Jólasveinninn er dáinn Arna Pálsdóttir skrifar 8. október 2020 08:01 „Jólasveinninn er dáinn, covid drap hann,“ sagði 4 ára dóttir mín upp úr þurru og starði djúpt í augun á mér. Mér varð fljótt ljóst að hún var ekki að tala um veikindi jólasveinsins sem er við völd í Bandaríkjunum, heldur hinn raunverulega jólasvein, son Grýlu og Leppalúða. Ég fann strax að niðurstaðan um mögulegt andlát jólasveinsins myndi ráðast af mínu næsta skrefi. Bein í baki og kokhraust horfði ég beint í augun á henni og sagði „Nei elskan, jólasveinninn er ekki dáinn“. Þegar hún innti mig eftir staðfestingu á því var svarið auðvelt. „Hann sagði mér það sjálfur, ég þekki hann!“ Mín kona varð alsæl, enginn efi, enginn vafi – Jólasveinninn lifir. Hún gekk róleg til annarra verka og skildi mig eftir með hugsunum mínum. Ég upplifði einhvern mátt sem lyfti mér á hærra plan. Ég bjargaði lífi jólasveinsins með einni (kannski tveimur) einföldum setningum! Höldum áfram. Ég er mjög jákvæð og bjartsýn manneskja að eðlisfari. Hins vegar hef ég aldrei sérstaklega fílað hana Pollýönnu. Kannski er það af því að ég er lögfræðingur og mér finnst hún alltaf eitthvað órökrétt. Ég meina, hver er alltaf jákvæður? Hún segir bara eitthvað næs án þess að gera nokkurt grein fyrir orðum sínum eða sjálfri sér við allar aðstæður. Hún er örugglega fín, við myndum bara aldrei hanga mikið saman. Og bara í þessum þrönga lokaða þá er ég nokkuð viss um að hún sé á einhverjum lyfjum. Allavega. Ég rek mína jákvæðni til þeirrar miklu trúar sem ég hef á fólki. Ég hef óbyljandi trú á fólki. Þeir sem mig þekkja vita að áhugi minn á mannlegu eðli og atgervi er á einhverjum blætismörkum. Hvað viljum við? Hvað þurfum við? Af hverju viljum við það sem við viljum? Af hverju gerum við það sem við gerum? Osfrv. Eitt af því sem ég hef rekist á í mínum mjög svo óformlegu rannsóknum í gegnum árin er að það sem við viljum er oftast mjög einfalt. Við viljum t.d. treysta því og trúa sem við okkur er sagt. Það gerir okkur örugg. Við viljum vera 4 ára og heyra mömmu okkar segja að jólasveinn er ekki dáinn, þrátt fyrir þráðlátan orðróm um annað úr innstu röðum á leikskólanum. Við treystum mömmu – enda myndi hún aldrei segja okkur ósátt. Hún sagði að jólasveinninn væri ekki dáinn, þá er hann ekki dáinn. Svo verðum við fullorðin og þróum (vonandi) með okkur gagnrýna hugsun. Þetta jólasveinadæmi er auðvita ekki að ganga upp. Það er ekki lengur nóg að segja eitthvað við okkur til þess að við trúum því. Við þurfum að treysta viðkomandi upplýsingagjafa og upplýsingunum sjálfum. Það eru hins vegar setningar sem við viljum heyra og þurfum að heyra – sem þó verða ekki sannreyndar með vísindalegum hætti. Það sem skiptir mestu máli hér er að við treystum þeim sem segja þær við okkur. Þetta eru setningar eins og: „Ég sakna þess að hitta þig“, „Þú stendur þig vel“, „Ég skil hvernig þér líður“ og ein af mínum allra mest uppáhalds „Þetta verður allt í lagi“. Þegar manneskja sem við treystum segir þessi orð við okkur þá höfum við tilhneigingu til að trúa henni. Það að trúa henni lætur okkur líða betur, þó ekki nema í þetta litla augnablik. Við lifum á furðulegum tímum, þó ekki lengur fordæmalausum. Við þurfum á hughreystingu að halda. Ekki vanmeta hvað ein lítil setning getur haft mikil áhrif á næsta mann. Láttu samstarfsfélaga þinn vita að þú saknir þess að hitta hann, hughreystu vin og segðu að hann sé að standa sig vel. Sýndu samkennd og segðu við þann sem á því þarf að halda að þú skiljir hann. Og síðast en ekki síst, segðu öllum sem þú hittir að þetta verður allt saman allt í lagi. Höfundur er lögfræðingur. