Munu leggja til bann við sölu á orkudrykkjum til barna og unglinga Atli Ísleifsson skrifar 7. október 2020 08:24 Neysla íslenskra ungmenna í þessum aldurshópi á orkudrykkjum er með því mesta sem þekkist í Evrópu Getty Matvælastofnun hyggst leggja fram tillögur til atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytisins um að aðgengi barna og unglinga að orkudrykkjum verði verulega skert. Ástæðan sé ný rannsókn sem sýni fram á óhóflega neyslu íslenskra barna í 8. til 10. bekk á orkudrykkjum sem innihalda koffín. „Hugmyndin er sú að það verði ekki heimilt að selja börnum og unglingum þessa drykki,“ segir Dóra S. Gunnarsdóttir, sviðsstjóri neytendaverndar hjá Matvælastofnun, í samtali við Bítismenn á Bylgunni í morgun þar sem ný skýrsla áhættumatsnefndar yfirvalda var til umræðu. Tilefni til að grípa til aðgerða Í skýrslunni kemur fram að neysla íslenskra ungmenna á orkudrykkjum sé töluvert meiri en sést hafi í fyrri rannsóknum. Fullt tilefni sé til að grípa til aðgerða til að lágmarka megi neyslu barna í 8. til 10. bekk á slíkum drykkjum til að fyrirbyggja neikvæð áhrif á heilsu þeirra. Í skýrslunni kemur fram að um 30 prósent íslenskra ungmenna í 8. bekk neyti orkudrykkja sem innihaldi koffín og að neyslan aukist með aldri. Sé hún þannig um 50 prósent meðal barna í 10. bekk. Auk Dóru ræddi Helga Gunnlaugsdóttir, sérfræðingur hjá Matís við umsjónarmenn Bítisins í morgun þar sem þær ræddu framkvæmd og niðurstöðu rannsóknarinnar. Hlusta má á viðtalið í heild sinni. Neyslan með því mesta sem þekkist í álfunni Neysla íslenskra ungmenna í þessum aldurshópi á orkudrykkjum er með því mesta sem þekkist í Evrópu og sýnir varfærið mat nefndarinnar að neysla íslenskra ungmenna á drykkjunum sé um tvöfalt meiri en hjá norskum börnum á sama aldri. „Það er sterkt neikvætt samband milli neyslu íslenskra ungmenna í 8.-10. bekk á orkudrykkjum og svefns. Þau eiga erfiðara með að sofna og hlutfall þeirra sem segist sofa lítið (6 tíma eða minna á sólarhring) er mjög hátt, eða tæplega 16%,“ segir í skýrslunni. Þau ungmenni sem innbyrði mest koffín, innbyrði tvöfalt til fjórfalt það magn sem Matvælaöryggisstofnun Evrópu leggur til sem öryggismörk fyrir koffíninntöku fullorðinna, eða 3 mg/kg líkamsþyngdar á dag. Neikvæð áhrif á svefn og andlega líðan Er það niðurstaða nefndarinnar að framboð, aðgengi og markaðssetning orkudrykkja hérlendis virðist skila sér í því að neysla ungmenna sé meiri en æskilegt er, hafi neikvæð áhrif á svefn og andlega líðan þeirra og sé yfir því magni sem valdið getur hækkun á blóðþrýstingi og þar með auknu álagi á hjarta- og æðakerfið. Loks með gögn í höndunum Á heimasíðu Matvælastofnunar er viðbrögð við skýrslunni nánar útlistuð. Til þessa hafi verið skortur á gögnum til að færa rök fyrir takmörkunum á framboði koffínríkra orkudrykkja á Íslandi. „Ef Ísland ætlar að setja strangari reglur en almennt gilda á EES-svæðinu þurfa að vera fyrir því haldbær og málefnaleg rök. Áhættumat nefndarinnar er það fyrsta sinnar tegundar á Íslandi og með því býr Matvælastofnun nú yfir gögnum til að rökstyðja frekari takmarkanir á framboði orkudrykkja sem innihalda koffín hér á landi til að vernda viðkvæman neytendahóp.