Hvenær ársins er best að fella aspir? Atli Ísleifsson skrifar 5. október 2020 07:01 Gurrý segir besta tímann, sé ætlunin að koma í veg fyrir rótarskot, vera á vorin og trén séu þá nýlaufguð. Getty Út frá plöntulífeðlisfræðinni þá er langbest að fella aspir á vorin, þegar þær eru nýlaufgaðar. Þetta segir garðyrkjufræðingurinn Guðríður Helgadóttir, betur þekkt sem Gurrý, aðspurð um hvenær ársins sé best að fella tré, líkt og aspir. Gurrý segir besta tímann, sé ætlunin að koma í veg fyrir rótarskot, vera á vorin og trén séu nýlaufguð. „Þá hefur plantan notað allan forðann sem hún safnaði í rótarkerfið yfir veturinn og hún notar þennan forða til að koma út laufblöðunum. Um leið og laufblöðin eru fullútsprungin þá byrjar hún að vinna í að stækka og safna forða fyrir næsta ár. Þannig að á þessum tímapunkti þá hefur plantan lítinn forða í rótunum og því kemur minna af rótarskotum.“ Þarf að hafa ólíka hluti í huga Gurrý segir að þó vilji það að sjálfsögðu gerast að menn hafi ekki tíma til að gera þetta á vorin – þetta verði að gerast strax. Ekki sé í raun neinn rangur tími til að fella trén og einungis þurfi að hafa ólíka hluti í huga eftir því hvenær það sé gert. „Garðyrkjumenn vilja til dæmis margir frekar gera þetta að vetrarlagi, þegar tréð er ólaufgað. Það sé auðveldara. Þá er minna af vatni í trénu og auðveldara að fást við það heldur en á vorin, þegar það er allt fullt af vatni, nýlaufgað.“ Getty Gurrý segir þó að ef sú leið sé farin – það er tréð fellt að vetrarlagi – þá verði líka að vera vakandi yfir sumartímann og fylgjast vel með rótarskotunum. „Um leið og þau koma upp þá þarf að fjarlægja þau þannig að þau hafi ekki tækifæri til að safna forða í rótarkerfinu.“ Garðyrkja Skógrækt og landgræðsla Mest lesið Komast ekki áfram nema þeir séu á skjánum Lífið Formleg spá og ítarleg greining á keppendum kvöldsins Lífið Tom Cruise stökk úr þyrlu með myndavél Íslendinga Bíó og sjónvarp „Mökkurinn var þéttur og við fórum í gegnum hann“ Lífið Egill í SuitUp keypti glæsiíbúð undir fasteignamati Lífið Vaktin: Komast Væb-bræður áfram? Lífið Íslendingarnir gleymdu mikilvægu hráefni á lokadeginum Lífið María Birta og Elli orðin tveggja barna foreldrar Lífið Sögulegt parhús í Hlíðunum Lífið Innlit í best skipulögðu íbúðina á Selfossi Lífið Fleiri fréttir Vaktin: Komast Væb-bræður áfram? Einar og Milla eiga von á dreng Egill í SuitUp keypti glæsiíbúð undir fasteignamati „Ég fæddist fyrir þessa stund“ Sögulegt parhús í Hlíðunum Íslendingarnir gleymdu mikilvægu hráefni á lokadeginum Komast ekki áfram nema þeir séu á skjánum María Birta og Elli orðin tveggja barna foreldrar Innlit í best skipulögðu íbúðina á Selfossi Fögur fljóð og töfrandi stund í Haukadal Formleg spá og ítarleg greining á keppendum kvöldsins „Mökkurinn var þéttur og við fórum í gegnum hann“ Pussy Riot og Páll Óskar troða upp til stuðnings flóttafólki Skrýtið að sjá mannfjöldann syngja með á íslensku Halla á hátíðarsýningu Attenborough Norðurljósin séu svalasta undur veraldar Arnar og Sara gáfu syninum nafn Atriðin sem Ísland vill ekki fá áfram Í kossaflensi á Beyoncé Ísrael sendir kvörtun til EBU Aðal gellur landsins saman í epískri hestaferð Stjörnulífið: Seiðandi ofurskvísur og mæðradagurinn Elskar fallega hælaskó og Prettyboitjokkó Fréttamaður í næstlélegasta flokknum en Væb stórstjörnur Næsta lag fjalli um hið íslenska gufubað „Ég varð stjörf af hræðslu“ Krakkatían: Reikistjörnur, regnbogar og kengúrur „Og ég varð snargeðveikur“ Fjölmenni á sjötíu ára afmæli Kópavogs Nýtt íslenskt hundaleikfang slær í gegn Sjá meira
