Veitingahúsaeigendur hafa áhyggjur af jólavertíðinni Sunna Karen Sigurþórsdóttir skrifar 9. október 2020 19:31 „Það yrði hræðilegt ef það yrðu fleiri uppsagnir í þessum geira,” segir Hrefna Rósa Sætran. Vísir/Vilhelm Veitingahúsaeigendur hafa áhyggjur af komandi vetri og jólavertíðinni. Þeir segja óvissuna erfiða og kalla eftir frekari aðgerðum frá stjórnvöldum. Kórónuveirufaraldurinn hefur eðlilega haft mikil áhrif á rekstrarumhverfi veitingahúsa, en flestar samkomutakmarkanir tengjast þeim með einum eða öðrum hætti. Núna mega aðeins tuttugu koma saman og opnunartími hefur verið styttur til klukkan 21. „Flestar aðgerðir stjórnvalda virðast miða að því að tekjumissirinn sé 75 prósent eða meira. En það gleymist svolítið að horfa til þess að enginn veitingastaður í íslensku rekstrarumhverfi getur þolað 20 til 30 prósent tekjumissi til langs tíma. Þannig að ég myndi segja að við þurfum að hugsa nýjar aðgerðir og sú aðgerð sem hefur nýst veitingastöðum best er hlutabótaleiðin og nú er hún háð mun strangari skilyrðum en hún var í vor,” segir Jakob Einar Jakobsson, eigandi Jómfrúarinnar. „Enginn veitingastaður í íslensku rekstrarumhverfi getur þolað 20 til 30 prósent tekjumissi til langs tíma,“ segir Jakob Einar á Jómfrúnni. Hrefna Rósa Sætran, eigandi Fiskmarkaðarins, Grillmarkaðarins og Skúla craft bar, tekur undir. „Þetta er mikil óvissa fyrir alla og rosa tekjufall hjá okkur, eins og öllum öðrum veitingastöðum.” Þau benda bæði á að reksturinn sé að miklu leyti háður heimsendingum. Heimsendingarnar hafi gengið nokkuð vel, en að fólk sæki minna í þær nú en á fyrri stigum faraldursins. „Ég finn að fólk er meira að spara við sig núna og kannski er aðeins minni peningur hjá fólki núna,” segir Hrefna. Þau hafa áhyggjur af jólunum. „Við eigum rosa mikið undir og að jólin nái að vera eins og þau eiga að vera. Við erum nú þegar búin að bóka yfir sex þúsund manns hjá okkur í jólaborð og vonandi náum við að keyra á það,” segir Jakob. „Mér finnst gott að þetta sé í gangi núna og þá kannski náum við að hafa gleðileg jól,” segir Hrefna. Aðgerða sé þörf. „Ég myndi segja að það þyrfti að gera eitthvað aðeins meira núna. Allavega halda áfram aðstoð til fyrirtækja því allir veitingastaðir eru með margt fólk í vinnu og það yrði hræðilegt ef það yrðu fleiri uppsagnir í þessum geira,” segir Hrefna. „Ef stjórnvöld fari kannski að horfa á allavega hluta af veitingahúsamarkaðnum á Íslandi og sérstaklega í Reykjavík með sömu augum og menn horfa á ríkisstuðning við listir og menning,” segir Jakob. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Veitingastaðir Jól Mest lesið „Hvert á ég að ráðstafa séreigninni?“ Viðskipti innlent Ueno snýr aftur og Haraldur framkvæmdastjóri Viðskipti innlent Breytir tollflokkun pitsaosts eftir allt saman Viðskipti innlent Lítið fékkst upp í háar kröfur í bú Blackbox Viðskipti innlent Útvaldi sonurinn tryggir sér stjórn Murdoch-veldisins Viðskipti erlent Heiðrún Lind kaupir í Sýn Viðskipti innlent Elín Tinna nýr framkvæmdastjóri 66°Norður á Íslandi Viðskipti innlent Ráðin forstöðukona markaðsmála hjá Olís Viðskipti innlent „Óhóflegt gjald“ fyrir símanotkun í Bretlandi heyri fljótt sögunni til Viðskipti innlent Eldri stjórnendur sætti sig oftar við slæma hegðun og frammistöðu Viðskipti innlent Fleiri fréttir Lítið fékkst upp í háar kröfur í bú Blackbox Bein útsending: Borgar sig að vanmeta menntun? Breytir tollflokkun pitsaosts eftir allt saman Ueno snýr aftur og Haraldur framkvæmdastjóri „Hvert á ég að ráðstafa séreigninni?