Bar grímu og gaf myndavélum þumal á leiðinni út af sjúkrahúsinu Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 5. október 2020 23:31 Donald Trump gekk út af Walter Reed-herspítalanum í kvöld þaðan sem hann hélt aftur með þyrlu í Hvíta húsið eftir þriggja daga dvöl á spítala. AP/Evan Vucc Donald Trump Bandaríkjaforseti er farinn af Walter Reed-sjúkrahúsinu. Forsetinn var fluttur með þyrlu frá sjúkrahúsinu og til baka í Hvíta húsið fyrr í kvöld en hann greindi sjálfur frá því á Twitter í dag að hann hygðist yfirgefa spítalann í kvöld. Forsetinn bar grímu fyrir vitum sér, lyfti þumalfingri og reisti hnefann fyrir myndavélar sem hann gekk út af spítalanum. Sean P. Conley, læknir forsetans, segir þó að ekki verði „endanlega hægt að anda léttar“ fyrr en í fyrsta lagi eftir viku. President Trump gives a thumbs up and raises his fist as he leaves Walter Reed Medical Center wearing a surgical mask. Reporters are heard asking, "How many of your staff are sick?" and "Do you think you might be a super spreader, Mr. President?" https://t.co/U5qnHU3CKy pic.twitter.com/8fZDy6qUAO— CBS News (@CBSNews) October 5, 2020 Trump dvaldi alls í þrjár nætur á sjúkrahúsinu en þótt hann sé nú snúinn til baka í Hvíta húsið er hann þó að sögn Conley læknis ekki alveg laus allra mála eftir að hafa greinst smitaður af covid-19. „Síðasta sólarhringinn hefur ástand forsetans haldið áfram að batna,“ sagði Conley við blaðamenn utan við sjúkrahúsið í kvöld og bætti við að forsetinn uppfylli allar kröfur til þess að útskrifast. Forsetinn var fluttur með þyrlu aftur í Hvíta húsið. AP/Alex Brandon Hann svaraði jafnframt spurningum blaðamanna um ástand forsetans og greindi frá því að hann hafi fengið þriðja skammtinn af veirulyfinu remdesivir og að hann haldi áfram að taka dexamethasone, steralyf sem hafi sýnt sig að verki vel á sjúklinga sem hafa orðið mjög veikir af covid-19. „Við horfum til helgarinnar,“ sagði Conley. „Ef við getum komist í gegnum mánudaginn, með hann í sama ástandi eða betra, þá getum við loksins andað léttar.“ Hann svaraði því ekki með skýrum hætti hvort forsetinn yrði í einangrun á heimili sínu. Hér má sjá Donald Trump við það að taka af sér grímuna eftir að vera mættur til baka í Hvíta húsið. AP/Alex Brandon Fjöldi covid-19 smitaðra sem starfa í vestur álmu Hvíta hússins hefur farið vaxandi undanfarna daga en síðast í dag bættist blaðafulltrúi Trump, Keyleigh McEnany, í hóp þeirra starfsmanna sem sýktir eru af veirunni. Fleiri en 200 þúsund eru látnir í Bandaríkjunum af völdum covid-19 eftir að faraldurinn hófst. Donald Trump Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bandaríkin Mest lesið Segjast hafa verið neydd til að krjúpa tímunum saman og lýsa yfir ást sinni á Ísrael Innlent Lagði við Hverfisgötu eftir allt saman Innlent Boða aftur til kvennaverkfalls fimmtíu árum eftir það fyrsta Innlent „Ég held að það sé sterk friðarvon núna“ Innlent Trump segir Hamas og Ísraela hafa náð samkomulagi Erlent Ástæða til að hafa áhyggjur af vanfjármögnun spítalans Innlent Myndir: Hágrátið og hlegið þegar fréttir bárust af friðarsamkomulagi Erlent „Ég ætla ekki að jarða hann, ég ætla að hafa hann á lífi“ Innlent Utanríkisráðherra Palestínu á Íslandi á sögulegum tímum Innlent Skýr afstaða landsmanna um hvort einkunnir eigi að vera í tölum eða bókstöfum Innlent Fleiri fréttir Myndir: Hágrátið og hlegið þegar fréttir bárust af friðarsamkomulagi Von um frið en uggur um efndir Trump segir Hamas og Ísraela hafa náð samkomulagi Kenna Evrópu- og Bandaríkjamönnum