Afi greiðir móður afabarns bætur vegna ummæla á Facebook Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 26. september 2020 22:55 Héraðsdómur Reykjavíkur dæmdi á dögunum karlmann til að greiða móður barnabarns síns 250 þúsund krónur í miskabætur vegna ummæla sem hann lét um hana falla á Facebook. Vísir/Stefán Afi var á dögunum dæmdur til að greiða móður barnabarns síns 250 þúsund krónur í miskabætur fyrir að hafa birt um hana ærumeiðandi ummæli á Facebook. Hann skrifaði meðal annars um hana að hún ætti við geðræn vandamál að stríða, væri hættuleg börnum sínum og að hún væri ofbeldismanneskja. Ágreiningur hafði risið milli foreldra barnsins um umgengi barnsins og föður þess eftir að þau slitu samvistum. Fram kemur í dómi Héraðsdóms Reykjavíkur að átök hafi orðið í samskiptum afans og fjölskyldu móðurinnar og hafði atvikið komið til kasta lögreglu. Þá hafi atvik í aðdraganda ummælanna sem afinn skrifaði átt sér stað þar sem faðir barnsins hugðist fara með það í frí til útlanda ásamt afanum og fleirum úr fjölskyldu sinni. Daginn fyrir brottför hafi konan upplýst föður barnsins að hún heimilaði honum ekki að fara með barnið úr landi. Fjölskyldan fór í fríið án barnsins og segir afinn að móðirin hafi ítrekað komið í veg fyrir eða torveldað að barnið kæmist í frí erlendis með föðurfjölskyldu sinni. „Ég verð frá og með þessum degi svarinn óvinur þinn“ Þegar afinn frétti af því að móðirin hyggðist ekki leyfa barninu að fara í fríið með föður sínum og fjölskyldu hans sendi afinn móðurinni einkaskilaboð á Facebook þar sem hann sagði meðal annars að hún væri fyrirlitlegasta manneskja sem hann hefði kynnst og að hún ætti við geðræn vandamál að stríða. Þá sendi hann: „ég verð frá og með þessum degi svarinn óvinur þinn og mun gera þér allt til bölvunar sem hugsast getur.“ Innan við klukkustund síðar birti afinn færslu á Facebook þar sem hann sagði að alvarlegt mál hefði komið upp innan fjölskyldunnar. Ellefu ára barnabarn hans, sem búið hefði verið að skipuleggja ferð fyrir með fjölskyldu sinni, hefði verið kyrrsettur af móður sinni á grundvelli órökstuddra ásakana. „Móðirin á við geðræn vandamál að stríða og hefur í votta viðurvist fengið ofsa-reiðisköst sem gætu verið öðrum hættuleg, sérstaklega börnum. Þetta er sorglegt, en ég mun reyna að nýta þann tíma sem við getum haft til að létta þessum yndislega dreng lífið. Bölvun sé móðurinni sem lætur það bitna á syninum, þá að hún geti ekki staðið í lappirnar.“ Þá skrifaði hann einnig að hann óttaðist að „þessi brenglaða kona“ myndi valda syni sínum skaða, annað hvort með líkamlegu eða andlegu ofbeldi. Hún væri hættuleg börnum sínum og að „heiftin er slík að saklaust barn getur ekki varist.“ Facebook-síða afans telst sem opinber vettvangur Vegna þess að birting ummæla mannsins voru á Facebook, sem telst opinber vettvangur að því er segir í dómnum, er ekki talið skipta máli hvort ummælin voru sett fram sem stöðufærsla eða í athugasemdum á umræðuþræði tengdum slíkri færslu. Þá hafði móðirin greint frá því fyrir dómi að afinn eigi minnst 1000 vini á Facebook sem hafi getað séð ummælin. Fram kemur í niðurstöðu dómsins að ummælin sem hafi verið látin falla hafi verið um deilu foreldranna um forræði barnsins en ekki um þjóðfélagslegt málefni. Slík málefni eigi ekkert erindi í opinbera umræðu enda hafi hvorki móðirin né nokkur annar vakið máls á deilunum opinberlega eða um þær verið fjallað á annan hátt á opinberum vettvangi. Móðirin hafði krafist að afanum yrði gert að greiða henni 1,5 milljón í miskabætur og hafði hún einnig gert þá kröfu að afanum yrði gert að birta niðurstöður dómsins á Facebook síðu sinni. Þeirri kröfu var hafnað af Héraðsdómi og dæmdi hann svo að hluti ummælanna yrðu ómerkt og að afanum bæri að greiða móðurinni 250 þúsund krónur í miskabætur. Dómsmál