Birta nöfn Íslendinga í kínverska gagnagrunninum Samúel Karl Ólason skrifar 29. september 2020 11:38 Um tíu prósentum gagnagrunnsins var lekið til fjölmiðla. Talið er að Zhenhua Data Information noti gervigreind til að safna upplýsingum um fólk af netinu og flokka þær. Vísir/Getty Talið er að upplýsingar um allt að fjögur þúsund Íslendinga megi finna í gagnagrunni kínverska fyrirtækisins Zhenhua Data Information. Hluta gagnagrunnsins var lekið nýverið og hefur Stundin komið höndum yfir hann. Í frétt Stundarinnar hefur hluti nafna Íslendinga sem finna má á listanum verið birtur. Zhenhua Data Information, er sagt tengjast her og leyniþjónustu Kína og hefur fyrirtækið safnað upplýsingum um ráðmenn, viðskiptaleiðtoga, vísindamenn, blaðamenn og ýmsa aðra um heiminn allan. Að mestu byggir þessi gagnagrunnur á opnum gögnum, sem finna má á netinu, eins og meðal annars upplýsingar um fæðingardaga, heimilisföng, hjúskap, stjórnmálatengsl, ættingja og sakaskrár. Fjölmiðlar hafa þó sagt að í gagnagrunninum megi finna leynilegar upplýsingar. Sérfræðingar segja líklegt að gervigreind hafi verið notuð til að safna upplýsingunum saman og flokka þau. Sjá einnig: Kínverjar sagðir leita að hneykslum um heiminn allan Í umfjöllun Stundarinnar segir að fólkinu á listanum sé skipt í þrjá hópa. PEP, RCA og SIP. PEP nær yfir pólitískt tengt fólk. RCA yfir ættingja eða samstarfsmenn og SIP fyrir fólk sem hafi verið dæmt fyrir lögbrot. Einungis um 400 nöfn Íslendinga eru í gagnagrunninum sem lekið var en áætlað er að þau séu í raun um fjögur þúsund í gagnagrunninum öllum. Einungis tíu prósent gagnagrunnsins var lekið til fjölmiðla. Sjá einnig: Nöfn 411 Íslendinga í gagnagrunni kínversks fyrirtækis Stundin hefur birt hluta þeirra nafna sem finna má á listanum. Til stendur að birta allan listann í næsta tölublaði Stundarinnar. Þar má finna þingmenn, embættismenn, forsvarsmenn fyrirtækja og aðra. Þingmenn, núverandi og fyrrverandi: Bjarkey Gunnarsdóttir, Björg Friðleifsdóttir, Brynhildur Pétursdóttir, Geir H. Haarde, Halldóra Mogensen, Hanna Katrín Friðriksson, Haraldur Einarsson, Heiða Helgadóttir, Helga Sigrún Harðardóttir, Karl Gauti Hjaltason, Katrín Júlíusdóttir, Kristinn Gunnarsson, Magnús Torfi Ólafsson, Óttar Proppé, Sigríður Jóhannesdóttir og Sólveig Pétursdóttir. Embættismenn og dómarar: Aðalsteinn Leifsson, Auðunn Atlason, Ásdís Snævarr, Ástríður Grímsdóttir, Guðmundur Árnason, Gunnar Snorri Gunnarsson, Hrafn Bragason, Logi Ólafsson, Hörður Zóphaníasson, Ingþór Eiríksson, Jón Egill Egilsson, Jón HB. Snorrason, Kristján Andri Stefánsson, Margrét Hauksdóttir, Maríanna Jónasdóttir, Ragnhildur Hjaltadóttir, Stefán Skjaldarsson, Þórður Bjarni Guðjónsson, Þórir Ibsen og Þórir Skarphéðinsson. Viðskiptalífið: Auður Finnbogadóttir, Danielle Neben, Einar Þór Bjarnason, Elmar Svavarsson, Erlendur Magnússon, Gunnar Helgi Hálfdánarson, Halldór Kristjánsson, Hörður Jónsson, Ingimundur Sigurpálsson, Jakob Falur Garðarsson, Jensína Kristín Böðvarsdóttir, Jón Guðni Ómarsson, Lilja Einarsdóttir, Reynir Vignir og Tryggvi Pálsson. Kína Íslendingar erlendis Netöryggi Mest lesið Hasar við Bríetartún 20: Verið að bera konuna út Innlent Konan í Bríetartúni komin á götuna Innlent „Hún gat ekki gefið neinar skýringar á þessu, hvorki mér