Segir ákvörðunina fyrirsjáanlega en rökrétta Vésteinn Örn Pétursson skrifar 29. september 2020 19:18 Drífa Snædal, forseti Alþýðusambands Íslands. Vísir/Baldur „Þetta var frekar fyrirsjáanleg ákvörðun, fannst mér,“ sagði Drífa Snædal, forseti Alþýðusambands Íslands, þegar fréttamaður spurðist fyrir um viðbrögð hennar við ákvörðun stjórnar Samtaka atvinnulífsins um að áfram yrði staðið við lífskjarasamninginn. Atkvæðagreiðsla meðal félagsmanna SA um uppsögn kjarasamninga fór því ekki fram í dag. „Það kom mér reyndar á óvart að þau hafi slegið af atkvæðagreiðsluna en ég taldi það frekar víst að atvinnurekendur sæju hag sinn í því að láta samningana standa, og þar með frið á vinnumarkaði,“ sagði Drífa í samtali við fréttastofu í kvöld. Hún bætti við að aðila á vinnumarkaði biðu stærri vandamál en þau sem leyst verði með kjarasamningum. Vandamálin væru í raun óháð kjarasamningum. Aðspurð hvort hún væri ánægð með ákvörðun SA sagðist Drífa telja hana rökrétta. Í tilkynningu sem SA gaf út fyrr í dag, hvar greint var frá ákvörðuninni um að blása atkvæðagreiðsluna af, sagði meðal annars að sættir á vinnumarkaði verði ekki „keyptar á hvaða verði sem er,“ þó mikilvægar séu. Verkalýðsforystan hafi ekki verið tilbúin til viðræðna um aðgerðir til að bregðast við forsendubresti sem SA telur hafa orðið í atvinnulífinu vegna faraldurs kórónuveiru og því hafi SA leitað til stjórnvalda, sem í dag tilkynntu um tímabundna lækkun tryggingagjalds. „SA vildi náttúrulega fara inn í þessar viðræður á þeim forsendum að skerða réttindi eða lækka laun. Það voru bara forsendur sem við tókum ekki gildar,“ segir Drífa um þessar fullyrðingar sem fram komu í tilkynningu SA. Efnahagsmál Vinnumarkaður Kjaramál Tengdar fréttir Telja aðgerðapakkann eingöngu styðja við „atvinnurekendur og efnafólk“ Efling – stéttarfélag lýsir vonbrigðum með aðgerðapakka sem ríkisstjórnin kynnti fyrir hádegi í dag. 29. september 2020 13:38 Vonar að lækkun tryggingagjalds komi ekki niður á fæðingarorlofi Drífa Snædal forseti ASÍ segir að margar af aðgerðum stjórnvalda til að stilla til friðar á vinnumarkaði hafi verið fyrirséðar. 29. september 2020 12:20 Mest lesið Halldór Blöndal er látinn Innlent „Það voru bara slagsmál, viltu senda bíl“ Innlent Kröfu um að gera Margréti arflausa vísað frá Innlent Tvö og hálft ár fyrir að nauðga dóttur nágranna síns Innlent Foreldrar hafa áhyggjur af börnum sínum með Sergio í Dúbaí Innlent Kraftaverk að Gunnari hafi verið bjargað þegar hann lenti í sjónum Innlent Nuddari gerði dóttur Reiner-hjónanna viðvart Erlent Gaf lungnadeildinni sex ferðasúrefnistæki til að þakka fyrir sig Innlent Segja frekari úrbóta þörf og vísa meðal annars til PPP Innlent Tuttugu þúsund fiskar drápust á Tálknafirði Innlent Fleiri fréttir Tvö og hálft ár fyrir að nauðga dóttur nágranna síns Tuttugu þúsund fiskar drápust á Tálknafirði Segja frekari úrbóta þörf og vísa meðal annars til PPP