Sara fær góða HM-kveðju á stórafmælinu Sindri Sverrisson skrifar 29. september 2020 14:00 Sara Björk Gunnarsdóttir jafnaði landsleikjamet Íslands í leiknum við Svíþjóð á dögunum. VÍSIR/VILHELM Sara Björk Gunnarsdóttir, landsliðsfyrirliði í fótbolta, fagnar þrítugsafmæli í dag og af því tilefni fær hún góða kveðju á Twitter-síðu heimsmeistaramóts FIFA. Með kveðjunni fylgir myndskeið af Söru í úrslitaleik Meistaradeildar Evrópu í sumar þar sem hún skoraði þriðja mark Lyon og innsiglaði 3-1 sigur liðsins á Wolfsburg, sínu gamla liði. This #UWCL final goal hero and prolific trophy-collector turns 30 today Join us in wishing @sarabjork18 a happy birthday #HBD | @OLfeminin | @footballiceland pic.twitter.com/ILeHPmmcwf— FIFA Women's World Cup (@FIFAWWC) September 29, 2020 Í kveðjunni er Söru lýst sem hetju úr úrslitaleiknum og hún sögð afkastamikill titlasafnari. Það eru orð að sönnu. Frá því að Sara fór í atvinnumennsku 2011 hefur hún fjórum sinnum orðið sænskur meistari og unnið sænska bikarinn einu sinni, unnið deild og bikar í Þýskalandi fjögur ár í röð, og svo franska bikarinn og Meistaradeild Evrópu í sumar, auk minni titla. Innilega til hamingju með stórafmælið captain @sarabjork18 pic.twitter.com/nnAkHbPtW4— Jón Þór Hauksson (@jonthor78) September 29, 2020 Sara, sem var kjörin íþróttamaður ársins á Íslandi árið 2018, náði sömuleiðis frábærum árangri sem landsliðskona fyrir 30 ára afmælisdaginn. Hún jafnaði fyrr í þessum mánuði landsleikjamet Katrínar Jónsdóttur með því að spila sinn 133. A-landsleik, og getur slegið metið í Gautaborg í næsta mánuði. Sara hefur þrisvar sinnum farið með Íslandi í lokakeppni EM og verið í byrjunarliðinu í öllum tíu leikjunum sem Ísland hefur spilað á stórmóti til þessa. Fótbolti Tímamót Tengdar fréttir Fröken áreiðanleg jafnaði metið | Einu sinni meidd og einu sinni með flensu Sara Björk jafnaði landsleikjametið í gær. Hún hefur varla misst af alvöru leik síðan hún var 16 ára gömul. 23. september 2020 14:01 Sara Björk segir að úrslitaleikur bíði í Gautaborg „Maður er hálf svekktur. Mér fannst við verðskulda þrjú stig og sigur,“ sagði Sara Björk Gunnarsdóttir, fyrirliði Íslands, eftir 1-1 jafnteflið gegn Svíþjóð í undankeppni EM. 22. september 2020 20:16 Einkunnir Íslands: Frábær fyrirliðaframmistaða hjá Söru og margar góðar Íslenska kvennalandsliðið í fótbolta gerði 1-1 jafntefli við það sænska í undankeppni EM í kvöld. 22. september 2020 20:16 Mest lesið Sjáðu brotið sem Blikar eru brjálaðir yfir Íslenski boltinn Sigurvegari Stokkhólms-maraþonsins látin aðeins þrítug Sport Svona var kynningarfundurinn fyrir Bónus-deildirnar í vetur Körfubolti Þorsteinn tók fram úr mörgum og varð fyrstur Íslendinga í mark á HM Sport Trump hikar ekki við að færa leiki á HM úr hættulegum borgum Fótbolti Svona hefst Ryder-bikarinn: „Viljum ná öflugri byrjun“ Golf Tindastóli og Njarðvík spáð toppnum í vetur Körfubolti Þora ekki að horfa á strákinn vegna fúkyrðaflaums Golf Arnar ekki áfram með Fylki Íslenski boltinn Látinn eftir höfuðhögg í leik Enski boltinn Fleiri fréttir