Krónan úthlutar ekki byggingalóðum Hjörtur J. Guðmundsson skrifar 5. nóvember 2025 06:30 Við þekkjum fullyrðingar um það að háir vextir og mikil verðbólga sé óhjákvæmilegur fylgifiskur krónunnar vegna þess að hún sé smár sjálfstæður gjaldmiðill. Hins vegar eru það einungis fullyrðingar. Þeim fylgir sjaldnast einhver röstuðningur og aldrei rök sem standast nánari skoðun. Nýleg dæmi um þetta eru greinar Dags B. Eggertssonar, þingmanns Samfylkingarinnar, og Guðbrands Einarssonar, þingmanns Viðreisnar, á Vísi í gær. Báðir gefa þeir sér að verðbólga, verðtrygging og háir vextir séu afleiðingar krónunnar án þess að gera einu sinni tilraun til þess að styðja það haldbærum rökum. Dr. Ólafur Margeirsson hagfræðingur er á meðal þeirra sem þvert á móti hafa sýnt fram á það með gildum rökum að það standist ekki að skrifa háa vexti og verðbólgu á reikning krónunnar. Væri svo ætti það þá einnig að eiga við um aðra smáa sjálfstæða gjaldmiðla. Fylgnin þar á milli væri hins vegar afskaplega veik. Verðbólgan hér á landi í gegnum tíðina væri ekki sízt afleiðing þess að of mikið hefði verið búið til af krónunni á liðnum áratugum en gjaldmiðill gæti hins vegar ekki búið sig til sjálfur. Langstærstur hluti króna í umferð hér á landi væru búnar til af bönkum með lánveitingum. Krónum í umferð hefur fjölgað mikið á undanförnum árum einkum vegna snarhækkandi fasteignaverðs. Hækkun þess hefur þýtt hærri lán og þar með fleiri krónur í umferð sem aftur hefur skapað meiri verðbólgu ofan á hækkun sjálfs fasteignaverðsins. Hvers vegna hafa fasteignir hækkað svo gríðarlega í verði á síðustu árum? Einkum vegna skorts á húsnæði. Hvar hefur það vegið þyngst? Í Reykjavík. Hvað þarf til þess að byggja húsnæði? Lóðir. Hverjir úthluta lóðum? Sveitarfélögin. Hverjir stýrðu Reykjavík lengst af undanfarin ár? Samfylkingin og Viðreisn undir forystu Dags B. Eggertssonar. Með öðrum orðum kemur auðvitað úr hörðustu átt af hálfu Dags að reyna að skella skuldinni á krónuna sem til að mynda býr sig hvorki til sjálf né úthlutar lóðum heldur endurspeglar einungis þann efnahagslega veruleika sem fyrir hendi er og er ekki sízt skapaður af stjórnmálamönnum í valdastöðum eins og hann var í Reykjavík í áratug þar til í byrjun þessa árs. Skiljanlega er Degi mjög í mun að reyna að endurskrifa söguna og velta ábyrgðinni yfir á einhvern annan og þá er auðvitað bezt ef um er að ræða eitthvað sem ekki getur borið hönd fyrir höfuð sér. Hins vegar tala staðreyndirnar máli krónunnar. Höfundur er sagnfræðingur og alþjóðastjórnmálafræðingur (MA í alþjóðasamskiptum með áherzlu á Evrópufræði og öryggis- og varnarmál). Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Hjörtur J. Guðmundsson Evrópusambandið Íslenska krónan Mest lesið Nýi Landspítalinn: klúður sem enginn þorir lengur að ræða Sigurður Sigurðsson Skoðun Stúdentapólitík er pólitík Ármann Leifsson Skoðun Leiðtogi með reynslu, kjark og mannlega nálgun Kristín María Birgisdóttir Skoðun Getum við munað Ögmundur Ísak Ögmundsson Skoðun Enn má Daði leiðrétta Skoðun Þegar „erlend afskipti“ eru aðeins vandamál ef þau þjóna náttúrunni Arndís Kristjánsdóttir Skoðun Læra börn stafi og