Ófremdarástand hjá lögreglunni í Vík í Mýrdal Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 4. október 2020 12:11 Þorbjörg Gísladóttir, sveitarstjóri Mýrdalshreppi, sem er mjög óánægð með þann aðbúnað, sem lögreglan í Vík býr við í húsnæðismálum. Vísir/Magnús Hlynur Lögreglan í Vík í Mýrdal býr við ófremdarástand í húsnæðismálum því engin aðstaða er fyrir fanga og enga aðstaða til að geyma bíla og lögreglumennirnir hafa ekki sér kaffistofu né salerni. Þegar kemur til útkalls í kafaldsbyl getur það tekið að minnsta kosti hálftíma að moka lögreglubílinn út. Sveitarstjóri Mýrdalshrepps vill að ný lögreglustöð verði byggð ekki seinna en strax. Í Vík eru nú þrír lögreglumenn á vakt, tveir á annarri vaktinni og einn á hinni. Eins og flestir vita þá hefur verkefnum lögreglunnar í Vík fjölgað hratt undanfarin ár með auknum straumi ferðamanna um svæðið en á sama tíma er vinnuaðstaða lögreglunnar í engum takti við þá þróun. Aðeins eru tvö lítil samliggjandi herbergi til afnota fyrir lögregluna inni hjá Sýslumanni, ekkert annað. Þorbjörg Gísladóttir, sveitarstjóri Mýrdalshreppi er mjög óánægð með þennan aðbúnað lögreglunnar. „Þetta eru bara tvö lítil, mjög lítil herbergi, sem þeir hafa. Enga kaffistofu, sameiginlegt klósett með sýslumanni eða starfsmönnum sýslumanns og enga aðstöðu fyrir bíla. Þannig að ef það kemur útkall í kafaldsbyl þá þurfa þeir að byrja á því að grafa sig inn í bílinn og koma honum í ökuhæft ástand. Þetta er ekki boðlegt ástand en í venjulegu árferði er náttúrulega svakaleg umferð og þarf þá bara mikið og öflugt löggæslueftirlit,“ segir Þorbjörg. Sveitarstjórn Mýrdalshrepps hefur ályktað um að það þurfi að byggja nýja lögreglustöð í Vík, sem allra fyrst. Í Vík eru þrír lögreglumenn á vakt, tveir á annarri vaktinni og einn á hinni. Lögreglumennirnir eru hluti af starfsliði Lögreglunnar á Suðurlandi.Vísir/Magnús Hlynur „Það hefur verið vinna í gangi við þarfagreiningu, bæði fyrir sýslumann og lögreglustöðina. Dómsmálaráðherra lét gera hana. Mér skilst að hún liggi fyrir en við höfum ekki heyrt neitt meira af því. Við viljum bara endilega þrýsta á þetta mál,“ bætir Þorbjörg við og segir enn fremur: „Ég efast um að það sé nokkurs staðar á landinu jafn slæmur aðbúnaður fyrir lögreglumenn eins og hér í Vík miðað við það umfang sem löggæslan hefur hérna. Lögreglumennirnir hafa ekki eigin kaffistofu. „Nei, nei, þeir fá stundum að krækja sér í kaffibolla hjá starfsmönnum sýslumanns en að öðru leyti ekki. Oft eru þeir að vinna langan vinnudag og þurfa þá að geta fengið sér að borða inni hjá sér en það er ekkert í boði,“ segir sveitarstjóri Mýrdalshrepps. Mýrdalshreppur Sveitarstjórnarmál Lögreglan Mest lesið Tveggja stafa frost í kortunum og sundlaugar gætu þurft að loka Innlent Lygileg atburðarás í Landsbankanum Innlent Sjálfstæðismönnum brugðið yfir mögulegri frestun landsfundar Innlent Verið að athuga frekari þvingunaraðgerðir Innlent Tíu ára drengur lést eftir bílslys á Ítalíu Erlent