Umfjöllun og viðtöl: Höttur - Grindavík 94-101 | Reynslan sigldi sigrinum til Grindavíkur Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 1. október 2020 20:35 Dagur Kár Jónsson. Vísir/Elín Björg Grindavík vann Hött 94-101 eftir framlengingu í fyrsta leik Domino‘s deildar karla í kvöld. Nýliðarnir voru yfir lengi í leiknum en gestunum tókst að jafna leikinn undir lok venjulegs leiktíma og höfðu síðan yfirburði í framlengingu. Grindavík var 15-17 yfir fyrsta leikhluta en Höttur náði yfirhöndinni í leiknum með 11-2 kafla um miðjan annan leikhluta sem breytti stöðunni úr 19-22 í 30-24. Hattarmenn spiluðu fína vörn á þessum kafla og yfirvegaðan sóknarleik. Grindavíkingar virkuðu hins vegar enn í sumargírnum því sókn liðsins var stirðbusaleg auk þess sem ekki eitt einasta þriggja stiga skot liðsins fór ofan í þrátt fyrir 11 tilraunir. Þeim tókst hins vegar að laga stöðuna í 40-37 fyrir hálfleik. Um miðjan þriðja leikhluta var Höttur aftur kominn í sjö stiga forskot, 55-48. Daníel Guðni Guðmundsson, þjálfari Grindavíkur, tók þá leikhlé og tókst að kveikja í sínu liði sem jafnaði í 59-59. Hetti tókst þó að rífa sig upp aftur og var 64-61 yfir þegar leikhlutanum lauk. Höttur hélt því forskoti þar til rúmar þrjár mínútur voru eftir af leiknum þegar Grindavíkingar stálu boltanum og Björgvin Hafþór Ríkarðsson óð upp völlinn, tróð og jafnaði í 74-74. Hattarmenn svöruðu með fjórum stigum og voru 78-74 yfir þegar Grindavík tók leikhlé með 2:52 mínútur eftir. Aftur náði Daníel Guðni að kveikja í sínu liði með leikhléi og næstu sex stig urðu Grindvíkinga sem voru þá yfir, 78-80 þegar 19 sekúndur voru eftir. Áköf vörn gestanna virtist skelfa heimamenn, sem fóru að skjóta úr verri færum. Dino Stipcic tókst að jafna leikinn í 80-80 þegar hann hirti frákast þegar þriggja stiga skot Shavar Newark kastaðist af hringnum. Grindvíkingar fengu sókn þegar þrjár sekúndur voru eftir en Sigurður Gunnar Þorsteinsson spilaði frábæra vörn á Eric Wise og vann innkast. Hattarmenn fengu því eitt lokaskot þegar 0,3 sekúndur voru eftir en skotfærið var erfitt og tilraunin aldrei nálægt körfunni. Því þurfti að framlengja og þar voru Grindvíkingar töluvert betri. Eistneski miðherjinn, Joonas Järveläinen, sem sýndi ágætar rispur í sókninni í sínum fyrsta leik fyrir Grindavík, skoraði fyrstu körfuna en síðan tók fyrirliðinn Ólafur Ólafsson sig til, setti niður þriggja stiga skot og fylgdi því eftir með sniðskoti. Eftir tveggja mínútna leik í framlengingunni var Grindavík komin í 82-89 og það forskot lét liðið aldrei af hendi. Hjá Hetti var Shavar Newark stigahæstur með 24 stig en Sigurður Gunnar skoraði 21 auk þess að taka 11 fráköst. Dagur Kár Jónsson skoraði 25 stig fyrir Grindavík, Eric Weis 21 og Joonas Järveläinen 20. Af hverju vann Grindavík? Grindavík vann á reynslunni. Hattarliðið spilaði skynsaman sóknarleik fram að síðustu þremur mínútunum, en fóru þá að leita í erfiðari skot sem geiguðu. Eftir svekkelsið að missa niður unnin leik virtist liðið búið á því þegar kom að framlengingunni. Grindavík náði þar strax sjö stiga forskoti sem það