„Í hvaða heimi telur fólk að þetta dugi?“ Jakob Bjarnar skrifar 1. október 2020 11:20 Ágúst Ólafur telur fjárlagafrumvarp Bjarna meðal annars lýsa því að ríkisstjórnin hafi engan skilning á meginvandanum sem er atvinnuleysið, nú í methæðum og á uppleið. visir/vilhelm Ágúst Ólafur Ágústsson, þingmaður Samfylkingarinnar og á hann sæti í fjárlaganefnd, telur það fjárlagafrumvarp sem Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra kynnti nú fyrir stundu ekki uppá marga fiska. „Við fyrstu sýn er ekki að sjá að ríkisstjórnin átti sig á meginvandanum sem er atvinnuleysið sem er í methæðum og á uppleið. Nær ekkert er gert til að fjölga störfum eða létta undir atvinnulausum og fjölskyldum þeirra,“ segir Ágúst Ólafur í samtali við Vísi. Hann var inntur eftir því hvernig hið 332 síðna fjárlagafrumvarp sem lagt var fram nú í morgun horfði við honum. Að neðan má sjá viðtal við Bjarna Benediktsson fjármálaráðherra að lokinni kynningu á frumvarpinu í morgun. „Í fyrsta lagi stendur ekki til að hækka atvinnuleysisbætur og því eru tugþúsundir Íslendinga dæmdir til að lifa á 240 þús á krónum á mánuði, sem er upphæð sem enginn ráðherra myndi treysta sér til að lifa á,“ segir þingmaðurinn og bætir við: „Í öðru lagi eru fjárfestingar í nýjum störfum allt of litlar, bæði í einkageiranum og hjá hinu opinbera og atvinnuleysið verður því áfram hátt. Vegna hægrikreddu Sjálfstæðismanna er ekkert átak í að fjölga opinberum störfum þar sem þeirra er þörf eins og í hjúkrun, sálfræðiþjónustu, skólunum, löggæslu og þess háttar innviðastörfum.“ Veiðileyfagjöld orðin álíka há og útvarpsgjaldið Ágúst Ólafur segir að allt fjárfestingar- og uppbyggingarátak ríkisstjórnarinnar á næsta ári sé undir 3 prósentum af fjárlögum. „Í hvaða heimi telur fólk að það dugi þegar kemur að dýpstu kreppu Íslands í 100 ár? Í þriðja lagi sýnist mér að boðaður sé sársaukafullur en óútfærður niðurskurður eftir rúm 2 ár upp á tæplega 40 milljarða árlega. Það gerist á kostnað þeirra sem njóta opinberrar þjónustu hvort sem það eru eldri borgarar, öryrkjar, sjúklingar, námsmenn og fátækt fólk.“ Í fjórða lagi segir Ágúst Ólafur að enn ríki algjört skilningleysi skilningsleysi gagnvart litlum fyrirtækjum en ekki verður ráðist í frekari lækkun til dæmis tryggingargjalds gagnvart þeim eins og væri kærkomið. Samt eru haldið í fyrirhuguð áform að breyta skattlagningu á fjármagnstekjuskatti þannig að fjármagnseigendur einir hópa, verða varðir sérstaklega fyrir verðbólgu. „Þá vekur að það athygli að veiðileyfagjöld halda áfram að lækka og eru orðin álíka há á útvarpsgjaldið. Kannski kemur það ekki á óvart hjá þessari ríkisstjórn.“ Falleinkunn gagnvart vinnu og velferð Að endingu segir Ágúst að það vanti tilfinnanlega allan kraft í fjármögnun nýsköpunar en aukningin í nýsköpun milli ára eru 0,5 prósent af fjárlögunum. Sé litið til næstu 5 ára verður meira að segja lækkun til menningar, lista og íþróttastarfs sem er köld tuska framan í þessa geira. Framhaldsskólar fá nánast sömu upphæð næstu fimm árin og nær hin marglofaða menntasókn ekki til þeirra af einhverjum ástæðum. „Þá er ég sannfærður að við gætum sett miklu meira fjármuni í að flýta hér arðbærum opinberum framkvæmdum til að auka eftirspurn í samfélaginu en samgöngumál fá mikla lækkun næstu fimm árin. Viðbótin í umhverfismál nemur 0,34 prósentum af fjárlögum og er það nú merki um grænan metnað?“ spyr Ágúst Ólafur. Hann segir vanta öll uppbyggingaráform. „Og fá þá því fjárlögin og fjármálaáætlunin falleinkunn í hugum þeirra sem er annt um vinnu og velferð.