Everton heldur áfram að heilla í upphafi nýrrar leiktíðar í ensku úrvalsdeildinni. Liðið sigraði Brighton nú rétt í þessu og er með fullt hús stiga eftir fjórar umferðir. Lokatölur í dag 4-2 fyrir Everton.
Dominic Calvert-Lewin hefur verið sjóðheitur undir stjórn Carlo Ancelotti og getur ekki hægt að skora. Hann kom Everton yfir á 16. mínútu eftir stoðsendingu Gylfa Sigurðssonar.
Neal Maupay jafnaði fyrir Brighton á 41. mínútu eftir skelfileg mistök hjá Jordan Pickford. Yeri Mina kom Everton hinsvegar yfir á nýjan leik undir lok fyrri hálfleiks og staðan í hálfleik 2-1.
James Rodriguez hefur verið frábær hjá Everton í byrjun móts og skoraði hann tvívegis í seinni hálfleik áður en Yves Bissouma skoraði sárabótarmark fyrir Brighton í uppbótartíma.
Everton er eins og áður segir með fullt hús stiga, eða tólf stig úr fjórum leikjum. Þeir eru nú á toppi deildarinnar. Brighton er með þrjú stig og situr í 14. sæti.