Kröfu um að gera Margréti arflausa vísað frá Halldór Blöndal er látinn Kveiktu á 200 kertum fyrir drengina sem hafa látist í baráttu við fíkn „Þarna var bara verið að tikka í box“ Gaf lungnadeildinni sex ferðasúrefnistæki til að þakka fyrir sig Kraftaverk að Gunnari hafi verið bjargað þegar hann lenti í sjónum „Það voru bara slagsmál, viltu senda bíl“ „Þessir þrír flokkar til þess að gera tómar skeljar“ Foreldrar hafa áhyggjur af börnum sínum með Sergio í Dúbaí Umdeildur athafnamaður og vendingar á vinstri væng Ekki dómarans eins að meta hvort umskurn væri hættuleg Theodóra ætlar ekki fram aftur fyrir Viðreisn „Hæstvirtur yfirlætisráðherra, nei fyrirgefðu, hæstvirtur forsætisráðherra“ Lesstofu Borgarskjalasafnsins lokað Margrét Löf dæmd í 16 ára fangelsi „Óásættanlegt“ að taka borgarfulltrúa af gestalistanum Það hafi víst verið haft samráð við sjávarútveginn Píratar bjóða ekki fram í vor og Sigurbjörg Erla hættir „Við vitum að áföllin munu koma“ Alexandra sækist eftir oddvitasætinu Pírati skiptir um skútu og makrílsamningur fellur í grýttan jarðveg Dóra Björt til liðs við Samfylkinguna Æfur vegna samnings um makríl: „Skiljum vini okkar Grænlendinga eftir á köldum klaka“ Engin breyting á trúfélagsskráningu landsmanna Bein útsending: Boða óvænt til blaðamannafundar í Ráðhúsinu Hækka hitann í Breiðholtslaug Meðalbílaleigubíllinn verði fyrir mestum áhrifum Sjá meira
„Þetta var frekar fyrirsjáanleg ákvörðun, fannst mér,“ sagði Drífa Snædal, forseti Alþýðusambands Íslands, þegar fréttamaður spurðist fyrir um viðbrögð hennar við ákvörðun stjórnar Samtaka atvinnulífsins um að áfram yrði staðið við lífskjarasamninginn. Atkvæðagreiðsla meðal félagsmanna SA um uppsögn kjarasamninga fór því ekki fram í dag. „Það kom mér reyndar á óvart að þau hafi slegið af atkvæðagreiðsluna en ég taldi það frekar víst að atvinnurekendur sæju hag sinn í því að láta samningana standa, og þar með frið á vinnumarkaði,“ sagði Drífa í samtali við fréttastofu í kvöld. Hún bætti við að aðila á vinnumarkaði biðu stærri vandamál en þau sem leyst verði með kjarasamningum. Vandamálin væru í raun óháð kjarasamningum. Aðspurð hvort hún væri ánægð með ákvörðun SA sagðist Drífa telja hana rökrétta. Í tilkynningu sem SA gaf út fyrr í dag, hvar greint var frá ákvörðuninni um að blása atkvæðagreiðsluna af, sagði meðal annars að sættir á vinnumarkaði verði ekki „keyptar á hvaða verði sem er,“ þó mikilvægar séu. Verkalýðsforystan hafi ekki verið tilbúin til viðræðna um aðgerðir til að bregðast við forsendubresti sem SA telur hafa orðið í atvinnulífinu vegna faraldurs kórónuveiru og því hafi SA leitað til stjórnvalda, sem í dag tilkynntu um tímabundna lækkun tryggingagjalds. „SA vildi náttúrulega fara inn í þessar viðræður á þeim forsendum að skerða réttindi eða lækka laun. Það voru bara forsendur sem við tókum ekki gildar,“ segir Drífa um þessar fullyrðingar sem fram komu í tilkynningu SA.