um litlar líkur á friði Handtekinn fyrir að kveikja skæðasta eld Los Angeles Fá Nóbelsverðlaun fyrir þróun málmlífrænna grinda Tengdasonur Trumps mætir til Egyptalands Dularfull brotlending nærri Area 51 Trump og „maðurinn með ljáinn“ hóta að greiða ekki laun Engan óraði fyrir framhaldinu Súdanskur uppreisnarleiðtogi sakfelldur fyrir stríðsglæpi Nýkjörinn bæjarstjóri alvarlega særður eftir stunguárás Fá Nóbelinn fyrir rannsóknir sínar á sviði skammtafræði Tvö ár liðin frá árásum Hamas á Ísrael Vill vita hvað Úkraínumenn vilja gera við bandarískar stýriflaugar Hæstiréttur hafnar Maxwell Stofna rannsóknarnefnd um Afganistan sem Íslendingar kölluðu eftir Gretu Thunberg og félögum vísað úr landi Gisèle Pelicot aftur í réttarsal Fá Nóbelinn fyrir ónæmisrannsóknir sínar Bein útsending: Hver fær Nóbelsverðlaunin í læknisfræði? Forsætisráðherra Frakklands segir af sér Viðræður um frið á Gasa hefjast í dag Nýskipaðri ríkisstjórn þegar hótað vantrausti Stórtap Air Greenland vegna aflýstra flugferða til Nuuk Tæplega þúsund manns innlyksa á Everest Látinn eftir skotárás í Kaupmannahöfn Sögð vafin í ísraelska fánann og veifað um eins og verðlaunagrip Fjögurra manna fjölskylda meðal látinna Sendir þjóðvarðliðið til Chicago Sjá meira
Donald Trump Bandaríkjaforseti er farinn af Walter Reed-sjúkrahúsinu. Forsetinn var fluttur með þyrlu frá sjúkrahúsinu og til baka í Hvíta húsið fyrr í kvöld en hann greindi sjálfur frá því á Twitter í dag að hann hygðist yfirgefa spítalann í kvöld. Forsetinn bar grímu fyrir vitum sér, lyfti þumalfingri og reisti hnefann fyrir myndavélar sem hann gekk út af spítalanum. Sean P. Conley, læknir forsetans, segir þó að ekki verði „endanlega hægt að anda léttar“ fyrr en í fyrsta lagi eftir viku. President Trump gives a thumbs up and raises his fist as he leaves Walter Reed Medical Center wearing a surgical mask. Reporters are heard asking, "How many of your staff are sick?" and "Do you think you might be a super spreader, Mr. President?" https://t.co/U5qnHU3CKy pic.twitter.com/8fZDy6qUAO— CBS News (@CBSNews) October 5, 2020 Trump dvaldi alls í þrjár nætur á sjúkrahúsinu en þótt hann sé nú snúinn til baka í Hvíta húsið er hann þó að sögn Conley læknis ekki alveg laus allra mála eftir að hafa greinst smitaður af covid-19. „Síðasta sólarhringinn hefur ástand forsetans haldið áfram að batna,“ sagði Conley við blaðamenn utan við sjúkrahúsið í kvöld og bætti við að forsetinn uppfylli allar kröfur til þess að útskrifast. Forsetinn var fluttur með þyrlu aftur í Hvíta húsið. AP/Alex Brandon Hann svaraði jafnframt spurningum blaðamanna um ástand forsetans og greindi frá því að hann hafi fengið þriðja skammtinn af veirulyfinu remdesivir og að hann haldi áfram að taka dexamethasone, steralyf sem hafi sýnt sig að verki vel á sjúklinga sem hafa orðið mjög veikir af covid-19. „Við horfum til helgarinnar,“ sagði Conley. „Ef við getum komist í gegnum mánudaginn, með hann í sama ástandi eða betra, þá getum við loksins andað léttar.“ Hann svaraði því ekki með skýrum hætti hvort forsetinn yrði í einangrun á heimili sínu. Hér má sjá Donald Trump við það að taka af sér grímuna eftir að vera mættur til baka í Hvíta húsið. AP/Alex Brandon Fjöldi covid-19 smitaðra sem starfa í vestur álmu Hvíta hússins hefur farið vaxandi undanfarna daga en síðast í dag bættist blaðafulltrúi Trump, Keyleigh McEnany, í hóp þeirra starfsmanna sem sýktir eru af veirunni. Fleiri en 200 þúsund eru látnir í Bandaríkjunum af völdum covid-19 eftir að faraldurinn hófst.