“ Börn og uppeldi Heilsa Neytendur Bítið Orkudrykkir Mest lesið Samþykktu aldrei að Sanna fengi oddvitasætið Innlent Minnir á hvernig Hitler komst til valda Innlent Þjóðverjar yfirgefa Grænland Erlent Rúmlega tuttugu látnir eftir árekstur tveggja hraðlesta Erlent Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Innlent Vilja beita „ofurvopni“ ESB gegn Bandaríkjunum Erlent Sambandið aldrei verra: Ísland gæti bæst á listann Innlent Ræddi við Trump: „Hlakka til að sjá hann“ Erlent Líkir kærunni við „faglega aftöku“ Innlent Boðar leiðtogaráðið á aukafund vegna hótana Trumps Erlent Fleiri fréttir Samþykktu aldrei að Sanna fengi oddvitasætið Minnir á hvernig Hitler komst til valda VG og Sanna sameina krafta sína Sala á grænlenskum á Íslandi nær tvöfaldast Ekkert athugavert við fundinn og stjórnin starfshæf Stjórnvöld „í blindflugi“ í menntamálum í rúman áratug Haldið upp á 80 ára afmæli Hveragerðis allt afmælisárið Sambandið aldrei verra: Ísland gæti bæst á listann Dæmi um að nemendur hafi aldrei mætt í leikfimi Grænlandstollar vonbrigði og verðbólga spillir kjarasamningum Stöðugleikasamningarnir gætu sprungið strax í haust Heimsmálin, Grænland, menntun og fjölmiðlun á Sprengisandi Karólína Helga skákaði sitjandi oddvita í Hafnarfirði Ísland standi með Grænlandi og Danmörku Vonar að skólarnir verði frjálsir frá símum í haust Álagning aldrei hærri: Eldsneytisverð hefði átt að lækka enn frekar Líkir kærunni við „faglega aftöku“ „Vegferð ákæruvaldsins til skammar“ Menntamálaráðherra tekur yfir hjúkrunarheimilin Fjögur handtekin á Akureyri grunuð um innbrot Viðvarandi óvissuástand bitni á langtímaáætlunum fyrirtækja Einn endaði á hliðinni og þrjú klemmdust á milli Var í símanum við neyðarlínuna þegar ekið var aftan á hann Ákvörðunin á ábyrgð stjórnenda Icelandair en ekki flugmanna „Hef hvergi hallað réttu máli“ Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Fá þau að vera aftur á lista með Hildi? Fimm bíla árekstur á Reykjanesbraut og tveir fluttir á slysadeild Eigum eftir að sjá hvort Guðbrandur bæti upp fyrir hegðun sína Umfangsmikil lögregluaðgerð við Glerárgötu á Akureyri Sjá meira
Matvælastofnun hyggst leggja fram tillögur til atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytisins um að aðgengi barna og unglinga að orkudrykkjum verði verulega skert. Ástæðan sé ný rannsókn sem sýni fram á óhóflega neyslu íslenskra barna í 8. til 10. bekk á orkudrykkjum sem innihalda koffín. „Hugmyndin er sú að það verði ekki heimilt að selja börnum og unglingum þessa drykki,“ segir Dóra S. Gunnarsdóttir, sviðsstjóri neytendaverndar hjá Matvælastofnun, í samtali við Bítismenn á Bylgunni í morgun þar sem ný skýrsla áhættumatsnefndar yfirvalda var til umræðu. Tilefni til að grípa til aðgerða Í skýrslunni kemur fram að neysla íslenskra ungmenna á orkudrykkjum sé töluvert meiri en sést hafi í fyrri rannsóknum. Fullt tilefni sé til að grípa til aðgerða til að lágmarka megi neyslu barna í 8. til 10. bekk á slíkum drykkjum til að fyrirbyggja neikvæð áhrif á heilsu þeirra. Í skýrslunni kemur fram að um 30 prósent íslenskra ungmenna í 8. bekk neyti orkudrykkja sem innihaldi koffín og að neyslan aukist með aldri. Sé hún þannig um 50 prósent meðal barna í 10. bekk. Auk Dóru ræddi Helga Gunnlaugsdóttir, sérfræðingur hjá Matís við umsjónarmenn Bítisins í morgun þar sem þær ræddu framkvæmd og niðurstöðu rannsóknarinnar. Hlusta má á viðtalið í heild sinni. Neyslan með því mesta sem þekkist í álfunni Neysla íslenskra ungmenna í þessum aldurshópi á orkudrykkjum er með því mesta sem þekkist í Evrópu og sýnir varfærið mat nefndarinnar að neysla íslenskra ungmenna á drykkjunum sé um tvöfalt meiri en hjá norskum börnum á sama aldri. „Það er sterkt neikvætt samband milli neyslu íslenskra ungmenna í 8.