Krakkar að leik fundu stolið málverk í Mosfellsbæ Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 5. október 2020 22:20 Málverkið, sem ber titilinn Wonderwoman, er til minningar um Kristínu Óskarsdóttur, sem bjó í íbúðakjarnanum og lést á síðasta ári. Facebook Málverk til minningar látinnar konu, sem stolið var úr íbúðakjarna í Þverholti í Mosfellsbæ fyrir um tíu dögum síðan, er komið í leitirnar. Það voru krakkar sem fundu málverkið, sem er eftir myndlistarmanninn Hjalta Parelius, og er það nú komið aftur á sinn stað. Málverkið, sem ber titilinn Wonderwoman, er til minningar um Kristínu Óskarsdóttur, sem bjó í íbúðakjarnanum og lést á síðasta ári. Vísir fjallaði um málið í síðustu viku en Óskar Gíslason, faðir Kristínar, hafði greint frá hvarfi myndarinnar á Facebook en hátt í þúsund manns deildu færslunni. Hann kveðst afar ánægður með að myndin sé komin í leitirnar. „Það voru krakkar sem að fundu myndina við sambýlið þarna í Þverholti 19. Hún var á sambýli í Þverholti 19 dóttir okkar á sínum tíma, en þar er svona holt fyrir ofan og þar fundu krakkar sem voru að leika sér myndina,“ segir Óskar í samtali við Vísi. „Þau fóru með myndina heim til foreldra sinna og foreldrarnir fóru á sambýlið og skiluðu myndinni. En hún hefur örugglega verið sett þarna myndin, af því ég fór að skoða myndina í morgun og hún hefur ekki legið þarna úti í tíu daga í rigningu og fleira,“ segir Óskar. Myndin sé dálítið skemmd en ekki mikið og því ólíklegt að hún hafi legið úti allan þennan tíma. Listamaðurinn muni lagfæra þær skemmdir sem þó urðu. „Það hefur einhver farið með myndina og skilað henni þarna í holtið í skjóli myrkurs svo að hún myndi finnast,“ segir Óskar sem veit ekki ennþá hver tók myndina ófrjálsri hendi eða hvað viðkomandi gekk til. Svo virðist þó sem fréttir af hvarfi myndarinnar hafi höfðað til samvisku þess sem hafði hana undir höndum en myndin hefur mikið tilfinningalegt gildi fyrir Óskar og eiginkonu hans. „Við höfum ekki hugmynd um það hver tók hana. En allir eru ánægðir að myndin skilaði sér, það er mikið gleðiefni,“ segir Óskar sem vill koma á framfæri kærum þökkum til allra þeirra sem deildu færslunni á Facebook af hvarfi myndarinnar og fréttum af málinu og öllum þeim sem hjálpuðu til við leitina að myndinni. Mosfellsbær Lögreglumál Myndlist Krakkar Mest lesið „Það voru bara slagsmál, viltu senda bíl“ Innlent Kraftaverk að Gunnari hafi verið bjargað þegar hann lenti í sjónum Innlent Foreldrar hafa áhyggjur af börnum sínum með Sergio í Dúbaí Innlent Gaf lungnadeildinni sex ferðasúrefnistæki til að þakka fyrir sig Innlent Nick Reiner ákærður fyrir að myrða foreldra sína Erlent Kveiktu á 200 kertum fyrir drengina sem hafa látist í baráttu við fíkn Innlent Margrét Löf dæmd í 16 ára fangelsi Innlent „Þessir þrír flokkar til þess að gera tómar skeljar“ Innlent Þau eru tilnefnd sem maður ársins Innlent Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Innlent Fleiri fréttir Kveiktu á 200 kertum fyrir drengina sem hafa látist í baráttu við fíkn „Þarna var bara verið að tikka í box“ Gaf lungnadeildinni sex ferðasúrefnistæki til að þakka fyrir sig Kraftaverk að Gunnari hafi verið bjargað þegar hann lenti í sjónum „Það voru bara slagsmál, viltu senda bíl“ „Þessir þrír flokkar til þess að gera tómar skeljar“ Foreldrar hafa áhyggjur af börnum sínum með Sergio í Dúbaí Umdeildur athafnamaður og vendingar á vinstri væng Ekki dómarans eins að meta hvort umskurn væri hættuleg Theodóra ætlar ekki fram aftur fyrir Viðreisn „Hæstvirtur yfirlætisráðherra, nei fyrirgefðu, hæstvirtur forsætisráðherra“ Lesstofu Borgarskjalasafnsins lokað Margrét Löf dæmd í 16 ára fangelsi „Óásættanlegt“ að taka borgarfulltrúa af gestalistanum Það hafi víst verið haft samráð við sjávarútveginn Píratar bjóða ekki fram í vor og Sigurbjörg Erla hættir „Við vitum að áföllin munu koma“ Alexandra sækist eftir oddvitasætinu Pírati skiptir um skútu og makrílsamningur fellur í grýttan jarðveg Dóra Björt til liðs við Samfylkinguna Æfur vegna samnings um makríl: „Skiljum vini okkar Grænlendinga eftir á köldum klaka“ Engin breyting á trúfélagsskráningu landsmanna Bein útsending: Boða óvænt til blaðamannafundar í Ráðhúsinu Hækka hitann í Breiðholtslaug Meðalbílaleigubíllinn verði fyrir mestum áhrifum Óvíst hvort Guðmundur Ingi snúi aftur í ráðuneytið Fjölgun landsmanna það eina sem hafi komið í veg fyrir tekjufall Rúv Umferðarslys á Breiðholtsbraut Orð gegn orði um samskipti innan almannavarnarnefndar Skýrslan ekki til neins ef ekki verði brugðist við Sjá meira
