hafi verið rangkynjuð oftar en hún geti talið og segir transfóbíu bitna á öllum „Þetta er mál sem varðar ekki einungis kaþólsku kirkjuna“ „Íslenskir bankar eru með belti, axlabönd, sikrisnælur og hjálma“ „Þetta er svona eitraður kokteill” Til skoðunar hvort hægt sé að innheimta leigu beint af tekjum Hefur áhyggjur af því að Amgen „gleypi Íslenska erfðagreiningu og spýti því út“ Efla eftirlit með áfengissölu á íþróttaleikjum Páfaspenna, drykkjulæti og umdeildur útburður „Hann var með háðslegt glott, þetta var svo lítið mál“ Skora á stjórnvöld að skoða áhrifin af hærra veiðigjaldi á Vestfirði Konan í gæsluvarðhaldi í mánuð til viðbótar Sagðir hafa stolið viðkvæmum rannsóknargögnum frá lögreglu og saksóknara Bein útsending: Staða ungs fatlaðs fólks á húsnæðis- og leigumarkaði Segist hafa tryllst þegar Hafdís hótaði forræðissviptingu Ekkert sem bendi til málþófs um veiðigjöld Þeir sem gangi inn sem páfaefni gangi út sem kardinálar Sjá meira
Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Miðflokksins, segir of mikla óvissu ríkja í efnahagsaðgerðum ríkisstjórnarinnar og gagnrýnir hana fyrir stefnuleysi. Hann vill að gripið verði til forvarna og kallar eftir neyðaraðgerðum. Flokksráðsfundur Miðflokksins var haldinn í dag. „Í efnahagsmálum stefnir núna í mjög erfitt haust og vetur og þá þurfa stjórnvöld að koma með skýrari stefnu og ráðast í fyrirbyggjandi aðgerðir ekki hvað síst. Ekki bara bíða eftir að bregðast við orðnum hlut heldur marka framtíðarsýn og stefnu og fylgja því eftir strax,“ segir Sigmundur. Óttast að atvinnuleysi geti farið upp úr öllu valdi Sigmundur segir eftirfylgni skorta í efnahagsaðgerðum stjórnvalda. „Aðgerðirnar hafa verið þess eðlis að það eru reglulega haldnir blaðamannafundir og sýndar flottar glærur en svo er eftirfylgnin hins vegar lakari. Til að mynda aðaltillagan og flaggskipstillaga ríkisstjórnarinnar í upphafi, brúarlánin svokölluðu, það varð ekkert úr því. Það hefur verið talað um 230 milljarða aðgerðir og svo kom voðalega lítið út úr því.“ Stjórnvöld verði að búa sig undir það sem gæti verið fram undan. „Ég óttast að í haust eða í vetur rætist þær spár sem við höfum í auknum mæli heyrt að undanförnu, hvort sem er frá Seðlabankanum, Samtökum atvinnulífsins eða Samtökum iðnaðarins, að atvinnuleysi geti farið hér upp í tölur sem við eigum ekki að venjast á Íslandi. Og það er náttúrulega hræðilegt, ekki bara fyrir hagkerfið heldur fyrir heimili landsins. Þannig að það þarf líka að búa sig undir það að það getur þurft að koma til móts við heimilin í auknum mæli,“ segir Sigmundur. Flokkurinn muni því leggja fram eigin tillögur til efnahagsaðgerða þegar þing kemur saman 1. október. „Við höfum talað fyrir því að það sé einföld og almenn aðgerð og í henni felist forvarnir, ekki bara viðbrögð við orðnum hlut heldur forvarnir líka. Til þess að atvinnuvegirnir sem verða fyrir mestum áhrifum af þessu geti þraukað í gegnum þetta ástand og verið í stakk búin til að nýta tækifærið þegar þau birtast aftur,“ segir hann og bætir við að of mikil óvissa ríki. „Mér finnst ríkja stefnuleysi og jafnvel að því marki að stjórnvöld séu farin að ýta undir óvissuna. Nú vitum við ekki alveg hvert markmiðið er í þessari baráttu og það er svona slegið í og úr. Óvissan er alltaf verst. Eins og til dæmis með lokun landamæra. Ef fyrirtæki í ferðaþjónustu, svo dæmi sé tekið, vissu að það væri stefnan til einhverrar framtíðar þá gætu þau aðlagað sig að því og þá getur ríkið líka brugðist við með viðeigandi hætti.“
Miðflokkurinn Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Efnahagsmál Alþingi Alþingiskosningar 2021 Mest lesið Vaktin: Robert Francis Prevost er nýr páfi Erlent Lá alblóðugur á gangstétt eftir að hafa komist undan árás æskuvinarins Innlent Hafi verið rangkynjuð oftar en hún geti talið og segir transfóbíu bitna á öllum Innlent Þungt hugsi og í áfalli Innlent Samþykktu Trump-samninginn einróma Erlent Vantraust á framkvæmdastjóra Félagsbústaða talið alvarlegt Innlent „Rotnir starfshættir og ríkisrekið ofbeldi gegn borgurunum“ Innlent Hafdís hafi bara umlað „hann reyndi að drepa mig“ Innlent Reyndi til hins síðasta að koma skikki á fjármál Vatíkansins Erlent Miklum meirihluta finnst auglýsingar SFS slæmar Innlent Fleiri fréttir Lá alblóðugur á gangstétt eftir að hafa komist undan árás æskuvinarins Þungt hugsi og í áfalli Telja Jón Þór hafa tryllst af afbrýðissemi Viðsnúningur eftir krappan dans Vantraust á framkvæmdastjóra Félagsbústaða talið alvarlegt Rúmir níu milljarðar runnið úr ríkissjóði til flokkanna Ólafur Þór undrandi og dómsmálaráðherra talar um svik við þjóðina Heilsa, vellíðan, friður, réttlæti og jöfnuður mikilvægustu markmiðin Svik við almenning, kerfið og samstarfsfólk Ein breyting á stjórn sem leggja á niður „Rotnir starfshættir og ríkisrekið ofbeldi gegn borgurunum“ Miklum meirihluta finnst auglýsingar SFS slæmar Hafdís hafi bara umlað „hann reyndi að drepa mig“ Annar snarpur skjálfti í Ljósufjallakerfi Hafi verið rangkynjuð oftar en hún geti talið og segir transfóbíu bitna á öllum „Þetta er mál sem varðar ekki einungis kaþólsku kirkjuna“ „Íslenskir bankar eru með belti, axlabönd, sikrisnælur og hjálma“ „Þetta er svona eitraður kokteill” Til skoðunar hvort hægt sé að innheimta leigu beint af tekjum Hefur áhyggjur af því að Amgen „gleypi Íslenska erfðagreiningu og spýti því út“ Efla eftirlit með áfengissölu á íþróttaleikjum Páfaspenna, drykkjulæti og umdeildur útburður „Hann var með háðslegt glott, þetta var svo lítið mál“ Skora á stjórnvöld að skoða áhrifin af hærra veiðigjaldi á Vestfirði Konan í gæsluvarðhaldi í mánuð til viðbótar Sagðir hafa stolið viðkvæmum rannsóknargögnum frá lögreglu og saksóknara Bein útsending: Staða ungs fatlaðs fólks á húsnæðis- og leigumarkaði Segist hafa tryllst þegar Hafdís hótaði forræðissviptingu Ekkert sem bendi til málþófs um veiðigjöld Þeir sem gangi inn sem páfaefni gangi út sem kardinálar Sjá meira