Sue Bird WNBA meistari á þremur mismunandi áratugum Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 7. október 2020 16:15 Sue Bird gengur með WNBA bikarinn framhjá kærustu sinni Megan Rapinoe sem fagnar sinni konu. AP/Chris O'Meara Sue Bird og félagar hennar í Seattle Storm liðinu tryggðu sér í nótt WNBA meistaratitilinn eftir öruggan sigur á Las Vegas Aces í þriðja úrslitaleik félaganna. Þetta var annar meistaratitill Seattle Storm á þremur árum og líkt og síðast þá var Breanna Stewart var valin mikilvægasti leikmaður úrslitanna. Breanna Stewart missti af 2019 tímabilinu af því hún sleit hásin. Seattle Storm sópaði ekki bara Las Vegas Aces liðinu út úr úrslitakeppninni heldur vann líka lokaleikinn með 33 stigum eða 92-59. Breanna Stewart skoraði 26 stig í lokaleiknum en hún hækkaði meðaltöl sín frá 19,7 stigum, 8,3 fráköstum og 3,6 stoðsendingum í leik í deildarkeppninni upp í 25,7 stig, 7,8 fráköst og 4,0 stoðsendingar í leik í úrslitakeppninni. pic.twitter.com/hduaKOHOjf— WNBA (@WNBA) October 7, 2020 Þetta var líka merkilegur áfangi fyrir leikstjórnandann Sue Bird sem heldur upp á fertugsafmælið sitt í næstu viku. Sue Bird var með 11 stoðsendingar að meðaltali í leik í úrslitaeinvíginu en hún setti met með því að gefa sextán stoðsendingar í fyrsta leiknum. What a series for @breannastewart She averaged 28.3 PPG on 62.8 FG% to go with 7.3 RPG, becoming the 5th player in #WNBA history to win multiple Finals MVP awards Check out her best buckets from the 2020 #WNBAFinals Presented by @YouTubeTV! pic.twitter.com/ksoDmGeN9F— WNBA (@WNBA) October 7, 2020 Þetta var fjórði meistaratitill Sue Bird með liði Seattle Storm og hún var líka að ná því að verða WNBA meistari á þriðja mismunandi áratugnum. Hinir titlarnir hennar komu 2004, 2010 og 2018. Sue Bird hefur verið í deildinni í nítján ár en missti reyndar af tveimur tímabilum vegna meiðsla. Seattle Storm liðið hefur unnið unnið ellefu leiki í röð í úrslitaeinvíginu sem er ótrúleg tölfræði. Sue Bird, sem er kærasta bandarísku fótboltakonunnar Megan Rapinoe, er ekki búin að ákveða það hvort hún spili áfram á næsta tímabili. Two words: @S10Bird @mPinoe #StrongerThanEver #WeRepSe4ttle pic.twitter.com/O4abejY5Yn— WNBA Champs (@seattlestorm) October 7, 2020 .@mPinoe x @S10Bird #BossWomen pic.twitter.com/oh0AzzuFJn— WNBA (@WNBA) October 7, 2020 NBA Mest lesið Harma rasíska og transfóbíska grein liðsfélaga Sveindísar Fótbolti Alfreð hissa: Veit að Íslendingar geta mun betur Handbolti Haaland fór sem Jókerinn að versla bleyjur Enski boltinn Fullkomin þrenna kom Lampard úr sjöunda himni Enski boltinn Besta byrjun Chicago Bulls síðan Jordan var í liðinu Körfubolti Segir sönginn um Jota á tuttugustu mínútu hafa áhrif á leik Liverpool Enski boltinn Kóngarnir í Færeyjum: Töpuðu ekki leik allt tímabilið Fótbolti Hlýtur að vera alvöru krísufundur í Valsheimilinu um helgina Körfubolti Dagskráin í dag: Doc Zone, frábærir leikir í enska og Bónus-deild kvenna Sport Jóladagskráin klár: Hefðin brotin og aðeins einn leikur