Ísland með sterk skilaboð Sigríður Dögg Guðmundsdóttir skrifar 7. október 2020 11:31 Í dag fer ferðakaupstefnan Vestnorden fram með rafrænum hætti í fyrsta skipti í 34 ára sögu þessa mikilvæga viðburðar þar sem ferðaþjónustufyrirtækjum gefst kostur á að mynda ný viðskiptasambönd og viðhalda þeim sem fyrir eru. Ferðamálasamtök Norður-Atlantshafsins (NATA) standa að Vestnorden en þau eru samstarfsvettvangur Íslands, Færeyja og Grænlands á sviði ferðamála. Covid-19 varpar enn skugga óvissu á næstu vikur og mánuði og erfitt að spá fyrir um þróun faraldursins. Ferðatakmarkanir eru áfram við landamæri okkar í bili en þeim verður aflétt þegar ástandið lagast. Ferðaþjónustufyrirtæki vinna marga mánuði fram í tímann og eru nú að vinna með bókanir fyrir árið 2021 sem ber jákvæð teikn. Ferðamálastofnun Sameinuðu þjóðanna (UNWTO) spáir því að ferðaþjónusta taki hratt við sér um mitt næsta ár að gefnum forsendum um að þróun heimsfaraldursins snúist við, aukið traust fólks á ferðalögum og almennt afnám ferðatakmarkana. Það verður þó mikil samkeppni á milli landa og alls ekki sjálfgefið að ferðamenn velji Ísland sem áfangastað. Sterk viðskiptatengsl og markvissar markaðsaðgerðir munu skipta sköpum við að flýta fyrir bata íslenskrar ferðaþjónustu. Við berum þá gæfu að Ísland er með sterk skilaboð út í heim á þessum tímum. Ísland er strjálbýlasta landið í Evrópu með stórbrotna náttúru og víðerni sem fólk getur upplifað án mannfjölda. Á vaxtarskeiði ferðaþjónustunnar undanfarin ár höfum við séð mikla þróun í þjónustuframboði fyrir gesti og sterkari innviði í öllum landshlutum árið um kring. Ísland er ennfremur aðgengilegt og með góðar flugtengingar allt árið undir venjulegum kringumstæðum. Þá er mikilvægt að samhliða vexti ferðaþjónustunnar undanfarin ár hefur Íslandi tekist að viðhalda einu hæsta meðmælaskori (NPS) í heimi, svo gestir okkar eru ánægðir með reynslu sína. Í dag mun fjöldi fyrirtækja eiga mikilvæga fundi sem leiða til aukinna viðskipta og efla traust á Íslandi sem áfangastað. Hluti af því trausti snýst um fyrirsjáanleika í ferðatakmörkunum og því fyrr sem það skýrist, því fyrr sjáum við útflutningstekjur af ferðaþjónustu aukast samfélaginu til heilla. Höfundur er fagstjóri ferðaþjónustu hjá Íslandsstofu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ferðamennska á Íslandi Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Börn í gámaskólum á meðan bæjarskrifstofur stækka – hvar er forgangsröðin? Ásgeir Elvar Garðarsson Skoðun Munar þig um 5-7 milljónir árlega? Jón Pétur Zimzen Skoðun Skýr stefna um málfrelsi Róbert H. Haraldsson Skoðun Umbætur á skólakerfinu. Hættum að ljúga. Hættum því alveg og hættum því strax Atli Harðarson Skoðun Keldnaland – fjölmenn hverfi í mótun Þorsteinn R. Hermannsson Skoðun Kosningar í september Guðveig Lind Eyglóardóttir Skoðun Eflum traustið Helgi Áss Grétarsson,Marta Guðjónsdóttir Skoðun Heilsufarsmat á vinnustöðum: Góð fjárfesting í heilbrigði