Kyrrðarstund í Árbæjarkirkju vegna drengsins sem lést á Ítalíu Innlent Framkvæmdastjóri Hagkaups furðar sig á heimsókn lögreglu Innlent Spennan magnast fyrir fundi sem óvænt á að fresta Innlent Jólagjafirnar í ár hittu beint í mark Innlent Rann á snjóruðningstæki og bíllinn óökuhæfur Innlent Fleiri fréttir Tveggja stafa frost í kortunum og sundlaugar gætu þurft að loka Jólagjafirnar í ár hittu beint í mark Framkvæmdastjóri Hagkaups furðar sig á heimsókn lögreglu Kyrrðarstund í Árbæjarkirkju vegna drengsins sem lést á Ítalíu Verið að athuga frekari þvingunaraðgerðir Sjálfstæðismönnum brugðið yfir mögulegri frestun landsfundar Lygileg atburðarás í Landsbankanum Rann á snjóruðningstæki og bíllinn óökuhæfur Öryggisógn í Eystrasaltinu og óskiljanlegur „gjörningur“ lögreglu Tveir bílar rákust saman á brúnni við Fossála Veit vel að önnur kjör en laun þurfi að ræða Hætta leitinni í Meradölum Innan marka að kalla fjárfesta „nútíma þrælahaldara“ Súðavíkurhlíð opin á ný Leit við Meradali í snælduvitlausu veðri Búið að opna Holtavörðuheiði á ný Þungar vikur framundan Skilaréttur neytenda ríkari ef varan er keypt á netinu Lögregla hafi hálfpartinn „hrökklast frá“ Hæstiréttur fer beint í búvörulagamálið Spennan magnast fyrir fundi sem óvænt á að fresta Grímuskylda og ósáttir vínsalar Holtavörðuheiði enn lokuð Reyndu að ræna hraðbanka Komu hesti til bjargar úr gjótu Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Áfram töluverð snjóflóðahætta á Vestfjörðum Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Snjóflóðahætta á Vestfjörðum og frumsýning Yermu Holtavörðuheiðinni lokað aftur í kvöld Sjá meira
Lögreglan í Vík í Mýrdal býr við ófremdarástand í húsnæðismálum því engin aðstaða er fyrir fanga og enga aðstaða til að geyma bíla og lögreglumennirnir hafa ekki sér kaffistofu né salerni. Þegar kemur til útkalls í kafaldsbyl getur það tekið að minnsta kosti hálftíma að moka lögreglubílinn út. Sveitarstjóri Mýrdalshrepps vill að ný lögreglustöð verði byggð ekki seinna en strax. Í Vík eru nú þrír lögreglumenn á vakt, tveir á annarri vaktinni og einn á hinni. Eins og flestir vita þá hefur verkefnum lögreglunnar í Vík fjölgað hratt undanfarin ár með auknum straumi ferðamanna um svæðið en á sama tíma er vinnuaðstaða lögreglunnar í engum takti við þá þróun. Aðeins eru tvö lítil samliggjandi herbergi til afnota fyrir lögregluna inni hjá Sýslumanni, ekkert annað. Þorbjörg Gísladóttir, sveitarstjóri Mýrdalshreppi er mjög óánægð með þennan aðbúnað lögreglunnar. „Þetta eru bara tvö lítil, mjög lítil herbergi, sem þeir hafa. Enga kaffistofu, sameiginlegt klósett með sýslumanni eða starfsmönnum sýslumanns og enga aðstöðu fyrir bíla. Þannig að ef það kemur útkall í kafaldsbyl þá þurfa þeir að byrja á því að grafa sig inn í bílinn og koma honum í ökuhæft ástand. Þetta er ekki boðlegt ástand en í venjulegu árferði er náttúrulega svakaleg umferð og þarf þá bara mikið og öflugt löggæslueftirlit,“ segir Þorbjörg. Sveitarstjórn Mýrdalshrepps