Reyndi ítrekað að stinga konuna í höfuðið Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 29. september 2020 14:30 Málið verður þingfest í Héraðsdómi Reykjavíkur í næstu viku. Vísir/Vilhelm 33 ára karlmaður hefur verið ákærður fyrir tilraun til manndráps þegar hann réðst að því er virðist að tilefnislausu á leigusala sinn með hnífi í júní síðastliðnum. Krafist er þriggja milljóna króna í miskabætur og skaðabætur vegna tilfallins kostnaðar vegna árásarinnar. Fram kemur í ákæru héraðssaksóknara að karlmaðurinn hafi veist að konunni, leigusala sínum, með hníf með 16,5 sentímetra löngu blaði og ítrekað gert tilraun til að stinga hana í höfuð og efri hluta líkama. Konan náði að verjast árásinni með því að bera fyrir sig hendur og fótlegg með þeim afleiðingum að hún hlaut skurði víða um líkamann. Varðist alvarlegustu hnífstungunum Árásin átti sér stað að morgni 15. júní í Reykjavík þegar árásamaðurinn birtist að tilefnislausu í annarlegu ástandi, vopnaður hnífi í húsakynnum konu sem var leigusali hans. Samkvæmt upplýsingum fréttastofu hótaði að hann konunni lífláti og gerði ítrekaðar tilraunir til veita henni lífshættulega áverka á höfði, hálsi og líkama. Henni tókst að verjast alvarlegustu hnífstungunum en hlaut alls ellefu skurði og stungusár í árásinni. Konan hafði ekki haft nein fyrri kynni af manninum önnur en þau að leigja honum út húsnæði í afar stuttan tíma. Góðkunningi með hreint sakavottorð Konunni tókst að gera lögreglu viðvart og var færð á slysadeild en var ekki í lífshættu að sögn lögreglu. Maðurinn vildi ekki afvopnast þegar lögregla kom á staðinn og var sérsveitin kölluð til sem þurfti að beita táragasi og gúmmískotum til að yfirbuga hann. Maðurinn sem hefur áður komið við sögu lögreglu samkvæmt heimildum fréttastofu var með hreint sakavottorð á þessum tíma. Maðurinn var handtekinn og færður í gæsluvarðhald þar sem hann hefur verið síðan. Málið verður þingfest í Héraðsdómi Reykjavíkur í næstu viku. Dómsmál Tengdar fréttir Hlaut ellefu skurði og stungusár í lífshættulegri hnífaárás Karlmaður á fertugsaldri sem réðst að tilefnislausu á leigusala sinn með hnífi hefur verið ákærður fyrir tilraun til manndráps. Leigusalinn hlaut fjölmörg stungusár og skurði og glímir enn við eftirköst árásarinnar. 13. september 2020 18:30 Mest lesið Vél Trump snúið við en ræðan enn á dagskrá Erlent Vinnuslys þar sem maður „missti höndina inn í vals“ Innlent Óvæntur blaðamannafundur: Las „afrekabókina“ og sýndi myndir af glæpamönnum Erlent Baráttan um Framsókn muni snúast um sögulega stöðu Innlent Neituðu að greiða starfsfólki á leið í eigin rekstur uppsagnarfrest Innlent „Kanntu ekki mannasiði mannfjandi?“ Innlent Einn látinn eftir annað lestarslys á Spáni Erlent Kvaðst hafa drepið fjölskylduna og ætlað að stinga sig í hjartað Innlent Sverrir Bergmann hættir í bæjarstjórn Innlent Ráðherra segir ríkisvaldið gefa í með framkvæmdir Innlent Fleiri fréttir Vinnuslys þar sem maður „missti höndina inn í vals“ Baráttan um Framsókn muni snúast um sögulega stöðu Ráðherra segir ríkisvaldið gefa í með framkvæmdir Sverrir Bergmann hættir í bæjarstjórn Norðfirðingar gleðjast að sjá loðnuna birtast Annasamasti dagur á bráðamóttöku í lækna minnum Neituðu að greiða starfsfólki á leið í eigin rekstur uppsagnarfrest Gríðarleg fjölgun hótana og dæmi um að setið sé fyrir lögreglumönnum Kvaðst hafa drepið fjölskylduna og ætlað að stinga sig í hjartað Ofbeldi gegn lögreglumönnum magnast og baráttan hafin um Framsókn Nemi í jarðfræði hlaut Nýsköpunarverðlaunin „Kanntu ekki mannasiði mannfjandi?