og vellíðan starfsfólks Gígja Valgerður Harðardóttir Skoðun Framtíð nemenda í Kópavogi í fyrsta sæti Halla Björg Evans Skoðun Hver er kjarninn í samfélagi sem selur hjarta sitt? Trausti Breiðfjörð Magnússon Skoðun Skoðun Skoðun Olíuleit á Drekasvæði - tilvistarleit Halldór Reynisson skrifar Skoðun Kosningar í september Guðveig Lind Eyglóardóttir skrifar Skoðun Þegar orkuöflun er sett á ís - dæmið frá Suður-Afríku Hallgrímur Óskarsson skrifar Skoðun Framtíð nemenda í Kópavogi í fyrsta sæti Halla Björg Evans skrifar Skoðun Skýr stefna um málfrelsi Róbert H. Haraldsson skrifar Skoðun Heilsufarsmat á vinnustöðum: Góð fjárfesting í heilbrigði og vellíðan starfsfólks Gígja Valgerður Harðardóttir skrifar Skoðun Munar þig um 5-7 milljónir árlega? Jón Pétur Zimzen skrifar Skoðun Keldnaland – fjölmenn hverfi í mótun Þorsteinn R. Hermannsson skrifar Skoðun Eflum traustið Helgi Áss Grétarsson,Marta Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Börn í gámaskólum á meðan bæjarskrifstofur stækka – hvar er forgangsröðin? Ásgeir Elvar Garðarsson skrifar Skoðun Hver er kjarninn í samfélagi sem selur hjarta sitt? Trausti Breiðfjörð Magnússon skrifar Skoðun Seljum börnum nikótín! Hugi Halldórsson skrifar Skoðun Sundrung á vinstri væng Jökull Sólberg Auðunsson skrifar Skoðun Þegar samfélagið missir vinnuna Hrafn Splidt Þorvaldsson skrifar Skoðun Akademískt frelsi og ókurteisi Kolbeinn H. Stefánsson skrifar Skoðun Hvar liggur ábyrgð hins fullorðna á hegðun ungmenna í samfélaginu? Rakel Guðbjörnsdóttir skrifar Skoðun Yfir hverju er verið að brosa? Árni Kristjánsson skrifar Skoðun Umbætur á skólakerfinu. Hættum að ljúga. Hættum því alveg og hættum því strax Atli Harðarson skrifar Skoðun Stjórnvöld sem fjárfestatenglar Baldur Thorlacius skrifar Skoðun Ákall til ESB-sinna: Hvar eru undanþágurnar? Einar Jóhannes Guðnason skrifar Skoðun Er ég ömurlegt foreldri ef ég segi nei við barnið mitt? Stefán Þorri Helgason skrifar Skoðun Vindorkuvæðing í skjóli nætur Kristín Helga Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Þátttökuverðlaun Þórdísar Ragnar Þór Pétursson skrifar Skoðun Fjármálaráðherra búinn að segja A Ögmundur Jónasson skrifar Skoðun Hagfræði-tilgáta ómeðtekin Karl Guðlaugsson skrifar Skoðun Ótryggt aðgengi á Veðurstofureit Friðjón R. Friðjónsson skrifar Skoðun Stattu vörð um launin þín Davíð Aron Routley skrifar Skoðun Byggjum fyrir eldra fólk, ekki ungt Ólafur Margeirsson skrifar Skoðun Hlustum í eitt skipti á foreldra Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Hugleiðingar um ástandið fyrir botni Miðjarðarhafs Örn Sigurðsson skrifar Sjá meira