annan í jólum Enski boltinn Fleiri fréttir Hlýtur að vera alvöru krísufundur í Valsheimilinu um helgina Besta byrjun Chicago Bulls síðan Jordan var í liðinu Blikar áfram með fullt hús stiga ÍR - Ármann 96-83 | Nýliðarnir enn í leit að fyrsta sigrinum „Bara feginn að við fundum þó leið“ Tindastóll - Stjarnan 96-95 | Ótrúlegur endir á Króknum „Við þurfum að vera betri varnarlega“ Íslenski körfuboltinn og Grindavík verðlaunuð NBA-leikmaður með krabbamein Haukur Helgi: Höfum ekki verið að spila góðan körfubolta „Getum verið fjandi góðir“ Uppgjörið: Álftanes-Njarðvík 93-92 | Heitur Haukur var hetjan á Álftanesinu Uppgjörið: Keflavík - Þór Þ. 86-82 | Þarf ekki alltaf að vera fallegt ef það virkar „Varnarleikur snýst eiginlega bara um að nenna“ Uppgjörið: Valur - Grindavík 55-90 | Taplausir Grindvíkingar kjöldrógu Val „Búnir að sýna hvað við getum verið lélegir“ KR - ÍA 109-75 | KR-ingar sýndu allar sínar bestu hliðar þegar þeir burstuðu Skagamenn Íslandsmeistararnir frá því fyrir sextíu árum heiðursgestir í kvöld „Hann ætti bara að skrifa afsökunarbiblíuna“ Uppgjörið: Njarðvík - Grindavík 85-84| Njarðvík fyrstar til að leggja Grindavík af velli Ótrúleg dramatík í Garðabæ og á Sauðárkróki Landsliðsmennirnir öflugir í Evrópu Jordan gagnrýnir álagsstjórnun í NBA: Þú hefur skyldu til að láta sjá þig Skiptiborð hjá stelpunum í kvöld Var með skattinn á hælunum þegar hann fór í veðmálabraskið Bíll Shaquille O'Neal enn ófundinn Martin öflugur í góðum sigri Öllum leikjum Bónus-deildar kvenna í kvöld frestað Stólarnir ekki í vandræðum á Egilsstöðum Enginn Lakers-maður hafði náð þessu í meira en 52 ár Sjá meira
Sue Bird og félagar hennar í Seattle Storm liðinu tryggðu sér í nótt WNBA meistaratitilinn eftir öruggan sigur á Las Vegas Aces í þriðja úrslitaleik félaganna. Þetta var annar meistaratitill Seattle Storm á þremur árum og líkt og síðast þá var Breanna Stewart var valin mikilvægasti leikmaður úrslitanna. Breanna Stewart missti af 2019 tímabilinu af því hún sleit hásin. Seattle Storm sópaði ekki bara Las Vegas Aces liðinu út úr úrslitakeppninni heldur vann líka lokaleikinn með 33 stigum eða 92-59. Breanna Stewart skoraði 26 stig í lokaleiknum en hún hækkaði meðaltöl sín frá 19,7 stigum, 8,3 fráköstum og 3,6 stoðsendingum í leik í deildarkeppninni upp í 25,7 stig, 7,8 fráköst og 4,0 stoðsendingar í leik í úrslitakeppninni. pic.twitter.com/hduaKOHOjf— WNBA (@WNBA) October 7, 2020 Þetta var líka merkilegur áfangi fyrir leikstjórnandann Sue Bird sem heldur upp á fertugsafmælið sitt í næstu viku. Sue Bird var með 11 stoðsendingar að meðaltali í leik í úrslitaeinvíginu en hún setti met með því að gefa sextán stoðsendingar í fyrsta leiknum. What a series for @breannastewart She averaged 28.3 PPG on 62.8 FG% to go with 7.3 RPG, becoming the 5th player in #WNBA history to win multiple Finals MVP awards Check out her best buckets from the 2020 #WNBAFinals Presented by @YouTubeTV! pic.twitter.com/ksoDmGeN9F— WNBA (@WNBA) October 7, 2020 Þetta var fjórði meistaratitill Sue