-10. bekk á orkudrykkjum og svefns. Þau eiga erfiðara með að sofna og hlutfall þeirra sem segist sofa lítið (6 tíma eða minna á sólarhring) er mjög hátt, eða tæplega 16%,“ segir í skýrslunni. Þau ungmenni sem innbyrði mest koffín, innbyrði tvöfalt til fjórfalt það magn sem Matvælaöryggisstofnun Evrópu leggur til sem öryggismörk fyrir koffíninntöku fullorðinna, eða 3 mg/kg líkamsþyngdar á dag. Neikvæð áhrif á svefn og andlega líðan Er það niðurstaða nefndarinnar að framboð, aðgengi og markaðssetning orkudrykkja hérlendis virðist skila sér í því að neysla ungmenna sé meiri en æskilegt er, hafi neikvæð áhrif á svefn og andlega líðan þeirra og sé yfir því magni sem valdið getur hækkun á blóðþrýstingi og þar með auknu álagi á hjarta- og æðakerfið. Loks með gögn í höndunum Á heimasíðu Matvælastofnunar er viðbrögð við skýrslunni nánar útlistuð. Til þessa hafi verið skortur á gögnum til að færa rök fyrir takmörkunum á framboði koffínríkra orkudrykkja á Íslandi. „Ef Ísland ætlar að setja strangari reglur en almennt gilda á EES-svæðinu þurfa að vera fyrir því haldbær og málefnaleg rök. Áhættumat nefndarinnar er það fyrsta sinnar tegundar á Íslandi og með því býr Matvælastofnun nú yfir gögnum til að rökstyðja frekari takmarkanir á framboði orkudrykkja sem innihalda koffín hér á landi til að vernda viðkvæman neytendahóp.“
Börn og uppeldi Heilsa Neytendur Bítið Orkudrykkir Mest lesið Samþykktu aldrei að Sanna fengi oddvitasætið Innlent Minnir á hvernig Hitler komst til valda Innlent Þjóðverjar yfirgefa Grænland Erlent Rúmlega tuttugu látnir eftir árekstur tveggja hraðlesta Erlent Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Innlent Vilja beita „ofurvopni“ ESB gegn Bandaríkjunum Erlent Sambandið aldrei verra: Ísland gæti bæst á listann Innlent Ræddi við Trump: „Hlakka til að sjá hann“ Erlent Líkir kærunni við „faglega aftöku“ Innlent Boðar leiðtogaráðið á aukafund vegna hótana Trumps Erlent Fleiri fréttir Samþykktu aldrei að Sanna fengi oddvitasætið Minnir á hvernig Hitler komst til valda VG og Sanna sameina krafta sína Sala á grænlenskum á Íslandi nær tvöfaldast Ekkert athugavert við fundinn og stjórnin starfshæf Stjórnvöld „í blindflugi“ í menntamálum í rúman áratug Haldið upp á 80 ára afmæli Hveragerðis allt afmælisárið Sambandið aldrei verra: Ísland gæti bæst á listann Dæmi um að nemendur hafi aldrei mætt í leikfimi Grænlandstollar vonbrigði og verðbólga spillir kjarasamningum Stöðugleikasamningarnir gætu sprungið strax í haust Heimsmálin, Grænland, menntun og fjölmiðlun á Sprengisandi Karólína Helga skákaði sitjandi oddvita í Hafnarfirði Ísland standi með Grænlandi og Danmörku Vonar að skólarnir verði frjálsir frá símum í haust Álagning aldrei hærri: Eldsneytisverð hefði átt að lækka enn frekar Líkir kærunni við „faglega aftöku“ „Vegferð ákæruvaldsins til skammar“ Menntamálaráðherra tekur yfir hjúkrunarheimilin Fjögur handtekin á Akureyri grunuð um innbrot Viðvarandi óvissuástand bitni á langtímaáætlunum fyrirtækja Einn endaði á hliðinni og þrjú klemmdust á milli Var í símanum við neyðarlínuna þegar ekið var aftan á hann Ákvörðunin á ábyrgð stjórnenda Icelandair en ekki flugmanna „Hef hvergi hallað réttu máli“ Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Fá þau að vera aftur á lista með Hildi? Fimm bíla árekstur á Reykjanesbraut og tveir fluttir á slysadeild Eigum eftir að sjá hvort Guðbrandur bæti upp fyrir hegðun sína Umfangsmikil lögregluaðgerð við Glerárgötu á Akureyri Sjá meira