Gangandi kvenfélagskonur í Grímsnesi í allan dag Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 10. október 2020 12:16 Konurnar tólf, ásamt hundi, sem lögðu af stað Sólheimahringinn í morgun klukkan 09:00. Þær reikna með að ljúka 24 kílómetra göngunni um klukkan 17:00 í dag. Kvenfélagskonur í Grímsnesi eru búnir að vera á gangi í alla morgun og ætla að ganga fram eftir degi en um er að ræða áheitagöngu þar sem þær ganga Sólheimahringinn, sem er tuttugu og fjórir kílómetrar. Félagið fagnaði hundrað ára afmæli á síðasta ári. Allt félagsstarf í kvenfélögum landsins liggur meira og minna niðri vegna Covid – 19 en þá þarf að huga út fyrir boxið eins og kvenfélagskonur í Kvenfélagi Grímsneshrepps hafa gert með því að ganga áheitagöngu úti í dag í góða veðrinu þar sem fjarlægðatakmörk verða virt og sóttvarnir hafðar í fyrirrúmi. Laufey Guðmundsdóttir er „Við ætlum að ganga 24 kílómetra, Sólheimahringinn svokallaða. Við byrjuðum í morgun klukkan níu og erum hérna að fikra okkur áfram hringinn. Við ákváðum að gera þetta því að við getum ekki hagað okkar starfsemi eins og vanalega, við gátum t.d. ekki haldið okkar árlegu Grímsævintýri og þar að leiðandi ekki tombólu og við reiknum ekki með að geta haldið jólabingó. Þetta eru okkar aðal fjáröflunarleiðir og við gefum alltaf alla afkomu til góðra málefna,“ segir Laufey. Laufey Guðmundsdóttir, formaður Kvenfélags Grímsneshrepps, sem er yfir sig stolt af konunum í félaginu, sem taka þátt í göngu dagsins.Einkasafn Það sem safnast í áheitagöngu dagsins rennur til „Sjóðsins góða“, sem er sjóður í Árnessýslu, sem úthlutað er út fyrir hver jól til þeirra sem eiga ekki fyrir nauðþurftum. „Við ætlu ekki bara að gefa það sem kemur inn á reikninginn, heldur ætlum við líka að veita ákveðið mótframlag, allt að fimm hundruð þúsundum frá kvenfélaginu sjálfu, þannig að þetta gæti verið ágætis búbót fyrir þá sem minna mega sín,“ bætir Laufey við. Tólf konur og einn hundur taka þátt í göngunni á öllum aldri. Laufey er stolt af sínu félagi og konum, enda ótrúlega vel gert og flott framtak hjá kvenfélaginu. „Já, það er náttúrlega alltaf gott að geta gefið af sér og það veitir manni hamingju og ef ekki í dag, hvenær eigum við að gera það,“ segir Laufey. Þeir sem vilja leggja málefninu lið og heita á konurnar í Grímsnesi geta lagt fram áheit á reikning félagsins, 0152-26-020958 og kennitalan er; 420389-1329 – skýring „áheit“. Kvenfélag Grímsneshrepps var stofnað 24.apríl 1919. Tilgangur félagsins er að efla samúð og samheldni kvenna í Grímsneshreppi. Vinna að menningar og líknarmálum innan sveitar og utan, eftir því sem þörf krefur og geta leyfir.Kvenfélag Grímsneshrepps Grímsnes- og Grafningshreppur Heilsa Mest lesið Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Erlent Martraðakennd flugferð: „Það voru allir að öskra á Allah og hágrátandi“ Innlent „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Innlent Allt bendi til þess að breytingar séu í farvatninu Erlent Sundlaugum lokað vegna óöruggra aðstæðna Innlent Blendnar tilfinningar við upphaf niðurrifs í Grindavík Innlent Viðverustjórn er hluti af sérfræðiþekkingu mannauðsfólks Innlent Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Innlent Meðal möguleika að greiða Grænlendingum milljónir Erlent Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Innlent Fleiri fréttir Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Blendnar tilfinningar við upphaf niðurrifs í Grindavík Hefja átak í bólusetningu drengja gegn HPV veirunni Fimmtungur leikskólabarna borðar innan við tíu fæðutegundir Kom til átaka eftir þjófnað í verslun í annað sinn sama dag Vonast til stöðugleika eftir mikið umrótarár í ráðuneytinu Vonar að stöðugleiki skapist loks í ráðuneytinu og niðurrif í Grindavík Sundlaugum lokað vegna óöruggra aðstæðna Eigi að setja allan kraft í að hræða íslensku þjóðina í Evrópusambandið Viðverustjórn er hluti af sérfræðiþekkingu mannauðsfólks Tár féllu, veðurguðir léku sér og stórmenni kvöddu sviðið Slökktu eld í djúpgámi í Kópavogi Martraðakennd flugferð: „Það voru allir að öskra á Allah og hágrátandi“ Kviknaði í ruslagámi í Keflavík „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Ráðast í úttekt á hljóðdempun á höfuðborgarsvæðinu Frír leikskóli í sex klukkutíma á dag í Hveragerði Ákærður með hraði fyrir að nauðga dreng í Hafnarfirði Miklar tafir á Hellisheiði vegna slyss Tíðindi af kynferðisbrotamáli í Hafnarfirði „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Jón Rúnar stefnir Hafnarfjarðarbæ Framsókn velur á lista í febrúar og Einar enn óskoraður oddviti Hvatt til að hvíla einkabílinn vegna mengunar Sjá meira
