Munu leggja til bann við sölu á orkudrykkjum til barna og unglinga Atli Ísleifsson skrifar 7. október 2020 08:24 Neysla íslenskra ungmenna í þessum aldurshópi á orkudrykkjum er með því mesta sem þekkist í Evrópu Getty Matvælastofnun hyggst leggja fram tillögur til atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytisins um að aðgengi barna og unglinga að orkudrykkjum verði verulega skert. Ástæðan sé ný rannsókn sem sýni fram á óhóflega neyslu íslenskra barna í 8. til 10. bekk á orkudrykkjum sem innihalda koffín. „Hugmyndin er sú að það verði ekki heimilt að selja börnum og unglingum þessa drykki,“ segir Dóra S. Gunnarsdóttir, sviðsstjóri neytendaverndar hjá Matvælastofnun, í samtali við Bítismenn á Bylgunni í morgun þar sem ný skýrsla áhættumatsnefndar yfirvalda var til umræðu. Tilefni til að grípa til aðgerða Í skýrslunni kemur fram að neysla íslenskra ungmenna á orkudrykkjum sé töluvert meiri en sést hafi í fyrri rannsóknum. Fullt tilefni sé til að grípa til aðgerða til að lágmarka megi neyslu barna í 8. til 10. bekk á slíkum drykkjum til að fyrirbyggja neikvæð áhrif á heilsu þeirra. Í skýrslunni kemur fram að um 30 prósent íslenskra ungmenna í 8. bekk neyti orkudrykkja sem innihaldi koffín og að neyslan aukist með aldri. Sé hún þannig um 50 prósent meðal barna í 10. bekk. Auk Dóru ræddi Helga Gunnlaugsdóttir, sérfræðingur hjá Matís við umsjónarmenn Bítisins í morgun þar sem þær ræddu framkvæmd og niðurstöðu rannsóknarinnar. Hlusta má á viðtalið í heild sinni. Neyslan með því mesta sem þekkist í álfunni Neysla íslenskra ungmenna í þessum aldurshópi á orkudrykkjum er með því mesta sem þekkist í Evrópu og sýnir varfærið mat nefndarinnar að neysla íslenskra ungmenna á drykkjunum sé um tvöfalt meiri en hjá norskum börnum á sama aldri. „Það er sterkt neikvætt samband milli neyslu íslenskra ungmenna í 8.-10. bekk á orkudrykkjum og svefns. Þau eiga erfiðara með að sofna og hlutfall þeirra sem segist sofa lítið (6 tíma eða minna á sólarhring) er mjög hátt, eða tæplega 16%,“ segir í skýrslunni. Þau ungmenni sem innbyrði mest koffín, innbyrði tvöfalt til fjórfalt það magn sem Matvælaöryggisstofnun Evrópu leggur til sem öryggismörk fyrir koffíninntöku fullorðinna, eða 3 mg/kg líkamsþyngdar á dag. Neikvæð áhrif á svefn og andlega líðan Er það niðurstaða nefndarinnar að framboð, aðgengi og markaðssetning orkudrykkja hérlendis virðist skila sér í því að neysla ungmenna sé meiri en æskilegt er, hafi neikvæð áhrif á svefn og andlega líðan þeirra og sé yfir því magni sem valdið getur hækkun á blóðþrýstingi og þar með auknu álagi á hjarta- og æðakerfið. Loks með gögn í höndunum Á heimasíðu Matvælastofnunar er viðbrögð við skýrslunni nánar útlistuð. Til þessa hafi verið skortur á gögnum til að færa rök fyrir takmörkunum á framboði koffínríkra orkudrykkja á Íslandi. „Ef Ísland ætlar að setja strangari reglur en almennt gilda á EES-svæðinu þurfa að vera fyrir því haldbær og málefnaleg rök. Áhættumat nefndarinnar er það fyrsta sinnar tegundar á Íslandi og með því býr Matvælastofnun nú yfir gögnum til að rökstyðja frekari takmarkanir á framboði orkudrykkja sem innihalda koffín hér á landi til að vernda viðkvæman neytendahóp.