“ „Óhóflegt gjald“ fyrir símanotkun í Bretlandi heyri fljótt sögunni til Elín Tinna nýr framkvæmdastjóri 66°Norður á Íslandi Heiðrún Lind kaupir í Sýn Ráðin forstöðukona markaðsmála hjá Olís Eldri stjórnendur sætti sig oftar við slæma hegðun og frammistöðu Farþegum til Íslands fjölgaði um 21 prósent Ekkert tillit tekið til aðstæðna og ljóst að vöruúrval minnki Brutu lög við söluna á Íslandsbanka og greiða yfir 60 milljónir í sektir Pakkarnir séu langt frá því að vera sambærilegir Síminn má dreifa efni Sýnar Húrra opnar þriðju verslunina á höfuðborgarsvæðinu Segir félaginu skylt að skipta sér af „sorgarvegferð“ Play Seldu samheitalyf við hvítblæði og HIV fyrir hundruð milljóna Ráðin nýr fagstjóri hjá Íslandsstofu Greiddu eina krónu fyrir Mannlíf Aukið samstarf opni á fleiri tengimöguleika til vesturstrandar Bandaríkjanna Bein útsending: Sjálfbærnidagur Landsbankans Tekur við starfi forstjóra Samkaupa Hætta með spilakassa á Ölveri Bein útsending: Ársfundur Grænvangs - Samstarf til framtíðar Flytja Emmessís í Grafarvog 78 sagt upp í þremur hópuppsögnum Tveir nýir framkvæmdastjórar hjá Póstinum Segir „vanstilltan“ starfsmann Icelandair kominn úr skotgröfunum Ráðinn nýr fjárfestingastjóri Ísafold Capital Partners Sjá meira
Veitingahúsaeigendur hafa áhyggjur af komandi vetri og jólavertíðinni. Þeir segja óvissuna erfiða og kalla eftir frekari aðgerðum frá stjórnvöldum. Kórónuveirufaraldurinn hefur eðlilega haft mikil áhrif á rekstrarumhverfi veitingahúsa, en flestar samkomutakmarkanir tengjast þeim með einum eða öðrum hætti. Núna mega aðeins tuttugu koma saman og opnunartími hefur verið styttur til klukkan 21. „Flestar aðgerðir stjórnvalda virðast miða að því að tekjumissirinn sé 75 prósent eða meira. En það gleymist svolítið að horfa til þess að enginn veitingastaður í íslensku rekstrarumhverfi getur þolað 20 til 30 prósent tekjumissi til langs tíma. Þannig að ég myndi segja að við þurfum að hugsa nýjar aðgerðir og sú aðgerð sem hefur nýst veitingastöðum best er hlutabótaleiðin og nú er hún háð mun strangari skilyrðum en hún var í vor,” segir Jakob Einar Jakobsson, eigandi Jómfrúarinnar. „Enginn veitingastaður í íslensku rekstrarumhverfi getur þolað 20 til 30 prósent tekjumissi til langs tíma,“ segir Jakob Einar á Jómfrúnni. Hrefna Rósa Sætran, eigandi Fiskmarkaðarins, Grillmarkaðarins og Skúla craft bar, tekur undir. „Þetta er mikil óvissa fyrir alla og rosa tekjufall hjá okkur, eins og öllum öðrum veitingastöðum.” Þau benda bæði á að reksturinn sé að miklu leyti háður heimsendingum. Heimsendingarnar hafi gengið nokkuð vel, en að fólk sæki minna í þær nú en á fyrri stigum faraldursins. „Ég finn að fólk er meira að spara við sig