sleppti aldrei. Hverjir stóðu upp úr? Sigurður Gunnar Þorsteinsson fékk lófatak úr stúkunni þegar hann fór út af í sínum fyrsta leik fyrir Hött en hann hefði eflaust frekar þegið sigur. Hann skoraði yfir 20 stig, hirti 11 fráköst og var á nokkrum mikilvægum stundum drifkrafturinn fyrir Hött. Eric Weis var maðurinn sem Grindvíkingar leituðu gjarnan að þegar hugmyndirnar þraut í sóknarleiknum, sem var býsna oft. Dagur Kár Jónsson varð stigahæstur og átti mikilvægar körfur til að halda gestunum inni í leiknum. Í framlengingunni var það svo Ólafur Ólafsson sem svo að segja kláraði leikinn. Hvað mátti betur fara? Daníel Guðni Guðmundsson, þjálfari Grindavíkur, sagði fyrir leikinn að liðið stefndi á að verða meðal fjögurra efstu liðanna. Miðað við það má býsna margt betur fara. Sóknarleikurinn var frekar einfaldur og oft hægur og lítil ákefð í vörninni. Hvað varðar Hött þá vantar eitthvað til að loka jöfnum leik sem þessum. Bráðin var í sigtinu en liðið hikaði við að taka í gikkinn og hún slapp. Hvað gerist næst? Nýliðar Hattar hefðu haft gott af að fá sjálfstraust með sigri í fyrsta leik, en liðið á næst erfiðan útleik gegn Stjörnunni sem spáð er góðu gengi. Grindavík á heimaleik gegn Þór Akureyri, sem flestir virðast álíta slakasta lið deildarinnar. Grindavík spilar reyndar síðan gegn Þór Þorlákshöfn og síðan Haukum þannig liðið byrjar á þeim fjórum liðum sem spáð er erfiðasta vetrinum. Það gæti reynst heillavænlegt til að slípa liðið saman fyrir átök gegn fornum fjendum. Daníel Guðni Guðmundsson er þjálfari Grindavíkur.Ernir Daníel Guðni: Ég finn til með Hattarmönnum Daníel Guðni Guðmundsson, þjálfari Grindavíkur, viðurkenndi að sitt lið hefði verið heppið að knýja fram 101-94 sigur á nýliðum Hattar í fyrsta leik úrvalsdeildar karla í körfuknattleik eftir framlengingu á Egilsstöðum í kvöld. „Mér finnst við lánsamir að fara með tvö stig út úr leiknum. Mín upplifun var sú að Höttur væri betri, liðið var þétt, léttleikandi og spilaði vel saman. Við náðum aldrei flugi fyrr en í framlengingunni. Þangað til var Höttur alltaf skrefi á undan sem gerði þetta að mjög krefjandi verkefni.“ Svo virtist sem Grindavíkurliðið væri ekki fyllilega tilbúið í leikinn. Oftar en einu sinni tók það við sér eftir að Daníel Guðni hafði tekið leikhlé. Þeir kaflar komu í veg fyrir að Höttur sigldi vel fram úr. „Já, en mér finnst kjánalegt að þurfa að kveikja í fullorðnum karlmönnum sem eru að spila sinn fyrsta alvöru leik í sex mánuði,“ svaraði Daníel Guðni spurður út í hvort hann hefði þurft að kveikja í liðinu með hléunum. „Það var værð yfir þessu, nokkuð sem við viljum ekki lenda í. Svona viljum við ekki byrja leiki. Við töluðum um annað en það sást ekki á parketinu. Það sýnir hins vegar karakter að þótt við missum þá 6-8 stigum á undan okkur þá hættum við aldrei, heldur héldum áfram og náðum að knýja fram framlengingu.