Efnahagsmál Vinnumarkaður Kjaramál Tengdar fréttir Telja aðgerðapakkann eingöngu styðja við „atvinnurekendur og efnafólk“ Efling – stéttarfélag lýsir vonbrigðum með aðgerðapakka sem ríkisstjórnin kynnti fyrir hádegi í dag. 29. september 2020 13:38 Vonar að lækkun tryggingagjalds komi ekki niður á fæðingarorlofi Drífa Snædal forseti ASÍ segir að margar af aðgerðum stjórnvalda til að stilla til friðar á vinnumarkaði hafi verið fyrirséðar. 29. september 2020 12:20 Mest lesið Halldór Blöndal er látinn Innlent „Það voru bara slagsmál, viltu senda bíl“ Innlent Kröfu um að gera Margréti arflausa vísað frá Innlent Tvö og hálft ár fyrir að nauðga dóttur nágranna síns Innlent Foreldrar hafa áhyggjur af börnum sínum með Sergio í Dúbaí Innlent Kraftaverk að Gunnari hafi verið bjargað þegar hann lenti í sjónum Innlent Nuddari gerði dóttur Reiner-hjónanna viðvart Erlent Gaf lungnadeildinni sex ferðasúrefnistæki til að þakka fyrir sig Innlent Segja frekari úrbóta þörf og vísa meðal annars til PPP Innlent Tuttugu þúsund fiskar drápust á Tálknafirði Innlent Fleiri fréttir Tvö og hálft ár fyrir að nauðga dóttur nágranna síns Tuttugu þúsund fiskar drápust á Tálknafirði Segja frekari úrbóta þörf og vísa meðal annars til PPP Kröfu um að gera Margréti arflausa vísað frá Halldór Blöndal er látinn Kveiktu á 200 kertum fyrir drengina sem hafa látist í baráttu við fíkn „Þarna var bara verið að tikka í box“ Gaf lungnadeildinni sex ferðasúrefnistæki til að þakka fyrir sig Kraftaverk að Gunnari hafi verið bjargað þegar hann lenti í sjónum „Það voru bara slagsmál, viltu senda bíl“ „Þessir þrír flokkar til þess að gera tómar skeljar“ Foreldrar hafa áhyggjur af börnum sínum með Sergio í Dúbaí Umdeildur athafnamaður og vendingar á vinstri væng Ekki dómarans eins að meta hvort umskurn væri hættuleg Theodóra ætlar ekki fram aftur fyrir Viðreisn „Hæstvirtur yfirlætisráðherra, nei fyrirgefðu, hæstvirtur forsætisráðherra“ Lesstofu Borgarskjalasafnsins lokað Margrét Löf dæmd í 16 ára fangelsi „Óásættanlegt“ að taka borgarfulltrúa af gestalistanum Það hafi víst verið haft samráð við sjávarútveginn Píratar bjóða ekki fram í vor og Sigurbjörg Erla hættir „Við vitum að áföllin munu koma“ Alexandra sækist eftir oddvitasætinu Pírati skiptir um skútu og makrílsamningur fellur í grýttan jarðveg Dóra Björt til liðs við Samfylkinguna Æfur vegna samnings um makríl: „Skiljum vini okkar Grænlendinga eftir á köldum klaka“ Engin breyting á trúfélagsskráningu landsmanna Bein útsending: Boða óvænt til blaðamannafundar í Ráðhúsinu Hækka hitann í Breiðholtslaug Meðalbílaleigubíllinn verði fyrir mestum áhrifum Sjá meira
Telja aðgerðapakkann eingöngu styðja við „atvinnurekendur og efnafólk“ Efling – stéttarfélag lýsir vonbrigðum með aðgerðapakka sem ríkisstjórnin kynnti fyrir hádegi í dag. 29. september 2020 13:38
Vonar að lækkun tryggingagjalds komi ekki niður á fæðingarorlofi Drífa Snædal forseti ASÍ segir að margar af aðgerðum stjórnvalda til að stilla til friðar á vinnumarkaði hafi verið fyrirséðar. 29. september 2020 12:20