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Halldór 24.01.2026 Halldór Gervigreindin er risi á brauðfótum: Hve tæpt stöndum við í raun? Björgmundur Örn Guðmundsson Skoðun Fjárfesting í vatni er fjárfesting í framtíðinni Jón Pétur Wilke Gunnarsson Skoðun Yfir 250 milljarðar út í loftið Lárus Bl. Sigurðsson Skoðun Siðlaust en fullkomlega löglegt Jónas Yngvi Ásgrímsson Skoðun SFS „tekur“ umræðuna líka Elías Pétur Viðfjörð Þórarinsson Skoðun Við þurfum betri döner í Reykjavík Björn Teitsson Skoðun Vannæring er aftur komin í tísku Guðrún Nanna Egilsdóttir Skoðun Fyrir hvern er verið að byggja í Kópavogi? María Ellen Steingrímsdóttir Skoðun Markmið fyrir iðnað, innantóm orð fyrir náttúru Elvar Örn Friðriksson Skoðun Skoðun Skoðun Ísland á krossgötum: Raunsæi eða tálsýn? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Gervigreindin er risi á brauðfótum: Hve tæpt stöndum við í raun? Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Fjárfesting í vatni er fjárfesting í framtíðinni Jón Pétur Wilke Gunnarsson skrifar Skoðun Lýðræðisveisla Guðný Birna Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Mótmæli bænda í ESB náðu eyrum þingsins í Strassborg Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Borgin sem við byggjum er borg framtíðarinnar Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Um tvo frídaga að vetri: Annan nýjan, hinn eldri Guðmundur D. Haraldsson skrifar Skoðun Viðhaldsstjórnun Sveinn V. Ólafsson skrifar Skoðun Yfir 250 milljarðar út í loftið Lárus Bl. Sigurðsson skrifar Skoðun Inga Sæland Árný Björg Blandon skrifar Skoðun Afnám lagaskyldu til jafnlaunavottunar er gott - en gullhúðað Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Happafengur í Reykjavík Hjálmar Sveinsson skrifar Skoðun Hver leyfði aðgangsgjald að náttúruperlum? Runólfur Ólafsson,Breki Karlsson skrifar Skoðun Varúðarmörk eru ekki markmið Jóhann Helgi Stefánsson skrifar Skoðun Opið bréf til meirihluta Reykjavíkurborgar: 850% hækkun gjalda hjá Reykjavíkurborg og skekkt samkeppnisstaða Erik Figueras Torras skrifar Skoðun Fyrir hvern er verið að byggja í Kópavogi? María Ellen Steingrímsdóttir skrifar Skoðun Klappstýrur iðnaðarins Árni Pétur Hilmarsson skrifar Skoðun Af hverju ætti ungt fólk að flytja heim eftir nám? Steinunn Gyðu- og Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Þegar allir fá rödd — frá prentvél til samfélagsmiðla Ásgeir Jónsson skrifar Skoðun Varúðarmörk eru ekki markmið Jóhann Helgi Stefánsson skrifar Skoðun Við þurfum betri döner í Reykjavík Björn Teitsson skrifar Skoðun Vannæring er aftur komin í tísku Guðrún Nanna Egilsdóttir skrifar Skoðun Lykilár í framkvæmdum runnið upp skrifar Skoðun Hitamál Flatjarðarsinna Sveinn Atli Gunnarsson skrifar Skoðun Af þessu tvennu, er mikilvægast að gera réttu hlutina Sveinn Ólafsson skrifar Skoðun Afburðakonuna Steinunni Gyðu í 2. sætið! Dagbjört Hákonardóttir skrifar Skoðun Leghálsskimun – lítið mál! Vala Smáradóttir skrifar Skoðun SFS „tekur“ umræðuna líka Elías Pétur Viðfjörð Þórarinsson skrifar Skoðun Að standa með sjálfum sér Snorri Másson skrifar Skoðun Hvar er unga jafnaðarfólkið í Ráðhúsinu? Kristín Soffía Jónsdóttir skrifar Sjá meira
