Hægt verði að meina dæmdum ofbeldismönnum að stunda næturlífið Atli Ísleifsson skrifar 6. október 2020 14:15 Mette Frederiksen, forsætisráðherra Danmerkur, kynnti tillögur ríkisstjórnar sinnar í morgun. Gettty Ríkisstjórn Danmerkur kynnti í dag tillögur sem ætlað er að fækka glæpum í landinu. Ein tillagnanna gengur út á að yfirvöldum verði gert kleift að koma á útgöngubanni fyrir dæmda ofbeldismenn, þannig að þeim sé meinað að stunda næturlífið í allt að tvö ár. „Það er ekki eðlilegt að ungir menn, sem ráðist hefur verið á á barnum einhverja helgi, hitti árásarmanninn aftur þremur vikum síðar,“ sagði forsætisráðherrann Mette Frederiksen á þinginu í morgun. Í frétt DR segir að önnur tillaga dönsku ríkisstjórnarinnar gengur út á að lögreglu verði heimilt að banna samkomur á ákveðnum stöðum tímabundið. Sé hugsunin að skapa öryggi í hverfum þar sem mörg ungmenni, sem hlotið hafa dóm, búa og verja sínum tíma. „Það getur verið bílastæði í hverfi eða við lestarstöð þar sem þessir drengir og ungu karlmenn koma saman og skapa óöryggi,“ sagði Frederiksen. Forsætisráðherrann bætti því einnig við að hlutfallslega margir ungra, sem hlotið hafa dóm, séu með uppruna frá ríkum utan Vesturlanda. 10 þúsund danskar eða 30 daga fangelsi Lagt er til að sektarupphæðin við að gerast brotlegur við reglurnar verði 10 þúsund danskar krónur, um 220 þúsund íslenskar á núverandi gengi, eða þá þrjátíu daga fangelsi. Ríkisstjórnin vill einnig eiga möguleikann á að útiloka dæmda einstaklinga frá næturlífi. „Við leggjum til að einstaklingar sem gerast sekir um líkamsárásir verði einnig dæmdir til að mega ekki stunda næturlíf í allt að tvö ár,“ sagði Frederiksen. Íbúar eigi að vera öryggir, hvort sem um ræðir á diskótekum, íbúðarhverfum eða á lestarstöðvum. Danmörk Mest lesið Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Innlent Sólrún fundin á Spáni Innlent Sendi Dönum tóninn Erlent Mátti binda barn á höndum og fótum og kitla það Innlent „Þetta er risastór áfangi og gleðitíðindi fyrir Kópavogsbæ“ Innlent Hætta við uppbygginguna vegna „neikvæðrar umræðu“ Innlent Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Innlent Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Innlent Russell Brand ákærður fyrir nauðganir og kynferðisbrot Erlent Landris hafið á ný Innlent Fleiri fréttir Rak sex eftir fund með umdeildum samsæringi Russell Brand ákærður fyrir nauðganir og kynferðisbrot Sendi Dönum tóninn Saka Pútín um að draga lappirnar Rannsaka dráp á sjúkraliðum en neita að þeir hafi verið teknir af lífi Forseti Suður-Kóreu leystur frá embætti Rannsaka góðgerðarsamtök sem Harrý stofnaði Grunaður um að verða mæðgum að bana Tóku mið af viðskiptahalla en ekki tollum „Kokkurinn“ í Bandidos látinn Draga sig úr Alþjóðasakamáladómstólnum fyrir heimsókn Netanjahú Kvarta sáran yfir vopnakaupum Evrópu Flugmaðurinn sem týndi herþotu tjáir sig Fjölga flugmóðurskipum og herþotum í Mið-Austurlöndum Skoða kostnaðinn við yfirtöku Grænlands Loka síðasta kolaorkuveri Finnlands Demókratar unnu dýrustu dómarakosningar Bandaríkjanna Tuttugu og þrjár konur stíga fram og fórnarlömb raðnauðgara talin á sjöunda tug Talaði í 25 tíma og sló Bandaríkjamet Lýsa yfir vikulangri þjóðarsorg Regnbogafánar bannaðir í skólum og ríkisstofnunum Færri ánægðir með Trump og efnahagsmálin Sakar Rússa um tugi þúsunda stríðsglæpa „Ekki að grínast“ um þriðja kjörtímabilið Einn sagður hafa drepið hina tvo Hafa enn ekki náð utan um skaðann í Mjanmar ESB sagt íhuga að útvatna loftslagsmarkmið sín Morð í Svíþjóð ekki eins fá í áratug Le Pen sakfelld fyrir fjársvik og bannað að bjóða sig fram til forseta Fordæma árás á sjúkraliða Sjá meira
