Ekki útlit fyrir margar haustlægðir í október Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 2. október 2020 10:18 Það er útlit fyrir fremur hæglátt veður á landinu nú í október og að minna verði um haustlægðir en það gæti orðið kaldara en í meðalári og tíðar frostnætur. Vísir/Vilhelm Það er útlit fyrir fremur hæglátt veður á landinu nú í október og að minna verði um haustlægðir, ef marka má langtímaspár sem Einar Sveinbjörnsson, veðurfræðingur, fjallar um í gær og í dag á spásíðu sinni Blika.is. Í gær birti Einar spálíkan frá Judah Cohen og AER í Bandaríkjunum sem kallast Climate Forecast System. Spáin fyrir október miðað við forsendur líkansins gæti verið á þá leið að veðrið verður hæglátt íheild sinni, hærri loftþrýstingur en að jafnaði og lítið um haustlægðir: „Líklega kaldara en í meðalári og tíðar frostnætur. Fremur þurrt einkum um sunnan og vestanvert landið sem og á hálendinu. Þar sem ríkjandi vindáttir verða trúlega á milli norðurs og austurs er heldur óvissara með úrkomu í heild sinni norðaustan- og austanlands,“ segir Einar á vef sínum. Í morgun birti hann svo kort sem gildir til 15. október og sýnir vinda í hæð sem er nærri flughæð flugvéla. Hann segir flestar langtímaspár sem reiknaðar hafa verið upp á síðkastið séu flestar á sömu lund: „Vel mótaða skotvinda má sjá yfir Kyrrahafinu og austur yfir N-Ameríku, en á Atlantshafinu verða þeir að einhverjum hrærigraut. Nokkuð lýsandi fyrir horfur næstu vikna. Veikir háloftavindar, því minna um haustlægðir og ferill þeirra afbrigðilegur ef svo mætti segja. Eins ógreinilegir kuldahvirflar yfir Íshafssvæðunum. Í grennd við Ísland tíð háþrýstisvæði og dagar með meinlitlu veðri. Þetta er spá úr bandaríska líkaninu, en flestar keyrslur evrópsku reiknimiðstöðvarinnar er á svipaða lund og einkennast af því sem kallast neikvæður NAO- vísir og með fremur þurru veðri næstu vikurnar hér á landi,“ segir í umfjöllun Einars. Veður Mest lesið Vaktin: Tillagan samþykkt og annarri umræðu um veiðigjöld lokið Innlent Fordæmalaus ákvörðun sem gæti breytt Alþingi til framtíðar Innlent „Hann er að eigna sér eitthvað sem hann á ekki“ Innlent Lögregla rannsakar alvarlegt slys í Lágafellslaug Innlent Vændiskaupendur séu oftast fjölskyldufeður á leið til vinnu eða fundar Innlent Velti bílnum við Fjarðarhraun Innlent Hóta að loka svæðinu við Seljalandsfoss Innlent Krefjast bóta verði ekki fallið frá áformum um skólaþorp Innlent Lögregla rannsakar slys í sundlauginni í Stykkishólmi Innlent Kristrún fái ef til vill að bragða á eigin meðali fyrr en síðar Innlent Fleiri fréttir Varðskipið Þór heldur heim frá Noregi í næstu viku Frumvarpið komið yfir erfiðasta hjallann en gæti átt nóg eftir Einn handtekinn í mansalsrannsókn lögreglunnar Vændiskaupendur séu oftast fjölskyldufeður á leið til vinnu eða fundar Lögregla rannsakar slys í sundlauginni í Stykkishólmi Kristrún fái ef til vill að bragða á eigin meðali fyrr en síðar Hóta að loka svæðinu við Seljalandsfoss „Hann er að eigna sér eitthvað sem hann á ekki“ „Hræðilegar fréttir fyrir lýðræðið á Íslandi“ Fordæmalaus ákvörðun sem gæti breytt Alþingi til framtíðar Dramatík á Alþingi og bílastæðablús hjá World Class Velti bílnum við Fjarðarhraun Flytja hluta starfsemi SAk vegna myglu Sjá ekki fyrir endann á umfangsmikilli rannsókn á fíkniefnaframleiðslu „Þetta er alvarlegur áfellisdómur yfir forsætisráðherra“ Vaktin: Tillagan samþykkt og annarri umræðu um veiðigjöld lokið Fundu 36 hugsanlega þolendur mansals á Íslandi í alþjóðlegri lögregluaðgerð „Eftir þetta hvassviðri í þinginu í gær heldur lífið áfram“ Tekjur af laxveiði í Borgarfirði eru vel yfir 50% af tekjum landbúnaðar á svæðinu Krefjast bóta verði ekki fallið frá áformum um skólaþorp Halda áfram að ræða veiðigjöldin Tekur önnur Íslendinga þátt í erfiðustu og lengstu kappreið í heimi Draga Dettifoss til Reykjavíkur Sleginn í andlitið með hnúajárni Lögregla rannsakar alvarlegt slys í Lágafellslaug Þingfundi frestað: Stjórnarandstaðan lagði fram „aðeins mýkri“ tillögu „Það er þarna sem rússneskir kafbátar fara í gegn“ Hélt á lokuðu umslagi Tillögur „ekki afhentar í lokuðu umslagi“ Uppþot og fúkyrði á þinginu og bandarískur kjarnorkukafbátur Sjá meira
