Rokk og ról einkenndi stemmninguna í síðasta þætti af Í kvöld er gigg. Gestir þáttarins voru engir aðrir en rokkspaðarnir Stefanía Svavars, Páll Rósinkranz og Stebbi Jak.
Óvænt gírskipting varð svo í þættinum þegar Ingó bað Pál um að syngja eitthvað stuðlag en hætti svo við og bað hann frekar að syngja eitthvað rólegt og fallegt.
„Þú ert bara uppáhalds maðurinn minn núna,“ sagði svo Ingó eftir flutning Páls á laginu Your Song eftir Elton John.
Þættirnir Í kvöld er gigg eru á dagskrá Stöðvar 2 kl. 18:55 á föstudagskvöldum en einnig er hægt að horfa á fyrstu þrjá þættina inn á Stöð 2 maraþon.