Skella í lás með nokkurra klukkutíma fyrirvara Kristín Ólafsdóttir skrifar 6. október 2020 23:25 Agnes Ósk Guðjónsdóttir er varaformaður Félags íslenskra snyrtifræðinga og rekur einnig GK snyrtistofu í Mosfellsbæ. Varaformaður Félags íslenskra snyrtifræðinga segir að það verði eigendum snyrtistofa eflaust mörgum þungbært að þurfa að skella í lás á morgun. Flestir sýni þó hertum kórónuveiruaðgerðum skilning þar sem heilsa fólks þurfi að vera í forgangi. Lokunin nú beri talsvert bráðar að en í vor. Hertar kórónuveiruaðgerðir taka gildi á höfuðborgarsvæðinu í fyrramálið. Snyrtistofum, hárgreiðslustofum, nuddstofum, húðflúrsstofum og annarri sambærilegri starfsemi á svæðinu verður gert að loka frá og með deginum á morgun. Þeir sem eiga bókaðan tíma í handsnyrtingu eða klippingu í fyrramálið þurfa því að sitja heima. Agnes Ósk Guðjónsdóttir er varaformaður Félags íslenskra snyrtifræðinga, auk þess sem hún rekur GK snyrtistofu í Mosfellsbæ. Agnes segir í samtali við Vísi að það sé auðvitað erfitt að þurfa að grípa til lokana á nýjan leik en heilsa fólks verði að vera í forgangi. Snyrtistofum, hárgreiðslustofum og sambærilegri starfsemi var gert að skella í lás í fyrstu bylgju faraldursins. Lokað var í sex vikur; frá 24. mars til 4. maí. Agnes segir að það hafi ekkert endilega verið viðbúið nú að snyrtistofur þyrftu að loka. Fyrirvarinn frá yfirvöldum sé talsvert skemmri nú en áður. „Nei, í raun og veru ekki. Það er kannski bara á þessum fundi í dag klukkan þrjú að Þórólfur [Guðnason sóttvarnalæknir] hafi aðeins gefið í skyn að það yrðu lokanir. Hann nefndi „einyrkja“ á fundinum þannig að það hefðu margir aðrir getað tekið þetta til sín líka,“ segir Agnes. „Þetta er óvæntara en þarna í vor. Hertu aðgerðirnar sem tóku gildi í dag til dæmis, það vissu allir af þeim strax um helgina. En núna þarf að skella í lás með nokkurra klukkutíma fyrirvara.“ Agnes kveðst þó hafa mikla samúð með sóttvarnalækni og þeim sem taka þurfi ákvarðanir um veiruaðgerðir. Þá telur hún að flestir sýni lokununum nú mikinn skilning. „En svona hlutir eru auðvitað erfiðir litlum fyrirtækjum og lokanir geta haft mjög langvinn áhrif. Margir eru eflaust enn að vinna upp tapið eftir síðustu lokun, það er ýmislegt sem hefur safnast upp. Svo tekur ákveðinn tíma að vinda ofan af þessu og margir eru jafnvel að gera það enn núna þegar er aftur klippt á tekjuflæðið. En þetta er náttúrulega eins og hjá öllum öðrum, við erum öll í sama bátnum með þetta,“ segir Agnes. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Efnahagsmál Vinnumarkaður Tengdar fréttir Gerðu alls ekki ráð fyrir svo mörgum smitum Thor Aspelund prófessor í líftölfræði segir að teymið sem haldið hefur úti spálíkani um þróun kórónuveirufaraldursins hér á landi hafi alls ekki gert ráð fyrir þeim mikla fjölda sem greindist með veiruna í gær. 6. október 2020 20:54 Tveggja metra regla, veitingastaðir loka fyrr og hert á grímuskyldu Tekin verður aftur upp tveggja metra fjarlægðarregla á höfuðborgarsvæðinu, ýmis starfsemi verður stöðvuð og hert verður á grímuskyldu í tillögum sem Þórólfur Guðnason, sóttvarnalæknir, sendir heilbrigðisráðherra í dag. 6. október 2020 15:19 Verst þegar fólk leitar að blóraböggli Formaður Hnefaleikafélags Kópavogs segir að félagið hafi gert, og geri enn, allt sem í sínu valdi standi til að koma í veg fyrir fleiri kórónuveirusmit. 