núna og kannski er aðeins minni peningur hjá fólki núna,” segir Hrefna. Þau hafa áhyggjur af jólunum. „Við eigum rosa mikið undir og að jólin nái að vera eins og þau eiga að vera. Við erum nú þegar búin að bóka yfir sex þúsund manns hjá okkur í jólaborð og vonandi náum við að keyra á það,” segir Jakob. „Mér finnst gott að þetta sé í gangi núna og þá kannski náum við að hafa gleðileg jól,” segir Hrefna. Aðgerða sé þörf. „Ég myndi segja að það þyrfti að gera eitthvað aðeins meira núna. Allavega halda áfram aðstoð til fyrirtækja því allir veitingastaðir eru með margt fólk í vinnu og það yrði hræðilegt ef það yrðu fleiri uppsagnir í þessum geira,” segir Hrefna. „Ef stjórnvöld fari kannski að horfa á allavega hluta af veitingahúsamarkaðnum á Íslandi og sérstaklega í Reykjavík með sömu augum og menn horfa á ríkisstuðning við listir og menning,” segir Jakob.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Veitingastaðir Jól Mest lesið „Hvert á ég að ráðstafa séreigninni?“ Viðskipti innlent Ueno snýr aftur og Haraldur framkvæmdastjóri Viðskipti innlent Breytir tollflokkun pitsaosts eftir allt saman Viðskipti innlent Lítið fékkst upp í háar kröfur í bú Blackbox Viðskipti innlent Útvaldi sonurinn tryggir sér stjórn Murdoch-veldisins Viðskipti erlent Heiðrún Lind kaupir í Sýn Viðskipti innlent Elín Tinna nýr framkvæmdastjóri 66°Norður á Íslandi Viðskipti innlent Ráðin forstöðukona markaðsmála hjá Olís Viðskipti innlent „Óhóflegt gjald“ fyrir símanotkun í Bretlandi heyri fljótt sögunni til Viðskipti innlent Eldri stjórnendur sætti sig oftar við slæma hegðun og frammistöðu Viðskipti innlent Fleiri fréttir Lítið fékkst upp í háar kröfur í bú Blackbox Bein útsending: Borgar sig að vanmeta menntun? Breytir tollflokkun pitsaosts eftir allt saman Ueno snýr aftur og Haraldur framkvæmdastjóri „Hvert á ég að ráðstafa séreigninni?“ „Óhóflegt gjald“ fyrir símanotkun í Bretlandi heyri fljótt sögunni til Elín Tinna nýr framkvæmdastjóri 66°Norður á Íslandi Heiðrún Lind kaupir í Sýn Ráðin forstöðukona markaðsmála hjá Olís Eldri stjórnendur sætti sig oftar við slæma hegðun og frammistöðu Farþegum til Íslands fjölgaði um 21 prósent Ekkert tillit tekið til aðstæðna og ljóst að vöruúrval minnki Brutu lög við söluna á Íslandsbanka og greiða yfir 60 milljónir í sektir Pakkarnir séu langt frá því að vera sambærilegir Síminn má dreifa efni Sýnar Húrra opnar þriðju verslunina á höfuðborgarsvæðinu Segir félaginu skylt að skipta sér af „sorgarvegferð“ Play Seldu samheitalyf við hvítblæði og HIV fyrir hundruð milljóna Ráðin nýr fagstjóri hjá Íslandsstofu Greiddu eina krónu fyrir Mannlíf Aukið samstarf opni á fleiri tengimöguleika til vesturstrandar Bandaríkjanna Bein útsending: Sjálfbærnidagur Landsbankans Tekur við starfi forstjóra Samkaupa Hætta með spilakassa á Ölveri Bein útsending: Ársfundur Grænvangs - Samstarf til framtíðar Flytja Emmessís í Grafarvog 78 sagt upp í þremur hópuppsögnum Tveir nýir framkvæmdastjórar hjá Póstinum Segir „vanstilltan“ starfsmann Icelandair kominn úr skotgröfunum Ráðinn nýr fjárfestingastjóri Ísafold Capital Partners Sjá meira