Samfélagsmiðlar Facebook Mest lesið Bylgja Dís er látin Innlent Fjárlög 2026: Ríkisstjórnin sýnir á spilin fyrir næsta ár Innlent Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Erlent „Mjög miður að við séum komin á þennan stað“ Innlent Fjórar ungar vinkonur fórust í eldsvoða í Noregi Erlent Daður við drengi sem verður kynferðislegt og endar með hótun Innlent Sveppamorðinginn í lífstíðarfangelsi í Ástralíu Erlent Sex látnir í skotárás Palestínumanna í Jerúsalem Erlent Treystir á afdráttarlaus viðbrögð bandamanna við árás helgarinnar Erlent Fundu villuráfandi ferðamenn nærri skálanum í Landmannalaugum Innlent Fleiri fréttir Ólík sýn á nýja fjárlagafrumvarpið Bylgja Dís er látin Fundu villuráfandi ferðamenn nærri skálanum í Landmannalaugum „Allir vilja alltaf meira“ Reikna með fimmtán milljarða halla á næsta ári Daður við drengi sem verður kynferðislegt og endar með hótun Fjárlög 2026: Ríkisstjórnin sýnir á spilin fyrir næsta ár Bjargað af efri hæð eftir að eldur kom upp á jarðhæð í íbúðarhúsi Leitað að manni með öxi „Mjög miður að við séum komin á þennan stað“ Syrgja fallið kornabarn: „Það er ekkert plan, engin lausn“ Engin slys á fólki þegar hjólhýsi valt Syrgja fallið kornabarn og fyrsti þúsaldardýrlingurinn Einn fluttur á Landspítalann frá Fjallabaki Kröftug mótmæli brjóti ekki gegn málfrelsi Hringveginum lokað vegna umferðarslyss Þyrlan kölluð út á mesta forgangi Jákvæð gagnvart nýrri atvinnustefnu Frábær og vel heppnuð Ljósanótt Möguleg slit á fríverslunarsamningi við Ísrael tekin fyrir Skoða að rifta fríverslunarsamningi við Ísrael Labubu bangsar ekki lengur velkomnir í Ísaksskóla Fangageymslur fullar eftir erilsama nótt Aðgerðir vegna Gasa, málfrelsi á Íslandi og ný atvinnustefna Ákærðir vegna fölsuðu taflanna tuttugu þúsund „Vona bara að hún grípi til raunverulegra aðgerða sem bíta“ Korn ræktað á um fjögur þúsund hekturum Veltir fyrir sér hvort íslensk íþróttafélög verði af milljörðum Handtekinn undir áhrifum með tvö börn í bílnum Fjölmenn mótmæli og skortur á íslenskukunnáttu þrátt fyrir doktorsnám Sjá meira
Afi var á dögunum dæmdur til að greiða móður barnabarns síns 250 þúsund krónur í miskabætur fyrir að hafa birt um hana ærumeiðandi ummæli á Facebook. Hann skrifaði meðal annars um hana að hún ætti við geðræn vandamál að stríða, væri hættuleg börnum sínum og að hún væri ofbeldismanneskja. Ágreiningur hafði risið milli foreldra barnsins um umgengi barnsins og föður þess eftir að þau slitu samvistum. Fram kemur í dómi Héraðsdóms Reykjavíkur að átök hafi orðið í samskiptum afans og fjölskyldu móðurinnar og hafði atvikið komið til kasta lögreglu. Þá hafi atvik í aðdraganda ummælanna sem afinn skrifaði átt sér stað þar sem faðir barnsins hugðist fara með það í frí til útlanda ásamt afanum og fleirum úr fjölskyldu sinni. Daginn fyrir brottför hafi konan upplýst föður barnsins að hún heimilaði honum ekki að fara með barnið úr landi. Fjölskyldan fór í fríið án barnsins og segir afinn að móðirin hafi ítrekað komið í veg fyrir eða torveldað að barnið kæmist í frí erlendis með föðurfjölskyldu sinni. „Ég verð frá og með þessum degi svarinn óvinur þinn“ Þegar afinn frétti af því að móðirin hyggðist ekki leyfa barninu að fara í fríið með föður sínum og fjölskyldu hans sendi afinn móðurinni einkaskilaboð á Facebook þar sem hann sagði meðal annars að hún væri fyrirlitlegasta manneskja sem hann hefði kynnst og að hún ætti við geðræn vandamál að stríða. Þá sendi hann: „ég verð frá og með þessum degi svarinn óvinur þinn og mun gera þér allt til bölvunar sem hugsast getur.