Í dag fer ferðakaupstefnan Vestnorden fram með rafrænum hætti í fyrsta skipti í 34 ára sögu þessa mikilvæga viðburðar þar sem ferðaþjónustufyrirtækjum gefst kostur á að mynda ný viðskiptasambönd og viðhalda þeim sem fyrir eru. Ferðamálasamtök Norður-Atlantshafsins (NATA) standa að Vestnorden en þau eru samstarfsvettvangur Íslands, Færeyja og Grænlands á sviði ferðamála. Covid-19 varpar enn skugga óvissu á næstu vikur og mánuði og erfitt að spá fyrir um þróun faraldursins. Ferðatakmarkanir eru áfram við landamæri okkar í bili en þeim verður aflétt þegar ástandið lagast. Ferðaþjónustufyrirtæki vinna marga mánuði fram í tímann og eru nú að vinna með bókanir fyrir árið 2021 sem ber jákvæð teikn. Ferðamálastofnun Sameinuðu þjóðanna (UNWTO) spáir því að ferðaþjónusta taki hratt við sér um mitt næsta ár að gefnum forsendum um að þróun heimsfaraldursins snúist við, aukið traust fólks á ferðalögum og almennt afnám ferðatakmarkana. Það verður þó mikil samkeppni á milli landa og alls ekki sjálfgefið að ferðamenn velji Ísland sem áfangastað. Sterk viðskiptatengsl og markvissar markaðsaðgerðir munu skipta sköpum við að flýta fyrir bata íslenskrar ferðaþjónustu. Við berum þá gæfu að Ísland er með sterk skilaboð út í heim á þessum tímum. Ísland er strjálbýlasta landið í Evrópu með stórbrotna náttúru og víðerni sem fólk getur upplifað án mannfjölda. Á vaxtarskeiði ferðaþjónustunnar undanfarin ár höfum við séð mikla þróun í þjónustuframboði fyrir gesti og sterkari innviði í öllum landshlutum árið um kring. Ísland er ennfremur aðgengilegt og með góðar flugtengingar allt árið undir venjulegum kringumstæðum. Þá er mikilvægt að samhliða vexti ferðaþjónustunnar undanfarin ár hefur Íslandi tekist að viðhalda einu hæsta meðmælaskori (NPS) í heimi, svo gestir okkar eru ánægðir með reynslu sína. Í dag mun fjöldi fyrirtækja eiga mikilvæga fundi sem leiða til aukinna viðskipta og efla traust á Íslandi sem áfangastað. Hluti af því trausti snýst um fyrirsjáanleika í ferðatakmörkunum og því fyrr sem það skýrist, því fyrr sjáum við útflutningstekjur af ferðaþjónustu aukast samfélaginu til heilla. Höfundur er fagstjóri ferðaþjónustu hjá Íslandsstofu.
Börn í gámaskólum á meðan bæjarskrifstofur stækka – hvar er forgangsröðin? Ásgeir Elvar Garðarsson Skoðun
Umbætur á skólakerfinu. Hættum að ljúga. Hættum því alveg og hættum því strax Atli Harðarson Skoðun
Heilsufarsmat á vinnustöðum: Góð fjárfesting í heilbrigði og vellíðan starfsfólks Gígja Valgerður Harðardóttir Skoðun
Skoðun Heilsufarsmat á vinnustöðum: Góð fjárfesting í heilbrigði og vellíðan starfsfólks Gígja Valgerður Harðardóttir skrifar
Skoðun Börn í gámaskólum á meðan bæjarskrifstofur stækka – hvar er forgangsröðin? Ásgeir Elvar Garðarsson skrifar
Skoðun Hvar liggur ábyrgð hins fullorðna á hegðun ungmenna í samfélaginu? Rakel Guðbjörnsdóttir skrifar
Skoðun Umbætur á skólakerfinu. Hættum að ljúga. Hættum því alveg og hættum því strax Atli Harðarson skrifar
Börn í gámaskólum á meðan bæjarskrifstofur stækka – hvar er forgangsröðin? Ásgeir Elvar Garðarsson Skoðun
Umbætur á skólakerfinu. Hættum að ljúga. Hættum því alveg og hættum því strax Atli Harðarson Skoðun
Heilsufarsmat á vinnustöðum: Góð fjárfesting í heilbrigði og vellíðan starfsfólks Gígja Valgerður Harðardóttir Skoðun