“ Börn og uppeldi Heilsa Neytendur Bítið Orkudrykkir Mest lesið Mótmælendur lokuðu veginum að Bláa lóninu Innlent Tekur U-beygju og kallar stuðningsmenn sína aumingja Erlent Grunur um að maður hafi kveikt í húsi í Reykjanesbæ Innlent Átta börn fædd úr erfðaefni þriggja einstaklinga til að fyrirbyggja sjúkdóma Erlent Von der Leyen dásamaði útsýnið á Reykjavíkurflugvelli Innlent Félag eldri borgara vildi bygginguna nær lóðarmörkunum Innlent Ásthildur bendir strandveiðimönnum á minnihlutann Innlent Ætlar ekki að þegja til að láta fordómafullu fólki líða betur Innlent Segir ferðaþjónustunni mismunað og efnir til mótmæla Innlent Dregið úr virkni en virðist enn gjósa í um tíu gígum Innlent Fleiri fréttir Flugvél snúið við vegna eldgossins: Var í fjörutíu klukkustundir á leið til Íslands Grindvíkingar setja þrýsting á lögreglustjóra Háskólinn fær 200 milljónir vegna vatnslekans Telur stuðning við ESB-viðræður til staðar Telur enga leið til þess að lengja strandveiðitímabilið Flutti tæp þrjú kíló af kókaíni til landsins og fær tvö ár Ætlar ekki að þegja til að láta fordómafullu fólki líða betur Strandveiðar færast frá Viðreisn til Flokks fólksins Myndir: Flugu til Þórsmerkur og Grindavíkur Mótmælendur lokuðu veginum að Bláa lóninu „Annars lítur þetta ekki mjög vel út fyrir þær“ „Sýnið nú kjark og dug og gerið þetta almennilega“ Grunur um að maður hafi kveikt í húsi í Reykjanesbæ Staðan á gosinu og óánægja með lokanir í Grindavík Segir ferðaþjónustunni mismunað og efnir til mótmæla Félag eldri borgara vildi bygginguna nær lóðarmörkunum Von der Leyen dásamaði útsýnið á Reykjavíkurflugvelli Landlæknir hlynnt því að banna ljósabekki Loftgæði mælast óholl á Akureyri Dregið úr virkni en virðist enn gjósa í um tíu gígum Met í verðtryggðum lánveitingum lífeyrissjóðanna Ásthildur bendir strandveiðimönnum á minnihlutann Opnaði listasýningu aldargamall og segir verkin verða eins og börnin sín Blámóða vofir yfir Vestfjörðum og Skagafirði Dettifossi kippt í lag og seinkar um sólarhring Grindvíkingum hleypt inn, varnargarðar hækkaðir og Bláa lónið opnar Vill fyrst og fremst fá að njóta ævikvöldsins í friði „Af hverju þetta brestur strax, það skiljum við ekki alveg“ Kort: Sprungan lengist til norðurs Strandveiðar bannaðar á morgun Sjá meira
Matvælastofnun hyggst leggja fram tillögur til atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytisins um að aðgengi barna og unglinga að orkudrykkjum verði verulega skert. Ástæðan sé ný rannsókn sem sýni fram á óhóflega neyslu íslenskra barna í 8. til 10. bekk á orkudrykkjum sem innihalda koffín. „Hugmyndin er sú að það verði ekki heimilt að selja börnum og unglingum þessa drykki,“ segir Dóra S. Gunnarsdóttir, sviðsstjóri neytendaverndar hjá Matvælastofnun, í samtali við Bítismenn á Bylgunni í morgun þar sem ný skýrsla áhættumatsnefndar yfirvalda var til umræðu. Tilefni til að grípa til aðgerða Í skýrslunni kemur fram að neysla íslenskra ungmenna á orkudrykkjum sé töluvert meiri en sést hafi í fyrri rannsóknum. Fullt tilefni sé til að grípa til aðgerða til að lágmarka megi neyslu barna í 8. til 10. bekk á slíkum drykkjum til að fyrirbyggja neikvæð áhrif á heilsu þeirra. Í skýrslunni kemur fram að um 30 prósent íslenskra ungmenna í 8. bekk neyti orkudrykkja sem innihaldi koffín og að neyslan aukist með aldri. Sé hún þannig um 50 prósent meðal barna í 10. bekk. Auk Dóru ræddi Helga Gunnlaugsdóttir, sérfræðingur hjá Matís við umsjónarmenn Bítisins í morgun þar sem þær ræddu framkvæmd og niðurstöðu rannsóknarinnar. Hlusta má á viðtalið í heild sinni. Neyslan með því mesta sem þekkist í álfunni Neysla íslenskra ungmenna í þessum aldurshópi á orkudrykkjum er með því mesta sem þekkist í Evrópu og sýnir varfærið mat nefndarinnar að neysla íslenskra ungmenna á drykkjunum sé um tvöfalt meiri en hjá norskum börnum á sama aldri. „Það er sterkt neikvætt samband milli neyslu íslenskra ungmenna í 8.