„Það er ekkert meiri ófyrirsjáanleiki en staðan kallar á“ Sylvía Hall skrifar 5. október 2020 18:53 Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra. Vísir/Vilhelm Forsætisráðherra segir að sömu lögmál munu gilda varðandi lokunarstyrki til fyrirtækja og áður, nú þegar mörgum hefur verið gert að loka á ný vegna sóttvarnaaðgerða yfirvalda. Staðan sé erfið hjá mörgum en stjórnvöld muni leita leiða til þess að mæta fyrirtækjum í rekstrarvanda. „Auðvitað er staðan þannig að við erum að sjá fyrirtæki í mjög fjölþættum vanda. Í fyrsta lagi eru það þau sem hafa þurft að loka vegna sóttvarnaráðstafana, síðan eru önnur fyrirtæki þar sem staðan er mjög þung vegna efnahagslegra áhrifa. Þá þarf aðrar leiðir til þess að mæta þeim aðilum,“ sagði Katrín í kvöldfréttum Stöðvar 2. Lokunarstyrkir voru kynntir til sögunnar eftir að mörgum rekstraraðilum var gert að stöðva starfsemi í fyrstu bylgju faraldursins. Áttu þeir rétt á lokunarstyrkjum að uppfylltum ýmsum skilyrðum, en mörgum þótti skilyrðin heldur ströng. Katrín segir stöðuna þunga fyrir marga. „Þetta er þung staða fyrir aðila en það er auðvitað mismunandi líka hvaða staða tekur við á eftir. Vonandi geta flestir þessara aðila opnað aftur og tekið síðan upp fyrri starfsemi, við vonum það að sjálfsögðu. Aðgerðirnar eru til þess að við getum aftur komið samfélaginu í gang þegar þessu lýkur.“ Stjórnvöld hafa verið gagnrýnd fyrir ófyrirsjáanleika í sínum aðgerðum. Fyrirvari um nýjar sóttvarnaaðgerðir þótti heldur stuttur og margir töldu sig vera í óvissu varðandi hvernig skyldi túlka aðgerðirnar út frá sinni starfsemi. Að sögn Katrínar býður staðan ekki upp á annað. „Það er ekkert meiri ófyrirsjáanleiki en staðan kallar á.“ Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Efnahagsmál Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Mest lesið Starfsmaðurinn undir sérstöku eftirliti í fyrra Innlent Vaktin: Ráðast örlög Úkraínu í Washington DC? Erlent Auglýsingaskilti lýsti upp allan Garðabæ Innlent Í gæsluvarðhaldi fram í september Innlent RÚV grafi undan tilvist sinni með nýrri auglýsingu Innlent Jarðskjálfti fjórum kílómetrum frá höfuðborgarsvæðinu Innlent Ákærður fyrir fjórar nauðganir Erlent Aukin gæsla og breytt snið á Menningarnótt Innlent Trump segir Selenskí geta valið um að binda enda á stríðið eða berjast áfram Erlent Lögregla leitar manns vegna rannsóknar Innlent Fleiri fréttir Faðir á Múlaborg í áfalli, leiðtogafundur í Washington og símtöl sakbornings Stjórnvöld þurfi að bregðast við veðmálavandanum Jarðskjálfti fjórum kílómetrum frá höfuðborgarsvæðinu Lögregla leitar manns vegna rannsóknar Vesturbæjarlaug aftur lokað vegna viðgerðar Auglýsingaskilti lýsti upp allan Garðabæ Göngu- og hjólabrú við Dugguvog opnuð síðdegis í dag Tollum Evrópusambandsins frestað um óákveðinn tíma Aukin gæsla og breytt snið á Menningarnótt Eldur á Kleppsvegi Starfsmaðurinn undir sérstöku eftirliti í fyrra Grétar Br. Kristjánsson lögmaður látinn Ögurstund í Washington, spilavandi ungra karla og aukin gæsla á Menningarnótt Fólk verði oft samdauna sérkennilegum aðstæðum í vinnunni „Þetta er stórt mál og tekur auðvitað tíma“ Í gæsluvarðhaldi fram í september Fullir í flugi Einn handtekinn vegna líkamsárásar og annar vegna innbrots RÚV grafi undan tilvist sinni með nýrri auglýsingu Hundrað þúsund ferðamenn heimsóttu Jökulsárlón í júlí Ekkert bann við opnum kvíum en „skussinn borgi brúsann“ Hinn grunaði var leiðbeinandi barna í tæplega tvö ár Loka Miðfjarðará með grjóti og segja stjórnvöld hafa dregið lappirnar Fundað um Múlaborg og eldislöxum varist Braust inn á flugvallarsvæðið Ekkert bendi til að brotið hafi verið á fleiri börnum Hnullungur þveraði veginn þar sem banaslys varð „Það bjó enginn í húsinu“ Ekkert sem bendi til þess að um sé að ræða óvinveitt geimskip Vísað ölvuðum frá borði á leið frá Keflavík Sjá meira