Slæm byrjun Chelsea skilaði Bayern sigri Lofar æðislegum leik Palmer frá næstu þrjár vikurnar Flottustu mörkin hjá Newcastle og Arsenal: Snilld Bergkamps og þrumufleygur Tiotés Arnar ekki áfram með Fylki Þjálfari Daníels og Arnórs rekinn Man. Utd tryggir sér aftur táning frá S-Ameríku en fær hann ekki strax Trump hikar ekki við að færa leiki á HM úr hættulegum borgum Sjáðu Stjörnuna stöðva partýið, bombur Bergdísar og dramað í Dalnum „Erfitt að kveðja allt fólkið í Krikanum“ Busquets stígur niður af sviðinu Sjáðu mörkin: Sævar á skotskónum en Giroud með sigurmarkið Sjáðu brotið sem Blikar eru brjálaðir yfir Börsungar halda í við Madrídinga Uppgjörið: Þór/KA - Tindastóll 3-0 | Þægilegt hjá Þór/KA Villa vann loksins en Watkins rúinn sjálfstrausti Úr svartnætti í sólarljós „Mjög ljót meiðsli eftir slæma og óþarfa tæklingu“ Uppgjörið: Þróttur - Víkingur 3-2 | Dramatík í Dalnum Látinn eftir höfuðhögg í leik Uppgjörið: FH - Valur 1-1 | Allt jafnt og Blikar nær titli Spilaði fyrsta leikinn í tvö ár: „Er í gervigrasskóm og hef ekki snert gras síðan 2023“ Giroud tryggði sigurinn eftir mark Sævars Högg fyrir KR-inga í fallbaráttunni Uppgjörið: Breiðablik - Stjarnan 1-2 | Stjarnan vann sanngjarnt og titillinn bíður betri tíma Trump vill koma í veg fyrir að UEFA banni Ísrael Sérfræðingur ánægður með Frey sem vill íslenska geðveiki Hvenær fær Lammens sénsinn hjá Man. Utd? Mun skrifa undir nýjan fimm ára samning við Arsenal Dóttir auðkýfings orðin forseti félags 23 ára gömul Sjá meira
Sara Björk Gunnarsdóttir, landsliðsfyrirliði í fótbolta, fagnar þrítugsafmæli í dag og af því tilefni fær hún góða kveðju á Twitter-síðu heimsmeistaramóts FIFA. Með kveðjunni fylgir myndskeið af Söru í úrslitaleik Meistaradeildar Evrópu í sumar þar sem hún skoraði þriðja mark Lyon og innsiglaði 3-1 sigur liðsins á Wolfsburg, sínu gamla liði. This #UWCL final goal hero and prolific trophy-collector turns 30 today Join us in wishing @sarabjork18 a happy birthday #HBD | @OLfeminin | @footballiceland pic.twitter.com/ILeHPmmcwf— FIFA Women's World Cup (@FIFAWWC) September 29, 2020 Í kveðjunni er Söru lýst sem hetju úr úrslitaleiknum og hún sögð afkastamikill titlasafnari. Það eru orð að sönnu. Frá því að Sara fór í atvinnumennsku 2011 hefur hún fjórum sinnum orðið sænskur meistari og unnið sænska bikarinn einu sinni, unnið deild og bikar í Þýskalandi fjögur ár í röð, og svo franska bikarinn og Meistaradeild Evrópu í sumar, auk minni titla. Innilega til hamingju með stórafmælið captain @sarabjork18 pic.twitter.com/nnAkHbPtW4— Jón Þór Hauksson (@jonthor78) September 29, 2020 Sara, sem var kjörin íþróttamaður ársins á Íslandi árið 2018, náði sömuleiðis frábærum árangri sem landsliðskona fyrir 30 ára afmælisdaginn. Hún jafnaði fyrr í þessum mánuði landsleikjamet Katrínar Jónsdóttur með því að spila sinn 133. A-landsleik, og getur slegið metið í Gautaborg í næsta mánuði. Sara hefur þrisvar sinnum farið með Íslandi í lokakeppni EM og verið í byrjunarliðinu í öllum tíu leikjunum sem Ísland hefur spilað á stórmóti til þessa.