Út frá plöntulífeðlisfræðinni þá er langbest að fella aspir á vorin, þegar þær eru nýlaufgaðar. Þetta segir garðyrkjufræðingurinn Guðríður Helgadóttir, betur þekkt sem Gurrý, aðspurð um hvenær ársins sé best að fella tré, líkt og aspir. Gurrý segir besta tímann, sé ætlunin að koma í veg fyrir rótarskot, vera á vorin og trén séu nýlaufguð. „Þá hefur plantan notað allan forðann sem hún safnaði í rótarkerfið yfir veturinn og hún notar þennan forða til að koma út laufblöðunum. Um leið og laufblöðin eru fullútsprungin þá byrjar hún að vinna í að stækka og safna forða fyrir næsta ár. Þannig að á þessum tímapunkti þá hefur plantan lítinn forða í rótunum og því kemur minna af rótarskotum.“ Þarf að hafa ólíka hluti í huga Gurrý segir að þó vilji það að sjálfsögðu gerast að menn hafi ekki tíma til að gera þetta á vorin – þetta verði að gerast strax. Ekki sé í raun neinn rangur tími til að fella trén og einungis þurfi að hafa ólíka hluti í huga eftir því hvenær það sé gert. „Garðyrkjumenn vilja til dæmis margir frekar gera þetta að vetrarlagi, þegar tréð er ólaufgað. Það sé auðveldara. Þá er minna af vatni í trénu og auðveldara að fást við það heldur en á vorin, þegar það er allt fullt af vatni, nýlaufgað.“ Getty Gurrý segir þó að ef sú leið sé farin – það er tréð fellt að vetrarlagi – þá verði líka að vera vakandi yfir sumartímann og fylgjast vel með rótarskotunum. „Um leið og þau koma upp þá þarf að fjarlægja þau þannig að þau hafi ekki tækifæri til að safna forða í rótarkerfinu.“
Garðyrkja Skógrækt og landgræðsla Mest lesið Komast ekki áfram nema þeir séu á skjánum Lífið Formleg spá og ítarleg greining á keppendum kvöldsins Lífið Tom Cruise stökk úr þyrlu með myndavél Íslendinga Bíó og sjónvarp „Mökkurinn var þéttur og við fórum í gegnum hann“ Lífið Egill í SuitUp keypti glæsiíbúð undir fasteignamati Lífið Vaktin: Komast Væb-bræður áfram? Lífið Íslendingarnir gleymdu mikilvægu hráefni á lokadeginum Lífið María Birta og Elli orðin tveggja barna foreldrar Lífið Sögulegt parhús í Hlíðunum Lífið Innlit í best skipulögðu íbúðina á Selfossi Lífið Fleiri fréttir Vaktin: Komast Væb-bræður áfram? Einar og Milla eiga von á dreng Egill í SuitUp keypti glæsiíbúð undir fasteignamati „Ég fæddist fyrir þessa stund“ Sögulegt parhús í Hlíðunum Íslendingarnir gleymdu mikilvægu hráefni á lokadeginum Komast ekki áfram nema þeir séu á skjánum María Birta og Elli orðin tveggja barna foreldrar Innlit í best skipulögðu íbúðina á Selfossi Fögur fljóð og töfrandi stund í Haukadal Formleg spá og ítarleg greining á keppendum kvöldsins „Mökkurinn var þéttur og við fórum í gegnum hann“ Pussy Riot og Páll Óskar troða upp til stuðnings flóttafólki Skrýtið að sjá mannfjöldann syngja með á íslensku Halla á hátíðarsýningu Attenborough Norðurljósin séu svalasta undur veraldar Arnar og Sara gáfu syninum nafn Atriðin sem Ísland vill ekki fá áfram Í kossaflensi á Beyoncé Ísrael sendir kvörtun til EBU Aðal gellur landsins saman í epískri hestaferð Stjörnulífið: Seiðandi ofurskvísur og mæðradagurinn Elskar fallega hælaskó og Prettyboitjokkó Fréttamaður í næstlélegasta flokknum en Væb stórstjörnur Næsta lag fjalli um hið íslenska gufubað „Ég varð stjörf af hræðslu“ Krakkatían: Reikistjörnur, regnbogar og kengúrur „Og ég varð snargeðveikur“ Fjölmenni á sjötíu ára afmæli Kópavogs Nýtt íslenskt hundaleikfang slær í gegn Sjá meira