Ríkisstjórn Danmerkur kynnti í dag tillögur sem ætlað er að fækka glæpum í landinu. Ein tillagnanna gengur út á að yfirvöldum verði gert kleift að koma á útgöngubanni fyrir dæmda ofbeldismenn, þannig að þeim sé meinað að stunda næturlífið í allt að tvö ár. „Það er ekki eðlilegt að ungir menn, sem ráðist hefur verið á á barnum einhverja helgi, hitti árásarmanninn aftur þremur vikum síðar,“ sagði forsætisráðherrann Mette Frederiksen á þinginu í morgun. Í frétt DR segir að önnur tillaga dönsku ríkisstjórnarinnar gengur út á að lögreglu verði heimilt að banna samkomur á ákveðnum stöðum tímabundið. Sé hugsunin að skapa öryggi í hverfum þar sem mörg ungmenni, sem hlotið hafa dóm, búa og verja sínum tíma. „Það getur verið bílastæði í hverfi eða við lestarstöð þar sem þessir drengir og ungu karlmenn koma saman og skapa óöryggi,“ sagði Frederiksen. Forsætisráðherrann bætti því einnig við að hlutfallslega margir ungra, sem hlotið hafa dóm, séu með uppruna frá ríkum utan Vesturlanda. 10 þúsund danskar eða 30 daga fangelsi Lagt er til að sektarupphæðin við að gerast brotlegur við reglurnar verði 10 þúsund danskar krónur, um 220 þúsund íslenskar á núverandi gengi, eða þá þrjátíu daga fangelsi. Ríkisstjórnin vill einnig eiga möguleikann á að útiloka dæmda einstaklinga frá næturlífi. „Við leggjum til að einstaklingar sem gerast sekir um líkamsárásir verði einnig dæmdir til að mega ekki stunda næturlíf í allt að tvö ár,“ sagði Frederiksen. Íbúar eigi að vera öryggir, hvort sem um ræðir á diskótekum, íbúðarhverfum eða á lestarstöðvum.
Danmörk Mest lesið Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Innlent Sólrún fundin á Spáni Innlent Sendi Dönum tóninn Erlent Mátti binda barn á höndum og fótum og kitla það Innlent „Þetta er risastór áfangi og gleðitíðindi fyrir Kópavogsbæ“ Innlent Hætta við uppbygginguna vegna „neikvæðrar umræðu“ Innlent Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Innlent Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Innlent Russell Brand ákærður fyrir nauðganir og kynferðisbrot Erlent Landris hafið á ný Innlent Fleiri fréttir Rak sex eftir fund með umdeildum samsæringi Russell Brand ákærður fyrir nauðganir og kynferðisbrot Sendi Dönum tóninn Saka Pútín um að draga lappirnar Rannsaka dráp á sjúkraliðum en neita að þeir hafi verið teknir af lífi Forseti Suður-Kóreu leystur frá embætti Rannsaka góðgerðarsamtök sem Harrý stofnaði Grunaður um að verða mæðgum að bana Tóku mið af viðskiptahalla en ekki tollum „Kokkurinn“ í Bandidos látinn Draga sig úr Alþjóðasakamáladómstólnum fyrir heimsókn Netanjahú Kvarta sáran yfir vopnakaupum Evrópu Flugmaðurinn sem týndi herþotu tjáir sig Fjölga flugmóðurskipum og herþotum í Mið-Austurlöndum Skoða kostnaðinn við yfirtöku Grænlands Loka síðasta kolaorkuveri Finnlands Demókratar unnu dýrustu dómarakosningar Bandaríkjanna Tuttugu og þrjár konur stíga fram og fórnarlömb raðnauðgara talin á sjöunda tug Talaði í 25 tíma og sló Bandaríkjamet Lýsa yfir vikulangri þjóðarsorg Regnbogafánar bannaðir í skólum og ríkisstofnunum Færri ánægðir með Trump og efnahagsmálin Sakar Rússa um tugi þúsunda stríðsglæpa „Ekki að grínast“ um þriðja kjörtímabilið Einn sagður hafa drepið hina tvo Hafa enn ekki náð utan um skaðann í Mjanmar ESB sagt íhuga að útvatna loftslagsmarkmið sín Morð í Svíþjóð ekki eins fá í áratug Le Pen sakfelld fyrir fjársvik og bannað að bjóða sig fram til forseta Fordæma árás á sjúkraliða Sjá meira