Fjárframlög til samgöngumála aukin um rúma tíu milljarða Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 1. október 2020 12:01 Frá framkvæmdum á Reykjanesbraut við gatnamótin við Sæbraut í sumar en á næsta ári er gert ráð fyrir að 4,8 milljarðar fari í framkvæmdir á stofnæðum út frá höfuðborgarsvæðinu, meðal annars Reykjanesbraut. Vísir/Vilhelm Fjárframlög til samgöngumála verða aukin á næsta ári um rúma tíu milljarða króna frá gildandi fjárlögum að frátöldum almennum launa- og verðlagsbreytingum sem nema um 440 milljónum króna. Heildarfjárheimildin fer þannig úr um 45,5 milljörðum króna í rúmlega 56 milljarða króna samkvæmt fjárlagafrumvarpi næsta árs. Mestu munar um 11,4 milljarða króna sem fara inn í málaflokkinn með vísun í sérstakt fjárfestingarátak ríkisstjórnarinnar til að vinna gegn samdrætti í hagkerfinu í kjölfar kórónuveirufaraldursins. Af þeirri upphæð dragast svo 243 milljónir króna annars vegar og 860 milljónir króna hins vegar. Fjárheimild málaflokksins lækkar um 243 milljónir vegna áætlunar Samgöngustofu um lægri rekstrartekjur vegna fyrirsjáanlega minna umfangs. 860 milljónirnar eru síðan hlutdeild málaflokksins í aðhaldskröfu sem gerð er almennt í samgöngu- og fjarskiptamálum. Á meðal helstu verkefna í samgöngumálum sem talin eru upp í greinargerð fjárlagafrumvarpsins er stórátak í vegaframkvæmdum í samræmi við fyrrnefnt fjárfestingaátak. 4,8 milljarðar verða settir í þetta átak samkvæmt frumvarpinu og á að ráðast í framkvæmdir á stofnæðum út frá höfuðborgarsvæðinu; á Reykjanesbraut, Vesturlandsvegi og Suðurlandsvegi. Þá eru einnig nefndar framkvæmdir á Þverárfjallsvegi og Skagastrandarvegi, Borgarfjarðarvegi, Snæfellsnesvegi um Skógarströnd og hringtorg við Landvegamót á Eyrarbakkavegi og á Flúðum. 2,6 milljarðar króna eiga síðan að fara í fækkun einbreiðra brúa á hringveginum í samræmi við fjárfestingaátakið, meðal annars á Gilsá á Völlum á Skriðdals- og Breiðdalsvegi, yfir Núpsvötn, Stóru-Laxá á Skeiða- og Hrunamannavegi og Skjálfandafljót á hringvegi hjá Fosshóli og Goðafossi. Allt það helsta um fjárlagafrumvarpið 2021 má finna í Vaktinni á Vísi. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Samgöngur Fjárlagafrumvarp 2021 Mest lesið Vaktin: Klofinn dómur en Albert sýknaður Innlent „Við erum með stórt sár á sálinni“ Innlent Grunaði strax að kveikt hefði verið í bílnum hans Innlent Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Innlent Nokkur fjölbýlishús í ljósum logum Erlent „Hann er gerður úr stáli, drengurinn“ Innlent Um hvað voru dómararnir í máli Alberts ósammála? Innlent Foráttuveður í kortunum Innlent Heljarinnar verðmunur á sömu flugferðinni Innlent Nú hægt að aka nýja leið af flugvallarsvæðinu Innlent Fleiri fréttir Gefa út lag með látnum syni og félaga Kirkjan skuldar Kristni ekki eftir allt saman Endurheimtu rándýrar myndavélar eftir nafnlausa ábendingu Langþráð nýtt líf Helguvíkur í boði NATO Heiðar mætir með Dreka í nýja olíuleit Útgjöld Íslands til varnarmála duga til – í bili Helgi Magnús um viðbrögð Evu: „Þetta er ekki fótboltaleikur“ Um hvað voru dómararnir í máli Alberts ósammála? Gefur út lag með látnum vini sínum og heimsókn Rutte Farbannið framlengt Skoða framtíðarnýtingu Vífilsstaða Símon vildi að Albert fengi tvö og hálft ár „Hann er gerður úr stáli, drengurinn“ Dómurinn kemur lögmanni konunnar á óvart Heljarinnar verðmunur á sömu flugferðinni Lýsti Íslandi sem „augum og eyrum“ Nató Vaktin: Klofinn dómur en Albert sýknaður Grunaði strax að kveikt hefði verið í bílnum hans Bein útsending: Staða fæðuöryggis á Íslandi Kristrún og Rutte boða til blaðamannafundar Veginum lokað milli Skaftafells og Jökulsárlóns vegna veðurs Íslandsheimsókn þegar uppi er flókin og erfið staða í NATO Nú hægt að aka nýja leið af flugvallarsvæðinu Gæti þýtt aukna viðveru NATO hér á landi Milljarðauppbygging í Helguvík og verðbólgan hjaðnar Vilja að borgin selji Carbfix og bílastæðahúsin Ritstjóri Mosfellings vill leiða lista Sjálfstæðismanna Tíu milljarða fjárfesting í Helguvíkurhöfn vegna NATO Friðuð Árbæjarstífla fái nýtt útlit og verði „upplifunarbrú“ Vill fá svör um málsmeðferðartíma úrskurðarnefndar Sjá meira