Það er útlit fyrir fremur hæglátt veður á landinu nú í október og að minna verði um haustlægðir, ef marka má langtímaspár sem Einar Sveinbjörnsson, veðurfræðingur, fjallar um í gær og í dag á spásíðu sinni Blika.is. Í gær birti Einar spálíkan frá Judah Cohen og AER í Bandaríkjunum sem kallast Climate Forecast System. Spáin fyrir október miðað við forsendur líkansins gæti verið á þá leið að veðrið verður hæglátt íheild sinni, hærri loftþrýstingur en að jafnaði og lítið um haustlægðir: „Líklega kaldara en í meðalári og tíðar frostnætur. Fremur þurrt einkum um sunnan og vestanvert landið sem og á hálendinu. Þar sem ríkjandi vindáttir verða trúlega á milli norðurs og austurs er heldur óvissara með úrkomu í heild sinni norðaustan- og austanlands,“ segir Einar á vef sínum. Í morgun birti hann svo kort sem gildir til 15. október og sýnir vinda í hæð sem er nærri flughæð flugvéla. Hann segir flestar langtímaspár sem reiknaðar hafa verið upp á síðkastið séu flestar á sömu lund: „Vel mótaða skotvinda má sjá yfir Kyrrahafinu og austur yfir N-Ameríku, en á Atlantshafinu verða þeir að einhverjum hrærigraut. Nokkuð lýsandi fyrir horfur næstu vikna. Veikir háloftavindar, því minna um haustlægðir og ferill þeirra afbrigðilegur ef svo mætti segja. Eins ógreinilegir kuldahvirflar yfir Íshafssvæðunum. Í grennd við Ísland tíð háþrýstisvæði og dagar með meinlitlu veðri. Þetta er spá úr bandaríska líkaninu, en flestar keyrslur evrópsku reiknimiðstöðvarinnar er á svipaða lund og einkennast af því sem kallast neikvæður NAO- vísir og með fremur þurru veðri næstu vikurnar hér á landi,“ segir í umfjöllun Einars.
Veður Mest lesið Vaktin: Tillagan samþykkt og annarri umræðu um veiðigjöld lokið Innlent Fordæmalaus ákvörðun sem gæti breytt Alþingi til framtíðar Innlent „Hann er að eigna sér eitthvað sem hann á ekki“ Innlent Lögregla rannsakar alvarlegt slys í Lágafellslaug Innlent Vændiskaupendur séu oftast fjölskyldufeður á leið til vinnu eða fundar Innlent Velti bílnum við Fjarðarhraun Innlent Hóta að loka svæðinu við Seljalandsfoss Innlent Krefjast bóta verði ekki fallið frá áformum um skólaþorp Innlent Lögregla rannsakar slys í sundlauginni í Stykkishólmi Innlent Kristrún fái ef til vill að bragða á eigin meðali fyrr en síðar Innlent Fleiri fréttir Varðskipið Þór heldur heim frá Noregi í næstu viku Frumvarpið komið yfir erfiðasta hjallann en gæti átt nóg eftir Einn handtekinn í mansalsrannsókn lögreglunnar Vændiskaupendur séu oftast fjölskyldufeður á leið til vinnu eða fundar Lögregla rannsakar slys í sundlauginni í Stykkishólmi Kristrún fái ef til vill að bragða á eigin meðali fyrr en síðar Hóta að loka svæðinu við Seljalandsfoss „Hann er að eigna sér eitthvað sem hann á ekki“ „Hræðilegar fréttir fyrir lýðræðið á Íslandi“ Fordæmalaus ákvörðun sem gæti breytt Alþingi til framtíðar Dramatík á Alþingi og bílastæðablús hjá World Class Velti bílnum við Fjarðarhraun Flytja hluta starfsemi SAk vegna myglu Sjá ekki fyrir endann á umfangsmikilli rannsókn á fíkniefnaframleiðslu „Þetta er alvarlegur áfellisdómur yfir forsætisráðherra“ Vaktin: Tillagan samþykkt og annarri umræðu um veiðigjöld lokið Fundu 36 hugsanlega þolendur mansals á Íslandi í alþjóðlegri lögregluaðgerð „Eftir þetta hvassviðri í þinginu í gær heldur lífið áfram“ Tekjur af laxveiði í Borgarfirði eru vel yfir 50% af tekjum landbúnaðar á svæðinu Krefjast bóta verði ekki fallið frá áformum um skólaþorp Halda áfram að ræða veiðigjöldin Tekur önnur Íslendinga þátt í erfiðustu og lengstu kappreið í heimi Draga Dettifoss til Reykjavíkur Sleginn í andlitið með hnúajárni Lögregla rannsakar alvarlegt slys í Lágafellslaug Þingfundi frestað: Stjórnarandstaðan lagði fram „aðeins mýkri“ tillögu „Það er þarna sem rússneskir kafbátar fara í gegn“ Hélt á lokuðu umslagi Tillögur „ekki afhentar í lokuðu umslagi“ Uppþot og fúkyrði á þinginu og bandarískur kjarnorkukafbátur Sjá meira