Röktu fólk til Irishman Pub með kortafærslum Lillý Valgerður Pétursdóttir skrifar 4. október 2020 14:05 Fjöldi gesta sem var á Irishman Pub smitaðist af kórónuveirunni. Vísir/Vilhelm Greiðslukortafærslur hafa verið nýttar við smitrakningu í nokkrum tilvikum. Til að mynda til að finna út hverjir voru útsettir fyrir smiti á Irishman Pub. „Við höfum fengið hérna aðstoð þessara rekstraraðila til þess að ná og koma upplýsingum til þeirra gesta sem þeir hafa verið með. Þannig að þeir hafa hjálpað okkur við það að reyna að ná til sinna viðskiptavina. Þannig að við getum sent sms og sent fólki upplýsingar og hvatt það til að fara í sýnatöku. Fólki sem að hefur verið á stöðum þar sem að svona stór smit hafa komið upp,“ segir Víðir Reynisson yfirlögregluþjónn. Notað í algjörum undantekningartilvikum Víðir segir greiðslukortafærslur til að mynda hafa verið nýttar til að finna út hverjir voru á Irishman Pub þegar kórónuveirusmit greindust þar. „Þetta er leið sem við höfum bara notað í algjörum undantekningartilvikum. Það er bara þegar staðan er þannig, að eins og þú nefndir þennan veitingastað þar sem að var greinilega mjög mikið smit og var mjög mikilvægt að ná sem fyrst til allra, þá var þetta leið sem var notuð,“ segir Víðir. Sú leið að nota kortaupplýsingar hefur þrisvar verið nýtt og þá í samráði við rekstaraðila og kortafyrirtækin. Smitrakningarteymið hefur fengið nöfn og símanúmer viðskiptavina og boðað þá í skimum. Gögnin hafa ekki verið geymd. Víðir segir það jafnframt áhyggjuefni að þegar reynt er að rekja smit hafi fólk undanfarið verið tregt til að veita upplýsingar. Það skýri líklega að hluta hve hátt hlutfall fólks greinist sem ekki er í sóttkví. Innan við fjórðungur þeirra sem greindist með veiruna í gær var í sóttkví. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Greiðslumiðlun Reykjavík Næturlíf Tengdar fréttir Dæmi um að fólk leyni upplýsingum í smitrakningu Víðir Reynisson, yfirlögregluþjónn, segir það ekki að ástæðulausu sem verið sé að fara í harðari aðgerðir. Búið sé að rýna í tölfræðina og miklar áhyggjur séu uppi af stöðunni eins og hún er í dag. 4. október 2020 12:03 Mest lesið Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Erlent Reyndu að ræna hraðbanka Innlent Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Innlent Rússar vara við því að hrapað sé að ályktunum áður en rannsókn lýkur Erlent Komu hesti til bjargar úr gjótu Innlent Hættulega heitir dagar fleiri og mannskæðari en áður Erlent Holtavörðuheiði enn lokuð Innlent Spáir stillu og miklu svifryki um áramótin Veður Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Innlent Þau eru tilnefnd sem maður ársins 2024 Innlent Fleiri fréttir Holtavörðuheiði enn lokuð Reyndu að ræna hraðbanka Komu hesti til bjargar úr gjótu Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Áfram töluverð snjóflóðahætta á Vestfjörðum Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Snjóflóðahætta á Vestfjörðum og frumsýning Yermu Holtavörðuheiðinni lokað aftur í kvöld Sex voru fluttir með þyrlunni Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Telja skemmdir í Bláfjöllum minniháttar Súðavíkurhlíð opin til 16 Alvarlegt bílslys í Öræfum Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Snjóflóð féllu á Súðavíkurhlíð Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Snjóflóð féll á Súðavíkurhlíð og rólegt í Kvennaathvarfinu Skógaskóli verður hótel Grímuskylda á Landspítalanum Búið að opna Hellisheiði og Holtavörðuheiði Strætó rann á bíl og ruslaskýli Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Jólakindin Djásn á Stokkseyri Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Sjá meira