“ Innan við klukkustund síðar birti afinn færslu á Facebook þar sem hann sagði að alvarlegt mál hefði komið upp innan fjölskyldunnar. Ellefu ára barnabarn hans, sem búið hefði verið að skipuleggja ferð fyrir með fjölskyldu sinni, hefði verið kyrrsettur af móður sinni á grundvelli órökstuddra ásakana. „Móðirin á við geðræn vandamál að stríða og hefur í votta viðurvist fengið ofsa-reiðisköst sem gætu verið öðrum hættuleg, sérstaklega börnum. Þetta er sorglegt, en ég mun reyna að nýta þann tíma sem við getum haft til að létta þessum yndislega dreng lífið. Bölvun sé móðurinni sem lætur það bitna á syninum, þá að hún geti ekki staðið í lappirnar.“ Þá skrifaði hann einnig að hann óttaðist að „þessi brenglaða kona“ myndi valda syni sínum skaða, annað hvort með líkamlegu eða andlegu ofbeldi. Hún væri hættuleg börnum sínum og að „heiftin er slík að saklaust barn getur ekki varist.“ Facebook-síða afans telst sem opinber vettvangur Vegna þess að birting ummæla mannsins voru á Facebook, sem telst opinber vettvangur að því er segir í dómnum, er ekki talið skipta máli hvort ummælin voru sett fram sem stöðufærsla eða í athugasemdum á umræðuþræði tengdum slíkri færslu. Þá hafði móðirin greint frá því fyrir dómi að afinn eigi minnst 1000 vini á Facebook sem hafi getað séð ummælin. Fram kemur í niðurstöðu dómsins að ummælin sem hafi verið látin falla hafi verið um deilu foreldranna um forræði barnsins en ekki um þjóðfélagslegt málefni. Slík málefni eigi ekkert erindi í opinbera umræðu enda hafi hvorki móðirin né nokkur annar vakið máls á deilunum opinberlega eða um þær verið fjallað á annan hátt á opinberum vettvangi. Móðirin hafði krafist að afanum yrði gert að greiða henni 1,5 milljón í miskabætur og hafði hún einnig gert þá kröfu að afanum yrði gert að birta niðurstöður dómsins á Facebook síðu sinni. Þeirri kröfu var hafnað af Héraðsdómi og dæmdi hann svo að hluti ummælanna yrðu ómerkt og að afanum bæri að greiða móðurinni 250 þúsund krónur í miskabætur.
Dómsmál Samfélagsmiðlar Facebook Mest lesið Bylgja Dís er látin Innlent Fjárlög 2026: Ríkisstjórnin sýnir á spilin fyrir næsta ár Innlent Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Erlent „Mjög miður að við séum komin á þennan stað“ Innlent Fjórar ungar vinkonur fórust í eldsvoða í Noregi Erlent Daður við drengi sem verður kynferðislegt og endar með hótun Innlent Sveppamorðinginn í lífstíðarfangelsi í Ástralíu Erlent Sex látnir í skotárás Palestínumanna í Jerúsalem Erlent Treystir á afdráttarlaus viðbrögð bandamanna við árás helgarinnar Erlent Fundu villuráfandi ferðamenn nærri skálanum í Landmannalaugum Innlent Fleiri fréttir Ólík sýn á nýja fjárlagafrumvarpið Bylgja Dís er látin Fundu villuráfandi ferðamenn nærri skálanum í Landmannalaugum „Allir vilja alltaf meira“ Reikna með fimmtán milljarða halla á næsta ári Daður við drengi sem verður kynferðislegt og endar með hótun Fjárlög 2026: Ríkisstjórnin sýnir á spilin fyrir næsta ár Bjargað af efri hæð eftir að eldur kom upp á jarðhæð í íbúðarhúsi Leitað að manni með öxi „Mjög miður að við séum komin á þennan stað“ Syrgja fallið kornabarn: „Það er ekkert plan, engin lausn“ Engin slys á fólki þegar hjólhýsi valt Syrgja fallið kornabarn og fyrsti þúsaldardýrlingurinn Einn fluttur á Landspítalann frá Fjallabaki Kröftug mótmæli brjóti ekki gegn málfrelsi Hringveginum lokað vegna umferðarslyss Þyrlan kölluð út á mesta forgangi Jákvæð gagnvart nýrri atvinnustefnu Frábær og vel heppnuð Ljósanótt Möguleg slit á fríverslunarsamningi við Ísrael tekin fyrir Skoða að rifta fríverslunarsamningi við Ísrael Labubu bangsar ekki lengur velkomnir í Ísaksskóla Fangageymslur fullar eftir erilsama nótt Aðgerðir vegna Gasa, málfrelsi á Íslandi og ný atvinnustefna Ákærðir vegna fölsuðu taflanna tuttugu þúsund „Vona bara að hún grípi til raunverulegra aðgerða sem bíta“ Korn ræktað á um fjögur þúsund hekturum Veltir fyrir sér hvort íslensk íþróttafélög verði af milljörðum Handtekinn undir áhrifum með tvö börn í bílnum Fjölmenn mótmæli og skortur á íslenskukunnáttu þrátt fyrir doktorsnám Sjá meira