hljóð í Byrjendalæsi? Rannveig Oddsdóttir Skoðun Eru íþróttamenn heimskir? Gunnar Björgvinsson Skoðun Hundrað–múrinn rofinn! Anna Björg Jónsdóttir Skoðun Rósa Björk Brynjólfsdóttir og aðförin að málfrelsi og frjálslyndi Hjörvar Sigurðsson Skoðun Skoðun Skoðun Samtalið er hafið – farsældarráðin eru lykillinn Arna Ír Gunnarsdóttir,Bára Daðadóttir,Erna Lea Bergsteinsdóttir,Hanna Borg Jónsdóttir,Hjördís Eva Þórðardóttir,Nína Hrönn Gunnarsdóttir,Sara Björk Þorsteinsdóttir,Þorleifur Kr. Níelsson skrifar Skoðun Setjum ekki skátastarf á varamannabekkinn Óskar Eiríksson skrifar Skoðun Björg fyrir Reykvíkinga Þorbjörg Helga Vigfúsdóttir,Þórey Vilhjálmsdóttir skrifar Skoðun Enn má Daði leiðrétta skrifar Skoðun Ég sá Jesú í fréttunum Daníel Ágúst Gautason skrifar Skoðun Ógnarstjórn talmafíunnar Vigdís Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Andstæðingar dýrahalds og hagnaðardrifið dýraverndarstarf Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar Skoðun Leiðtogi með reynslu, kjark og mannlega nálgun Kristín María Birgisdóttir skrifar Skoðun Hundrað–múrinn rofinn! Anna Björg Jónsdóttir skrifar Skoðun Hvert stefnum við? Jasmina Vajzović skrifar Skoðun Hrunamannahreppur 5 - Kópavogur 0 Gunnar Gylfason skrifar Skoðun Nýja kvótakerfið hennar Hönnu Katrínar Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Skipulag á að þjóna fólki, ekki pólitískum prinsippum Kristín Thoroddsen skrifar Skoðun Þegar „erlend afskipti“ eru aðeins vandamál ef þau þjóna náttúrunni Arndís Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Eru íþróttamenn heimskir? Gunnar Björgvinsson skrifar Skoðun Að grípa fólk í tíma – forvarnir sem virka á vinnumarkaði Guðrún Rakel Eiríksdóttir skrifar Skoðun Áhrif mín á daglegt líf og störf Stefáns Eiríkssonar Eyrún Magnúsdóttir skrifar Skoðun Nýi Landspítalinn: klúður sem enginn þorir lengur að ræða Sigurður Sigurðsson skrifar Skoðun Árangur byrjar í starfsmannahópnum Jana Katrín Knútsdóttir skrifar Skoðun Stúdentapólitík er pólitík Ármann Leifsson skrifar Skoðun Læra börn stafi og hljóð í Byrjendalæsi? Rannveig Oddsdóttir skrifar Skoðun Maðurinn sem ég kynntist í löggunni Þuríður B. Ægisdóttir skrifar Skoðun Árangur Dana í loftslagsmálum margfalt betri en Íslendinga Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Fyrir hverja eru leikskólar María Ellen Steingrímsdóttir skrifar Skoðun Hnefaleikameistarinn sem hefur aldrei keppt Ásgeir Jónsson skrifar Skoðun Getum við munað Ögmundur Ísak Ögmundsson skrifar Skoðun Fjölsmiðjan í 25 ár: Samfélagsleg fjárfesting sem borgar sig margfalt Davíð Bergmann skrifar Skoðun Rósa Björk Brynjólfsdóttir og aðförin að málfrelsi og frjálslyndi Hjörvar Sigurðsson skrifar Skoðun Flótti ríkisstjórnarinnar frá Flóttamannavegi Guðbjörg Oddný Jónasdóttir skrifar Skoðun Hvernig byggjum við upp hágæða almenningssamgöngur? Þórir Garðarsson skrifar Sjá meira