6. október 2020 20:02 Mest lesið Aðstoðar Ingu eftir viðkomu í Sjálfstæðisflokknum, Viðreisn og JP Morgan Innlent „Var lifandi og skemmtilegur en ömurlegt hvernig fór“ Innlent Skyndileg árás Úkraínu hafi komið Rússum í opna skjöldu Erlent 1166 ára gömul systkini frá Kjóastöðum og öll á lífi Innlent Vill efla vöktun og innviði vegna kerfisins sem er að vakna Innlent Íslensku þjóðinni ofbjóði ástandið Innlent Alvarlegt að horfa framhjá birtuleysi við þéttingu byggðar Innlent Skapa eigi skattalegar ívilnanir fyrir fólk og verktakafyrirtæki Innlent Í fangelsi fyrir að sofa hjá ári yngri stúlku Erlent Trump ósáttur að flaggað verði í hálfa við innsetninguna Erlent Fleiri fréttir Mikið álag vegna inflúensu Hringi viðvörunarbjöllum þegar of auðvelt sé að taka lán Íslensku þjóðinni ofbjóði ástandið Óvænt gagnsókn Úkraínumanna og lánamál í ólestri Alvarlegt að horfa framhjá birtuleysi við þéttingu byggðar 1166 ára gömul systkini frá Kjóastöðum og öll á lífi Tveir fluttir með sjúkrabíl eftir árekstur á Sprengisandi „Var lifandi og skemmtilegur en ömurlegt hvernig fór“ Vill efla vöktun og innviði vegna kerfisins sem er að vakna Skapa eigi skattalegar ívilnanir fyrir fólk og verktakafyrirtæki Jarðhræringar í Borgarbyggð og elsti systkinahópur landsins Aðstoðar Ingu eftir viðkomu í Sjálfstæðisflokknum, Viðreisn og JP Morgan Glitský prýddu himin höfuðborgarbúa í morgunsárið Keyptu risa túnfisk á 1,3 milljónir dala fyrir sushi-gerð Efnahagsáform nýrrar stjórnar, gjaldtaka í ferðaþjónustu og tekist á um strandveiðar Gott sparnaðarráð fyrir ríkisstjórnina að leggja niður ÁTVR Styttist í lokun flugvallar sem tengist flugsögu Íslendinga Lentu með veikan farþega í Keflavík 12 milljarða vinnsluhús byggt fyrir lax í Þorlákshöfn „Þetta er bara forkastanlegt“ Mikilvægt að andlát Hjalta yrði einhverjum til gagns „Tifandi tímasprengja“ á Suðurlandi og stökkbreyting áfengissölu Sviptur á staðnum fyrir ofsaakstur á 30-götu Gefur lítið fyrir áform ríkisstjórnarinnar Biden hyggst senda hergögn að virði átta milljarða til Ísraels Allir séu meðvitaðir um ábyrgðina sem fylgi setu í ríkisstjórn Starf framkvæmdastjóra Mannréttindastofnunar auglýst „Bóndinn á svæðinu er nú ofboðslega rólegur yfir þessu“ Hafnar því alfarið að læknar séu snuðaðir á Suðurlandi Leigubílstjóri á Fljótsdalshéraði safnar jólatrjám Sjá meira