Bird með liði Seattle Storm og hún var líka að ná því að verða WNBA meistari á þriðja mismunandi áratugnum. Hinir titlarnir hennar komu 2004, 2010 og 2018. Sue Bird hefur verið í deildinni í nítján ár en missti reyndar af tveimur tímabilum vegna meiðsla. Seattle Storm liðið hefur unnið unnið ellefu leiki í röð í úrslitaeinvíginu sem er ótrúleg tölfræði. Sue Bird, sem er kærasta bandarísku fótboltakonunnar Megan Rapinoe, er ekki búin að ákveða það hvort hún spili áfram á næsta tímabili. Two words: @S10Bird @mPinoe #StrongerThanEver #WeRepSe4ttle pic.twitter.com/O4abejY5Yn— WNBA Champs (@seattlestorm) October 7, 2020 .@mPinoe x @S10Bird #BossWomen pic.twitter.com/oh0AzzuFJn— WNBA (@WNBA) October 7, 2020
NBA Mest lesið Harma rasíska og transfóbíska grein liðsfélaga Sveindísar Fótbolti Alfreð hissa: Veit að Íslendingar geta mun betur Handbolti Haaland fór sem Jókerinn að versla bleyjur Enski boltinn Fullkomin þrenna kom Lampard úr sjöunda himni Enski boltinn Besta byrjun Chicago Bulls síðan Jordan var í liðinu Körfubolti Segir sönginn um Jota á tuttugustu mínútu hafa áhrif á leik Liverpool Enski boltinn Kóngarnir í Færeyjum: Töpuðu ekki leik allt tímabilið Fótbolti Hlýtur að vera alvöru krísufundur í Valsheimilinu um helgina Körfubolti Dagskráin í dag: Doc Zone, frábærir leikir í enska og Bónus-deild kvenna Sport Jóladagskráin klár: Hefðin brotin og aðeins einn leikur annan í jólum Enski boltinn Fleiri fréttir Hlýtur að vera alvöru krísufundur í Valsheimilinu um helgina Besta byrjun Chicago Bulls síðan Jordan var í liðinu Blikar áfram með fullt hús stiga ÍR - Ármann 96-83 | Nýliðarnir enn í leit að fyrsta sigrinum „Bara feginn að við fundum þó leið“ Tindastóll - Stjarnan 96-95 | Ótrúlegur endir á Króknum „Við þurfum að vera betri varnarlega“ Íslenski körfuboltinn og Grindavík verðlaunuð NBA-leikmaður með krabbamein Haukur Helgi: Höfum ekki verið að spila góðan körfubolta „Getum verið fjandi góðir“ Uppgjörið: Álftanes-Njarðvík 93-92 | Heitur Haukur var hetjan á Álftanesinu Uppgjörið: Keflavík - Þór Þ. 86-82 | Þarf ekki alltaf að vera fallegt ef það virkar „Varnarleikur snýst eiginlega bara um að nenna“ Uppgjörið: Valur - Grindavík 55-90 | Taplausir Grindvíkingar kjöldrógu Val „Búnir að sýna hvað við getum verið lélegir“ KR - ÍA 109-75 | KR-ingar sýndu allar sínar bestu hliðar þegar þeir burstuðu Skagamenn Íslandsmeistararnir frá því fyrir sextíu árum heiðursgestir í kvöld „Hann ætti bara að skrifa afsökunarbiblíuna“ Uppgjörið: Njarðvík - Grindavík 85-84| Njarðvík fyrstar til að leggja Grindavík af velli Ótrúleg dramatík í Garðabæ og á Sauðárkróki Landsliðsmennirnir öflugir í Evrópu Jordan gagnrýnir álagsstjórnun í NBA: Þú hefur skyldu til að láta sjá þig Skiptiborð hjá stelpunum í kvöld Var með skattinn á hælunum þegar hann fór í veðmálabraskið Bíll Shaquille O'Neal enn ófundinn Martin öflugur í góðum sigri Öllum leikjum Bónus-deildar kvenna í kvöld frestað Stólarnir ekki í vandræðum á Egilsstöðum Enginn Lakers-maður hafði náð þessu í meira en 52 ár Sjá meira