“ 9 prósent þriggja stiga nýting Í framlengingunni var það Ólafur Ólafsson sem fór fyrir liðinu. „Hann er bæði reynslumikill og fyrirliðinn þannig hann tók að sér leiðtogahlutverkið þar. Hann setti þriggja stiga körfu en annars vorum við með afleita nýtingu úr þriggja stiga skotum. Við teljum okkur vera með gott þriggja stiga lið en við settum bara þrjú skot ofan í,“ sagði Daníel Guðni. Til þess þurfti liðið hins vegar 23 tilraunir sem þýðir 9% nýtingu. Hann benti einnig á að Höttur hefði tekið 48 fráköst á móti 38 fráköstum Grindavíkur, þar af 21 gegn 13 sóknarfráköstum. „Ég finn raunverulega til með Hetti að ná ekki í stig hér sem gerir mig enn ánægðari með að hafa náð í tvö mikilvæg stig.“ Leituðu til Weis Það sem gladdi Daníel mest í Grindavíkurliðinu í kvöld var frammistaða Bandaríkjamannsins Eric Weis sem kom til liðsins í byrjun vikunnar. „Hann sýndi góða takta þrátt fyrir að vera í takmörkuðu leikformi og hafa aðeins náð einni æfingu með okkur. Hann spilaði 30 mínútur, nokkuð sem ég ætlaði ekki að gera fyrir leik, því við lentum í smá meiðslum. Við byrjuðum að leita mikið inn á hann í seinni hálfleik þar sem hann skoraði þægilegar körfur fyrir okkur. Við héldum áfram að leita að honum og í lokin var hann orðinn dauðþreyttur.“ Við spiluðum frekar einfaldan sóknarleik með fáum kerfum og verðum að vera ákveðnari í okkar aðgerðum, einkum varnarlega.“ Viðar Örn Hafsteinsson er mættur með Hött upp í efstu deild.Ernir Viðar Örn: Helvítis tap! Viðar Örn Hafsteinsson, þjálfari Hattar, var svekktur eftir að lið hans tapaði 94-101 fyrir Grindavík í framlengdum leik í fyrstu umferð Domino‘s deildar karla í körfuknattleik á Egilsstöðum í kvöld. Nýliðar Hattar höfðu undirtökin lengst af í leiknum en misstu tökin rétt í lok venjulegs leiktíma. „Okkur vantaði kjark til að fara og taka þennan sigur. Það var það eina. Það var margt gott í okkar leik en ég er hundóánægður með að við höfum hent sigrinum frá okkur. Grindavík spilaði vel síðustu 2,5 mínúturnar og kláruðu hlutina betur þegar komið var í alvöru leik.“ Höttur var yfir 78-74 en Grindavík skoraði þá sex stig í röð. Hetti tókst að jafna í 80-80 þegar þrjár sekúndur voru eftir. Þegar framlengingin hófst virtist liðið sprungið og Grindavík skoraði níu stig gegn tveimur fyrstu tvær mínútur hennar. „Við byrjuðum framlenginguna illa, Grindavík skoraði auðvelda körfu og svo þriggja stiga úr horninu. Þá var sem loftið væri aðeins úr okkur. Við héldum samt áfram út í gegn og reyndum hvað við gátum en þeir voru sterkari.“ En það að hafa verið yfir lungann úr leiknum bendir til þess að Hattarliðið hafi spilað þokkalegan leik. „Ég er ánægður með margt. Eric Weis var það eina sem við þekktum ekki mjög vel í þeirra leik og hann gerði okkur erfitt fyrir. Bæði í fyrsta leikhluta og þriðja komu kaflar þar sem við hittum illa en það gerist. Þegar við spiluðum okkar sóknarleik eins og við lögðum upp með þá tókst okkur vel að opna skotfæri.“ En þetta dugði ekki til svo Höttur fengi stigin tvö sem allt snýst um. „Við tökum ekkert með okkur úr þessum leik því við töpuðum. Við getum byggt áfram á þeim atriðum sem við gerðum vel og við verðum að reyna að þroskast til að klára svona viðureignir. En við verðum bara með skeifuna fram að miðnætti. Helvítis tap!“ Dominos-deild karla Körfubolti Íslenski körfuboltinn Höttur UMF Grindavík