hefur ályktað um að það þurfi að byggja nýja lögreglustöð í Vík, sem allra fyrst. Í Vík eru þrír lögreglumenn á vakt, tveir á annarri vaktinni og einn á hinni. Lögreglumennirnir eru hluti af starfsliði Lögreglunnar á Suðurlandi.Vísir/Magnús Hlynur „Það hefur verið vinna í gangi við þarfagreiningu, bæði fyrir sýslumann og lögreglustöðina. Dómsmálaráðherra lét gera hana. Mér skilst að hún liggi fyrir en við höfum ekki heyrt neitt meira af því. Við viljum bara endilega þrýsta á þetta mál,“ bætir Þorbjörg við og segir enn fremur: „Ég efast um að það sé nokkurs staðar á landinu jafn slæmur aðbúnaður fyrir lögreglumenn eins og hér í Vík miðað við það umfang sem löggæslan hefur hérna. Lögreglumennirnir hafa ekki eigin kaffistofu. „Nei, nei, þeir fá stundum að krækja sér í kaffibolla hjá starfsmönnum sýslumanns en að öðru leyti ekki. Oft eru þeir að vinna langan vinnudag og þurfa þá að geta fengið sér að borða inni hjá sér en það er ekkert í boði,“ segir sveitarstjóri Mýrdalshrepps.
Mýrdalshreppur Sveitarstjórnarmál Lögreglan Mest lesið Tveggja stafa frost í kortunum og sundlaugar gætu þurft að loka Innlent Lygileg atburðarás í Landsbankanum Innlent Sjálfstæðismönnum brugðið yfir mögulegri frestun landsfundar Innlent Verið að athuga frekari þvingunaraðgerðir Innlent Tíu ára drengur lést eftir bílslys á Ítalíu Erlent Kyrrðarstund í Árbæjarkirkju vegna drengsins sem lést á Ítalíu Innlent Framkvæmdastjóri Hagkaups furðar sig á heimsókn lögreglu Innlent Spennan magnast fyrir fundi sem óvænt á að fresta Innlent Jólagjafirnar í ár hittu beint í mark Innlent Rann á snjóruðningstæki og bíllinn óökuhæfur Innlent Fleiri fréttir Tveggja stafa frost í kortunum og sundlaugar gætu þurft að loka Jólagjafirnar í ár hittu beint í mark Framkvæmdastjóri Hagkaups furðar sig á heimsókn lögreglu Kyrrðarstund í Árbæjarkirkju vegna drengsins sem lést á Ítalíu Verið að athuga frekari þvingunaraðgerðir Sjálfstæðismönnum brugðið yfir mögulegri frestun landsfundar Lygileg atburðarás í Landsbankanum Rann á snjóruðningstæki og bíllinn óökuhæfur Öryggisógn í Eystrasaltinu og óskiljanlegur „gjörningur“ lögreglu Tveir bílar rákust saman á brúnni við Fossála Veit vel að önnur kjör en laun þurfi að ræða Hætta leitinni í Meradölum Innan marka að kalla fjárfesta „nútíma þrælahaldara“ Súðavíkurhlíð opin á ný Leit við Meradali í snælduvitlausu veðri Búið að opna Holtavörðuheiði á ný Þungar vikur framundan Skilaréttur neytenda ríkari ef varan er keypt á netinu Lögregla hafi hálfpartinn „hrökklast frá“ Hæstiréttur fer beint í búvörulagamálið Spennan magnast fyrir fundi sem óvænt á að fresta Grímuskylda og ósáttir vínsalar Holtavörðuheiði enn lokuð Reyndu að ræna hraðbanka Komu hesti til bjargar úr gjótu Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Áfram töluverð snjóflóðahætta á Vestfjörðum Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Snjóflóðahætta á Vestfjörðum og frumsýning Yermu Holtavörðuheiðinni lokað aftur í kvöld Sjá meira