„Þegar ég var að byrja minn feril keypti ég mér kassagítar, svona þrettán ára og byrjaði að rugla í því að syngja,“ segir Sigga Beinteins þegar hún segir frá því hvernig hún byrjaði í tónlist.
Sigga og Páll Óskar heilluðu áhorfendur með líflegri og einlægri framkomu í öðrum þætti af Í kvöld er gigg sem var á dagskrá Stöðvar 2 síðasta föstudagskvöld.
„Ég byrjaði að syngja ein inni í herbergi, helst þegar enginn var heima,“ segir Sigga og bætir því við að hún hafi verið mjög feimin þegar hún byrjaði að prófa sig áfram í tónlistinni og ekki haft hugmynd um það að hún gæti sungið.
Hér fyrir neðan er hægt að sjá klippu af því þegar Sigga flytur eitt af sínum uppáhaldslögum, Bítlalagið Something.