Greiðslukortafærslur hafa verið nýttar við smitrakningu í nokkrum tilvikum. Til að mynda til að finna út hverjir voru útsettir fyrir smiti á Irishman Pub. „Við höfum fengið hérna aðstoð þessara rekstraraðila til þess að ná og koma upplýsingum til þeirra gesta sem þeir hafa verið með. Þannig að þeir hafa hjálpað okkur við það að reyna að ná til sinna viðskiptavina. Þannig að við getum sent sms og sent fólki upplýsingar og hvatt það til að fara í sýnatöku. Fólki sem að hefur verið á stöðum þar sem að svona stór smit hafa komið upp,“ segir Víðir Reynisson yfirlögregluþjónn. Notað í algjörum undantekningartilvikum Víðir segir greiðslukortafærslur til að mynda hafa verið nýttar til að finna út hverjir voru á Irishman Pub þegar kórónuveirusmit greindust þar. „Þetta er leið sem við höfum bara notað í algjörum undantekningartilvikum. Það er bara þegar staðan er þannig, að eins og þú nefndir þennan veitingastað þar sem að var greinilega mjög mikið smit og var mjög mikilvægt að ná sem fyrst til allra, þá var þetta leið sem var notuð,“ segir Víðir. Sú leið að nota kortaupplýsingar hefur þrisvar verið nýtt og þá í samráði við rekstaraðila og kortafyrirtækin. Smitrakningarteymið hefur fengið nöfn og símanúmer viðskiptavina og boðað þá í skimum. Gögnin hafa ekki verið geymd. Víðir segir það jafnframt áhyggjuefni að þegar reynt er að rekja smit hafi fólk undanfarið verið tregt til að veita upplýsingar. Það skýri líklega að hluta hve hátt hlutfall fólks greinist sem ekki er í sóttkví. Innan við fjórðungur þeirra sem greindist með veiruna í gær var í sóttkví.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Greiðslumiðlun Reykjavík Næturlíf Tengdar fréttir Dæmi um að fólk leyni upplýsingum í smitrakningu Víðir Reynisson, yfirlögregluþjónn, segir það ekki að ástæðulausu sem verið sé að fara í harðari aðgerðir. Búið sé að rýna í tölfræðina og miklar áhyggjur séu uppi af stöðunni eins og hún er í dag. 4. október 2020 12:03 Mest lesið Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Erlent Reyndu að ræna hraðbanka Innlent Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Innlent Rússar vara við því að hrapað sé að ályktunum áður en rannsókn lýkur Erlent Komu hesti til bjargar úr gjótu Innlent Hættulega heitir dagar fleiri og mannskæðari en áður Erlent Holtavörðuheiði enn lokuð Innlent Spáir stillu og miklu svifryki um áramótin Veður Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Innlent Þau eru tilnefnd sem maður ársins 2024 Innlent Fleiri fréttir Holtavörðuheiði enn lokuð Reyndu að ræna hraðbanka Komu hesti til bjargar úr gjótu Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Áfram töluverð snjóflóðahætta á Vestfjörðum Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Snjóflóðahætta á Vestfjörðum og frumsýning Yermu Holtavörðuheiðinni lokað aftur í kvöld Sex voru fluttir með þyrlunni Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Telja skemmdir í Bláfjöllum minniháttar Súðavíkurhlíð opin til 16 Alvarlegt bílslys í Öræfum Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Snjóflóð féllu á Súðavíkurhlíð Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Snjóflóð féll á Súðavíkurhlíð og rólegt í Kvennaathvarfinu Skógaskóli verður hótel Grímuskylda á Landspítalanum Búið að opna Hellisheiði og Holtavörðuheiði Strætó rann á bíl og ruslaskýli Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Jólakindin Djásn á Stokkseyri Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Sjá meira
Dæmi um að fólk leyni upplýsingum í smitrakningu Víðir Reynisson, yfirlögregluþjónn, segir það ekki að ástæðulausu sem verið sé að fara í harðari aðgerðir. Búið sé að rýna í tölfræðina og miklar áhyggjur séu uppi af stöðunni eins og hún er í dag. 4. október 2020 12:03