-10. bekk á orkudrykkjum og svefns. Þau eiga erfiðara með að sofna og hlutfall þeirra sem segist sofa lítið (6 tíma eða minna á sólarhring) er mjög hátt, eða tæplega 16%,“ segir í skýrslunni. Þau ungmenni sem innbyrði mest koffín, innbyrði tvöfalt til fjórfalt það magn sem Matvælaöryggisstofnun Evrópu leggur til sem öryggismörk fyrir koffíninntöku fullorðinna, eða 3 mg/kg líkamsþyngdar á dag. Neikvæð áhrif á svefn og andlega líðan Er það niðurstaða nefndarinnar að framboð, aðgengi og markaðssetning orkudrykkja hérlendis virðist skila sér í því að neysla ungmenna sé meiri en æskilegt er, hafi neikvæð áhrif á svefn og andlega líðan þeirra og sé yfir því magni sem valdið getur hækkun á blóðþrýstingi og þar með auknu álagi á hjarta- og æðakerfið. Loks með gögn í höndunum Á heimasíðu Matvælastofnunar er viðbrögð við skýrslunni nánar útlistuð. Til þessa hafi verið skortur á gögnum til að færa rök fyrir takmörkunum á framboði koffínríkra orkudrykkja á Íslandi. „Ef Ísland ætlar að setja strangari reglur en almennt gilda á EES-svæðinu þurfa að vera fyrir því haldbær og málefnaleg rök. Áhættumat nefndarinnar er það fyrsta sinnar tegundar á Íslandi og með því býr Matvælastofnun nú yfir gögnum til að rökstyðja frekari takmarkanir á framboði orkudrykkja sem innihalda koffín hér á landi til að vernda viðkvæman neytendahóp.“
Börn og uppeldi Heilsa Neytendur Bítið Orkudrykkir Mest lesið Mótmælendur lokuðu veginum að Bláa lóninu Innlent Tekur U-beygju og kallar stuðningsmenn sína aumingja Erlent Grunur um að maður hafi kveikt í húsi í Reykjanesbæ Innlent Átta börn fædd úr erfðaefni þriggja einstaklinga til að fyrirbyggja sjúkdóma Erlent Von der Leyen dásamaði útsýnið á Reykjavíkurflugvelli Innlent Félag eldri borgara vildi bygginguna nær lóðarmörkunum Innlent Ásthildur bendir strandveiðimönnum á minnihlutann Innlent Ætlar ekki að þegja til að láta fordómafullu fólki líða betur Innlent Segir ferðaþjónustunni mismunað og efnir til mótmæla Innlent Dregið úr virkni en virðist enn gjósa í um tíu gígum Innlent Fleiri fréttir Flugvél snúið við vegna eldgossins: Var í fjörutíu klukkustundir á leið til Íslands Grindvíkingar setja þrýsting á lögreglustjóra Háskólinn fær 200 milljónir vegna vatnslekans Telur stuðning við ESB-viðræður til staðar Telur enga leið til þess að lengja strandveiðitímabilið Flutti tæp þrjú kíló af kókaíni til landsins og fær tvö ár Ætlar ekki að þegja til að láta fordómafullu fólki líða betur Strandveiðar færast frá Viðreisn til Flokks fólksins Myndir: Flugu til Þórsmerkur og Grindavíkur Mótmælendur lokuðu veginum að Bláa lóninu „Annars lítur þetta ekki mjög vel út fyrir þær“ „Sýnið nú kjark og dug og gerið þetta almennilega“ Grunur um að maður hafi kveikt í húsi í Reykjanesbæ Staðan á gosinu og óánægja með lokanir í Grindavík Segir ferðaþjónustunni mismunað og efnir til mótmæla Félag eldri borgara vildi bygginguna nær lóðarmörkunum Von der Leyen dásamaði útsýnið á Reykjavíkurflugvelli Landlæknir hlynnt því að banna ljósabekki Loftgæði mælast óholl á Akureyri Dregið úr virkni en virðist enn gjósa í um tíu gígum Met í verðtryggðum lánveitingum lífeyrissjóðanna Ásthildur bendir strandveiðimönnum á minnihlutann Opnaði listasýningu aldargamall og segir verkin verða eins og börnin sín Blámóða vofir yfir Vestfjörðum og Skagafirði Dettifossi kippt í lag og seinkar um sólarhring Grindvíkingum hleypt inn, varnargarðar hækkaðir og Bláa lónið opnar Vill fyrst og fremst fá að njóta ævikvöldsins í friði „Af hverju þetta brestur strax, það skiljum við ekki alveg“ Kort: Sprungan lengist til norðurs Strandveiðar bannaðar á morgun Sjá meira