Grindavík vann Hött 94-101 eftir framlengingu í fyrsta leik Domino‘s deildar karla í kvöld. Nýliðarnir voru yfir lengi í leiknum en gestunum tókst að jafna leikinn undir lok venjulegs leiktíma og höfðu síðan yfirburði í framlengingu. Grindavík var 15-17 yfir fyrsta leikhluta en Höttur náði yfirhöndinni í leiknum með 11-2 kafla um miðjan annan leikhluta sem breytti stöðunni úr 19-22 í 30-24. Hattarmenn spiluðu fína vörn á þessum kafla og yfirvegaðan sóknarleik. Grindavíkingar virkuðu hins vegar enn í sumargírnum því sókn liðsins var stirðbusaleg auk þess sem ekki eitt einasta þriggja stiga skot liðsins fór ofan í þrátt fyrir 11 tilraunir. Þeim tókst hins vegar að laga stöðuna í 40-37 fyrir hálfleik. Um miðjan þriðja leikhluta var Höttur aftur kominn í sjö stiga forskot, 55-48. Daníel Guðni Guðmundsson, þjálfari Grindavíkur, tók þá leikhlé og tókst að kveikja í sínu liði sem jafnaði í 59-59. Hetti tókst þó að rífa sig upp aftur og var 64-61 yfir þegar leikhlutanum lauk. Höttur hélt því forskoti þar til rúmar þrjár mínútur voru eftir af leiknum þegar Grindavíkingar stálu boltanum og Björgvin Hafþór Ríkarðsson óð upp völlinn, tróð og jafnaði í 74-74. Hattarmenn svöruðu með fjórum stigum og voru 78-74 yfir þegar Grindavík tók leikhlé með 2:52 mínútur eftir. Aftur náði Daníel Guðni að kveikja í sínu liði með leikhléi og næstu sex stig urðu Grindvíkinga sem voru þá yfir, 78-80 þegar 19 sekúndur voru eftir. Áköf vörn gestanna virtist skelfa heimamenn, sem fóru að skjóta úr verri færum. Dino Stipcic tókst að jafna leikinn í 80-80 þegar hann hirti frákast þegar þriggja stiga skot Shavar Newark kastaðist af hringnum. Grindvíkingar fengu sókn þegar þrjár sekúndur voru eftir en Sigurður Gunnar Þorsteinsson spilaði frábæra vörn á Eric Wise og vann innkast. Hattarmenn fengu því eitt lokaskot þegar 0,3 sekúndur voru eftir en skotfærið var erfitt og tilraunin aldrei nálægt körfunni. Því þurfti að framlengja og þar voru Grindvíkingar töluvert betri. Eistneski miðherjinn, Joonas Järveläinen, sem sýndi ágætar rispur í sókninni í sínum fyrsta leik fyrir Grindavík, skoraði fyrstu körfuna en síðan tók fyrirliðinn Ólafur Ólafsson sig til, setti niður þriggja stiga skot og fylgdi því eftir með sniðskoti. Eftir tveggja mínútna leik í framlengingunni var Grindavík komin í 82-89 og það forskot lét liðið aldrei af hendi. Hjá Hetti var Shavar Newark stigahæstur með 24 stig en Sigurður Gunnar skoraði 21 auk þess að taka 11 fráköst. Dagur Kár Jónsson skoraði 25 stig fyrir Grindavík, Eric Weis 21 og Joonas Järveläinen 20. Af hverju vann Grindavík? Grindavík vann á reynslunni. Hattarliðið spilaði skynsaman sóknarleik fram að síðustu þremur mínútunum, en fóru þá að leita í erfiðari skot sem geiguðu. Eftir svekkelsið að missa niður unnin leik virtist liðið búið á því þegar kom að framlengingunni. Grindavík náði þar strax sjö stiga forskoti sem það sleppti aldrei. Hverjir stóðu upp úr? Sigurður Gunnar Þorsteinsson fékk lófatak úr stúkunni þegar hann fór út af í sínum fyrsta leik fyrir Hött en hann hefði eflaust