Varaformaður Félags íslenskra snyrtifræðinga segir að það verði eigendum snyrtistofa eflaust mörgum þungbært að þurfa að skella í lás á morgun. Flestir sýni þó hertum kórónuveiruaðgerðum skilning þar sem heilsa fólks þurfi að vera í forgangi. Lokunin nú beri talsvert bráðar að en í vor. Hertar kórónuveiruaðgerðir taka gildi á höfuðborgarsvæðinu í fyrramálið. Snyrtistofum, hárgreiðslustofum, nuddstofum, húðflúrsstofum og annarri sambærilegri starfsemi á svæðinu verður gert að loka frá og með deginum á morgun. Þeir sem eiga bókaðan tíma í handsnyrtingu eða klippingu í fyrramálið þurfa því að sitja heima. Agnes Ósk Guðjónsdóttir er varaformaður Félags íslenskra snyrtifræðinga, auk þess sem hún rekur GK snyrtistofu í Mosfellsbæ. Agnes segir í samtali við Vísi að það sé auðvitað erfitt að þurfa að grípa til lokana á nýjan leik en heilsa fólks verði að vera í forgangi. Snyrtistofum, hárgreiðslustofum og sambærilegri starfsemi var gert að skella í lás í fyrstu bylgju faraldursins. Lokað var í sex vikur; frá 24. mars til 4. maí. Agnes segir að það hafi ekkert endilega verið viðbúið nú að snyrtistofur þyrftu að loka. Fyrirvarinn frá yfirvöldum sé talsvert skemmri nú en áður. „Nei, í raun og veru ekki. Það er kannski bara á þessum fundi í dag klukkan þrjú að Þórólfur [Guðnason sóttvarnalæknir] hafi aðeins gefið í skyn að það yrðu lokanir. Hann nefndi „einyrkja“ á fundinum þannig að það hefðu margir aðrir getað tekið þetta til sín líka,“ segir Agnes. „Þetta er óvæntara en þarna í vor. Hertu aðgerðirnar sem tóku gildi í dag til dæmis, það vissu allir af þeim strax um helgina. En núna þarf að skella í lás með nokkurra klukkutíma fyrirvara.“ Agnes kveðst þó hafa mikla samúð með sóttvarnalækni og þeim sem taka þurfi ákvarðanir um veiruaðgerðir. Þá telur hún að flestir sýni lokununum nú mikinn skilning. „En svona hlutir eru auðvitað erfiðir litlum fyrirtækjum og lokanir geta haft mjög langvinn áhrif. Margir eru eflaust enn að vinna upp tapið eftir síðustu lokun, það er ýmislegt sem hefur safnast upp. Svo tekur ákveðinn tíma að vinda ofan af þessu og margir eru jafnvel að gera það enn núna þegar er aftur klippt á tekjuflæðið. En þetta er náttúrulega eins og hjá öllum öðrum, við erum öll í sama bátnum með þetta,“ segir Agnes.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Efnahagsmál Vinnumarkaður Tengdar fréttir Gerðu alls ekki ráð fyrir svo mörgum smitum Thor Aspelund prófessor í líftölfræði segir að teymið sem haldið hefur úti spálíkani um þróun kórónuveirufaraldursins hér á landi hafi alls ekki gert ráð fyrir þeim mikla fjölda sem greindist með veiruna í gær. 6. október 2020 20:54 Tveggja metra regla, veitingastaðir loka fyrr og hert á grímuskyldu Tekin verður aftur upp tveggja metra fjarlægðarregla á höfuðborgarsvæðinu, ýmis starfsemi verður stöðvuð og hert verður á grímuskyldu í tillögum sem Þórólfur Guðnason, sóttvarnalæknir, sendir heilbrigðisráðherra í dag. 6. október 2020 15:19 Verst þegar fólk leitar að blóraböggli Formaður Hnefaleikafélags Kópavogs segir að félagið hafi gert, og geri enn, allt sem í sínu valdi standi til að koma í veg fyrir fleiri kórónuveirusmit. 