“ Brynjar skýtur föstum skotum á Flokk fólksins „Fyrsta ár ríkisstjórnarinnar hefur mistekist“ Magnús Eiríksson borinn til grafar Heitt í hamsi vegna Grænlands Hafi nauðgað sex ára stúlku og eiginkonu sinni og birt af því myndir Dýr framtíðarlausn að færa þjóðveginn vegna grjóthruns Borgarstjórn biður vöggustofubörnin afsökunar Eldgos á næstu vikum enn líklegasta niðurstaðan Sjö tilkynningar um heimilisofbeldi að jafnaði á dag „Ekki gott að fólk sé endalaust að sulla svona í víni“ Styrkleiki að formaður Framsóknar eigi sæti á þingi Þrjátíu á slysadeild vegna hálku og sjúkrabílar á leiðinni með fleiri Mannréttindaráðið ræðir Íran að frumkvæði Íslands Fimm starfslokasamningar kostað Hafró 35 milljónir Ögranir Trumps halda áfram og tugir leituðu á bráðamóttöku í hálkunni Á þriðja tug á bráðamóttöku vegna hálkuslysa Ingibjörg býður sig fram í formanninn Þrír fullir Íslendingar lausir úr haldi Sjá meira
33 ára karlmaður hefur verið ákærður fyrir tilraun til manndráps þegar hann réðst að því er virðist að tilefnislausu á leigusala sinn með hnífi í júní síðastliðnum. Krafist er þriggja milljóna króna í miskabætur og skaðabætur vegna tilfallins kostnaðar vegna árásarinnar. Fram kemur í ákæru héraðssaksóknara að karlmaðurinn hafi veist að konunni, leigusala sínum, með hníf með 16,5 sentímetra löngu blaði og ítrekað gert tilraun til að stinga hana í höfuð og efri hluta líkama. Konan náði að verjast árásinni með því að bera fyrir sig hendur og fótlegg með þeim afleiðingum að hún hlaut skurði víða um líkamann. Varðist alvarlegustu hnífstungunum Árásin átti sér stað að morgni 15. júní í Reykjavík þegar árásamaðurinn birtist að tilefnislausu í annarlegu ástandi, vopnaður hnífi í húsakynnum konu sem var leigusali hans. Samkvæmt upplýsingum fréttastofu hótaði að hann konunni lífláti og gerði ítrekaðar tilraunir til veita henni lífshættulega áverka á höfði, hálsi og líkama. Henni tókst að verjast alvarlegustu hnífstungunum en hlaut alls ellefu skurði og stungusár í árásinni. Konan hafði ekki haft nein fyrri kynni af manninum önnur en þau að leigja honum út húsnæði í afar stuttan tíma. Góðkunningi með hreint sakavottorð Konunni tókst að gera lögreglu viðvart og var færð á slysadeild en var ekki í lífshættu að sögn lögreglu. Maðurinn vildi ekki afvopnast þegar lögregla kom á staðinn og var sérsveitin kölluð til sem þurfti að beita táragasi og gúmmískotum til að yfirbuga hann. Maðurinn sem hefur áður komið við sögu lögreglu samkvæmt heimildum fréttastofu var með hreint sakavottorð á þessum tíma. Maðurinn var handtekinn og færður í gæsluvarðhald þar sem hann hefur verið síðan. Málið verður þingfest í Héraðsdómi Reykjavíkur í næstu viku.
