Birta nöfn Íslendinga í kínverska gagnagrunninum Samúel Karl Ólason skrifar 29. september 2020 11:38 Um tíu prósentum gagnagrunnsins var lekið til fjölmiðla. Talið er að Zhenhua Data Information noti gervigreind til að safna upplýsingum um fólk af netinu og flokka þær. Vísir/Getty Talið er að upplýsingar um allt að fjögur þúsund Íslendinga megi finna í gagnagrunni kínverska fyrirtækisins Zhenhua Data Information. Hluta gagnagrunnsins var lekið nýverið og hefur Stundin komið höndum yfir hann. Í frétt Stundarinnar hefur hluti nafna Íslendinga sem finna má á listanum verið birtur. Zhenhua Data Information, er sagt tengjast her og leyniþjónustu Kína og hefur fyrirtækið safnað upplýsingum um ráðmenn, viðskiptaleiðtoga, vísindamenn, blaðamenn og ýmsa aðra um heiminn allan. Að mestu byggir þessi gagnagrunnur á opnum gögnum, sem finna má á netinu, eins og meðal annars upplýsingar um fæðingardaga, heimilisföng, hjúskap, stjórnmálatengsl, ættingja og sakaskrár. Fjölmiðlar hafa þó sagt að í gagnagrunninum megi finna leynilegar upplýsingar. Sérfræðingar segja líklegt að gervigreind hafi verið notuð til að safna upplýsingunum saman og flokka þau. Sjá einnig: Kínverjar sagðir leita að hneykslum um heiminn allan Í umfjöllun Stundarinnar segir að fólkinu á listanum sé skipt í þrjá hópa. PEP, RCA og SIP. PEP nær yfir pólitískt tengt fólk. RCA yfir ættingja eða samstarfsmenn og SIP fyrir fólk sem hafi verið dæmt fyrir lögbrot. Einungis um 400 nöfn Íslendinga eru í gagnagrunninum sem lekið var en áætlað er að þau séu í raun um fjögur þúsund í gagnagrunninum öllum. Einungis tíu prósent gagnagrunnsins var lekið til fjölmiðla. Sjá einnig: Nöfn 411 Íslendinga í gagnagrunni kínversks fyrirtækis Stundin hefur birt hluta þeirra nafna sem finna má á listanum. Til stendur að birta allan listann í næsta tölublaði Stundarinnar. Þar má finna þingmenn, embættismenn, forsvarsmenn fyrirtækja og aðra. Þingmenn, núverandi og fyrrverandi: Bjarkey Gunnarsdóttir, Björg Friðleifsdóttir, Brynhildur Pétursdóttir, Geir H. Haarde, Halldóra Mogensen, Hanna Katrín Friðriksson, Haraldur Einarsson, Heiða Helgadóttir, Helga Sigrún Harðardóttir, Karl Gauti Hjaltason, Katrín Júlíusdóttir, Kristinn Gunnarsson, Magnús Torfi Ólafsson, Óttar Proppé, Sigríður Jóhannesdóttir og Sólveig Pétursdóttir. Embættismenn og dómarar: Aðalsteinn Leifsson, Auðunn Atlason, Ásdís Snævarr, Ástríður Grímsdóttir, Guðmundur Árnason, Gunnar Snorri Gunnarsson, Hrafn Bragason, Logi Ólafsson, Hörður Zóphaníasson, Ingþór Eiríksson, Jón Egill Egilsson, Jón HB. Snorrason, Kristján Andri Stefánsson, Margrét Hauksdóttir, Maríanna Jónasdóttir, Ragnhildur Hjaltadóttir, Stefán Skjaldarsson, Þórður Bjarni Guðjónsson, Þórir Ibsen og Þórir Skarphéðinsson. Viðskiptalífið: Auður Finnbogadóttir, Danielle Neben, Einar Þór Bjarnason, Elmar Svavarsson, Erlendur Magnússon, Gunnar Helgi Hálfdánarson, Halldór Kristjánsson, Hörður Jónsson, Ingimundur Sigurpálsson, Jakob Falur Garðarsson, Jensína Kristín Böðvarsdóttir, Jón Guðni Ómarsson, Lilja Einarsdóttir, Reynir Vignir og Tryggvi Pálsson. Kína Íslendingar erlendis Netöryggi Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Dó fjórum árum eftir að hún hvarf Innlent Mestu virkjanaframkvæmdir í sögu Grænlands framundan Erlent Baráttan hafin á TikTok: Traktor í Skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Innlent Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Innlent