Fótbolti Tímamót Tengdar fréttir Fröken áreiðanleg jafnaði metið | Einu sinni meidd og einu sinni með flensu Sara Björk jafnaði landsleikjametið í gær. Hún hefur varla misst af alvöru leik síðan hún var 16 ára gömul. 23. september 2020 14:01 Sara Björk segir að úrslitaleikur bíði í Gautaborg „Maður er hálf svekktur. Mér fannst við verðskulda þrjú stig og sigur,“ sagði Sara Björk Gunnarsdóttir, fyrirliði Íslands, eftir 1-1 jafnteflið gegn Svíþjóð í undankeppni EM. 22. september 2020 20:16 Einkunnir Íslands: Frábær fyrirliðaframmistaða hjá Söru og margar góðar Íslenska kvennalandsliðið í fótbolta gerði 1-1 jafntefli við það sænska í undankeppni EM í kvöld. 22. september 2020 20:16 Mest lesið Sjáðu brotið sem Blikar eru brjálaðir yfir Íslenski boltinn Sigurvegari Stokkhólms-maraþonsins látin aðeins þrítug Sport Svona var kynningarfundurinn fyrir Bónus-deildirnar í vetur Körfubolti Þorsteinn tók fram úr mörgum og varð fyrstur Íslendinga í mark á HM Sport Trump hikar ekki við að færa leiki á HM úr hættulegum borgum Fótbolti Svona hefst Ryder-bikarinn: „Viljum ná öflugri byrjun“ Golf Tindastóli og Njarðvík spáð toppnum í vetur Körfubolti Þora ekki að horfa á strákinn vegna fúkyrðaflaums Golf Arnar ekki áfram með Fylki Íslenski boltinn Látinn eftir höfuðhögg í leik Enski boltinn Fleiri fréttir Slæm byrjun Chelsea skilaði Bayern sigri Lofar æðislegum leik Palmer frá næstu þrjár vikurnar Flottustu mörkin hjá Newcastle og Arsenal: Snilld Bergkamps og þrumufleygur Tiotés Arnar ekki áfram með Fylki Þjálfari Daníels og Arnórs rekinn Man. Utd tryggir sér aftur táning frá S-Ameríku en fær hann ekki strax Trump hikar ekki við að færa leiki á HM úr hættulegum borgum Sjáðu Stjörnuna stöðva partýið, bombur Bergdísar og dramað í Dalnum „Erfitt að kveðja allt fólkið í Krikanum“ Busquets stígur niður af sviðinu Sjáðu mörkin: Sævar á skotskónum en Giroud með sigurmarkið Sjáðu brotið sem Blikar eru brjálaðir yfir Börsungar halda í við Madrídinga Uppgjörið: Þór/KA - Tindastóll 3-0 | Þægilegt hjá Þór/KA Villa vann loksins en Watkins rúinn sjálfstrausti Úr svartnætti í sólarljós „Mjög ljót meiðsli eftir slæma og óþarfa tæklingu“ Uppgjörið: Þróttur - Víkingur 3-2 | Dramatík í Dalnum Látinn eftir höfuðhögg í leik Uppgjörið: FH - Valur 1-1 | Allt jafnt og Blikar nær titli Spilaði fyrsta leikinn í tvö ár: „Er í gervigrasskóm og hef ekki snert gras síðan 2023“ Giroud tryggði sigurinn eftir mark Sævars Högg fyrir KR-inga í fallbaráttunni Uppgjörið: Breiðablik - Stjarnan 1-2 | Stjarnan vann sanngjarnt og titillinn bíður betri tíma Trump vill koma í veg fyrir að UEFA banni Ísrael Sérfræðingur ánægður með Frey sem vill íslenska geðveiki Hvenær fær Lammens sénsinn hjá Man. Utd? Mun skrifa undir nýjan fimm ára samning við Arsenal Dóttir auðkýfings orðin forseti félags 23 ára gömul Sjá meira
Fröken áreiðanleg jafnaði metið | Einu sinni meidd og einu sinni með flensu Sara Björk jafnaði landsleikjametið í gær. Hún hefur varla misst af alvöru leik síðan hún var 16 ára gömul. 23. september 2020 14:01
Sara Björk segir að úrslitaleikur bíði í Gautaborg „Maður er hálf svekktur. Mér fannst við verðskulda þrjú stig og sigur,“ sagði Sara Björk Gunnarsdóttir, fyrirliði Íslands, eftir 1-1 jafnteflið gegn Svíþjóð í undankeppni EM. 22. september 2020 20:16
Einkunnir Íslands: Frábær fyrirliðaframmistaða hjá Söru og margar góðar Íslenska kvennalandsliðið í fótbolta gerði 1-1 jafntefli við það sænska í undankeppni EM í kvöld. 22. september 2020 20:16