Málverk til minningar látinnar konu, sem stolið var úr íbúðakjarna í Þverholti í Mosfellsbæ fyrir um tíu dögum síðan, er komið í leitirnar. Það voru krakkar sem fundu málverkið, sem er eftir myndlistarmanninn Hjalta Parelius, og er það nú komið aftur á sinn stað. Málverkið, sem ber titilinn Wonderwoman, er til minningar um Kristínu Óskarsdóttur, sem bjó í íbúðakjarnanum og lést á síðasta ári. Vísir fjallaði um málið í síðustu viku en Óskar Gíslason, faðir Kristínar, hafði greint frá hvarfi myndarinnar á Facebook en hátt í þúsund manns deildu færslunni. Hann kveðst afar ánægður með að myndin sé komin í leitirnar. „Það voru krakkar sem að fundu myndina við sambýlið þarna í Þverholti 19. Hún var á sambýli í Þverholti 19 dóttir okkar á sínum tíma, en þar er svona holt fyrir ofan og þar fundu krakkar sem voru að leika sér myndina,“ segir Óskar í samtali við Vísi. „Þau fóru með myndina heim til foreldra sinna og foreldrarnir fóru á sambýlið og skiluðu myndinni. En hún hefur örugglega verið sett þarna myndin, af því ég fór að skoða myndina í morgun og hún hefur ekki legið þarna úti í tíu daga í rigningu og fleira,“ segir Óskar. Myndin sé dálítið skemmd en ekki mikið og því ólíklegt að hún hafi legið úti allan þennan tíma. Listamaðurinn muni lagfæra þær skemmdir sem þó urðu. „Það hefur einhver farið með myndina og skilað henni þarna í holtið í skjóli myrkurs svo að hún myndi finnast,“ segir Óskar sem veit ekki ennþá hver tók myndina ófrjálsri hendi eða hvað viðkomandi gekk til. Svo virðist þó sem fréttir af hvarfi myndarinnar hafi höfðað til samvisku þess sem hafði hana undir höndum en myndin hefur mikið tilfinningalegt gildi fyrir Óskar og eiginkonu hans. „Við höfum ekki hugmynd um það hver tók hana. En allir eru ánægðir að myndin skilaði sér, það er mikið gleðiefni,“ segir Óskar sem vill koma á framfæri kærum þökkum til allra þeirra sem deildu færslunni á Facebook af hvarfi myndarinnar og fréttum af málinu og öllum þeim sem hjálpuðu til við leitina að myndinni.
Mosfellsbær Lögreglumál Myndlist Krakkar Mest lesið „Það voru bara slagsmál, viltu senda bíl“ Innlent Kraftaverk að Gunnari hafi verið bjargað þegar hann lenti í sjónum Innlent Foreldrar hafa áhyggjur af börnum sínum með Sergio í Dúbaí Innlent Gaf lungnadeildinni sex ferðasúrefnistæki til að þakka fyrir sig Innlent Nick Reiner ákærður fyrir að myrða foreldra sína Erlent Kveiktu á 200 kertum fyrir drengina sem hafa látist í baráttu við fíkn Innlent Margrét Löf dæmd í 16 ára fangelsi Innlent „Þessir þrír flokkar til þess að gera tómar skeljar“ Innlent Þau eru tilnefnd sem maður ársins Innlent Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Innlent Fleiri fréttir Kveiktu á 200 kertum fyrir drengina sem hafa látist í baráttu við fíkn „Þarna var bara verið að tikka í box“ Gaf lungnadeildinni sex ferðasúrefnistæki til að þakka fyrir sig Kraftaverk að Gunnari hafi verið bjargað þegar hann lenti í sjónum „Það voru bara slagsmál, viltu senda bíl“ „Þessir þrír flokkar til þess að gera tómar skeljar“ Foreldrar hafa áhyggjur af börnum sínum með Sergio í Dúbaí Umdeildur athafnamaður og vendingar á vinstri væng Ekki dómarans eins að meta hvort umskurn væri hættuleg Theodóra ætlar ekki fram aftur fyrir Viðreisn „Hæstvirtur yfirlætisráðherra, nei fyrirgefðu, hæstvirtur forsætisráðherra“ Lesstofu Borgarskjalasafnsins lokað Margrét Löf dæmd í 16 ára fangelsi „Óásættanlegt“ að taka borgarfulltrúa af gestalistanum Það hafi víst verið haft samráð við sjávarútveginn Píratar bjóða ekki fram í vor og Sigurbjörg Erla hættir „Við vitum að áföllin munu koma“ Alexandra sækist eftir oddvitasætinu Pírati skiptir um skútu og makrílsamningur fellur í grýttan jarðveg Dóra Björt til liðs við Samfylkinguna Æfur vegna samnings um makríl: „Skiljum vini okkar Grænlendinga eftir á köldum klaka“ Engin breyting á trúfélagsskráningu landsmanna Bein útsending: Boða óvænt til blaðamannafundar í Ráðhúsinu Hækka hitann í Breiðholtslaug Meðalbílaleigubíllinn verði fyrir mestum áhrifum Óvíst hvort Guðmundur Ingi snúi aftur í ráðuneytið Fjölgun landsmanna það eina sem hafi komið í veg fyrir tekjufall Rúv Umferðarslys á Breiðholtsbraut Orð gegn orði um samskipti innan almannavarnarnefndar Skýrslan ekki til neins ef ekki verði brugðist við Sjá meira