Hætta sem sáttasemjarar í deilu Ísraela og Hamas Fréttir Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Innlent Óeirðir í Valensía og kallað eftir afsögn ráðamanna Erlent Stærsti skjálftinn við Öskju frá ársbyrjun 2022 Innlent Trump vann öll sveifluríkin Erlent Fleiri fréttir Dó fjórum árum eftir að hún hvarf Stærsti skjálftinn við Öskju frá ársbyrjun 2022 Kyrrstaða í vegaframkvæmdum, sigur Trumps og kosningabaráttan framundan Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Baráttan hafin á TikTok: Traktor í Skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Engin miðlæg skráning slysa í ferðaþjónustu Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Úrbætur í kjölfar slyss á Breiðamerkurjökli og vikulöng þrekraun Grunaður um sölu fíkniefna og brot á útlendingalögum Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Lögreglan bannaði bjór á B5 Leikskólastarfsmenn í Hafnarfirði greiða atkvæði um verkfall Um 60 kennarar hjá Fræðsluneti Suðurlands Bein útsending: Sigmundur kynnir innihaldið Öryrkjar fá 1,7 skattfrjálsa milljarða Ætla ekki að slíta viðræðum Engin ákvörðun um hvalveiðar og maurasýrumengun á Bíldudal Kallar eftir sams konar úrræði og Breivik og árásarmaður hennar sæta Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Helmingi þætti óeðlilegt ef Bjarni gæfi út hvalveiðileyfi Þúsund lítrar af sýru láku á Bíldudal Ríkisstjórnin bjó sjálf til flóttamannavandamál Tveir handteknir eftir hópslagsmál Mansalsmál Gríska hússins: Vann sjö daga í viku hverri og svaf í kjallaranum Sakar Snorra um að tendra bál fordóma Nýju húsnæði Myndlistaskólans lokað Ísland meðal Evrópulanda þar sem lyfjatengd andlát eru hlutfallslega flest Nánast engin læknisþjónusta ef til verkfalls kemur Mikill eldur í iðnaðarhúsnæði á Akureyri Sjá meira
Talið er að upplýsingar um allt að fjögur þúsund Íslendinga megi finna í gagnagrunni kínverska fyrirtækisins Zhenhua Data Information. Hluta gagnagrunnsins var lekið nýverið og hefur Stundin komið höndum yfir hann. Í frétt Stundarinnar hefur hluti nafna Íslendinga sem finna má á listanum verið birtur. Zhenhua Data Information, er sagt tengjast her og leyniþjónustu Kína og hefur fyrirtækið safnað upplýsingum um ráðmenn, viðskiptaleiðtoga, vísindamenn, blaðamenn og ýmsa aðra um heiminn allan. Að mestu byggir þessi gagnagrunnur á opnum gögnum, sem finna má á netinu, eins og meðal annars upplýsingar um fæðingardaga, heimilisföng, hjúskap, stjórnmálatengsl, ættingja og sakaskrár. Fjölmiðlar hafa þó sagt að í gagnagrunninum megi finna leynilegar upplýsingar. Sérfræðingar segja líklegt að gervigreind hafi verið notuð til að safna upplýsingunum saman og flokka þau. Sjá einnig: Kínverjar sagðir leita að hneykslum um heiminn allan Í umfjöllun Stundarinnar segir að fólkinu á listanum sé skipt í þrjá hópa. PEP, RCA og SIP. PEP nær yfir pólitískt tengt fólk. RCA yfir ættingja eða samstarfsmenn og SIP fyrir fólk sem hafi verið dæmt fyrir lögbrot. Einungis um 400 nöfn Íslendinga eru í gagnagrunninum sem lekið var en áætlað er að þau séu í raun um fjögur þúsund í gagnagrunninum öllum. Einungis tíu prósent gagnagrunnsins var lekið til fjölmiðla. Sjá einnig: Nöfn 411 Íslendinga í gagnagrunni kínversks fyrirtækis Stundin hefur birt hluta þeirra nafna sem finna má á listanum. Til stendur að birta allan listann í næsta tölublaði