Lífið

Stjörnulífið: Síðustu dagarnir fyrir hert samkomubann

Stefán Árni Pálsson skrifar
Um að gera að nota síðustu dagana fyrir samkomubannið harða vel. 
Um að gera að nota síðustu dagana fyrir samkomubannið harða vel. 

Stjörnulífið er liður á Vísi en þar verður farið yfir það helsta sem þekktir Íslendingar hafa verið að gera undanfarna daga og jafnvel deila því með fylgjendum sínum.

Á miðnætti tóku gildi verulega hertar samkomutakmarkanir frá því sem verið hefur undanfarið. Á sama tíma tók gildi neyðarstig almannavarna.

Nú mega aðeins tuttugu manns koma saman og líkamsræktarstöðvum, krám, skemmti- og spilastöðum verður lokað. Gestir á sundstöðum mega að hámarki vera 50% af leyfilegum fjölda samkvæmt starfsleyfi. Um að gera að nýta síðustu dagana vel. 

Tómas Guðbjartsson hjartalæknir skellti sér í göngu á Krísuvíkursvæðinu í gær með góðum hópi fólks.  Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands, gekk með Tómasi sem og Elín Metta Jensen, landsliðskona í fótbolta og læknanemi.

View this post on Instagram

Forsetaveður á fjölkum

A post shared by Tomas Gudbjartsson (@tomasgudbjartsson) on

Hjónin María Ellingsen leikkona og Christopher Lund ljósmyndari voru á faraldsfæti í Skagafirðinum um helgina. Fallegt haustveður var á landinu víðast hvar og má ætla að þau hafi notið vel á ferðalagi sínu. 

Friðrik Ómar Hjörleifsson söngvari fagnaði 39 ára afmæli sínu á sunnudaginn. Þótt ekki væri um stórafmæli að ræða bauð hann vinum og vandamönnum í heimsókn norður yfir heiðar og voru nokkrir sem lögðu land undir fót. Þeirra á meðal Erna Hrönn söngkona og Birna Björnsdóttir danskennari.

Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir dómsmálaráðherra gladdist með Rebekku Guðmundsdóttur frænku sinni um helgina en dóttir Rebekku var skírð um helgina. 

Rúrik Gíslason knattspyrnukappi og brasilíska fyrirsætan Nathalia Soliani nutu lífsins í Húsafelli um helgina. Þau hafa verið á ferð og flugi um landið undanfarið og notið þess að hafa það svo gott sem út af fyrir sig.

Helgi Ómars ljósmyndari breytti til og lét lita hárið silfrað. 

View this post on Instagram

let’s go 🕵🏻‍♂️

A post shared by Helgi Omarsson (@helgiomarsson) on

Króli fór líka í klippingu og frumflutti nýtt lag á dögunum, lagið Ást við fyrstu seen. 

View this post on Instagram

@tomasoli er gersemi

A post shared by K R Ó L I (@kiddioli) on

Steindi elskar Sigrúnu meira en Ívar elskar Arnar Grant. Sigrún Sig fagnaði afmæli sínu um helgina. Steinþór og Sigrún eiga saman tvær dætur.

 Dóttir Sölku Sól Eyfeld hefur verið til í 9 mánuði og því ber að fagna. 

 Ásdís Rán skellti sér í sjónvarpsviðtal í Búlgaríu. 

Elísabet Gunnars frumsýndi nýja línu af Konum eru konum bestar bolunum en allur ágóði fer til styrktar Bjarkahlíð. 

Aníta Briem birti fallega mynd af sér.

Svala Björgvins með fallega paramynd um helgina. 

View this post on Instagram

💘💘

A post shared by SVALA (@svalakali) on

 Fjármálaráðherra einnig efnilegur ljósmyndari. 

View this post on Instagram

Harpa í dag.

A post shared by Bjarni Benediktsson (@bjarnibenediktsson) on

Sunneva Einars, tengdadóttir Bjarna Ben, birti þessa mynd um helgina. 

View this post on Instagram

💙

A post shared by Sunneva Eir Einarsdóttir 🦋 (@sunnevaeinarss) on

 Silfurrefurinn Björn Ingi Hrafnsson skellti sér á veiðar. 

View this post on Instagram

Vörn gegn veiru? 😷

A post shared by Björn Ingi Hrafnsson (@bjorningi) on

Felix Bergsson og Baldur Þórhallsson fengu falleg náttföt að gjöf fyrir barnabörnin.

Róbert Wessmann hélt upp á afmælið með fjölskyldunni og vinum á Zoom. 

Erfiður hárdagur hjá Klemens Hannigan Hatara. 

View this post on Instagram

Hair gatherer

A post shared by klemens (@klemens_a.k.a_post_thong) on

Þórhildur Þorkels og Edda Sif taka sig vel út í Konum eru konum bestar bolunum. 

Það sama má segja um Evu Ruzu.

Drengirnir á bakvið hlaðvarpið vinsæla Steve Dagskrá skelltu sér út á lífið. Einnig framleiðir hópurinn þætti um stemninguna á völlunum í efstu deild í knattspyrnu og eru þeir sýndir á Stöð 2 Sport. 

View this post on Instagram

Steve Árshátíð

A post shared by Steve Dagskrá (@stevedagskra) on

Þórunn Antonía var með valkvíða og fjárfesti því í þrennum alveg eins buxum. 

 María Birta er hætt að drekka kaffi. 

Crossfit-stjarnan Sara Sigmundsdóttir tók þátt í auglýsingatöku fyrir Volkswagen hér á landi í vikunni og var hópurinn nokkuð stór. 

Umboðsmaður hennar Snorri Baron birti þessa mynd. 

Selma Björnsdóttir eignaðist þennan fallega kórónuveiruhring. 

Frosti Logason skellti sér út að borða með góðum vinum. 

View this post on Instagram

C E L E B R A T I O N

A post shared by Frosti Logason (@frostiloga) on

Samfélagsmiðlastjarnan Katrín Kristinsdóttir óskaði kærastanum Matthíasi Erni til lukku með afmælidaginn. 

View this post on Instagram

Happy bday baby 🤍 🥳

A post shared by KATRÍN KRISTINSDÓTTIR (@katrinkristinsdottir) on






Fleiri fréttir

Sjá meira


×