Stefán Teitur á leið til Danmerkur Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 2. október 2020 18:47 Stefán Teitur Þórðarson verður leikmaður Silkeborg um helgina samkvæmt heimildum Vísis. Anton Brink Stefán Teitur Þórðarson, miðjumaður ÍA og einn besti leikmaður Pepsi Max deildarinnar í knattspyrnu, mun spila í Danmörku frá og með næstu helgi. Íþróttadeild Vísis hefur það eftir öruggum heimildum að Stefán Teitur sé á leið til Silkeborg í Danmörku. Verður hann tilkynntur sem leikmaður félagsins nú um helgina og því ljóst að hann mun ekki klára tímabilið með Skagamönnum. Þá hafa danskir fjölmiðlar svo gott sem staðfest vistaskiptin. Silkeborg leikur sem stendur í dönsku B-deildinni. Er liðið í 7. sæti af 12 liðum með níu stig þegar fimm umferðum er lokið. Fyrr í sumar var Stefán Teitur orðaður við Íslandsmeistara KR en nú er ljóst að ekkert verður af þeim vistaskiptum. Þá sagði Hjörvar Hafliðason, sérfræðingur Stöð 2 Sport ásamt fleiru, einnig að Stefán væri á leið til Silkeborg og samherji hans Tryggvi Hrafn Haraldsson væri á leið til Lilleström í Noregi. Skagamenn hafa teiknað upp nýjar sviðsmyndir. Stefán Teitur og Tryggvi Haralds spila í útlöndum á næsta ári. Stefán í Danmörku með Silkeborg og Tryggvi í Noregi samkvæmt minnisblaði eftir virkt samtal við Akranes kaupstað. pic.twitter.com/7Kq9SeFtEa— Hjörvar Hafliðason (@hjorvarhaflida) October 2, 2020 Stefán Teitur hefur eins og áður sagði leikið frábærlega með Skagamönnum í sumar. Þessi U21 árs landsliðsmaður hefur skorað átta mörk og segir Ólafur Garðarsson, umboðsmaður hans, að Stefán geti valið úr tilboðum. „Það eru miklar líkur á að Stefán Teitur semji við félag erlendis í þessum glugga. Hann er með það lúxus vandamál að velja á milli liða. Hann hefur skorað átta mörk af miðjunni í sumar og vakið athygli," sagði Ólafur Garðarsson, umboðsmaður Stefáns,“ sagði Ólafur í viðtali á Fótbolti.net. Leikmaðurinn er fæddur árið 1998 og hefur leikið 90 leiki og skorað 24 mörk fyrir Skagamenn í deild og bikar. Þá á hann að baki 13 landsleiki fyrir U21 lið Íslands og er í hópnum sem mætir Ítalíu og Lúxemborg á næstu dögum. ÍA situr í 7. sæti Pepsi Max deildarinnar með 21 stig eftir 17 leiki. Leikir liðsins hafa verið frábær skemmtun í sumar en liðið hefur skorað 39 mörk og fengið á sig jafn mörg. Þeir mæta FH á heimavelli á sunnudaginn. Fótbolti Íslenski boltinn Danski boltinn ÍA Mest lesið Þegar Dagur féll á lyfjaprófi: „Var með magasár í hálft ár“ Handbolti „Eftir síðasta mót sögðu þeir bara strax að þeir vildu fá Ísland“ Handbolti Solskjær ekki lengur líklegastur Enski boltinn Bruno Fernandes hakkaður í gærkvöldi Enski boltinn Mætir Liverpool en fær gæsahúð þegar hann heyrir „You'll Never Walk Alone“ Enski boltinn Guðjón Valur fær Garðar til Gummersbach Handbolti Snýr aftur til Íslands og tekur við ÍBV Íslenski boltinn Mikel Arteta hrósaði Arne Slot Enski boltinn Magnaður McTominay til bjargar eftir að Conte brjálaðist Fótbolti Stuðningsmenn Færeyinga gista í ferju í Oslóarhöfn Handbolti Fleiri fréttir Sjáðu magnaða vörslu hins 43 ára Gordon: „Ein mín besta á ferlinum“ Fæstir leikir hjá Man Utd síðan í fyrri heimsstyrjöld Enn einn Bliki kveður Kópavoginn: Áslaug Munda semur við Parma Snýr aftur til Íslands og tekur við ÍBV Mætir Liverpool en fær gæsahúð þegar hann heyrir „You'll Never Walk Alone“ Carrick nú talinn líklegastur til að taka við Man Utd „Myndum að sjálfsögðu taka honum opnum örmum“ Mikel Arteta hrósaði Arne Slot Bruno Fernandes hakkaður í gærkvöldi Dagskráin í dag: Liverpool í bikarnum og síðasta lausa sætið í NFL Solskjær ekki lengur líklegastur Hákon lagði upp en Endrick sá til þess að Lille félli úr bikarnum Magnaður McTominay til bjargar eftir að Conte brjálaðist Raphinha tryggði Barca titil í fjörugum El Clásico Fletcher segir leikmenn Man. Utd viðkvæma Bayern bauð upp á átta marka sýningu eftir jólafríið Veik von Man. Utd um titil úr sögunni Loksins unnu Hamrarnir eftir framlengdan leik Nkunku braut hjörtu Alberts og félaga Tómas áfram á toppnum Martinelli og hornspyrnur hetjurnar Bradley frá út tímabilið | Fer Liverpool á markaðinn? Viðsnúningur hjá Leeds sem fer áfram Miðvarðaæði Liverpool Gekk í skrokk á liðsfélaga í miðjum leik Minntust nýlátins félaga og foreldrarnir mættu í klefann Nýr stjóri Chelsea fékk óskabyrjun Salah sendi Egypta áfram í undanúrslit Hildur lenti í ótrúlegri hakkavél Draumur Villa lifir en eru dagar Franks taldir? Sjá meira