Dómsmál Tengdar fréttir Hlaut ellefu skurði og stungusár í lífshættulegri hnífaárás Karlmaður á fertugsaldri sem réðst að tilefnislausu á leigusala sinn með hnífi hefur verið ákærður fyrir tilraun til manndráps. Leigusalinn hlaut fjölmörg stungusár og skurði og glímir enn við eftirköst árásarinnar. 13. september 2020 18:30 Mest lesið Vél Trump snúið við en ræðan enn á dagskrá Erlent Vinnuslys þar sem maður „missti höndina inn í vals“ Innlent Óvæntur blaðamannafundur: Las „afrekabókina“ og sýndi myndir af glæpamönnum Erlent Baráttan um Framsókn muni snúast um sögulega stöðu Innlent Neituðu að greiða starfsfólki á leið í eigin rekstur uppsagnarfrest Innlent „Kanntu ekki mannasiði mannfjandi?“ Innlent Einn látinn eftir annað lestarslys á Spáni Erlent Kvaðst hafa drepið fjölskylduna og ætlað að stinga sig í hjartað Innlent Sverrir Bergmann hættir í bæjarstjórn Innlent Ráðherra segir ríkisvaldið gefa í með framkvæmdir Innlent Fleiri fréttir Vinnuslys þar sem maður „missti höndina inn í vals“ Baráttan um Framsókn muni snúast um sögulega stöðu Ráðherra segir ríkisvaldið gefa í með framkvæmdir Sverrir Bergmann hættir í bæjarstjórn Norðfirðingar gleðjast að sjá loðnuna birtast Annasamasti dagur á bráðamóttöku í lækna minnum Neituðu að greiða starfsfólki á leið í eigin rekstur uppsagnarfrest Gríðarleg fjölgun hótana og dæmi um að setið sé fyrir lögreglumönnum Kvaðst hafa drepið fjölskylduna og ætlað að stinga sig í hjartað Ofbeldi gegn lögreglumönnum magnast og baráttan hafin um Framsókn Nemi í jarðfræði hlaut Nýsköpunarverðlaunin „Kanntu ekki mannasiði mannfjandi?“ Brynjar skýtur föstum skotum á Flokk fólksins „Fyrsta ár ríkisstjórnarinnar hefur mistekist“ Magnús Eiríksson borinn til grafar Heitt í hamsi vegna Grænlands Hafi nauðgað sex ára stúlku og eiginkonu sinni og birt af því myndir Dýr framtíðarlausn að færa þjóðveginn vegna grjóthruns Borgarstjórn biður vöggustofubörnin afsökunar Eldgos á næstu vikum enn líklegasta niðurstaðan Sjö tilkynningar um heimilisofbeldi að jafnaði á dag „Ekki gott að fólk sé endalaust að sulla svona í víni“ Styrkleiki að formaður Framsóknar eigi sæti á þingi Þrjátíu á slysadeild vegna hálku og sjúkrabílar á leiðinni með fleiri Mannréttindaráðið ræðir Íran að frumkvæði Íslands Fimm starfslokasamningar kostað Hafró 35 milljónir Ögranir Trumps halda áfram og tugir leituðu á bráðamóttöku í hálkunni Á þriðja tug á bráðamóttöku vegna hálkuslysa Ingibjörg býður sig fram í formanninn Þrír fullir Íslendingar lausir úr haldi Sjá meira
Hlaut ellefu skurði og stungusár í lífshættulegri hnífaárás Karlmaður á fertugsaldri sem réðst að tilefnislausu á leigusala sinn með hnífi hefur verið ákærður fyrir tilraun til manndráps. Leigusalinn hlaut fjölmörg stungusár og skurði og glímir enn við eftirköst árásarinnar. 13. september 2020 18:30