né lögreglunni“ Innlent „Þetta er salami-leiðin“ Innlent „Ástandið er að versna“ Erlent Fækkar herforingjum um fimmtung Erlent Lítur það grafalvarlegum augum ef ráðherra fari ekki að lögum Innlent Konan „terroríseri“ alla í hryllingshúsinu Innlent Náði ekki kjöri í sögulegri atkvæðagreiðslu Erlent Gunnlaugur Claessen er látinn Innlent Fleiri fréttir „Því miður er þetta þrautalending“ Reikningum Flokks fólksins lokað um stund „Hún gat ekki gefið neinar skýringar á þessu, hvorki mér né lögreglunni“ Konan í Bríetartúni komin á götuna Hækkandi matarverð hringir bjöllum hjá ráðherra Viðvörunarbjöllur óma vegna verðhækkana Lítur það grafalvarlegum augum ef ráðherra fari ekki að lögum Treystir Ingu til að leggja mat á hæfi stjórnarmanna og að lögum sé fylgt Konungshjónin tóku á móti Höllu og Birni Hasar við Bríetartún 20: Verið að bera konuna út „Þetta er salami-leiðin“ Gunnlaugur Claessen er látinn Bætir í vind og úrkomu í kvöld Byssum stolið úr bílskúr í Kópavogi Ekki standi til að sækja strandveiðiheimildir í aflamarkskerfið Ný stjórn Ungra umhverfissinna kjörin Skjálfti 4,8 að stærð í Bárðarbungu Konan „terroríseri“ alla í hryllingshúsinu Mannréttindastofnun Íslands tekin til starfa Segist „eiginlega sammála“ ákvörðun Amgen Vaknaði eldsnemma til að hefja veiðar þrátt fyrir slæma veðurspá „Engin örugg skref, bara eitt illa unnið pennastrik“ Kári Stefánsson í beinni, „hryllingshús“ og trillukarlar Gekk inn á lögreglustöðina í annarlegu ástandi og var snarlega handtekinn Kári segist hafa verið rekinn vegna lygasögu Halla og Björn halda til Svíþjóðar Brosa hringinn á upphafsdegi strandveiða Strandveiðar hafnar og óvissa í kvikmyndagerð Í beinni: Málþing um snjóflóð og samfélög Hent nauðugri út úr hryllingshúsi vegna ógreiddrar leigu Sjá meira
Talið er að upplýsingar um allt að fjögur þúsund Íslendinga megi finna í gagnagrunni kínverska fyrirtækisins Zhenhua Data Information. Hluta gagnagrunnsins var lekið nýverið og hefur Stundin komið höndum yfir hann. Í frétt Stundarinnar hefur hluti nafna Íslendinga sem finna má á listanum verið birtur. Zhenhua Data Information, er sagt tengjast her og leyniþjónustu Kína og hefur fyrirtækið safnað upplýsingum um ráðmenn, viðskiptaleiðtoga, vísindamenn, blaðamenn og ýmsa aðra um heiminn allan. Að mestu byggir þessi gagnagrunnur á opnum gögnum, sem finna má á netinu, eins og meðal annars upplýsingar um fæðingardaga, heimilisföng, hjúskap, stjórnmálatengsl, ættingja og sakaskrár. Fjölmiðlar hafa þó sagt að í gagnagrunninum megi finna leynilegar upplýsingar. Sérfræðingar segja líklegt að gervigreind hafi verið notuð til að safna upplýsingunum saman og flokka þau. Sjá einnig: Kínverjar sagðir leita að hneykslum um heiminn allan Í umfjöllun Stundarinnar segir að fólkinu á listanum sé skipt í þrjá hópa. PEP, RCA og SIP. PEP nær yfir pólitískt tengt fólk. RCA yfir ættingja eða samstarfsmenn og SIP fyrir fólk sem hafi verið dæmt fyrir lögbrot. Einungis um 400 nöfn Íslendinga eru í gagnagrunninum sem lekið var en áætlað er að þau séu í raun um fjögur þúsund í gagnagrunninum öllum. Einungis tíu prósent gagnagrunnsins var lekið til fjölmiðla. Sjá einnig: Nöfn 411 Íslendinga í gagnagrunni kínversks fyrirtækis Stundin hefur birt hluta þeirra nafna sem finna má á listanum. Til