Stefán Teitur Þórðarson, miðjumaður ÍA og einn besti leikmaður Pepsi Max deildarinnar í knattspyrnu, mun spila í Danmörku frá og með næstu helgi. Íþróttadeild Vísis hefur það eftir öruggum heimildum að Stefán Teitur sé á leið til Silkeborg í Danmörku. Verður hann tilkynntur sem leikmaður félagsins nú um helgina og því ljóst að hann mun ekki klára tímabilið með Skagamönnum. Þá hafa danskir fjölmiðlar svo gott sem staðfest vistaskiptin. Silkeborg leikur sem stendur í dönsku B-deildinni. Er liðið í 7. sæti af 12 liðum með níu stig þegar fimm umferðum er lokið. Fyrr í sumar var Stefán Teitur orðaður við Íslandsmeistara KR en nú er ljóst að ekkert verður af þeim vistaskiptum. Þá sagði Hjörvar Hafliðason, sérfræðingur Stöð 2 Sport ásamt fleiru, einnig að Stefán væri á leið til Silkeborg og samherji hans Tryggvi Hrafn Haraldsson væri á leið til Lilleström í Noregi. Skagamenn hafa teiknað upp nýjar sviðsmyndir. Stefán Teitur og Tryggvi Haralds spila í útlöndum á næsta ári. Stefán í Danmörku með Silkeborg og Tryggvi í Noregi samkvæmt minnisblaði eftir virkt samtal við Akranes kaupstað. pic.twitter.com/7Kq9SeFtEa— Hjörvar Hafliðason (@hjorvarhaflida) October 2, 2020 Stefán Teitur hefur eins og áður sagði leikið frábærlega með Skagamönnum í sumar. Þessi U21 árs landsliðsmaður hefur skorað átta mörk og segir Ólafur Garðarsson, umboðsmaður hans, að Stefán geti valið úr tilboðum. „Það eru miklar líkur á að Stefán Teitur semji við félag erlendis í þessum glugga. Hann er með það lúxus vandamál að velja á milli liða. Hann hefur skorað átta mörk af miðjunni í sumar og vakið athygli," sagði Ólafur Garðarsson, umboðsmaður Stefáns,“ sagði Ólafur í viðtali á Fótbolti.net. Leikmaðurinn er fæddur árið 1998 og hefur leikið 90 leiki og skorað 24 mörk fyrir Skagamenn í deild og bikar. Þá á hann að baki 13 landsleiki fyrir U21 lið Íslands og er í hópnum sem mætir Ítalíu og Lúxemborg á næstu dögum. ÍA situr í 7. sæti Pepsi Max deildarinnar með 21 stig eftir 17 leiki. Leikir liðsins hafa verið frábær skemmtun í sumar en liðið hefur skorað 39 mörk og fengið á sig jafn mörg. Þeir mæta FH á heimavelli á sunnudaginn.
Fótbolti Íslenski boltinn Danski boltinn ÍA Mest lesið Þegar Dagur féll á lyfjaprófi: „Var með magasár í hálft ár“ Handbolti „Eftir síðasta mót sögðu þeir bara strax að þeir vildu fá Ísland“ Handbolti Solskjær ekki lengur líklegastur Enski boltinn Bruno Fernandes hakkaður í gærkvöldi Enski boltinn Mætir Liverpool en fær gæsahúð þegar hann heyrir „You'll Never Walk Alone“ Enski boltinn Guðjón Valur fær Garðar til Gummersbach Handbolti Snýr aftur til Íslands og tekur við ÍBV Íslenski boltinn Mikel Arteta hrósaði Arne Slot Enski boltinn Magnaður McTominay til bjargar eftir að Conte brjálaðist Fótbolti Stuðningsmenn Færeyinga gista í ferju í Oslóarhöfn Handbolti Fleiri fréttir Sjáðu magnaða vörslu hins 43 ára Gordon: „Ein mín besta á ferlinum“ Fæstir leikir hjá Man Utd síðan í fyrri heimsstyrjöld Enn einn Bliki kveður Kópavoginn: Áslaug Munda semur við Parma Snýr aftur til Íslands og tekur við ÍBV Mætir Liverpool en fær gæsahúð þegar hann heyrir „You'll Never Walk Alone“ Carrick nú talinn líklegastur til að taka við Man Utd „Myndum að sjálfsögðu taka honum opnum örmum“ Mikel Arteta hrósaði Arne Slot Bruno Fernandes hakkaður í gærkvöldi Dagskráin í dag: Liverpool í bikarnum og síðasta lausa sætið í NFL Solskjær ekki lengur líklegastur Hákon lagði upp en Endrick sá til þess að Lille félli úr bikarnum Magnaður McTominay til bjargar eftir að Conte brjálaðist Raphinha tryggði Barca titil í fjörugum El Clásico Fletcher segir leikmenn Man. Utd viðkvæma Bayern bauð upp á átta marka sýningu eftir jólafríið Veik von Man. Utd um titil úr sögunni Loksins unnu Hamrarnir eftir framlengdan leik Nkunku braut hjörtu Alberts og félaga Tómas áfram á toppnum Martinelli og hornspyrnur hetjurnar Bradley frá út tímabilið | Fer Liverpool á markaðinn? Viðsnúningur hjá Leeds sem fer áfram Miðvarðaæði Liverpool Gekk í skrokk á liðsfélaga í miðjum leik Minntust nýlátins félaga og foreldrarnir mættu í klefann Nýr stjóri Chelsea fékk óskabyrjun Salah sendi Egypta áfram í undanúrslit Hildur lenti í ótrúlegri hakkavél Draumur Villa lifir en eru dagar Franks taldir? Sjá meira