Brotaþoli í nauðgunarmáli nuddara fær að bera vitni í gegnum Teams Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 1. október 2020 21:39 Landsréttur Vísir/Vilhelm Landsréttur hefur staðfest úrskurð Héraðsdóms Reykjaness þess efnis að kona búsett í Bandaríkjunum fái að bera vitni í gegnum fjarfundarbúnað í dómsmáli gegn nuddara sem ákærður er fyrir kynferðisbrot gegn fjórum konum. Konan sem fær að bera vitni er brotaþoli í málinu. Manninum er alls gefið að sök að hafa nauðgað fjórum konum sem leituðu til hans sem nuddara á árunum 2009 til 2015. Er manninum gefið að sök að hafa nuddað kynfæri þeirra og sett fingur inn í leggöng þeirra eða endaþarm, þeim að óvörum. Alls gera konurnar kröfu um að maðurinn greiði hverri þeirra 2,5 milljónir króna í skaðabætur. Það sem tekist var á um í Landsrétti og í Héraðsdómi var hvort að umrætt vitni þyrfti að mæta í persónu í dómsal til þess að bera vitni. Verjandi nuddarans gerði þá kröfu, um lykilvitni væri að ræða og því ætti að skylda hana til að mæta í dómsal, ella ætti að draga mál hennar til baka. Saksóknari í málinu benti hins vegar á að umrædd kona væri í ferli um að fá varanlegt landvistarleyfi í Bandaríkjunum, hún mætti því ekki yfirgefa landið. Auk þess lægi það ljóst fyrir að kórónuveirufaraldurinn flækti allar brottfarir frá Bandaríkjunum og óvíst væri hvort konan myndi komast heim á nýjan leik. Í dómi héraðsdóms, sem Landsréttur staðfesti, segir að þrátt fyrir að æskilegt væri að konan kæmi til landsins til þess að bera vitni væri hægt að fallast á það að slíkt væri ekki hægt miðað við núverandi stöðu. Konunni væri því heimilt að bera vitni í gegnum fjarfundabúnað Microsoft Teams með því að mæta á skrifstofu ótilgreinds ræðismanns í Bandaríkjunum með vegabréf, þar sem hún gefi skýrslu í hljóði og mynd, sem tekin verði upp af hálfu Héraðsdóms Reykjaness. Kemur einnig fram að haga skuli skýrslutökunni þannig að allir sem staddir verði í dómsal geti séð og hlýtt á orðaskipti á milli spyrjenda og vitnisins, líkt og hún væri á staðnum í persónu. Dómsmál Kynferðisofbeldi Mest lesið Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Innlent Tuttugu þingmenn mættu ekki á þingfund Innlent Vilja að nemendur borgi allt að 180 þúsund til að skrá sig Innlent Konan er fundin Innlent Leitar að eiganda trúlofunarhrings sem fannst í fjöru Innlent Þriggja leitað vegna stunguárásar í miðbænum Innlent Fjarlægðu sprengju við Keflavíkurflugvöll Innlent Kerecis bjargaði lífi skallaarnar í tæka tíð fyrir fjórða júlí Innlent Búið að boða til nýs fundar Innlent Sex fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys í Hörgársveit Innlent Fleiri fréttir Skæður hakkarahópur herjar á framlínustarfsmenn „Býsna margt orðið grænmerkt“ Fjarlægðu sprengju við Keflavíkurflugvöll Leitar að eiganda trúlofunarhrings sem fannst í fjöru Á þriðja tug látnir í Texas og netþrjótar herja á flugfélög Nikkurnar þandar á Reyðarfirði alla helgina Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Konan er fundin Þriggja leitað vegna stunguárásar í miðbænum Björguðu göngukonu í sjálfheldu við Hrafntinnusker Mótorhjólakappi fluttur á sjúkrahús eftir að hafa fipast við akstur Tuttugu þingmenn mættu ekki á þingfund Vilja að nemendur borgi allt að 180 þúsund til að skrá sig Búið að boða til nýs fundar Kerecis bjargaði lífi skallaarnar í tæka tíð fyrir fjórða júlí Lögregla hleypti manni inn sem hafði læst sig úti Lítill munur á bitum bitmýs og lúsmýs Sex fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys í Hörgársveit Inga mundaði skófluna við Sóltún „Þá fylgir það börnum í gegnum skólakerfið og út í samfélagið“ Nýtt bankaráð Seðlabankans skipað Sósíalistum bolað úr Bolholti Sýknaður af kæru Samtakanna 78 um hatursorðræðu Lokametrar, bútasaumur og Starbucks Veiðigjaldið aftur í nefnd og viðræður komnar á lokametra Lára snýr sér að kynningarstörfum fyrir HR Bætti þúsund tonnum í strandveiðipottinn Skellt upp úr í þingsal þegar ráðherra reyndi að mynda hjarta Rúv vildi Ísraelsmenn burt en þeir sluppu með skrekkinn í bili Lögðu hald á mikið magn fíkniefna og fleiri milljónir Sjá meira