frekar þegið sigur. Hann skoraði yfir 20 stig, hirti 11 fráköst og var á nokkrum mikilvægum stundum drifkrafturinn fyrir Hött. Eric Weis var maðurinn sem Grindvíkingar leituðu gjarnan að þegar hugmyndirnar þraut í sóknarleiknum, sem var býsna oft. Dagur Kár Jónsson varð stigahæstur og átti mikilvægar körfur til að halda gestunum inni í leiknum. Í framlengingunni var það svo Ólafur Ólafsson sem svo að segja kláraði leikinn. Hvað mátti betur fara? Daníel Guðni Guðmundsson, þjálfari Grindavíkur, sagði fyrir leikinn að liðið stefndi á að verða meðal fjögurra efstu liðanna. Miðað við það má býsna margt betur fara. Sóknarleikurinn var frekar einfaldur og oft hægur og lítil ákefð í vörninni. Hvað varðar Hött þá vantar eitthvað til að loka jöfnum leik sem þessum. Bráðin var í sigtinu en liðið hikaði við að taka í gikkinn og hún slapp. Hvað gerist næst? Nýliðar Hattar hefðu haft gott af að fá sjálfstraust með sigri í fyrsta leik, en liðið á næst erfiðan útleik gegn Stjörnunni sem spáð er góðu gengi. Grindavík á heimaleik gegn Þór Akureyri, sem flestir virðast álíta slakasta lið deildarinnar. Grindavík spilar reyndar síðan gegn Þór Þorlákshöfn og síðan Haukum þannig liðið byrjar á þeim fjórum liðum sem spáð er erfiðasta vetrinum. Það gæti reynst heillavænlegt til að slípa liðið saman fyrir átök gegn fornum fjendum. Daníel Guðni Guðmundsson er þjálfari Grindavíkur.Ernir Daníel Guðni: Ég finn til með Hattarmönnum Daníel Guðni Guðmundsson, þjálfari Grindavíkur, viðurkenndi að sitt lið hefði verið heppið að knýja fram 101-94 sigur á nýliðum Hattar í fyrsta leik úrvalsdeildar karla í körfuknattleik eftir framlengingu á Egilsstöðum í kvöld. „Mér finnst við lánsamir að fara með tvö stig út úr leiknum. Mín upplifun var sú að Höttur væri betri, liðið var þétt, léttleikandi og spilaði vel saman. Við náðum aldrei flugi fyrr en í framlengingunni. Þangað til var Höttur alltaf skrefi á undan sem gerði þetta að mjög krefjandi verkefni.“ Svo virtist sem Grindavíkurliðið væri ekki fyllilega tilbúið í leikinn. Oftar en einu sinni tók það við sér eftir að Daníel Guðni hafði tekið leikhlé. Þeir kaflar komu í veg fyrir að Höttur sigldi vel fram úr. „Já, en mér finnst kjánalegt að þurfa að kveikja í fullorðnum karlmönnum sem eru að spila sinn fyrsta alvöru leik í sex mánuði,“ svaraði Daníel Guðni spurður út í hvort hann hefði þurft að kveikja í liðinu með hléunum. „Það var værð yfir þessu, nokkuð sem við viljum ekki lenda í. Svona viljum við ekki byrja leiki. Við töluðum um annað en það sást ekki á parketinu. Það sýnir hins vegar karakter að þótt við missum þá 6-8 stigum á undan okkur þá hættum við aldrei, heldur héldum áfram og náðum að knýja fram framlengingu.“ 9 prósent þriggja stiga nýting Í framlengingunni var það Ólafur Ólafsson sem fór fyrir liðinu. „Hann er bæði reynslumikill og fyrirliðinn þannig hann tók að sér leiðtogahlutverkið þar. Hann setti þriggja stiga körfu en annars vorum við með afleita nýtingu úr þriggja stiga skotum. Við teljum okkur vera með gott þriggja stiga lið en við settum bara þrjú skot ofan í,“ sagði Daníel Guðni. Til þess þurfti liðið hins vegar 23 tilraunir sem þýðir 9% nýtingu. Hann benti einnig á að Höttur hefði tekið 48 fráköst á móti 38 fráköstum Grindavíkur, þar af 21 gegn 13 sóknarfráköstum. „Ég finn raunverulega til með Hetti að ná ekki í stig hér sem gerir mig enn ánægðari með að hafa náð í tvö mikilvæg stig.