“ Allt það helsta um fjárlagafrumvarpið 2021 má finna í Vaktinni á Vísi. Fjárlagafrumvarp 2021 Stjórnsýsla Efnahagsmál Alþingi Mest lesið Þrjátíu þúsund fengu hærri lífeyri í dag en síðustu mánaðamót Innlent Vill skipta út borgarstjórnarflokknum en halda Hildi inni Innlent Sólveig Anna sé sjálf sek um dyggðaskreytingar Innlent „Kynlífsdúkka“ af ungu barni meðal gagna máls gegn fyrrverandi ráðherra Erlent Nágranni hafði betur og verkstæðið verður ekki endurbyggt Innlent Tilkynnt um hljóð úr neyðarsendi á flugi yfir Akranes Innlent Biðjast ekki afsökunar Innlent Vara við því að Kennedy ógni heilsu landsmanna Erlent Hútar réðust inn til Sameinuðu þjóðanna og tóku ellefu starfsmenn í hald Innlent Telja Rússa hafa truflað flugvél forseta framkvæmdastjórnar ESB Erlent Fleiri fréttir Leit vegna neyðarsendis frestað Falla frá hluta ákæru vegna tunnumótmælanna Nágranni hafði betur og verkstæðið verður ekki endurbyggt Innkalla ferskan kjúkling frá Matfugli vegna gruns um salmonellu Tilkynnt um hljóð úr neyðarsendi á flugi yfir Akranes Einfaldasta lausnin að bæta kjör geislafræðinga Veitur vara við svikaskilaboðum Áhersla lögð á andlega líðan eldra fólks sem sé lítið rædd Þrjátíu þúsund fengu hærri lífeyri í dag en síðustu mánaðamót Ákærður fyrir að bera sig ítrekað Segir nýtt kerfi stórbæta kjör lífeyrisþega Með á þriðja þúsund pilla í nammipokum Bein útsending: Nýtt örorku- og endurhæfingarkerfi tekur gildi Það sé skammtímalausn að lengja opnunartíma og senda fólk erlendis í geislameðferð Snærós ráðin framkvæmdastjóri Evrópuhreyfingarinnar Sólveig Anna sé sjálf sek um dyggðaskreytingar Með óspektir og réðst á lögreglumann Vill skipta út borgarstjórnarflokknum en halda Hildi inni Hútar réðust inn til Sameinuðu þjóðanna og tóku ellefu starfsmenn í hald Biðjast ekki afsökunar Ferðamaður tekinn á tvö hundruð kílómetra hraða Mótorhjólakappi fluttur á sjúkrahús eftir árekstur við framúrakstur Friðarsúlan „gagnslaus“ og megi alveg eins heita „woke-súlan“ Netþrjótar hirða meira en hálfan milljarð og verktaki bendir á borgina Gamall Volvo stóð í ljósum logum í Breiðholti Varðturnarnir á bak og burt Mikill hugur hjá skógræktarfólki um allt land Fer hörðum orðum um „óveðursskýið“ Jóhann Pál Boðar sumarveður inn í september Google Maps beinir ökumönnum um Krýsuvíkurleiðina vegna villu Sjá meira
Ágúst Ólafur Ágústsson, þingmaður Samfylkingarinnar og á hann sæti í fjárlaganefnd, telur það fjárlagafrumvarp sem Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra kynnti nú fyrir stundu ekki uppá marga fiska. „Við fyrstu sýn er ekki að sjá að ríkisstjórnin átti sig á meginvandanum sem er atvinnuleysið sem er í methæðum og á uppleið. Nær ekkert er gert til að fjölga störfum eða létta undir atvinnulausum og fjölskyldum þeirra,“ segir Ágúst Ólafur í samtali við Vísi. Hann var inntur eftir því hvernig hið 332 síðna fjárlagafrumvarp sem lagt var fram nú í morgun horfði við honum. Að neðan má sjá viðtal við Bjarna Benediktsson fjármálaráðherra að lokinni kynningu á frumvarpinu í morgun. „Í fyrsta lagi stendur ekki til að hækka atvinnuleysisbætur og því eru tugþúsundir Íslendinga dæmdir til að lifa á 240 þús á krónum á mánuði, sem er upphæð sem enginn ráðherra myndi treysta sér til að lifa á,“ segir þingmaðurinn og bætir við: „Í öðru lagi eru fjárfestingar í nýjum störfum allt of litlar, bæði í einkageiranum og hjá hinu opinbera og atvinnuleysið verður því áfram hátt. Vegna hægrikreddu Sjálfstæðismanna er ekkert átak í að fjölga opinberum störfum þar sem þeirra er þörf eins og í hjúkrun, sálfræðiþjónustu, skólunum, löggæslu og þess háttar innviðastörfum.“ Veiðileyfagjöld orðin álíka há og útvarpsgjaldið Ágúst Ólafur segir að allt fjárfestingar- og uppbyggingarátak ríkisstjórnarinnar á næsta ári sé undir 3 prósentum af fjárlögum. „Í hvaða heimi telur fólk að það dugi þegar kemur að dýpstu kreppu Íslands í 100 ár? Í þriðja lagi sýnist mér að boðaður sé sársaukafullur en óútfærður niðurskurður eftir rúm 2 ár upp á tæplega 40 milljarða árlega. Það gerist á kostnað þeirra sem njóta opinberrar þjónustu hvort sem það eru eldri borgarar, öryrkjar, sjúklingar, námsmenn og fátækt fólk.