Kvenfélagskonur í Grímsnesi eru búnir að vera á gangi í alla morgun og ætla að ganga fram eftir degi en um er að ræða áheitagöngu þar sem þær ganga Sólheimahringinn, sem er tuttugu og fjórir kílómetrar. Félagið fagnaði hundrað ára afmæli á síðasta ári. Allt félagsstarf í kvenfélögum landsins liggur meira og minna niðri vegna Covid – 19 en þá þarf að huga út fyrir boxið eins og kvenfélagskonur í Kvenfélagi Grímsneshrepps hafa gert með því að ganga áheitagöngu úti í dag í góða veðrinu þar sem fjarlægðatakmörk verða virt og sóttvarnir hafðar í fyrirrúmi. Laufey Guðmundsdóttir er „Við ætlum að ganga 24 kílómetra, Sólheimahringinn svokallaða. Við byrjuðum í morgun klukkan níu og erum hérna að fikra okkur áfram hringinn. Við ákváðum að gera þetta því að við getum ekki hagað okkar starfsemi eins og vanalega, við gátum t.d. ekki haldið okkar árlegu Grímsævintýri og þar að leiðandi ekki tombólu og við reiknum ekki með að geta haldið jólabingó. Þetta eru okkar aðal fjáröflunarleiðir og við gefum alltaf alla afkomu til góðra málefna,“ segir Laufey. Laufey Guðmundsdóttir, formaður Kvenfélags Grímsneshrepps, sem er yfir sig stolt af konunum í félaginu, sem taka þátt í göngu dagsins.Einkasafn Það sem safnast í áheitagöngu dagsins rennur til „Sjóðsins góða“, sem er sjóður í Árnessýslu, sem úthlutað er út fyrir hver jól til þeirra sem eiga ekki fyrir nauðþurftum. „Við ætlu ekki bara að gefa það sem kemur inn á reikninginn, heldur ætlum við líka að veita ákveðið mótframlag, allt að fimm hundruð þúsundum frá kvenfélaginu sjálfu, þannig að þetta gæti verið ágætis búbót fyrir þá sem minna mega sín,“ bætir Laufey við. Tólf konur og einn hundur taka þátt í göngunni á öllum aldri. Laufey er stolt af sínu félagi og konum, enda ótrúlega vel gert og flott framtak hjá kvenfélaginu. „Já, það er náttúrlega alltaf gott að geta gefið af sér og það veitir manni hamingju og ef ekki í dag, hvenær eigum við að gera það,“ segir Laufey. Þeir sem vilja leggja málefninu lið og heita á konurnar í Grímsnesi geta lagt fram áheit á reikning félagsins, 0152-26-020958 og kennitalan er; 420389-1329 – skýring „áheit“. Kvenfélag Grímsneshrepps var stofnað 24.apríl 1919. Tilgangur félagsins er að efla samúð og samheldni kvenna í Grímsneshreppi. Vinna að menningar og líknarmálum innan sveitar og utan, eftir því sem þörf krefur og geta leyfir.Kvenfélag Grímsneshrepps
Grímsnes- og Grafningshreppur Heilsa Mest lesið Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Erlent Martraðakennd flugferð: „Það voru allir að öskra á Allah og hágrátandi“ Innlent „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Innlent Allt bendi til þess að breytingar séu í farvatninu Erlent Sundlaugum lokað vegna óöruggra aðstæðna Innlent Blendnar tilfinningar við upphaf niðurrifs í Grindavík Innlent Viðverustjórn er hluti af sérfræðiþekkingu mannauðsfólks Innlent Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Innlent Meðal möguleika að greiða Grænlendingum milljónir Erlent Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Innlent Fleiri fréttir Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Blendnar tilfinningar við upphaf niðurrifs í Grindavík Hefja átak í bólusetningu drengja gegn HPV veirunni Fimmtungur leikskólabarna borðar innan við tíu fæðutegundir Kom til átaka eftir þjófnað í verslun í annað sinn sama dag Vonast til stöðugleika eftir mikið umrótarár í ráðuneytinu Vonar að stöðugleiki skapist loks í ráðuneytinu og niðurrif í Grindavík Sundlaugum lokað vegna óöruggra aðstæðna Eigi að setja allan kraft í að hræða íslensku þjóðina í Evrópusambandið Viðverustjórn er hluti af sérfræðiþekkingu mannauðsfólks Tár féllu, veðurguðir léku sér og stórmenni kvöddu sviðið Slökktu eld í djúpgámi í Kópavogi Martraðakennd flugferð: „Það voru allir að öskra á Allah og hágrátandi“ Kviknaði í ruslagámi í Keflavík „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Ráðast í úttekt á hljóðdempun á höfuðborgarsvæðinu Frír leikskóli í sex klukkutíma á dag í Hveragerði Ákærður með hraði fyrir að nauðga dreng í Hafnarfirði Miklar tafir á Hellisheiði vegna slyss Tíðindi af kynferðisbrotamáli í Hafnarfirði „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Jón Rúnar stefnir Hafnarfjarðarbæ Framsókn velur á lista í febrúar og Einar enn óskoraður oddviti Hvatt til að hvíla einkabílinn vegna mengunar Sjá meira