Fjárframlög til samgöngumála verða aukin á næsta ári um rúma tíu milljarða króna frá gildandi fjárlögum að frátöldum almennum launa- og verðlagsbreytingum sem nema um 440 milljónum króna. Heildarfjárheimildin fer þannig úr um 45,5 milljörðum króna í rúmlega 56 milljarða króna samkvæmt fjárlagafrumvarpi næsta árs. Mestu munar um 11,4 milljarða króna sem fara inn í málaflokkinn með vísun í sérstakt fjárfestingarátak ríkisstjórnarinnar til að vinna gegn samdrætti í hagkerfinu í kjölfar kórónuveirufaraldursins. Af þeirri upphæð dragast svo 243 milljónir króna annars vegar og 860 milljónir króna hins vegar. Fjárheimild málaflokksins lækkar um 243 milljónir vegna áætlunar Samgöngustofu um lægri rekstrartekjur vegna fyrirsjáanlega minna umfangs. 860 milljónirnar eru síðan hlutdeild málaflokksins í aðhaldskröfu sem gerð er almennt í samgöngu- og fjarskiptamálum. Á meðal helstu verkefna í samgöngumálum sem talin eru upp í greinargerð fjárlagafrumvarpsins er stórátak í vegaframkvæmdum í samræmi við fyrrnefnt fjárfestingaátak. 4,8 milljarðar verða settir í þetta átak samkvæmt frumvarpinu og á að ráðast í framkvæmdir á stofnæðum út frá höfuðborgarsvæðinu; á Reykjanesbraut, Vesturlandsvegi og Suðurlandsvegi. Þá eru einnig nefndar framkvæmdir á Þverárfjallsvegi og Skagastrandarvegi, Borgarfjarðarvegi, Snæfellsnesvegi um Skógarströnd og hringtorg við Landvegamót á Eyrarbakkavegi og á Flúðum. 2,6 milljarðar króna eiga síðan að fara í fækkun einbreiðra brúa á hringveginum í samræmi við fjárfestingaátakið, meðal annars á Gilsá á Völlum á Skriðdals- og Breiðdalsvegi, yfir Núpsvötn, Stóru-Laxá á Skeiða- og Hrunamannavegi og Skjálfandafljót á hringvegi hjá Fosshóli og Goðafossi. Allt það helsta um fjárlagafrumvarpið 2021 má finna í Vaktinni á Vísi.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Samgöngur Fjárlagafrumvarp 2021 Mest lesið Vaktin: Klofinn dómur en Albert sýknaður Innlent „Við erum með stórt sár á sálinni“ Innlent Grunaði strax að kveikt hefði verið í bílnum hans Innlent Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Innlent Nokkur fjölbýlishús í ljósum logum Erlent „Hann er gerður úr stáli, drengurinn“ Innlent Um hvað voru dómararnir í máli Alberts ósammála? Innlent Foráttuveður í kortunum Innlent Heljarinnar verðmunur á sömu flugferðinni Innlent Nú hægt að aka nýja leið af flugvallarsvæðinu Innlent Fleiri fréttir Gefa út lag með látnum syni og félaga Kirkjan skuldar Kristni ekki eftir allt saman Endurheimtu rándýrar myndavélar eftir nafnlausa ábendingu Langþráð nýtt líf Helguvíkur í boði NATO Heiðar mætir með Dreka í nýja olíuleit Útgjöld Íslands til varnarmála duga til – í bili Helgi Magnús um viðbrögð Evu: „Þetta er ekki fótboltaleikur“ Um hvað voru dómararnir í máli Alberts ósammála? Gefur út lag með látnum vini sínum og heimsókn Rutte Farbannið framlengt Skoða framtíðarnýtingu Vífilsstaða Símon vildi að Albert fengi tvö og hálft ár „Hann er gerður úr stáli, drengurinn“ Dómurinn kemur lögmanni konunnar á óvart Heljarinnar verðmunur á sömu flugferðinni Lýsti Íslandi sem „augum og eyrum“ Nató Vaktin: Klofinn dómur en Albert sýknaður Grunaði strax að kveikt hefði verið í bílnum hans Bein útsending: Staða fæðuöryggis á Íslandi Kristrún og Rutte boða til blaðamannafundar Veginum lokað milli Skaftafells og Jökulsárlóns vegna veðurs Íslandsheimsókn þegar uppi er flókin og erfið staða í NATO Nú hægt að aka nýja leið af flugvallarsvæðinu Gæti þýtt aukna viðveru NATO hér á landi Milljarðauppbygging í Helguvík og verðbólgan hjaðnar Vilja að borgin selji Carbfix og bílastæðahúsin Ritstjóri Mosfellings vill leiða lista Sjálfstæðismanna Tíu milljarða fjárfesting í Helguvíkurhöfn vegna NATO Friðuð Árbæjarstífla fái nýtt útlit og verði „upplifunarbrú“ Vill fá svör um málsmeðferðartíma úrskurðarnefndar Sjá meira
Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Innlent
Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Innlent