Trump útskrifast af sjúkrahúsi í kvöld Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 5. október 2020 19:41 Myndin er tekin af Donald Trump í gær er hann sat símafund í fundarherbergi sínu á Walter Reed-sjúkrahúsinu í gær. AP/Tia Dufour - Hvíta húsið Donald Trump Bandaríkjaforseti segist munu útskrifast af Walter Reed-sjúkrahúsinu í Maryland í kvöld. Frá þessu greinir forsetinn í færslu á Twitter nú í kvöld þar sem hann segist vera góður til heilsunnar. Hann hvetur fólk einnig til þess að vera ekki hrætt við covid-19 og það skuli ekki leyfa veirunni að stjórna lífi sínu. Trump greindist með covid-19 á fimmtudaginn og síðast í dag bættist Kayleigh McEnany, blaðafulltrúi Hvíta hússins, í hóp þeirra starfsmanna Hvíta hússins sem eru smitaðir af kórónuveirunni en margt starfsfólk Hvíta hússins og nánir samstarfsmenn forsetans eru nú ýmist smitaðir af veirunni eða eru í sóttkví. I will be leaving the great Walter Reed Medical Center today at 6:30 P.M. Feeling really good! Don t be afraid of Covid. Don t let it dominate your life. We have developed, under the Trump Administration, some really great drugs & knowledge. I feel better than I did 20 years ago!— Donald J. Trump (@realDonaldTrump) October 5, 2020 „Við höfum þróað, í stjórnartíð Trump-stjórnarinnar, mjög frábær lyf og þekkingu. Mér líður betur en mér leið fyrir tuttugu árum!“ skrifar forsetinn ennfremur í færslu sinni. Trump brást einnig við gagnrýni sem hann hefur sætt eftir að hann fór í bíltúr í gærkvöldi til að heilsa upp á stuðningsmenn sína sem höfðu margir komið saman fyrir utan Walter Reed spítalann. Líkt og svo oft áður beinir forsetinn gagnrýni sinni að fjölmiðlum í annarri færslu sem hann birti á Twitter áðan. „Fjölmiðlar eru ósáttir vegna þess að ég fór í öruggri bifreið til að segja takk við mína fjölmörgu aðdáendur og stuðningsmenn sem höfðu staðið fyrir utan sjúkrahúsið í marga klukkutíma, jafnvel daga, til að votta forseta sínum virðingu. Ef ég hefði ekki gert það, þá hefðu fjölmiðlar sagt DÓNALEGT!!!“ segir í færslu forsetans. It is reported that the Media is upset because I got into a secure vehicle to say thank you to the many fans and supporters who were standing outside of the hospital for many hours, and even days, to pay their respect to their President. If I didn t do it, Media would say RUDE!!!— Donald J. Trump (@realDonaldTrump) October 5, 2020 Donald Trump Bandaríkin Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Situr í súpunni eftir að hafa selt bankaþjófi jeppa Innlent Reikna með tveggja daga aðalmeðferð í máli Alberts Innlent Játaði hópnauðgun og vildi komast í frí til heimalandsins Innlent „Versta martröð Trumps“ kjörin borgarstjóri New York Erlent Gat keypt afmælisblómin eftir að ókunnugur mætti með skóflu Innlent Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Innlent Sonurinn sefur enn með kylfu undir rúminu Innlent Ferðin á Keflavíkurflugvöll það erfiðasta við utanlandsferðina Innlent Banna samtök íslamista og gerðu húsleit hjá fleiri Erlent Innsigluðu sex gististaði vegna skorts á leyfum Innlent Fleiri fréttir Plata hermenn í hjónaband og hirða svo bæturnar Hver er Zohran Mamdani og hvað vill hann? Banna samtök íslamista og gerðu húsleit hjá fleiri Evrópuríki ná saman um verulega útþynnt loftslagsmarkmið Stofnar Facebook hóp fyrir hatur gegn sjálfum sér Sjö látnir eftir flugslysið í Kentucky Tugir látnir eftir fellibyl á Filippseyjum „Versta martröð Trumps“ kjörin borgarstjóri New York Féll til jarðar rétt eftir flugtak Fundu 1,7 tonn af kókaíni í kafbát á miðju Atlantshafi Náðu myndum af háhyrningum að velta hvítháfum og éta úr þeim lifrina Fer fram og til baka með SNAP Dick Cheney, einn arkítekta Íraksstríðsins, er látinn Með meðvitund fastur í rústunum en lést á leið á sjúkrahús Hyggjast banna klám sem sýnir kyrkingar Ítrekar hótanir sínar og hvetur íbúa til að kjósa Cuomo Ætlar ekki að láta „óða“ Demókrata kúga sig Ódæðin í Súdan mögulega glæpir gegn mannkyninu Handtekin fyrir að leka myndbandi af misþyrmingu á fanga Myndar stjórn með fjarhægriflokkum Miðaldaturn í Róm hrundi að hluta Áfengisneysla „Evrópumeistara í unglingadrykkju“ dregst saman Bandarískir erindrekar hótuðu evrópskum kollegum sínum Konur í Afganistan óttist raunverulega að heimurinn gleymi þeim Mamdani mælist með gott forskot degi fyrir kosningar Að minnsta kosti 20 látnir eftir stóran skjálfta í Afganistan Segir Bandaríkin ekki geta ráðist inn Konur í Afganistan óttist raunverulega að heimurinn gleymi þeim Annar hinna handteknu látinn laus: „Drepið mig, drepið mig, drepið mig“ Andrew sviptur síðustu hernaðartigninni Sjá meira