Stundarinnar. Þar má finna þingmenn, embættismenn, forsvarsmenn fyrirtækja og aðra. Þingmenn, núverandi og fyrrverandi: Bjarkey Gunnarsdóttir, Björg Friðleifsdóttir, Brynhildur Pétursdóttir, Geir H. Haarde, Halldóra Mogensen, Hanna Katrín Friðriksson, Haraldur Einarsson, Heiða Helgadóttir, Helga Sigrún Harðardóttir, Karl Gauti Hjaltason, Katrín Júlíusdóttir, Kristinn Gunnarsson, Magnús Torfi Ólafsson, Óttar Proppé, Sigríður Jóhannesdóttir og Sólveig Pétursdóttir. Embættismenn og dómarar: Aðalsteinn Leifsson, Auðunn Atlason, Ásdís Snævarr, Ástríður Grímsdóttir, Guðmundur Árnason, Gunnar Snorri Gunnarsson, Hrafn Bragason, Logi Ólafsson, Hörður Zóphaníasson, Ingþór Eiríksson, Jón Egill Egilsson, Jón HB. Snorrason, Kristján Andri Stefánsson, Margrét Hauksdóttir, Maríanna Jónasdóttir, Ragnhildur Hjaltadóttir, Stefán Skjaldarsson, Þórður Bjarni Guðjónsson, Þórir Ibsen og Þórir Skarphéðinsson. Viðskiptalífið: Auður Finnbogadóttir, Danielle Neben, Einar Þór Bjarnason, Elmar Svavarsson, Erlendur Magnússon, Gunnar Helgi Hálfdánarson, Halldór Kristjánsson, Hörður Jónsson, Ingimundur Sigurpálsson, Jakob Falur Garðarsson, Jensína Kristín Böðvarsdóttir, Jón Guðni Ómarsson, Lilja Einarsdóttir, Reynir Vignir og Tryggvi Pálsson.
Kína Íslendingar erlendis Netöryggi Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Dó fjórum árum eftir að hún hvarf Innlent Mestu virkjanaframkvæmdir í sögu Grænlands framundan Erlent Baráttan hafin á TikTok: Traktor í Skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Innlent Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Innlent Hætta sem sáttasemjarar í deilu Ísraela og Hamas Fréttir Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Innlent Óeirðir í Valensía og kallað eftir afsögn ráðamanna Erlent Stærsti skjálftinn við Öskju frá ársbyrjun 2022 Innlent Trump vann öll sveifluríkin Erlent Fleiri fréttir Dó fjórum árum eftir að hún hvarf Stærsti skjálftinn við Öskju frá ársbyrjun 2022 Kyrrstaða í vegaframkvæmdum, sigur Trumps og kosningabaráttan framundan Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Baráttan hafin á TikTok: Traktor í Skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Engin miðlæg skráning slysa í ferðaþjónustu Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Úrbætur í kjölfar slyss á Breiðamerkurjökli og vikulöng þrekraun Grunaður um sölu fíkniefna og brot á útlendingalögum Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Lögreglan bannaði bjór á B5 Leikskólastarfsmenn í Hafnarfirði greiða atkvæði um verkfall Um 60 kennarar hjá Fræðsluneti Suðurlands Bein útsending: Sigmundur kynnir innihaldið Öryrkjar fá 1,7 skattfrjálsa milljarða Ætla ekki að slíta viðræðum Engin ákvörðun um hvalveiðar og maurasýrumengun á Bíldudal Kallar eftir sams konar úrræði og Breivik og árásarmaður hennar sæta Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Helmingi þætti óeðlilegt ef Bjarni gæfi út hvalveiðileyfi Þúsund lítrar af sýru láku á Bíldudal Ríkisstjórnin bjó sjálf til flóttamannavandamál Tveir handteknir eftir hópslagsmál Mansalsmál Gríska hússins: Vann sjö daga í viku hverri og svaf í kjallaranum Sakar Snorra um að tendra bál fordóma Nýju húsnæði Myndlistaskólans lokað Ísland meðal Evrópulanda þar sem lyfjatengd andlát eru hlutfallslega flest Nánast engin læknisþjónusta ef til verkfalls kemur Mikill eldur í iðnaðarhúsnæði á Akureyri Sjá meira