“ Leituðu til Weis Það sem gladdi Daníel mest í Grindavíkurliðinu í kvöld var frammistaða Bandaríkjamannsins Eric Weis sem kom til liðsins í byrjun vikunnar. „Hann sýndi góða takta þrátt fyrir að vera í takmörkuðu leikformi og hafa aðeins náð einni æfingu með okkur. Hann spilaði 30 mínútur, nokkuð sem ég ætlaði ekki að gera fyrir leik, því við lentum í smá meiðslum. Við byrjuðum að leita mikið inn á hann í seinni hálfleik þar sem hann skoraði þægilegar körfur fyrir okkur. Við héldum áfram að leita að honum og í lokin var hann orðinn dauðþreyttur.“ Við spiluðum frekar einfaldan sóknarleik með fáum kerfum og verðum að vera ákveðnari í okkar aðgerðum, einkum varnarlega.“ Viðar Örn Hafsteinsson er mættur með Hött upp í efstu deild.Ernir Viðar Örn: Helvítis tap! Viðar Örn Hafsteinsson, þjálfari Hattar, var svekktur eftir að lið hans tapaði 94-101 fyrir Grindavík í framlengdum leik í fyrstu umferð Domino‘s deildar karla í körfuknattleik á Egilsstöðum í kvöld. Nýliðar Hattar höfðu undirtökin lengst af í leiknum en misstu tökin rétt í lok venjulegs leiktíma. „Okkur vantaði kjark til að fara og taka þennan sigur. Það var það eina. Það var margt gott í okkar leik en ég er hundóánægður með að við höfum hent sigrinum frá okkur. Grindavík spilaði vel síðustu 2,5 mínúturnar og kláruðu hlutina betur þegar komið var í alvöru leik.“ Höttur var yfir 78-74 en Grindavík skoraði þá sex stig í röð. Hetti tókst að jafna í 80-80 þegar þrjár sekúndur voru eftir. Þegar framlengingin hófst virtist liðið sprungið og Grindavík skoraði níu stig gegn tveimur fyrstu tvær mínútur hennar. „Við byrjuðum framlenginguna illa, Grindavík skoraði auðvelda körfu og svo þriggja stiga úr horninu. Þá var sem loftið væri aðeins úr okkur. Við héldum samt áfram út í gegn og reyndum hvað við gátum en þeir voru sterkari.“ En það að hafa verið yfir lungann úr leiknum bendir til þess að Hattarliðið hafi spilað þokkalegan leik. „Ég er ánægður með margt. Eric Weis var það eina sem við þekktum ekki mjög vel í þeirra leik og hann gerði okkur erfitt fyrir. Bæði í fyrsta leikhluta og þriðja komu kaflar þar sem við hittum illa en það gerist. Þegar við spiluðum okkar sóknarleik eins og við lögðum upp með þá tókst okkur vel að opna skotfæri.“ En þetta dugði ekki til svo Höttur fengi stigin tvö sem allt snýst um. „Við tökum ekkert með okkur úr þessum leik því við töpuðum. Við getum byggt áfram á þeim atriðum sem við gerðum vel og við verðum að reyna að þroskast til að klára svona viðureignir. En við verðum bara með skeifuna fram að miðnætti. Helvítis tap!“
Pétur leitar að nýjum Bandaríkjamanni: „Fjölhæfari leikmann, einhvern sem getur leyst margar stöður“
Uppgjörið: ÍR - Keflavík 79-91 | Kanalausir Keflvíkingar sáu til þess að ÍR fagnaði ekki fyrsta sigrinum