Donald Trump Bandaríkjaforseti segist munu útskrifast af Walter Reed-sjúkrahúsinu í Maryland í kvöld. Frá þessu greinir forsetinn í færslu á Twitter nú í kvöld þar sem hann segist vera góður til heilsunnar. Hann hvetur fólk einnig til þess að vera ekki hrætt við covid-19 og það skuli ekki leyfa veirunni að stjórna lífi sínu. Trump greindist með covid-19 á fimmtudaginn og síðast í dag bættist Kayleigh McEnany, blaðafulltrúi Hvíta hússins, í hóp þeirra starfsmanna Hvíta hússins sem eru smitaðir af kórónuveirunni en margt starfsfólk Hvíta hússins og nánir samstarfsmenn forsetans eru nú ýmist smitaðir af veirunni eða eru í sóttkví. I will be leaving the great Walter Reed Medical Center today at 6:30 P.M. Feeling really good! Don t be afraid of Covid. Don t let it dominate your life. We have developed, under the Trump Administration, some really great drugs & knowledge. I feel better than I did 20 years ago!— Donald J. Trump (@realDonaldTrump) October 5, 2020 „Við höfum þróað, í stjórnartíð Trump-stjórnarinnar, mjög frábær lyf og þekkingu. Mér líður betur en mér leið fyrir tuttugu árum!“ skrifar forsetinn ennfremur í færslu sinni. Trump brást einnig við gagnrýni sem hann hefur sætt eftir að hann fór í bíltúr í gærkvöldi til að heilsa upp á stuðningsmenn sína sem höfðu margir komið saman fyrir utan Walter Reed spítalann. Líkt og svo oft áður beinir forsetinn gagnrýni sinni að fjölmiðlum í annarri færslu sem hann birti á Twitter áðan. „Fjölmiðlar eru ósáttir vegna þess að ég fór í öruggri bifreið til að segja takk við mína fjölmörgu aðdáendur og stuðningsmenn sem höfðu staðið fyrir utan sjúkrahúsið í marga klukkutíma, jafnvel daga, til að votta forseta sínum virðingu. Ef ég hefði ekki gert það, þá hefðu fjölmiðlar sagt DÓNALEGT!!!“ segir í færslu forsetans. It is reported that the Media is upset because I got into a secure vehicle to say thank you to the many fans and supporters who were standing outside of the hospital for many hours, and even days, to pay their respect to their President. If I didn t do it, Media would say RUDE!!!— Donald J. Trump (@realDonaldTrump) October 5, 2020
Donald Trump Bandaríkin Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Situr í súpunni eftir að hafa selt bankaþjófi jeppa Innlent Reikna með tveggja daga aðalmeðferð í máli Alberts Innlent Játaði hópnauðgun og vildi komast í frí til heimalandsins Innlent „Versta martröð Trumps“ kjörin borgarstjóri New York Erlent Gat keypt afmælisblómin eftir að ókunnugur mætti með skóflu Innlent Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Innlent Sonurinn sefur enn með kylfu undir rúminu Innlent Ferðin á Keflavíkurflugvöll það erfiðasta við utanlandsferðina Innlent Banna samtök íslamista og gerðu húsleit hjá fleiri Erlent Innsigluðu sex gististaði vegna skorts á leyfum Innlent Fleiri fréttir Plata hermenn í hjónaband og hirða svo bæturnar Hver er Zohran Mamdani og hvað vill hann? Banna samtök íslamista og gerðu húsleit hjá fleiri Evrópuríki ná saman um verulega útþynnt loftslagsmarkmið Stofnar Facebook hóp fyrir hatur gegn sjálfum sér Sjö látnir eftir flugslysið í Kentucky Tugir látnir eftir fellibyl á Filippseyjum „Versta martröð Trumps“ kjörin borgarstjóri New York Féll til jarðar rétt eftir flugtak Fundu 1,7 tonn af kókaíni í kafbát á miðju Atlantshafi Náðu myndum af háhyrningum að velta hvítháfum og éta úr þeim lifrina Fer fram og til baka með SNAP Dick Cheney, einn arkítekta Íraksstríðsins, er látinn Með meðvitund fastur í rústunum en lést á leið á sjúkrahús Hyggjast banna klám sem sýnir kyrkingar Ítrekar hótanir sínar og hvetur íbúa til að kjósa Cuomo Ætlar ekki að láta „óða“ Demókrata kúga sig Ódæðin í Súdan mögulega glæpir gegn mannkyninu Handtekin fyrir að leka myndbandi af misþyrmingu á fanga Myndar stjórn með fjarhægriflokkum Miðaldaturn í Róm hrundi að hluta Áfengisneysla „Evrópumeistara í unglingadrykkju“ dregst saman Bandarískir erindrekar hótuðu evrópskum kollegum sínum Konur í Afganistan óttist raunverulega að heimurinn gleymi þeim Mamdani mælist með gott forskot degi fyrir kosningar Að minnsta kosti 20 látnir eftir stóran skjálfta í Afganistan Segir Bandaríkin ekki geta ráðist inn Konur í Afganistan óttist raunverulega að heimurinn gleymi þeim Annar hinna handteknu látinn laus: „Drepið mig, drepið mig, drepið mig“ Andrew sviptur síðustu hernaðartigninni Sjá meira