stendur að birta allan listann í næsta tölublaði Stundarinnar. Þar má finna þingmenn, embættismenn, forsvarsmenn fyrirtækja og aðra. Þingmenn, núverandi og fyrrverandi: Bjarkey Gunnarsdóttir, Björg Friðleifsdóttir, Brynhildur Pétursdóttir, Geir H. Haarde, Halldóra Mogensen, Hanna Katrín Friðriksson, Haraldur Einarsson, Heiða Helgadóttir, Helga Sigrún Harðardóttir, Karl Gauti Hjaltason, Katrín Júlíusdóttir, Kristinn Gunnarsson, Magnús Torfi Ólafsson, Óttar Proppé, Sigríður Jóhannesdóttir og Sólveig Pétursdóttir. Embættismenn og dómarar: Aðalsteinn Leifsson, Auðunn Atlason, Ásdís Snævarr, Ástríður Grímsdóttir, Guðmundur Árnason, Gunnar Snorri Gunnarsson, Hrafn Bragason, Logi Ólafsson, Hörður Zóphaníasson, Ingþór Eiríksson, Jón Egill Egilsson, Jón HB. Snorrason, Kristján Andri Stefánsson, Margrét Hauksdóttir, Maríanna Jónasdóttir, Ragnhildur Hjaltadóttir, Stefán Skjaldarsson, Þórður Bjarni Guðjónsson, Þórir Ibsen og Þórir Skarphéðinsson. Viðskiptalífið: Auður Finnbogadóttir, Danielle Neben, Einar Þór Bjarnason, Elmar Svavarsson, Erlendur Magnússon, Gunnar Helgi Hálfdánarson, Halldór Kristjánsson, Hörður Jónsson, Ingimundur Sigurpálsson, Jakob Falur Garðarsson, Jensína Kristín Böðvarsdóttir, Jón Guðni Ómarsson, Lilja Einarsdóttir, Reynir Vignir og Tryggvi Pálsson.
Kína Íslendingar erlendis Netöryggi Mest lesið Hasar við Bríetartún 20: Verið að bera konuna út Innlent Konan í Bríetartúni komin á götuna Innlent „Hún gat ekki gefið neinar skýringar á þessu, hvorki mér né lögreglunni“ Innlent „Þetta er salami-leiðin“ Innlent „Ástandið er að versna“ Erlent Fækkar herforingjum um fimmtung Erlent Lítur það grafalvarlegum augum ef ráðherra fari ekki að lögum Innlent Konan „terroríseri“ alla í hryllingshúsinu Innlent Náði ekki kjöri í sögulegri atkvæðagreiðslu Erlent Gunnlaugur Claessen er látinn Innlent Fleiri fréttir „Því miður er þetta þrautalending“ Reikningum Flokks fólksins lokað um stund „Hún gat ekki gefið neinar skýringar á þessu, hvorki mér né lögreglunni“ Konan í Bríetartúni komin á götuna Hækkandi matarverð hringir bjöllum hjá ráðherra Viðvörunarbjöllur óma vegna verðhækkana Lítur það grafalvarlegum augum ef ráðherra fari ekki að lögum Treystir Ingu til að leggja mat á hæfi stjórnarmanna og að lögum sé fylgt Konungshjónin tóku á móti Höllu og Birni Hasar við Bríetartún 20: Verið að bera konuna út „Þetta er salami-leiðin“ Gunnlaugur Claessen er látinn Bætir í vind og úrkomu í kvöld Byssum stolið úr bílskúr í Kópavogi Ekki standi til að sækja strandveiðiheimildir í aflamarkskerfið Ný stjórn Ungra umhverfissinna kjörin Skjálfti 4,8 að stærð í Bárðarbungu Konan „terroríseri“ alla í hryllingshúsinu Mannréttindastofnun Íslands tekin til starfa Segist „eiginlega sammála“ ákvörðun Amgen Vaknaði eldsnemma til að hefja veiðar þrátt fyrir slæma veðurspá „Engin örugg skref, bara eitt illa unnið pennastrik“ Kári Stefánsson í beinni, „hryllingshús“ og trillukarlar Gekk inn á lögreglustöðina í annarlegu ástandi og var snarlega handtekinn Kári segist hafa verið rekinn vegna lygasögu Halla og Björn halda til Svíþjóðar Brosa hringinn á upphafsdegi strandveiða Strandveiðar hafnar og óvissa í kvikmyndagerð Í beinni: Málþing um snjóflóð og samfélög Hent nauðugri út úr hryllingshúsi vegna ógreiddrar leigu Sjá meira