Áhugavert atvik átti sér stað í leik Tottenham Hotspur og Chelsea í kvöld þegar Eric Dier virtist verða brátt í brók.
Dier - leikmaður Tottenham - rauk þá inn í búningsherbergi eftir að boltinn hafði farið aftur fyrir og Hugo Lloris, markvörður liðsins, ætlaði að taka markspyrnu. Dier virðist hafa fengið leyfi frá dómaranum og þaut inn í klefa.
Strange scenes as @ericdier runs off the pitch to the dressing room, followed hastily by Mourinho. Then Dier runs back out to resume playing. Presumably he needed the loo. Players just don t shit on the pitch anymore. What s wrong with them?
— Gary Lineker (@GaryLineker) September 29, 2020
Hér að neðan má sjá myndband af atviki kvöldsins.
Hér má sjá atvikið kostulega í leik Tottenham og Chelsea í kvöld þegar Mourinho hljóp inn að ná í Eric Dier sem hafði orðið brátt í brók pic.twitter.com/1O9GSzdMoN
— Sportið á Vísi (@VisirSport) September 29, 2020
„Mourinho er eflaust að skeina Dier í þessum töluðu orðum,“ sagði Guðmundur Benediktsson er hann lýsti leiknum á Stöð 2 Sport 2. Mögulega hafði Gummi eitthvað til sín máls því skömmu síðar kom Dier út og leikurinn hélt áfram.
Staðan þegar þetta átti sér stað var 1-0 fyrir Chelsea en skömmu síðar jafnaði Erik Lamela fyrir metin. Fleiri urðu mörkin ekki og staðan því 1-1 þegar dómari leiksins flautaði ef. Engar framlengingar eru nú og því þurfti að grípa til vítaspyrnukeppni sem er nú í gangi. Dier fór fyrstur á punktinn og skoraði af öryggi.
Fór það svo að Tottenham vann vítaspyrnukeppnina en Mason Mount brenndi af síðustu spyrnu Chelsea. Allir fimm leikmenn Tottenham nýttu sínar spyrnur og liðið því komið áfram.
Eric Dier has left the pitch in an unusual fashion in his last two domestic cup appearances and you have to respect it pic.twitter.com/zDTk3qf7BW
— Duncan Alexander (@oilysailor) September 29, 2020
Atvikið sem um er ræðir hér að ofan var í leik Tottenham og Norwich City í enska FA bikarnum á síðustu leiktíð. Dier var úrskurðaður í fjögurra leikja bann í kjölfarið.