“ Í fjórða lagi segir Ágúst Ólafur að enn ríki algjört skilningleysi skilningsleysi gagnvart litlum fyrirtækjum en ekki verður ráðist í frekari lækkun til dæmis tryggingargjalds gagnvart þeim eins og væri kærkomið. Samt eru haldið í fyrirhuguð áform að breyta skattlagningu á fjármagnstekjuskatti þannig að fjármagnseigendur einir hópa, verða varðir sérstaklega fyrir verðbólgu. „Þá vekur að það athygli að veiðileyfagjöld halda áfram að lækka og eru orðin álíka há á útvarpsgjaldið. Kannski kemur það ekki á óvart hjá þessari ríkisstjórn.“ Falleinkunn gagnvart vinnu og velferð Að endingu segir Ágúst að það vanti tilfinnanlega allan kraft í fjármögnun nýsköpunar en aukningin í nýsköpun milli ára eru 0,5 prósent af fjárlögunum. Sé litið til næstu 5 ára verður meira að segja lækkun til menningar, lista og íþróttastarfs sem er köld tuska framan í þessa geira. Framhaldsskólar fá nánast sömu upphæð næstu fimm árin og nær hin marglofaða menntasókn ekki til þeirra af einhverjum ástæðum. „Þá er ég sannfærður að við gætum sett miklu meira fjármuni í að flýta hér arðbærum opinberum framkvæmdum til að auka eftirspurn í samfélaginu en samgöngumál fá mikla lækkun næstu fimm árin. Viðbótin í umhverfismál nemur 0,34 prósentum af fjárlögum og er það nú merki um grænan metnað?“ spyr Ágúst Ólafur. Hann segir vanta öll uppbyggingaráform. „Og fá þá því fjárlögin og fjármálaáætlunin falleinkunn í hugum þeirra sem er annt um vinnu og velferð.“ Allt það helsta um fjárlagafrumvarpið 2021 má finna í Vaktinni á Vísi.
Fjárlagafrumvarp 2021 Stjórnsýsla Efnahagsmál Alþingi Mest lesið Þrjátíu þúsund fengu hærri lífeyri í dag en síðustu mánaðamót Innlent Vill skipta út borgarstjórnarflokknum en halda Hildi inni Innlent Sólveig Anna sé sjálf sek um dyggðaskreytingar Innlent „Kynlífsdúkka“ af ungu barni meðal gagna máls gegn fyrrverandi ráðherra Erlent Nágranni hafði betur og verkstæðið verður ekki endurbyggt Innlent Tilkynnt um hljóð úr neyðarsendi á flugi yfir Akranes Innlent Biðjast ekki afsökunar Innlent Vara við því að Kennedy ógni heilsu landsmanna Erlent Hútar réðust inn til Sameinuðu þjóðanna og tóku ellefu starfsmenn í hald Innlent Telja Rússa hafa truflað flugvél forseta framkvæmdastjórnar ESB Erlent Fleiri fréttir Leit vegna neyðarsendis frestað Falla frá hluta ákæru vegna tunnumótmælanna Nágranni hafði betur og verkstæðið verður ekki endurbyggt Innkalla ferskan kjúkling frá Matfugli vegna gruns um salmonellu Tilkynnt um hljóð úr neyðarsendi á flugi yfir Akranes Einfaldasta lausnin að bæta kjör geislafræðinga Veitur vara við svikaskilaboðum Áhersla lögð á andlega líðan eldra fólks sem sé lítið rædd Þrjátíu þúsund fengu hærri lífeyri í dag en síðustu mánaðamót Ákærður fyrir að bera sig ítrekað Segir nýtt kerfi stórbæta kjör lífeyrisþega Með á þriðja þúsund pilla í nammipokum Bein útsending: Nýtt örorku- og endurhæfingarkerfi tekur gildi Það sé skammtímalausn að lengja opnunartíma og senda fólk erlendis í geislameðferð Snærós ráðin framkvæmdastjóri Evrópuhreyfingarinnar Sólveig Anna sé sjálf sek um dyggðaskreytingar Með óspektir og réðst á lögreglumann Vill skipta út borgarstjórnarflokknum en halda Hildi inni Hútar réðust inn til Sameinuðu þjóðanna og tóku ellefu starfsmenn í hald Biðjast ekki afsökunar Ferðamaður tekinn á tvö hundruð kílómetra hraða Mótorhjólakappi fluttur á sjúkrahús eftir árekstur við framúrakstur Friðarsúlan „gagnslaus“ og megi alveg eins heita „woke-súlan“ Netþrjótar hirða meira en hálfan milljarð og verktaki bendir á borgina Gamall Volvo stóð í ljósum logum í Breiðholti Varðturnarnir á bak og burt Mikill hugur hjá skógræktarfólki um allt land Fer hörðum orðum um „óveðursskýið“ Jóhann Pál Boðar sumarveður inn í september Google Maps beinir ökumönnum um Krýsuvíkurleiðina vegna villu Sjá meira