Donald Trump Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bandaríkin Mest lesið Segjast hafa verið neydd til að krjúpa tímunum saman og lýsa yfir ást sinni á Ísrael Innlent Lagði við Hverfisgötu eftir allt saman Innlent Boða aftur til kvennaverkfalls fimmtíu árum eftir það fyrsta Innlent „Ég held að það sé sterk friðarvon núna“ Innlent Trump segir Hamas og Ísraela hafa náð samkomulagi Erlent Ástæða til að hafa áhyggjur af vanfjármögnun spítalans Innlent Myndir: Hágrátið og hlegið þegar fréttir bárust af friðarsamkomulagi Erlent „Ég ætla ekki að jarða hann, ég ætla að hafa hann á lífi“ Innlent Utanríkisráðherra Palestínu á Íslandi á sögulegum tímum Innlent Skýr afstaða landsmanna um hvort einkunnir eigi að vera í tölum eða bókstöfum Innlent Fleiri fréttir Myndir: Hágrátið og hlegið þegar fréttir bárust af friðarsamkomulagi Von um frið en uggur um efndir Trump segir Hamas og Ísraela hafa náð samkomulagi Kenna Evrópu- og Bandaríkjamönnum um litlar líkur á friði Handtekinn fyrir að kveikja skæðasta eld Los Angeles Fá Nóbelsverðlaun fyrir þróun málmlífrænna grinda Tengdasonur Trumps mætir til Egyptalands Dularfull brotlending nærri Area 51 Trump og „maðurinn með ljáinn“ hóta að greiða ekki laun Engan óraði fyrir framhaldinu Súdanskur uppreisnarleiðtogi sakfelldur fyrir stríðsglæpi Nýkjörinn bæjarstjóri alvarlega særður eftir stunguárás Fá Nóbelinn fyrir rannsóknir sínar á sviði skammtafræði Tvö ár liðin frá árásum Hamas á Ísrael Vill vita hvað Úkraínumenn vilja gera við bandarískar stýriflaugar Hæstiréttur hafnar Maxwell Stofna rannsóknarnefnd um Afganistan sem Íslendingar kölluðu eftir Gretu Thunberg og félögum vísað úr landi Gisèle Pelicot aftur í réttarsal Fá Nóbelinn fyrir ónæmisrannsóknir sínar Bein útsending: Hver fær Nóbelsverðlaunin í læknisfræði? Forsætisráðherra Frakklands segir af sér Viðræður um frið á Gasa hefjast í dag Nýskipaðri ríkisstjórn þegar hótað vantrausti Stórtap Air Greenland vegna aflýstra flugferða til Nuuk Tæplega þúsund manns innlyksa á Everest Látinn eftir skotárás í Kaupmannahöfn Sögð vafin í ísraelska fánann og veifað um eins og verðlaunagrip Fjögurra manna fjölskylda meðal látinna Sendir þjóðvarðliðið til Chicago Sjá meira