Gæti minni loftmengun dregið úr útbreiðslu Covid-19 veirunnar? Anna Tara Andrésdóttir skrifar 9. október 2020 10:30 Covid-19 faraldurinn geisar enn og yfirvöld halda áfram sínu góða starfi að ráða bug á faraldrinum. Eftir því sem tíminn líður og heimsbyggðin heldur áfram að fást við ástandið koma nýjar upplýsingar og rannsóknir fram á sjónarsviðið sem síður ná til almennings en hafa ýmsar áhugaverðar kenningar að geyma. Rannsóknir eru sjaldnast sammála, þó virðast allar þær rannsóknir sem ég komst yfir vera sammála um eitt: Að aukin loftmengun geti leitt til fleiri smita, alvarlegri einkenna og fleiri dauðsfalla af völdum Covid-19, með öðrum orðum sé fylgni þar á milli. Ein möguleg útskýring er að nokkrar Covid-19 veirur geti bundist við loftmengun og fólk því smitast af meira veirumagni í einu en ella. Líkt og útgöngubönn hafa sýnt hjálpar einangrun við að ná tökum á veirunni, þó telja vísindamenn að einangrun sé ekki ein þar að verki heldur að betri loftgæði spili einnig hlutverk, enda dregur útgöngubann og einangrun umtalsvert úr loftmengun. Ef tekið er mið af því, gæti verið að minni mengun ein og sér gæti dregið úr útbreiðslu Covid-19 veirunnar? Læknirinn Zach Bush veltir því fyrir sér hvort Covid-19 veiran geti verið eins konar flutningstæki fyrir loftmengun inn í líkamann. Loftmengunin gæti þannig valdið vefjaskemmdum í ýmsum líffærum vegna súrefnisskorts líkt og við höfum séð. Hann bendir þá sérstaklega á blásýrueitrun því hún hafi mjög svipuð einkenni og Covid-19. Þetta gæti mögulega útskýrt afhverju Covid-19 veiran, sem er öndunarfæraveira, leggi ekki fólk með öndunarfærasjúkdóma í mesta í hættu. Í staðinn eru helstu áhættuhóparnir fólk með háþrýsting, hjarta- og æðavandamál og sykursýki. Auk þess hefur ein stærsta rannsóknin fram að þessu ekki fundið hin hefðbundnu lífsmerki veirusýkinga, engan hita, ekki lækkun á dauffrumum og ekki hækkun á eitilfrumum eins og við væri að búast ef um veirusýkingu væri að ræða. Zach Bush útskýrir enn frekar að fjöldi veira á jörðinni sé um 1031 og því stór meirihluti þeirra sem ógna ekki heilsu okkar. Í raun gegna veirur mjög mikilvægu hlutverki í afkomu mannkynsins. Veirur innsetja sig inn í DNA-ið okkar og uppæra erfðafræðilegar upplýsingar í þeim tilgangi aðlaga mennina betur að umhverfi sínu. Að minnsta kosti 50% af DNA mannkynsins hafa verið uppfærð af veirum, þar á meðal fylgjur óléttra kvenna, því mætti segja að við mennirnir værum ekki á lífi í dag án aðkomu veira. Getur verið að veirur í sjálfu sér sé ekki það sem þurfi að óttast heldur inngrip og lifnaðarhættir mannana sem breyta sambandi okkar við veirurnar? Höfundur er hugsjónarkona og feministi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Halldór 24.01.2026 Halldór Yfir 250 milljarðar út í loftið Lárus Bl. Sigurðsson Skoðun SFS „tekur“ umræðuna líka Elías Pétur Viðfjörð Þórarinsson Skoðun Siðlaust en fullkomlega löglegt Jónas Yngvi Ásgrímsson Skoðun Við þurfum betri döner í Reykjavík Björn Teitsson Skoðun Opið bréf til meirihluta Reykjavíkurborgar: 850% hækkun gjalda hjá Reykjavíkurborg og skekkt samkeppnisstaða Erik Figueras Torras Skoðun Fyrir hvern er verið að byggja í Kópavogi? María Ellen Steingrímsdóttir Skoðun Vannæring er aftur komin í tísku Guðrún Nanna Egilsdóttir Skoðun Markmið fyrir iðnað, innantóm orð fyrir náttúru Elvar Örn Friðriksson Skoðun Happafengur í Reykjavík Hjálmar Sveinsson Skoðun Skoðun Skoðun Lýðræðisveisla Guðný Birna Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Mótmæli bænda í ESB náðu eyrum þingsins í Strassborg Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Borgin sem við byggjum er borg framtíðarinnar Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Um tvo frídaga að vetri: Annan nýjan, hinn eldri Guðmundur D. Haraldsson skrifar Skoðun Viðhaldsstjórnun Sveinn V. Ólafsson skrifar Skoðun Yfir 250 milljarðar út í loftið Lárus Bl. Sigurðsson skrifar Skoðun Inga Sæland Árný Björg Blandon skrifar Skoðun Afnám lagaskyldu til jafnlaunavottunar er gott - en gullhúðað Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Happafengur í Reykjavík Hjálmar Sveinsson skrifar Skoðun Hver leyfði aðgangsgjald að náttúruperlum? Runólfur Ólafsson,Breki Karlsson skrifar Skoðun Varúðarmörk eru ekki markmið Jóhann Helgi Stefánsson skrifar Skoðun Opið bréf til meirihluta Reykjavíkurborgar: 850% hækkun gjalda hjá Reykjavíkurborg