„Jólasveinninn er dáinn, covid drap hann,“ sagði 4 ára dóttir mín upp úr þurru og starði djúpt í augun á mér. Mér varð fljótt ljóst að hún var ekki að tala um veikindi jólasveinsins sem er við völd í Bandaríkjunum, heldur hinn raunverulega jólasvein, son Grýlu og Leppalúða. Ég fann strax að niðurstaðan um mögulegt andlát jólasveinsins myndi ráðast af mínu næsta skrefi. Bein í baki og kokhraust horfði ég beint í augun á henni og sagði „Nei elskan, jólasveinninn er ekki dáinn“. Þegar hún innti mig eftir staðfestingu á því var svarið auðvelt. „Hann sagði mér það sjálfur, ég þekki hann!“ Mín kona varð alsæl, enginn efi, enginn vafi – Jólasveinninn lifir. Hún gekk róleg til annarra verka og skildi mig eftir með hugsunum mínum. Ég upplifði einhvern mátt sem lyfti mér á hærra plan. Ég bjargaði lífi jólasveinsins með einni (kannski tveimur) einföldum setningum! Höldum áfram. Ég er mjög jákvæð og bjartsýn manneskja að eðlisfari. Hins vegar hef ég aldrei sérstaklega fílað hana Pollýönnu. Kannski er það af því að ég er lögfræðingur og mér finnst hún alltaf eitthvað órökrétt. Ég meina, hver er alltaf jákvæður? Hún segir bara eitthvað næs án þess að gera nokkurt grein fyrir orðum sínum eða sjálfri sér við allar aðstæður. Hún er örugglega fín, við myndum bara aldrei hanga mikið saman. Og bara í þessum þrönga lokaða þá er ég nokkuð viss um að hún sé á einhverjum lyfjum. Allavega. Ég rek mína jákvæðni til þeirrar miklu trúar sem ég hef á fólki. Ég hef óbyljandi trú á fólki. Þeir sem mig þekkja vita að áhugi minn á mannlegu eðli og atgervi er á einhverjum blætismörkum. Hvað viljum við? Hvað þurfum við? Af hverju viljum við það sem við viljum? Af hverju gerum við það sem við gerum? Osfrv. Eitt af því sem ég hef rekist á í mínum mjög svo óformlegu rannsóknum í gegnum árin er að það sem við viljum er oftast mjög einfalt. Við viljum t.d. treysta því og trúa sem við okkur er sagt. Það gerir okkur örugg. Við viljum vera 4 ára og heyra mömmu okkar segja að jólasveinn er ekki dáinn, þrátt fyrir þráðlátan orðróm um annað úr innstu röðum á leikskólanum. Við treystum mömmu – enda myndi hún aldrei segja okkur ósátt. Hún sagði að jólasveinninn væri ekki dáinn, þá er hann ekki dáinn. Svo verðum við fullorðin og þróum (vonandi) með okkur gagnrýna hugsun. Þetta jólasveinadæmi er auðvita ekki að ganga upp. Það er ekki lengur nóg að segja eitthvað við okkur til þess að við trúum því. Við þurfum að treysta viðkomandi upplýsingagjafa og upplýsingunum sjálfum. Það eru hins vegar setningar sem við viljum heyra og þurfum að heyra – sem þó verða ekki sannreyndar með vísindalegum hætti. Það sem skiptir mestu máli hér er að við treystum þeim sem segja þær við okkur. Þetta eru setningar eins og: „Ég sakna þess að hitta þig“, „Þú stendur þig vel“, „Ég skil hvernig þér líður“ og ein af mínum allra mest uppáhalds „Þetta verður allt í lagi“. Þegar manneskja sem við treystum segir þessi orð við okkur þá höfum við tilhneigingu til að trúa henni. Það að trúa henni lætur okkur líða betur, þó ekki nema í þetta litla augnablik. Við lifum á furðulegum tímum, þó ekki lengur fordæmalausum. Við þurfum á hughreystingu að halda. Ekki vanmeta hvað ein lítil setning getur haft mikil áhrif á næsta mann. Láttu samstarfsfélaga þinn vita að þú saknir þess að hitta hann, hughreystu vin og segðu að hann sé að standa sig vel. Sýndu samkennd og segðu við þann sem á því þarf að halda að þú skiljir hann. Og síðast en ekki síst, segðu öllum sem þú hittir að þetta verður allt saman allt í lagi. Höfundur er lögfræðingur.
Gervigreindin er risi á brauðfótum: Hve tæpt stöndum við í raun? Björgmundur Örn Guðmundsson Skoðun
Skoðun Gervigreindin er risi á brauðfótum: Hve tæpt stöndum við í raun? Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Skoðun Opið bréf til meirihluta Reykjavíkurborgar: 850% hækkun gjalda hjá Reykjavíkurborg og skekkt samkeppnisstaða Erik Figueras Torras skrifar
Gervigreindin er risi á brauðfótum: Hve tæpt stöndum við í raun? Björgmundur Örn Guðmundsson Skoðun