Við þekkjum fullyrðingar um það að háir vextir og mikil verðbólga sé óhjákvæmilegur fylgifiskur krónunnar vegna þess að hún sé smár sjálfstæður gjaldmiðill. Hins vegar eru það einungis fullyrðingar. Þeim fylgir sjaldnast einhver röstuðningur og aldrei rök sem standast nánari skoðun. Nýleg dæmi um þetta eru greinar Dags B. Eggertssonar, þingmanns Samfylkingarinnar, og Guðbrands Einarssonar, þingmanns Viðreisnar, á Vísi í gær. Báðir gefa þeir sér að verðbólga, verðtrygging og háir vextir séu afleiðingar krónunnar án þess að gera einu sinni tilraun til þess að styðja það haldbærum rökum. Dr. Ólafur Margeirsson hagfræðingur er á meðal þeirra sem þvert á móti hafa sýnt fram á það með gildum rökum að það standist ekki að skrifa háa vexti og verðbólgu á reikning krónunnar. Væri svo ætti það þá einnig að eiga við um aðra smáa sjálfstæða gjaldmiðla. Fylgnin þar á milli væri hins vegar afskaplega veik. Verðbólgan hér á landi í gegnum tíðina væri ekki sízt afleiðing þess að of mikið hefði verið búið til af krónunni á liðnum áratugum en gjaldmiðill gæti hins vegar ekki búið sig til sjálfur. Langstærstur hluti króna í umferð hér á landi væru búnar til af bönkum með lánveitingum. Krónum í umferð hefur fjölgað mikið á undanförnum árum einkum vegna snarhækkandi fasteignaverðs. Hækkun þess hefur þýtt hærri lán og þar með fleiri krónur í umferð sem aftur hefur skapað meiri verðbólgu ofan á hækkun sjálfs fasteignaverðsins. Hvers vegna hafa fasteignir hækkað svo gríðarlega í verði á síðustu árum? Einkum vegna skorts á húsnæði. Hvar hefur það vegið þyngst? Í Reykjavík. Hvað þarf til þess að byggja húsnæði? Lóðir. Hverjir úthluta lóðum? Sveitarfélögin. Hverjir stýrðu Reykjavík lengst af undanfarin ár? Samfylkingin og Viðreisn undir forystu Dags B. Eggertssonar. Með öðrum orðum kemur auðvitað úr hörðustu átt af hálfu Dags að reyna að skella skuldinni á krónuna sem til að mynda býr sig hvorki til sjálf né úthlutar lóðum heldur endurspeglar einungis þann efnahagslega veruleika sem fyrir hendi er og er ekki sízt skapaður af stjórnmálamönnum í valdastöðum eins og hann var í Reykjavík í áratug þar til í byrjun þessa árs. Skiljanlega er Degi mjög í mun að reyna að endurskrifa söguna og velta ábyrgðinni yfir á einhvern annan og þá er auðvitað bezt ef um er að ræða eitthvað sem ekki getur borið hönd fyrir höfuð sér. Hins vegar tala staðreyndirnar máli krónunnar. Höfundur er sagnfræðingur og alþjóðastjórnmálafræðingur (MA í alþjóðasamskiptum með áherzlu á Evrópufræði og öryggis- og varnarmál).
Þegar „erlend afskipti“ eru aðeins vandamál ef þau þjóna náttúrunni Arndís Kristjánsdóttir Skoðun
Skoðun Samtalið er hafið – farsældarráðin eru lykillinn Arna Ír Gunnarsdóttir,Bára Daðadóttir,Erna Lea Bergsteinsdóttir,Hanna Borg Jónsdóttir,Hjördís Eva Þórðardóttir,Nína Hrönn Gunnarsdóttir,Sara Björk Þorsteinsdóttir,Þorleifur Kr. Níelsson skrifar
Skoðun Andstæðingar dýrahalds og hagnaðardrifið dýraverndarstarf Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar
Skoðun Þegar „erlend afskipti“ eru aðeins vandamál ef þau þjóna náttúrunni Arndís Kristjánsdóttir skrifar
Skoðun Fjölsmiðjan í 25 ár: Samfélagsleg fjárfesting sem borgar sig margfalt Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Rósa Björk Brynjólfsdóttir og aðförin að málfrelsi og frjálslyndi Hjörvar Sigurðsson skrifar
Þegar „erlend afskipti“ eru aðeins vandamál ef þau þjóna náttúrunni Arndís Kristjánsdóttir Skoðun