og skekkt samkeppnisstaða Erik Figueras Torras skrifar Skoðun Fyrir hvern er verið að byggja í Kópavogi? María Ellen Steingrímsdóttir skrifar Skoðun Klappstýrur iðnaðarins Árni Pétur Hilmarsson skrifar Skoðun Af hverju ætti ungt fólk að flytja heim eftir nám? Steinunn Gyðu- og Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Þegar allir fá rödd — frá prentvél til samfélagsmiðla Ásgeir Jónsson skrifar Skoðun Varúðarmörk eru ekki markmið Jóhann Helgi Stefánsson skrifar Skoðun Við þurfum betri döner í Reykjavík Björn Teitsson skrifar Skoðun Vannæring er aftur komin í tísku Guðrún Nanna Egilsdóttir skrifar Skoðun Lykilár í framkvæmdum runnið upp skrifar Skoðun Hitamál Flatjarðarsinna Sveinn Atli Gunnarsson skrifar Skoðun Af þessu tvennu, er mikilvægast að gera réttu hlutina Sveinn Ólafsson skrifar Skoðun Afburðakonuna Steinunni Gyðu í 2. sætið! Dagbjört Hákonardóttir skrifar Skoðun Leghálsskimun – lítið mál! Vala Smáradóttir skrifar Skoðun SFS „tekur“ umræðuna líka Elías Pétur Viðfjörð Þórarinsson skrifar Skoðun Að standa með sjálfum sér Snorri Másson skrifar Skoðun Hvar er unga jafnaðarfólkið í Ráðhúsinu? Kristín Soffía Jónsdóttir skrifar Skoðun Fjárfestum í farsælli framtíð Líf Lárusdóttir skrifar Skoðun Krúnuleikar Trumps konungs Kristinn Hrafnsson skrifar Skoðun Stuðningur við lista- og menningarstarf í höfuðborginni Magnea Marinósdóttir skrifar Sjá meira
Covid-19 faraldurinn geisar enn og yfirvöld halda áfram sínu góða starfi að ráða bug á faraldrinum. Eftir því sem tíminn líður og heimsbyggðin heldur áfram að fást við ástandið koma nýjar upplýsingar og rannsóknir fram á sjónarsviðið sem síður ná til almennings en hafa ýmsar áhugaverðar kenningar að geyma. Rannsóknir eru sjaldnast sammála, þó virðast allar þær rannsóknir sem ég komst yfir vera sammála um eitt: Að aukin loftmengun geti leitt til fleiri smita, alvarlegri einkenna og fleiri dauðsfalla af völdum Covid-19, með öðrum orðum sé fylgni þar á milli. Ein möguleg útskýring er að nokkrar Covid-19 veirur geti bundist við loftmengun og fólk því smitast af meira veirumagni í einu en ella. Líkt og útgöngubönn hafa sýnt hjálpar einangrun við að ná tökum á veirunni, þó telja vísindamenn að einangrun sé ekki ein þar að verki heldur að betri loftgæði spili einnig hlutverk, enda dregur útgöngubann og einangrun umtalsvert úr loftmengun. Ef tekið er mið af því, gæti verið að minni mengun ein og sér gæti dregið úr útbreiðslu Covid-19 veirunnar? Læknirinn Zach Bush veltir því fyrir sér hvort Covid-19 veiran geti verið eins konar flutningstæki fyrir loftmengun inn í líkamann. Loftmengunin gæti þannig valdið vefjaskemmdum í ýmsum líffærum vegna súrefnisskorts líkt og við höfum séð. Hann bendir þá sérstaklega á blásýrueitrun því hún hafi mjög svipuð einkenni og Covid-19. Þetta gæti mögulega útskýrt afhverju Covid-19 veiran, sem er öndunarfæraveira, leggi ekki fólk með öndunarfærasjúkdóma í mesta í hættu. Í staðinn eru helstu áhættuhóparnir fólk með háþrýsting, hjarta- og æðavandamál og sykursýki. Auk þess hefur ein stærsta rannsóknin fram að þessu ekki fundið hin hefðbundnu lífsmerki veirusýkinga, engan hita, ekki lækkun á dauffrumum og ekki hækkun á eitilfrumum eins og við væri að búast ef um veirusýkingu væri að ræða. Zach Bush útskýrir enn frekar að fjöldi veira á jörðinni sé um 1031 og því stór meirihluti þeirra sem ógna ekki heilsu okkar. Í raun gegna veirur mjög mikilvægu hlutverki í afkomu mannkynsins. Veirur innsetja sig inn í DNA-ið okkar og uppæra erfðafræðilegar upplýsingar í þeim tilgangi aðlaga mennina betur að umhverfi sínu. Að minnsta kosti 50% af DNA mannkynsins hafa verið uppfærð af veirum, þar á meðal fylgjur óléttra kvenna, því mætti segja að við mennirnir værum ekki á lífi í dag án aðkomu veira. Getur verið að veirur í sjálfu sér sé ekki það sem þurfi að óttast heldur inngrip og lifnaðarhættir mannana sem breyta sambandi okkar við veirurnar? Höfundur er hugsjónarkona og feministi.
Opið bréf til meirihluta Reykjavíkurborgar: 850% hækkun gjalda hjá Reykjavíkurborg og skekkt samkeppnisstaða Erik Figueras Torras Skoðun
Skoðun Opið bréf til meirihluta Reykjavíkurborgar: 850% hækkun gjalda hjá Reykjavíkurborg og skekkt samkeppnisstaða Erik Figueras Torras skrifar
Opið bréf til meirihluta Reykjavíkurborgar: 850% hækkun gjalda hjá Reykjavíkurborg og skekkt samkeppnisstaða Erik Figueras Torras Skoðun