Forsætisráðherra segir að sömu lögmál munu gilda varðandi lokunarstyrki til fyrirtækja og áður, nú þegar mörgum hefur verið gert að loka á ný vegna sóttvarnaaðgerða yfirvalda. Staðan sé erfið hjá mörgum en stjórnvöld muni leita leiða til þess að mæta fyrirtækjum í rekstrarvanda. „Auðvitað er staðan þannig að við erum að sjá fyrirtæki í mjög fjölþættum vanda. Í fyrsta lagi eru það þau sem hafa þurft að loka vegna sóttvarnaráðstafana, síðan eru önnur fyrirtæki þar sem staðan er mjög þung vegna efnahagslegra áhrifa. Þá þarf aðrar leiðir til þess að mæta þeim aðilum,“ sagði Katrín í kvöldfréttum Stöðvar 2. Lokunarstyrkir voru kynntir til sögunnar eftir að mörgum rekstraraðilum var gert að stöðva starfsemi í fyrstu bylgju faraldursins. Áttu þeir rétt á lokunarstyrkjum að uppfylltum ýmsum skilyrðum, en mörgum þótti skilyrðin heldur ströng. Katrín segir stöðuna þunga fyrir marga. „Þetta er þung staða fyrir aðila en það er auðvitað mismunandi líka hvaða staða tekur við á eftir. Vonandi geta flestir þessara aðila opnað aftur og tekið síðan upp fyrri starfsemi, við vonum það að sjálfsögðu. Aðgerðirnar eru til þess að við getum aftur komið samfélaginu í gang þegar þessu lýkur.“ Stjórnvöld hafa verið gagnrýnd fyrir ófyrirsjáanleika í sínum aðgerðum. Fyrirvari um nýjar sóttvarnaaðgerðir þótti heldur stuttur og margir töldu sig vera í óvissu varðandi hvernig skyldi túlka aðgerðirnar út frá sinni starfsemi. Að sögn Katrínar býður staðan ekki upp á annað. „Það er ekkert meiri ófyrirsjáanleiki en staðan kallar á.“
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Efnahagsmál Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Mest lesið Starfsmaðurinn undir sérstöku eftirliti í fyrra Innlent Vaktin: Ráðast örlög Úkraínu í Washington DC? Erlent Auglýsingaskilti lýsti upp allan Garðabæ Innlent Í gæsluvarðhaldi fram í september Innlent RÚV grafi undan tilvist sinni með nýrri auglýsingu Innlent Jarðskjálfti fjórum kílómetrum frá höfuðborgarsvæðinu Innlent Ákærður fyrir fjórar nauðganir Erlent Aukin gæsla og breytt snið á Menningarnótt Innlent Trump segir Selenskí geta valið um að binda enda á stríðið eða berjast áfram Erlent Lögregla leitar manns vegna rannsóknar Innlent Fleiri fréttir Faðir á Múlaborg í áfalli, leiðtogafundur í Washington og símtöl sakbornings Stjórnvöld þurfi að bregðast við veðmálavandanum Jarðskjálfti fjórum kílómetrum frá höfuðborgarsvæðinu Lögregla leitar manns vegna rannsóknar Vesturbæjarlaug aftur lokað vegna viðgerðar Auglýsingaskilti lýsti upp allan Garðabæ Göngu- og hjólabrú við Dugguvog opnuð síðdegis í dag Tollum Evrópusambandsins frestað um óákveðinn tíma Aukin gæsla og breytt snið á Menningarnótt Eldur á Kleppsvegi Starfsmaðurinn undir sérstöku eftirliti í fyrra Grétar Br. Kristjánsson lögmaður látinn Ögurstund í Washington, spilavandi ungra karla og aukin gæsla á Menningarnótt Fólk verði oft samdauna sérkennilegum aðstæðum í vinnunni „Þetta er stórt mál og tekur auðvitað tíma“ Í gæsluvarðhaldi fram í september Fullir í flugi Einn handtekinn vegna líkamsárásar og annar vegna innbrots RÚV grafi undan tilvist sinni með nýrri auglýsingu Hundrað þúsund ferðamenn heimsóttu Jökulsárlón í júlí Ekkert bann við opnum kvíum en „skussinn borgi brúsann“ Hinn grunaði var leiðbeinandi barna í tæplega tvö ár Loka Miðfjarðará með grjóti og segja stjórnvöld hafa dregið lappirnar Fundað um Múlaborg og eldislöxum varist Braust inn á flugvallarsvæðið Ekkert bendi til að brotið hafi verið á fleiri börnum Hnullungur þveraði veginn þar sem banaslys varð „Það bjó enginn í húsinu“ Ekkert sem bendi til þess að um sé að ræða óvinveitt geimskip Vísað ölvuðum frá borði á leið frá Keflavík Sjá meira