6. október 2020 20:02 Mest lesið Aðstoðar Ingu eftir viðkomu í Sjálfstæðisflokknum, Viðreisn og JP Morgan Innlent „Var lifandi og skemmtilegur en ömurlegt hvernig fór“ Innlent Skyndileg árás Úkraínu hafi komið Rússum í opna skjöldu Erlent 1166 ára gömul systkini frá Kjóastöðum og öll á lífi Innlent Vill efla vöktun og innviði vegna kerfisins sem er að vakna Innlent Íslensku þjóðinni ofbjóði ástandið Innlent Alvarlegt að horfa framhjá birtuleysi við þéttingu byggðar Innlent Skapa eigi skattalegar ívilnanir fyrir fólk og verktakafyrirtæki Innlent Í fangelsi fyrir að sofa hjá ári yngri stúlku Erlent Trump ósáttur að flaggað verði í hálfa við innsetninguna Erlent Fleiri fréttir Mikið álag vegna inflúensu Hringi viðvörunarbjöllum þegar of auðvelt sé að taka lán Íslensku þjóðinni ofbjóði ástandið Óvænt gagnsókn Úkraínumanna og lánamál í ólestri Alvarlegt að horfa framhjá birtuleysi við þéttingu byggðar 1166 ára gömul systkini frá Kjóastöðum og öll á lífi Tveir fluttir með sjúkrabíl eftir árekstur á Sprengisandi „Var lifandi og skemmtilegur en ömurlegt hvernig fór“ Vill efla vöktun og innviði vegna kerfisins sem er að vakna Skapa eigi skattalegar ívilnanir fyrir fólk og verktakafyrirtæki Jarðhræringar í Borgarbyggð og elsti systkinahópur landsins Aðstoðar Ingu eftir viðkomu í Sjálfstæðisflokknum, Viðreisn og JP Morgan Glitský prýddu himin höfuðborgarbúa í morgunsárið Keyptu risa túnfisk á 1,3 milljónir dala fyrir sushi-gerð Efnahagsáform nýrrar stjórnar, gjaldtaka í ferðaþjónustu og tekist á um strandveiðar Gott sparnaðarráð fyrir ríkisstjórnina að leggja niður ÁTVR Styttist í lokun flugvallar sem tengist flugsögu Íslendinga Lentu með veikan farþega í Keflavík 12 milljarða vinnsluhús byggt fyrir lax í Þorlákshöfn „Þetta er bara forkastanlegt“ Mikilvægt að andlát Hjalta yrði einhverjum til gagns „Tifandi tímasprengja“ á Suðurlandi og stökkbreyting áfengissölu Sviptur á staðnum fyrir ofsaakstur á 30-götu Gefur lítið fyrir áform ríkisstjórnarinnar Biden hyggst senda hergögn að virði átta milljarða til Ísraels Allir séu meðvitaðir um ábyrgðina sem fylgi setu í ríkisstjórn Starf framkvæmdastjóra Mannréttindastofnunar auglýst „Bóndinn á svæðinu er nú ofboðslega rólegur yfir þessu“ Hafnar því alfarið að læknar séu snuðaðir á Suðurlandi Leigubílstjóri á Fljótsdalshéraði safnar jólatrjám Sjá meira
Gerðu alls ekki ráð fyrir svo mörgum smitum Thor Aspelund prófessor í líftölfræði segir að teymið sem haldið hefur úti spálíkani um þróun kórónuveirufaraldursins hér á landi hafi alls ekki gert ráð fyrir þeim mikla fjölda sem greindist með veiruna í gær. 6. október 2020 20:54
Tveggja metra regla, veitingastaðir loka fyrr og hert á grímuskyldu Tekin verður aftur upp tveggja metra fjarlægðarregla á höfuðborgarsvæðinu, ýmis starfsemi verður stöðvuð og hert verður á grímuskyldu í tillögum sem Þórólfur Guðnason, sóttvarnalæknir, sendir heilbrigðisráðherra í dag. 6. október 2020 15:19
Verst þegar fólk leitar að blóraböggli Formaður Hnefaleikafélags Kópavogs segir að félagið hafi gert, og geri enn, allt sem í sínu valdi standi til að koma í veg fyrir fleiri kórónuveirusmit. 6. október 2020 20:02