Landsréttur hefur staðfest úrskurð Héraðsdóms Reykjaness þess efnis að kona búsett í Bandaríkjunum fái að bera vitni í gegnum fjarfundarbúnað í dómsmáli gegn nuddara sem ákærður er fyrir kynferðisbrot gegn fjórum konum. Konan sem fær að bera vitni er brotaþoli í málinu. Manninum er alls gefið að sök að hafa nauðgað fjórum konum sem leituðu til hans sem nuddara á árunum 2009 til 2015. Er manninum gefið að sök að hafa nuddað kynfæri þeirra og sett fingur inn í leggöng þeirra eða endaþarm, þeim að óvörum. Alls gera konurnar kröfu um að maðurinn greiði hverri þeirra 2,5 milljónir króna í skaðabætur. Það sem tekist var á um í Landsrétti og í Héraðsdómi var hvort að umrætt vitni þyrfti að mæta í persónu í dómsal til þess að bera vitni. Verjandi nuddarans gerði þá kröfu, um lykilvitni væri að ræða og því ætti að skylda hana til að mæta í dómsal, ella ætti að draga mál hennar til baka. Saksóknari í málinu benti hins vegar á að umrædd kona væri í ferli um að fá varanlegt landvistarleyfi í Bandaríkjunum, hún mætti því ekki yfirgefa landið. Auk þess lægi það ljóst fyrir að kórónuveirufaraldurinn flækti allar brottfarir frá Bandaríkjunum og óvíst væri hvort konan myndi komast heim á nýjan leik. Í dómi héraðsdóms, sem Landsréttur staðfesti, segir að þrátt fyrir að æskilegt væri að konan kæmi til landsins til þess að bera vitni væri hægt að fallast á það að slíkt væri ekki hægt miðað við núverandi stöðu. Konunni væri því heimilt að bera vitni í gegnum fjarfundabúnað Microsoft Teams með því að mæta á skrifstofu ótilgreinds ræðismanns í Bandaríkjunum með vegabréf, þar sem hún gefi skýrslu í hljóði og mynd, sem tekin verði upp af hálfu Héraðsdóms Reykjaness. Kemur einnig fram að haga skuli skýrslutökunni þannig að allir sem staddir verði í dómsal geti séð og hlýtt á orðaskipti á milli spyrjenda og vitnisins, líkt og hún væri á staðnum í persónu.
Dómsmál Kynferðisofbeldi Mest lesið Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Innlent Tuttugu þingmenn mættu ekki á þingfund Innlent Vilja að nemendur borgi allt að 180 þúsund til að skrá sig Innlent Konan er fundin Innlent Leitar að eiganda trúlofunarhrings sem fannst í fjöru Innlent Þriggja leitað vegna stunguárásar í miðbænum Innlent Fjarlægðu sprengju við Keflavíkurflugvöll Innlent Kerecis bjargaði lífi skallaarnar í tæka tíð fyrir fjórða júlí Innlent Búið að boða til nýs fundar Innlent Sex fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys í Hörgársveit Innlent Fleiri fréttir Skæður hakkarahópur herjar á framlínustarfsmenn „Býsna margt orðið grænmerkt“ Fjarlægðu sprengju við Keflavíkurflugvöll Leitar að eiganda trúlofunarhrings sem fannst í fjöru Á þriðja tug látnir í Texas og netþrjótar herja á flugfélög Nikkurnar þandar á Reyðarfirði alla helgina Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Konan er fundin Þriggja leitað vegna stunguárásar í miðbænum Björguðu göngukonu í sjálfheldu við Hrafntinnusker Mótorhjólakappi fluttur á sjúkrahús eftir að hafa fipast við akstur Tuttugu þingmenn mættu ekki á þingfund Vilja að nemendur borgi allt að 180 þúsund til að skrá sig Búið að boða til nýs fundar Kerecis bjargaði lífi skallaarnar í tæka tíð fyrir fjórða júlí Lögregla hleypti manni inn sem hafði læst sig úti Lítill munur á bitum bitmýs og lúsmýs Sex fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys í Hörgársveit Inga mundaði skófluna við Sóltún „Þá fylgir það börnum í gegnum skólakerfið og út í samfélagið“ Nýtt bankaráð Seðlabankans skipað Sósíalistum bolað úr Bolholti Sýknaður af kæru Samtakanna 78 um hatursorðræðu Lokametrar, bútasaumur og Starbucks Veiðigjaldið aftur í nefnd og viðræður komnar á lokametra Lára snýr sér að kynningarstörfum fyrir HR Bætti þúsund tonnum í strandveiðipottinn Skellt upp úr í þingsal þegar ráðherra reyndi að mynda hjarta Rúv vildi Ísraelsmenn burt en þeir sluppu með skrekkinn í bili Lögðu hald á mikið magn fíkniefna og fleiri milljónir Sjá meira